Tíminn - 12.03.1994, Page 5

Tíminn - 12.03.1994, Page 5
Laugardagur 12. mars 1994 CfWtllHI 5 Jón Kristjánsson skrifar Það verður nú Ijósara með hverj- um deginum sem líður að stjóm- arsamstarf Alþýðuflokks og Sjálf- stæöisflokks, sem byggir á einlægni og trausti milli samstarfsmanna í ríkis- stjóm, er ekki lengur fyrir hendi. Land- búnaðarmálið fræga er nú komið til annarrar umræðu í Alþingi og byrjun hennar sýndi aö samkomulag for- manna flokkanna um máliö er aðeins til málamynda og tilraun til þess að framlengja líf ríkisstjómarinnar. Ágreiningurinn kom berlega í ljós í ill- vígri ræðu sem Gísli Einarsson, fulltrúi Aiþýðuflokksins í landbúnaðamefnd, flutti fýrir hönd flokksins. Slík ræða á sér ekki margar hliðstæður, þegar litið er til þess að þaö á að heita svo að sam- komulag sé um málið. Sérkennilegt þinghald Ég býst við að stjómarflokkunum tak- ist að koma þessu máli í gegnum AI- þingi. Hins vegar mun þaö enn reyna á þolrifin í stjómarsamstarfinu þann tíma sem þaö hangir yfir stjómarliöinu í þinginu. Hins vegar er spumingin, þegar þetta mál er að baki, hvað tekur þá við. Þaö er rúmlega mánuður eftir af áætl- uðum starfstíma Alþingis. Þaö er áreiö- anlega ekki ofmælt að löggjafarsam- koman hefur verið meö sérkennilegum hætti eftir áramótin. Landbúnaðar- þrætan hefur hertekib foringja ríkis- stjómarinnar, enda hefur fátt frá henni komið. Frumvarp um sjávarútvegs- stefnuna er í sjávarútvegsnefnd þings- ins og á langt í land að koma til ann- arrar umræðu og bullandi ágreiningur er um málið. Þótt bráðabirgðalögin um stöðvun verkfalls sjómanna hafi verib staðfest, er engin niöurstaða komin um þaö meö hverjum hætti á að með- höndla sjálft deilumálið, þátttöku sjó- manna í kvótakaupum. Það em óveð- ursský framundan, og þetta gerist allt á sama tíma og kosningar til sveitar- stjóma nálgast. Staða ríkisstjómar- innar er mjög veik um þessar mundir, þegar ríöur á fyrir hana að vera sterk. Þegar stjómarflokk- amir einbeita sér að því hvemig þeir geta tryggt stöðu sinna flokka í kosningum, fremur en ab ná sameiginlegri niður- stöðu, sjást feigðarmerkin. Landbún- aöardeilan ber mjög keim af þessu. Stóru málin Hvers vegna ríður á fyrir ríkisstjómina að sýna styrk um þessar mundir? Það er vegna afar erfibra úrlausnarefna, sem blasa við. í fyrsta lagi er þorskkvótinn óðum að ganga til þurröar og ef svo heldur fram sem horfir, verður hann víða uppurinn á vordögum. Þab alvarlega Vestfjarða- mál, sem upp hefur komið, er afleibing af þessari stöðu. Inngrip ríkisstjómar- innar í málið er einkar klaufalegt, þar sem það getur valdið stórdeilum milli byggðarlaga og spillt samstöðunni í landinu. Slíkt mál átti að bera að meö heildarúttekt á stöðu sjávarútvegsins, og réttlætanlegt er ab líta sérstaklega á stööu Vestfirbinga, vegna þeirrar fólks- fækkunar sem þar hefur átt sér stað. Það verbur enginn friður um að líta að- eins á stööu sjávarútvegsfyrirtækja í einum landshluta, miðað við þær að- stæður sem nú em. í öðm lagi hefur ekkert þokast nær því marki að ná þjóbarsátt um fiskveiði- stefnuna, eða þróunarsjóð sjávarút- vegsins, eða þátttöku sjómanna í ______________ kvótakaupum. Þessi ágreiningur ýtir undir flokkadrætti í þessari undirstöðuatvinnu- grein og veldur óvissu um framtíðina, sem hefur afar slæm áhrif á þá sem vilja sækja fram og byggja upp nýja starfsemi innan greinarinnar. í þriðja lagi þurfa stjómarflokkamir sterk bein til þess að þola sveitarstjóm- arkosningamar og þær pólitísku hrær- ingar sem fylgja þeim, einkum í Reykjavík og stærri kaupstöðum lands- ins. Það fer ekki hjá því að stjómarliðar lenda í deilum á þeim vettvangi. í fjórða lagi fer atvinnuleysi vaxandi og Þjóðhagsstofnun spáir nú 5 1/2% atvinnuleysi á yfirstandandi ári. Þetta ástand er afar þungbært og það er brýnt að ná samstöðu um úrræöi til þess að bregðast við þessu alvarlega ástandi. Menn °9 málefni Fátt gleður stjórnarliða í ljósi þessara staðreynda er það vafa- samt, svo ekki sé meira sagt, að stjóm- arsamstarfið lifi af sumarib. Það er fátt sem gleður stjórnarliða. Helst reyna þeir að hugga sig við jákvæbar hagtöl- ur, sem þó em margar hverjar aðeins hin hliðin á atvinnuleysi og samdrætti í þjóðfélaginu. Áreiðanlega hafa for- ustumenn ríkisstjómarinnar vonab að nú, þegar abeins rúmt ár er til kosn- inga, væri komið á beinu brautina og hægt væri aö gera eitthvað jákvætt. Og víst er um það að stórátök verða um fjárlagagerö í haust, endist ríkisstjóm- inni líf til þess tíma. Að grafa skotgrafir í sumar- blíðunni Allt eins er þó líklegt að upp úr stjóm- arsamstarfinu slitni á haustdögum, enda hefur heyrst að Jón Baldvin hafi tílkynnt flokksstjómarmönnum sín- um á fundi um síðustu helgi, að best væri aö vera í startholunum fyrir haustkosningar. Aðgerðalaus stjóm, með hin risavöxnu og heitu vandamál útí í þjóðfélaginu, getur ekki setíð til langframa. Tíminn er runninn út til að kjósa fyrir sveitarstjómarkosningar, enda treystust foringjar stjómarflokk- anna ekki til þess að slita á landbúnað- armálinu. Hins vegar er allt eins líklegt aö sumarið verði notaö af þeirra hálfu til þess aö reyna að skapa sér stööu í kosningar og grafa skotgrafir. Heitar árstíðir f stjórnmálum Það er fyrirséð aö það verður heitt vor í stjómmálunum, og mestar líkur em til þess ab haustíð verði einnig heitt. Skjálftavirknin í stjómarsamstarfi á hverjum tíma er mest síösumars og á haustin, þegar þingmenn em búnir ab vera í bland vib kjósendur sína og liggja undir gagnrýni þeirra svo mán- uðum skiptír. Stjómarsamstarfið verð- ur ab vera eitthvað öðm vísi en þessa dagana til þess ab þola það tímaskeiö.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.