Tíminn - 12.03.1994, Page 15

Tíminn - 12.03.1994, Page 15
Laugardagur 12. mars 1994 15 Tryggvi Sigurðsson frá Útnyrðingsstööum á Völlum Fæddur 2. ágúst 1903 Dáinn 3. mars 1994 Vinur minn, Tryggvi Sigurðsson frá Útnyrðingsstöðum á Völlum, er látinn. Hann andaðist á sjúkra- húsinu á Egilsstööum eftir stutta legu. Tryggvi hafði verið heilsutæpur síðustu árin, en haföi þó oftast fótavist og var jafnan hress og glabur bæöi heima og aö heiman. Viku áður en hann lést kom hann ásamt öbmm kunningja okkar í heimsókn til okkar hjónanna og virtist hann þá vera vel hress. Okkur þótti öllum gaman ab spila lomber og spiluðum oftast í þrjár klukkustundir. Þá spjölluðum við oft saman og þá var oft glatt á hjalla, enda vom þeir báðir létt- lyndir og gamansamir. Ekki datt mér í hug, þegar ég kvaddi Tryggva þá, ab það yröi okkar síðasta handtak. Mér fannst hann þá vera með hressara móti. Þessvegna kom andlátsfregnin mér mjög á óvart. En Tryggvi var ekki vanur að kvarta þó hann væri eitthvað las- inn. Svo er það líka þannig að dauðinn gerir ekki alltaf bob á undan sér. Fyrst kynntist ég Tryggva þegar ég var lítill drengur. Hann var þá um tíma heimiliskennari bræðra minna á Gilsá í Breiðdal og einn- ig um tíma kaupamaöur hjá for- eldrum mínum um sláttinn sum- arið 1928. Tryggvi var ákaflega bamgóður, þessvegna uröum við fljótt góbir kunningjar og sá kunningsskapur okkar entist alla tíð síðan eða í 66 ár. Og það sem meira er, aö aldrei bar skugga á vináttu okkar. Tryggvi var fæddur og uppalinn á Völlum á Héraöi, en fluttist ungur að Hóli í Breiödal meö for- eldrum sínum. Elísabet systir hans var þar lengi húsfreyja. Maður hennar var lengi bóndi þar og víðar. A Hóli átti Tryggvi heimili þang- að til ab hann fluttist aö Rand- versstöbum í sömu sveit 1931 og hóf þar búskap ásamt foreldrum sínum. Faðir hans var þá orðinn heilsutæpur og dó tveimur árum seinna. Tryggvi var góður bóndi, hann hirti Vel um allar sképnur sínar. Hann átti góð reiðhross og var góður hestamaöur. —'-p-——————————————————— DAGBOK 71. dagur ársins - 294 dagar eftir. 10. vika Sólris kl. 7.57 sólariag kl. 19.19 Dagurínn lengist um 7 minútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sveitakeppni í brids kl. 13 og félags- vist kl. 14 í dag í Risinu. Dansab í Goö- heimum kl. 20 í kvöld. Mánudagur: Opið hús í Risinu kl. 13- 17. Lesið úr Sturlungu kl. 17 í Risinu og söngvaka kl. 20.30 um kvöldið. Stjómandi Kári Ingvarsson og undir- leikari Sigurbjörg Hóbngrímsdóttir. Dansað í Kringlunni Heimsmeistarakeppni í Ballroom dönsum í aldurshópnum 16-18 ára verður í Úkraínu í þessum mánuði og heimsmeistarakeppnin í Latin döns- Hann var líka góður fjármabur. Ég heimsótti hann, einkum á vetrin, og skoöabi þá alltaf sauð- féö og hrossin hjá honum. Alltaf var gaman aö heimsækja hann og spjalla við hann, því hann var alltaf glabur og spaugsamur. Haustiö 1928 fór Tryggvi í Bændaskólann á Hvanneyri og t MINNING lauk þaðan búfræðiprófi 1929 eft- ir eins vetrar nám. Áður hafði hann verið einn vetur í Alþýðu- skólanum á Eibum. Það sýnir best að Tryggvi var góður námsmaður, enda var hann góðum gáfum gæddur. En eins og kunnugt er hefur verið tveggja vetra nám á Hvanneyri til búfræðiprófs og fáir nemendur sem hafa lokið bú- fræðiprófi á einum vetri. Sumarib 1929 réð Búnaðarfélag Breiödæla Tryggva til jarðyrkju- starfa í Breiðdal. Þá voru notuð hestaverkfæri, aðallega plógur og herfi, og fyrst og fremst unnið að túnasléttun. Tryggvi var góöur hestamaður og verklaginn