Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 5
5
Laugardagur 9. april 1994_ WÍWVHM
Tryggja þarf samkeppnisstöbu
innlendrar framleiðslu
Finnur Ingólfsson skrifar
Starfsfólki í iðnaöi hefur fækkaö mikið
á undanfömum ámm. Flest var það árið
1987, um 18.500 manns, en frá þeim
tíma hefur störfum í greininni fækkað
um 4.200. Fram til 1987 fjölgaði störfum
í greininni hins vegar jafnt og þétt. Á 8.
áratugnum starfaði um 15% vinnuafls-
ins í iðnaði. Til samanburðar er talið að
þetta hlutfall sé um 11.5% um þessar
mundir. Störfum í byggingarstarfsemi
hefur einnig fækkað, einkum á síðustu 3
ámm. Samtals er áætlað að störfum í
iðnaði og byggingar-
starfsemi hafi fækkað -————
um nálægt því 6 þús-
und frá árinu 1987. Á
sama tíma er taliö að
störfum alls hafi fækk-
aö um 10 þúsund
manns. Hlutdeild iðn-
aðar í vömútflutningi
hefur breyst lítíð s.l.
20 ár. Hlutdeildin hef-
ur verið um 20%.
Töluverðar sveiflur hafa þó verið milli
einstakra ára. Einnig hefur hallað undan
fætí á heimamarkaði. Markaðshlutdeild
margra greina hefur minnkað jafnt og
þétt um langt árabil.
Byrjað að snúa
við blaðinu
Margir vilja skýra þessa þróun í iðnaðin-
um með inngöngu okkar í EFTA, Það er
einföld skýring, en að mínu viti að lang-
stærstum hluta röng. Vandinn er heima-
tilbúinn. Starfsskilyrði íslenskra iðnfyrir-
tækja híifa verið með þeim hættí að við
þau hefur ekki verið búandi fyrir íslensk-
an iðnað. Raungengið hefur sveiflast
mjög mikið og yfirleitt hefur það verið
hátt þegar vel hefur gengið í sjávarút-
vegi. Skattaálögur á iðnaðinn haJfa verið
miklar og lengst af þennan tíma hefur
verið ójafnvægi í þjóöarbúskapnum.
Engin markviss iðnaðarstefna hefur ver-
ið rekin. Nú er því nauðsynlegt að snúa
við blaðinu, móta framsækna og mark-
vissa iðnaðarstefnu, aðlaga stjóm efna-
hagsmálanna að þeirri stefnu, því stað-
reyndin er sú að framsækin og markviss
iðnaðarstefna er sjávarútveginum, und-
irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, ekki
síður mikilvæg, því starfsskilyrði beggja
þessara atvinnugreina fara saman.
Sem framlag inn í þá umræðu um mót-
un iðnaðarstefnu höfum við átta þing-
menn Framsóknarflokksins lagt fram tíl-
lögu á Alþingi til þingsályktunar um að
tryggja samkeppnisstöðu innlendrar
framleiðslu.
Tilgangur þessarar þingsályktunar er að
kanna með nákvæmum hætti hvemig
hið opinbera stendur að efnisöflun og
hvort hið opinbera leitast við að nota ís-
lensk efni og vörur.
Jafnframt er það til-
_ - gangur að kanna al-
IVI0 H VI mennt hvort ekki megi
✓ I minnka innflutning
°9 mal “ fullunninna vara með
r • því að framleiða slíkar
emi vömr hérlendis. Þó
verði þess gætt að þær
aðgerðir, sem gripið
_________ yrði til, brjóti ekki í
bága við þá alþjóölegu
viðskiptasamninga sem íslendingar hafa
gerst aöilar að. Jafnframt veröi hlutast til
um að kynna hugsanlega framleiðslu-
kostí innanlands á vömm sem nú em
fluttar inn, en gætu verið samkeppnis-
hæfar við innfluttar í verði og gæöum.
