Tíminn - 12.03.1994, Síða 12

Tíminn - 12.03.1994, Síða 12
12 fcnugacdagtif 12-raacs-1994 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eftir tilboðum í lagningu frárennslislagna i Suöur-Mjódd. Verkið nefnist: Suður-Mjódd. Regnvatnslagnir, 1. áfangi. Helstu magntölur era: Uppúrtekt u.þ.b. 5.500 m3 Grúsarfylling u.þ.b. 2.200 m3 Lengd 1.000-1.200 mm röra u.þ.b. 400 mm Lengd 500 mm röra u.þ.b. 120 m Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 24. mars 1994, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 FORVAL F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings er óskað eftir verktökum til aö taka þátt í lokuðu útboði á viðhaldi bruna- viövörunarkerfa í grannskólum Reykjavíkur. Þeir, sem hafa áhuga, skulu skila inn umsókn, þar sem fram koma helstu upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki og nöfri þeirra starfsmanna, sem fyrirhugað er að starfi við verkiö. Ein- ungis þeir, sem hafa starfað við uppsetningu, prófanir og við- hald á branaviðvöranarkerfum, koma til álita. Lysthafendur skili umsóknum til Innkaupastofnunar Reykjavik- urborgar, Fríkirkjuvegi 3, f siðasta lagi föstudaginn 18. mars 1994 fyrirkl. 15:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Átaksverkefni á veg- um Reykjavíkurborgar Byggingadeild borgarverkfræðings óskar eftir verktökum til að taka þátt í lokuöum útboðum vegna atvinnuaukandi verkefna. Um er að ræða almenna verktakavinnu, byggingar, lóðafrá- gang o.fl. Þær kröfur era geröar að vinnuafi í viðkomandi verkum sé ráð- ið að 2/3 hlutum af atvinnuleysisskrá Vinnumiðlunar Reykja- vikur/Ráðningarskrifstofu. Þeir verktakar, sem áhuga hafa, skili inn nöfnum sinum í síð- asta lagi föstudaginn 18. mars 1994 til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Frikirkjuvegi 3. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 AÐALFUNDUR m ISTEX. 1SLENSKUR TEXTILIDNADUR H.F. Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn föstu- daginn 25. mars kl. 14.00 í Þrúðvangi Mos- fellsbæ. Dagskrá: 1. Almenn aðalfundarstörf samkv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Álafossvegi 40A, Mos- fellsbæ, frá og með 18. mars til kl. 13.30 á fundardag. Mosfellsbæ 11. mars 1994 Stjórn ÍSTEX hf. Verba samningsdrögin staöfest? jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráöherra Noregs, og Creta Knudsen, viöskiptarábherra landsins, aö kvöldi dags þess 8. mars þegar upp úr slitnaöi í abildarvibrœbum Noregs og Evrópubandalagsins. Deildar meiningar eru um ástœöuna fyrir því aö ekki tókst aö Ijúka samningunum þarna um kvöldiö eins og til stóö. Nœsti fundur veröur á þriöjudaginn, 75. mars, og efekki veröur hœgt ab Ijúka samningageröinni þá er tor- séö hvernig EFTA-ríkin fjögur, Austurríki, Finnland, Svíþjóö og Noregur, geta oröiö abilar aö EB þann 7. janúar 1995 eins og stefnt hefur veriö aö. Norömenn telja fiskveiöisamningum viö Evrópubandalagiö lokiö. Norbmenn fá að sjá um kvótasamn- inga vib Rússa Ágúst Þór Ámason Spænskir fjölmiðlar eru ævir vegna frekju „víkinganna", eins og þeir kalla Norðmenn. Leiðara- og greinarhöfundum þarlendra dagblaða finnst vafasamur gróöi af því að fá þjóð eins og Norðmenn inn í Evrópubandalagið. Spánverjamir segja að Norð- mennimir geri ekki annað en að heimta en vilji ekkert láta af sínu. Norskir fjölmiðlar eru almennt þeirrar skoðunar að þau samn- ingsdrög sem lágu fyrir þegar viöræðum var slitiö um mið- nætti á þriðjudag séu endanleg og ekki hafi slitnað upp úr samn- ingaviðræðunum vegna ósam- komulags um fiskveiðmál held- ur vegna innbyrðis deilna Evr- ópubandalagsríkjanna. Ekki sama fiskur og fiskur Jan Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, eða Fiska- Olsen eins og hann er gjaman kallaður, segist ekki hafa eftirlát- iö Evrópubandalaginu annan fisk en þann sem því var leyfilegt að veiöa samkvæmt samningn- um um hið Evrópska efnahags- svæði. Samkvæmt EES-samn- ingnum útdeilir EB 40.000 tonna þorskkvóta á áxi til ein- stakra ríkja bandalagsins. Þar af. er viðbótarkvóti sem átti að vera 8.500 tonn 1995, 9.750 tonn 1996 og 1.100 tonn áriö 1997. Olsen lagði til að EB-ríkin fengju þegar á næsta ári að veiða 11.000 tonn í ljósi þess að þorskstofn- inn hefði náð sér fyrr en reiknaö var með. Norðmeim buðu líka kvóta viö Nýfundnaland sem átti að vera á bilinu eitt til tvö þúsund tonn á ári fram til ársins 1997. Þó aö norskir sjómenn séu ekki ánægðir meö að þurfa að sjá á eftir fiski í veiðarfæri annarra en sjálfs sín þá finnst þeim skipta meira máli hvemig yfirráö yfir miðunum verður háttaö í fram- tíðinni og hverjir eiga að sjá um kvótasamninga við Rússa. Samkomulagsdrögin gera ráð fyrir því að Norðmenn fari með yfirráö yfir hafsvæðinu norðan 62. breiddargráðu fram til 1997, þá verði búið aö breyta reglum EB til samræmis við núgildandi norsk lög. Þama verði því engin raunveruleg breyting á fiskveiði- stjómun. Það mál sem flestir héldu að ekki yröi hægt aö semja um er kvótasamningar viö Rússa. Norðmenn hafa krafist þess að fá að sjá sjálfir um samninga viö Rússa um veiðar á sameiginleg- um fiskstofnum. Þetta var leyst með því að Evr- ópubandalagið féllst á að Norö- menn héldu áfram að sjá um samningana en hefðu fána EB á borðinu í samningaviðræöun- um. Spœnski leikarinn Femando Rey lést ab heimili sínu í Madrid þann 9. mars eftir langvarandi veikindi. Hann var 76 ára ab aldri. Reylék í„ótölulegum" fjölda kvikmynda og varb heimsfrœgur fyrir hlutverk sín í myndum Bunu- els. Flestir minnast hans þó líklega fyrir hlutverk eiturlyfjabarónsins í kvik- myndinni „ French Connection". A myndinni hér aö ofan er Rey í gervi Don Kíkóta í sjónvarpsmyndaflokki sem tekinn var árib 1990.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.