og gekk vinnan með hestunum mjög vel. Árið 1945 flutti hann frá Rand- versstöðum að Útnyrðingsstöð- um á Völlum og bjó þar þangað til að hann fluttist í Egilsstaðabæ ásamt eiginkonu sinni, Sigríbi Sigurðardóttur frá Útnyrðings- stöðum, en hann giftist henni fljótlega eftir aö hann fluttist þangað. Þau fluttust í Egilsstaða- bæ 2. júlí 1988. um verður í Slóveníu um miðjan apríl. Dansparib Jóhanna Ella Jónsdóttir og Scott Brandon Todd, íslandsmeistarar í Baliroom dönsum í þessum aldurs- flokki, hafa veriö valin til að keppa fyr- ir íslands hönd á báðum mótunum. í dag, laugardag, ætla þau ab dansa í Kringlunni og munu þau taka sporib af og til á afgreiöslutíma hússins, bæbi í göngugötum og inni í nokkrum verslunum. Verslanir í Kringlunni eru opnar á laugardögum frá kl. 10 til 16. Tónleikar í Óperunni Styrktarfélag íslensku óperunnar býb- ur styrktarfélögum sínum og styrktar- fyrirtækjum til tvennra hátíbartón- leika í ísl. óperunni um helgina. Á tón- leikunum mun Óperukórinn undir stjóm Garðars Cortes ásamt einsöngv- urunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Ingveldi Ýr Jónsdóttur flytja mörg vin- sæl atriði úr óperum, óperettum og söngleikjum. Tónleikarnir verba haldnir á laugardags- og sunnudags- kvöld og hefjast kl. 20. Tónleikar helgaðir minn- ingu Páls Kr. Pálssonar Sunnudaginn 13. mars kl. 17 veröa haldnir tónleikar í Hafnarfjarðar- kirkju, sem helgabir verða minningu Páls Kr. Pálssonar, sem var organleik- ari Hafnarfjaröarkirkju og fýrsti skóla- stjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarbar. Fram koma: Orgelleikarar á vegum Fé- lags ísl. organleikara, einsöngvarar, Karlakórinn Þrestir, Kór Öldutúnsskól- Tryggvi var mikill félagsmála- maður. Á meðan hann átti heima í Breiðdal var hann lengi eiim af framámönnum ungmennafélags- ins þar og hann var lengi einn af framámönnum Búnaðarfélags Breiðdæla og átti lengi sæti í stjórn þess. Hann var mikill sam- vinnumabur og starfaöi einnig í fleiri félögum í Breiðdal. Tryggvi var ákaflega samvinnuþýður og var mjög gott að vinna með hon- um. Eftir að Tryggvi flutti í Útnyrð- ingsstaði bar fundum okkar sjaldnar saman. Þó kom ég öðru hverju þangað í heimsókn og voru viðtökumar alltaf jafn hlý- legar og góðar hjá þeim hjónun- um og gaman að koma þangað. Tryggvi kom líka oft subur í Breið- dal. Eftir aö Tryggvi flutti í Útnyrð- ingsstaði tók hann mikinn þátt í félagsmálum eins og áður. Meðal annars var hann oft kjörinn á að- alfundi fulltrúi Austur-Valla bæbi á aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands og kjörmanna Múla- sýslna sem kusu tvo menn úr hvorri sýslu annab hvert ár til ab sitja aðalfundi Stéttarsambands bænda. Tryggvi sat einnig aðal- fundi þess. Þab sýnir ásamt mörgu öðm að hann naut al- menns trausts bænda á Austur- Iandi. Ýmsum fleiri trúnaðarstörf- um gegndi hanri hér á Austur- landi. Síðan haustiö 1990, þegar við hjónin fluttum í Egilsstaðabæ, bar fundum okkar oft saman og alltaf var Tryggvi jafn glaður og kátur, hvort sem hann kom til okkar eða við til þeirra hjónanna. Ég undraðist hvað hann var minnugur, ekki síst á löngu liðna atburbi, þrátt fyrir ab hann var háaldraður. Tryggvi eignaðist tvær dætur, Nönnu og Elínu. Aö leiöarlokum viljum við hjón- in biöja góöan Guö að blessa eig- inkonu hans, dætur og aðra nán- ustu vandamenn. Kæri vinur! Far þú í friði, friður Gubs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Lámsson frá Gilsá ans, Bamakór Hafnarfjaröarkirkju, Kór