Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 9. apríl 1994
Vetnið verður arðbær
orka uppúr aldamótum
Steingrímur Hermannsson, formaöur
I'ramsóknarflokksins og fyrrverandi for-
sætisráöherra, er nýkominn af óvenju-
legri heimsráöstefnu í Seoul í Suöur-Kór-
eu. Ráöstefna þessi var haldin af al-
heimssamtökum um heimsfriö „Preper-
ation of World Peace" sem upphaflega
var byggö á trúarlegum grunni og eru nú
tengd út um allan heim. í þessum sam-
tcikum hafa starfaö aöilar sem staöiö
hafa framarlega fyrir hönd þjóða sinna
mcöal annars Edward Schreyer, fyrrver-
andi landstjóri Kanada. Samtökin hafa
beitt sér fyrir ráðstefnum um heimsfrið
og framtíö heimsins.
Fyrrverandi forsetar
og forsætisráðherrar
- Hverjum var boðið að sitja þessa ráð-
stefnu?
Aö þessu sinni var öllum fyrrverandi
forsetum og forsætisráöherrum boðiö til
þessa fundar.
Fundinn sóttu fjömtíu og tveir fyrrver-
andi leiðtogar. Frá Vesturlöndum mættu
meðal annars Edward Schreyer, Kaare
Willock, Edward Heath og Gorbatsjoff
frá Rússlandi en þáttakendur vom mun
fleiri frá Afríku, Mið-Ameríku og Suður-
Ameríku. Auk þess vom þarna um sjötíu
sérfræðingar, fyrrverandi sendifulltrúar
Sameinuöu þjóðanna og ýmsir aðrir.
Viö opnunina hélt Gorbatsjoff mjög at-
hyglisverða ræöu um þróunina í Rúss-
_ landi og mikilvægi þess aö lýöræðið
næöi þar fótfestu. Það væri gífurlega
mikilvægt fyrir heimsfriöinn aö friösam-
leg lausn næöist þama og að Kínverjar
kæmu á friðsamlegan hátt inn í samstarf
ríkja heimsins.
Edward Heath, fyrrverandi forsætisráö-
herra Bretlands, sem kominn er fast að
áttræöu, hélt tvisvar sinnum hátt í
klukkutíma ræðu í hvort skipti, mjög
skipulegar og vel út færðar ræöur og ég
verð nú aö segja þaö aö ég hreifst mjög
af honum. Hann talabi meöal annars
um þaö ab Vesturlönd yröu aö gæta sín
á því aö þröngva ekki skoöunum sínum,
og kerfum uppá þær þjóöir sem væru í
þessum breytingum. Þaö væru til dæmis
mikil mistök ef þaö ætti að fara aö beita
Kínverja einhverri hörku, þau samskipti
Tíminn spyr...
STEINGRÍM HERMANNSSON
yrðu aö fá ab þróast smám saman. Hann
gagnrýndi meðal annars Bandaríkin og
Alþjóða gjaldeyrissjóöinn fyrir að hafa
fariö offari í því ab láta markaðsöflin
taka öll völd í Rússlandi án þess að þjób-
félagið þar væri á nokkum hátt undir
þaö búiö."
Samningar takist
vib Norbur-Kóreu
- Voru uppi skiptar skoðanir um ástandið
á Kóreu-skaga á þessari ráðstefnu?
„Þaö var athyglisvert aö þeir banda-
rísku hemaöarsérfræöingar sem fjölluðu
um ástandiö milli Noröur- og Suöur-
Kóreu lögöust eindregiö gegn því,
allir nema einn, aö Norður-Kórea
yröi beitt þvingunaraögeröum.
litlu breyta fyrir Noröur-Kóreu því þeir
mundu eftir sem áöur halda viðskiptum
sínum við Kína og því mundu þvingun-
araðgerðir eins og þessar fyrst og fremst
skapa spennu og auka hættuástand á
svæöinu. Þaö væri skrýtiö siðferði aö á
sama tíma og veriö væri að borga Úkra-
ínumönnum gífurlegar fjárhæðir fyrir
aö eyöa kjarnavopnum sínum ætti að
fara að þvinga Noröur-Kóreumenn til
sama hlutar. Niöurstaöa þessara manna
var sú að taka þyrfti upp viöræður viö
Noröur-Kóreu á mjög háu plani í líkingu
við þá samninga sem geröir vom viö
Úkraínu."
Vetni orkugjafi
framtíbar
- Umhverfis- og orkumál voru til umrceðu
þama, var eitthvað sérstakt í þeim mála-
flokki sem þú veittir athygli?
„í umræöum um umhverfismál ræddi
ég um nauðsyn þess að vernda hafiö og
lýsti þar mjög alvarlegu ástandi en þaö
sem mér fannst athyglisverðast var niö-
urstaða kanadíska prófessorsins Dr.
Scotts sem er sérfræöingur í orkumálum.
Hann sagði að það væri ekkert annaö aö
gera fyrir þjóbir heimsins en aö hverfa
alveg frá brennslu olíu og kola. Hann
taldi mestu framtíðarvon í orkugjafa
vera vetni. Ég spuröi hann um notkun
raforku til framleiðslu á vetni á afskekkt-
um stað eins og á íslandi. Hann sagðist
hafa athugaö það og þaö yrði fljótlega
mjög aröbær fjárfesting en eins og er,
væri ekki búiö að leysa þaö tæknilega
hvemig nota ætti vetni á venjulega
fólksbíla, en hann taldi skammt í það aö
fariö yröi aö nota vetni á farartæki til al-
menningssamgangna. Dr. Scott taldi að
í kmgum árið 2010 yrði orbinn mjög
góður markaðsgmndvöllur fyrir vetni og
eftir þann tíma mundi framleiðsla þess
og eftirspum margfaldast."