Hafnarfjarðarkirkju og nemendur og kennarar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Abgangur á tónleikana er ókeypis og allir velkomnir. Norræna húsið um helgina í dag, laugardaginn 12. mars, kl. 16, verbur Jan Erik Vold, sem er einn af þekktustu núlifandi ljóðskáldum Norðmanna, kynntur á síðustu bóka- kynningu vetrarins í Norræna húsinu. Aögangur er ókeypis og allir velkomn- ir. Á morgun, sunnudaginn 13. mars, kl. 14 verbur norska kvikmyndin „Her- man" sýnd í Norræna húsinu. Myndin er frá árinu 1990 og gerð eftir sam- nefndri sögu Lars Saabye Christiansen. Hún er ætluð bömum frá 10 ára aidri og er rúmlega ein og hálf klst. aö lengd með norsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Úkraínsk kvikmynd í bíósal MÍR „Hvítur fugl meö svartan díl" nefn- ist kvikmyndin, sem sýnd veröur í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnu- dag 13. mars kl. 16. Myndin var gerð í Úkraínu 1971. Sagan, sem hún er byggð á, gerist í einu af fjalla- héruðum Úkraínu og segir frá því hvernig synir Lés Zvonar bregbast misjafnlega viö innrás herja fasista í föðurland þeirra sumarib 1941. Ab- gangur er ókeypis og öllum heimill. |||| FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framsóknarmenn í Reykjaneskjördæmi Skrifstofan að Digranesvegi 12 er opin alla þriðjudaga frá kl. 17-19. Komið og fáið ykkur kaffisopa og spjallið. KJördæmissamband framsóknarmanna Reykjanesi Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu Skemmtiferð til Reykjavíkur verður farin þriðjudaginn 15. mars n.k. Lagt verður af staðfrá Eyrarvegi 15. Selfossi, kl. 13.30. Nánari upplýsingar og pantanir hjá Þóru Einarsdóttur I slma 98-22606 og Eygló Gunnlaugsdóttur í sima 98- 21021. Stjómin a Guöni Jón Páll Aratunga Áriegur fundur þingmanna Framsóknarflokksins veröur haldinn I Aratungu þriöjudaginn 15. mars kl. 21.00. Gestur fundarins verður Páll Pétursson alþing- ismaður. Fundarboóendur Haraldur Framsóknarvist Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 13. mars á Hótel Lind kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun karia og kvenna. Haraldur Ólafeson mun flytja stutt ávarp í kaffi- } hléi. Aðgangseyrir kr. 500,-, kaffiveitingar innifaldar. Framsóknarfélag Reykjavfkur í lÍF ***; m 1 ' \ tKH Ingibjörg Guðmundur Egill Heiðar Stofnfundur á utanverðu Snæfellsnesi Stofnfundurframsóknarfélags á utanverðu Snæfellsnesi verður haldinn I Versöl- um, Ólafevik, þriöjudaginn 15. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Stofnun félagsins. 2. Sveitarstjómarkosningamar I vor. 3. Stjómmálaviöhorfið. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður, Guðmundur Bjamason alþingismaður og Egill Heiðar Glslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, mæta á fundinn. Undirbúnlngsnefndin Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Aðalfundur Félags framsóknarkvenna I Reykjavik verður haldinn á skrifetofu flokksins við Lækjartorg þriðjudaginn 15. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjómin {*wrrytiin kmitt \ uos rZZ. uos' I Uráð J SKÁKÞRAUT Andruet-Birminghain, Angers 1990. Hvemig getur hvítur brotist í gegn? 1. Rxb5, cxb5. 2. Dh8+, Bf8. 3. Bxb5+, Ke7, 4. Df6 mát. --------------------------------s Klippur fyrir sauðfé, nautgripi og hesta. • Drykkjarker, drykkjarstútar, hitalampar. • Úrval varahluta og aukahluta ÁRÆÐIHF. Höfðabakka 9,112 Reykjavík. Sfml: (91)67 00 00. Fax: (91)67 43 00. V______________________/

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.