Samningar ísraels
og Palestínu
- Vom samskipti ísraelsmanna og Palest-
ínumanna til umrœðu á ráðstefhunni?
„Dr. Hanan Asrawi, einn aðalsamn-
ingamaður PLO, flutti þama mjög fróö-
legt erindi um samningaviðleitni og fór
höröum oröum um þann tvískinnungs-
hátt aö allt væri að verða vitlaust yfir því
að taliö er hugsanlegt að Noröur- Kórea
gæti haft kjamorkuvopn undir höndum
á meðan þaö er vitað aö ísraelsmenn
hafa undir höndum kjamorkusprengjur.
Eins tók hún fram og reyndar fleiri aö
ísraelsmenn hefðu einungis gengið til
samninga viö Palestínumenn vegna þess
að Bandaríkjamenn hefðu hótaö að
skera niður fjárhagsaðstoö viö ísrael,
nema þeir gengju til samninga viö PLO.
Það væri því vegna þess að Bandaríkja-
stjóm þvingaði Israel í þessar viöræður
en ekki það að ísraelar kæmu af heilind-
um fram í þessu máli. Niðurstaðan er
samt sú aö aðilar ræöist við og allir taki
höndum saman, því orö em til alls fyrst.
Ég minni bara á það að þegar ég hitti
Arafat á sínum tíma þá blés Sjálfstæöis-
flokkurinn þaö svo upp sem um landráð
væri aö ræða."
-ÓB
Fulltrúaþing KÍ skorar á Alþingi aö framfylgja lögum um grunnskola:
Skólastarf verbi lagab
ab þörfum fjölskyldunnar
í almennri ályktun fulltrúa-
þings Kennarasambands ís-
lands um skólamál er lagt til
aö nú á ári fjölskyldunnar
veröi ráöist í þjóöarátak til
umbóta í uppeldis- og skóla-
málum. Þar segir einnig aö
eitt brýnasta hagsmunamál
fjölskyldunnar sé aö skóla-
starf veröi lagaö aö þörfum
hcnnar. Þá þurfi aö efla
grunnskólana til aö þeir geti
sinnt lögbundnu hlutverki
sínu í fræöslu og uppeldi upp-
vaxandi kynslóöar.
Fulltrúaþingi Kennarasam-
bandsins lýkur í dag en þaö
hófst á Hótel Loftleiðum á miö-
vikudag. Eins og fram hefur
komið lætur Svanhildur Kaaber
af formennsku í sambandinu
eftir aö hafa gegnt því starfi þrjú
kjörtímabil. Uppstillinganefnd
gerir tillögu um aö Eiríkur Jóns-
son veröi kjörinn næsti formað-
ur KÍ en hann hefur gegnt starfi
varaformanns.
í ályktuninni um skólamál er
skorað á Alþingi aö framfylgja
grunnskólalögum og nema þeg-
ar úr gildi ákvæöi laga sem
heimila fækkun kennslustunda
og fjölgun nemenda í bekkja-
deildum gmnnskóla. En gmnn-
og framhaldsskólar hafa undan-
farin ár búiö viö skert framlag
ríkis til kennslu, kennslustund-
um hefur verið fækkaö og
áfangar veriö felldir niöur.
Jafnframt skorar fulltrúaþingiö
á stjómvöld aö gera þegar áætl-
un um aö á næstu fimm árum
veröi allir gmnnskólar einsetnir
og skóladagur nemenda lengd-
ur. Þess veröi þó gætt aö vinnu-
dagur nemenda veröi ekki óhóf-
lega langur. Skólatími veröi
lengdur meö því aö fjölga
kennslustundum svo rúm gefist
til aö sinna þeim fjölmörgu og
mikilvægu verkefnum sem Aö-
alnámsskrá gmnnskóla kveður
á um. Ennfremur þurfi aö efla
nám í listum og íþróttaiökun í
skólum svo aö þaö standi öllum
til boöa og veröi sjálfsagöur
þáttur í námi allra barna en ekki
forréttindi hinna efnameiri.
Hinsvegar varar fulltrúaþingiö
viö því að hugtök úr viðskipta-
lífinu verði notuö um skóla-
starf. Aftur á móti fagnar full-
trúaþingið því aö Alþingi skuli
hafa samþykkt Bamasáttmála
Sameinuöu þjóöanna og skorar
á stjómvöld að fylgja ákvæöum
hans í verki.
-grh
Císli Fríöjónsson, framkvœmdastjórí Hagvagna og Sverrir Arngrímsson, ab-
stobarframkvœmdastjórí SVR.
SVR og Hagvagnar „trúlofast"
Strætisvagnar Reykjavíkur hf. og
Hagvagnar hf. hafa undirritað
samkomulag þar sem m.a. segir aö
fyrirtækin skuli „leita sameigin-
legra leiða til að auka rekstrarhag-
kvæmni fyrirtækjanna, hvor-
tveggja viö að bæta nýtingu fjár-
festingar og að auka hagkvæmni í
vöm- og þjónustuinnkaupum".
Samib var um gagnkvæma skuld-
bindingu til að kanna möguleika
á að bjóða út sameiginlega rekstr-
arþætti. Einnig var samið um aö
fyrirtækin fengju aögang að vögn-
um hvort annars. Ætlast er til ab
það spari fyrirtækjunum umtals-
veröar fjárhæöir með betri nýt-
ingu vagnaflota. Hver strætisvagn
kostar um 15 milljónir króna um
þessar mundir (álíka og fjórir
sæmilegir embættismanna- eða
forstjórajeppar). - HEI