Hið opinbera kaupi
frekar íslenskt
Það er kunnara en frá þurfi að segja
hversu mikilvægt er að öflug íslensk iðn-
fyrirtæki séu starfandi. Nauðsynlegt er
að iðnaðinum séu sköpuð viðunandi
rekstrarskilyrði og jöfn samkeppnisstaða
við erlendar innfluttar vömr. Ríkisvaldið
getur bætt stöðu iðnaðarins með ýmsum
hætti. Hið opinbera er einn stærsti verk-
kaupi landsins og kaupir mikið magn af
ýmiss konar iðnvamingi. Með því að
hlutast til um notkun íslenskra efna og
vara í verk hins opinbera, í stað erlendr-
ar framleiðslu, gæti hið opinbera bætt
afkomu og eflt íslenskan iðnað frekar en
nú er. Viö gætum því miður oft ekki að
okkur, því í útboðslýsingum verka á veg-
um hins opinbera eða sveitarfélaga hafa
komið fram óskir um tiltekin innflutt
byggingarefni keypt hjá tílteknum inn-
flytjendum, enda þótt íslensk bygging-
arefni stæðu til boða. í sumum tilvikum
er ekki til sambærileg innlend fram-
leiðsla, en oftast nær er vara með sams-
konar notkunarsvið einnig framleidd
innanlands. SpyTja má hver sé ástæða
þess að útboðslýsingar á vegum hins op-
inbera em með þeim hættí, að sérstak-
lega er óskað eftir innfluttu byggingar-
efni í verk á vegum hins opinbera. Er
ástæðan sú að hin innlenda framleiðsla
stenst ekki samanburð við hina erlendu
hvað varðar gæði, endingu, útlit og
verö? Nei.
Gert er ráð fyrir í þingsályktun þessari
að gerð verði úttekt á því, hvaða vörur
það era, sem fluttar era inn til landsins
en era framleiddar innanlands eða væri
hægt að framleiða hér á landi á sambæri-
legu verði. Jafnframt beri ráðherra að
hlutast tíl um að kynna hugsanlega
framleiðslukosti innanlands á vöram,
sem nú era fluttar inn en gætu verið
samkeppnishæfar við þær innfluttu í
verði og gæðum.
Athugun á verslunarskýrslum Hagstof-
unnar fýrir árið 1990 og athugun á jöfn-
unargjaldsstofni sama ár leiddi í ljós að
það ár var innfluttur iðnvamingur sam-
bærilegur við það sem framleitt er hér á
landi fyrir um 20 milljarða kr. að sif-
verömætí. Miðað við þetta hafa neyt-
endur á árinu 1990 greitt 55-60 millj-
arða kr. fyrir erlendan iðnvaming, sem
er sambærilegur við það sem framleitt er
hér á landi reiknaö á verðlagi í maí 1992.
Þess má geta að 20 milljarðar kr. í sif-
verömæti er hærri fjárhæð en samsvarar
öllum viöskiptahalla ársins 1991. Spyrja
má, hversu mörg störf þyrfti til að fram-
leiöa hér á landi allan iðnvaming, sem
fluttur er inn en á sér innlenda hlið-
stæðu. Talið hefur verið að 5.800 ársverk
þyrftí tíl framleiðslu þessa vamings, ef
sama landshlutfall er notað og almennt
gerist í iðnaði hérlendis. 5.800 ný störf
era reyndar bara brot af öllum þeim
nýju störfum sem við þurfum að skapa
hér fram til aldamóta, en era þó 5.800.
Markmiö þessarar þingsályktunartil-
lögu er að bæta stöðu íslenskrar fram-
leiðslu, draga úr viðskiptahalla, skapa ný
atvinnutækifæri og koma í veg fyrir at-
vinnuleysi. Að því þurfum við að stefna.
Um mitt ár 1991, þegar ríkisstjóm Sjálf-
stæöisflokks og Álþýðuflokks kom til
valda, var framið skemmdarverk í hag-
stjórn á íslandi. Fyrsta verk ríkisstjómar-
innar var ab hækka vextí, skera niður
opinberar frámkvæmdir, auka álögur á,
atvinnulífið sem leiddi til taps hjá fyrir-
tækjunum, skattar á almennihg vora
hækkaðir, álögur í opinberri þjónustu
vora auknar. Þetta leiddi til kjaraskerð-
ingar og atvinnuleysis. Sáralítil ný fjár-
festing átti sér stað og þar af leiðandi
sköpuðust fá ný atvinnutækifæri. Þessi
hagstjómarlist leiddi til þess að við lent-
um inn í vítahring stöðnunar og sam-
dráttar. Taprekstur fyrirtækjanna jókst,
störfum fækkaði og atvinnuleysi hélt
innreið sína. Kjaraskerðingin og at-
vinnuieysið juku á útgjöld ríkissjóðs
meö auknum atvinnuleysisbótum og
greiöslum úr almannatryggingum vegna
félagslegra afleiðinga atvinnuleysisins.
Til að mæta auknum fjárlagahalla vora
skattar hækkaðir, sem leiddi til kjara-
skeröingar og minni tekna ríkissjóös, þar
sem fólk hafði ekki fjármuni til ráðstöf-
unar til-aö kaupa vörur og þjónustu er
skiluðu tekjum til ríkisins. Þannig varð
fjárlagahallinn meiri, skattar vora aftur
hækkaöir, kjaraskerðingin jókst og fjár-
lagahalli varö enn meiri. Þannig hefur
ríkisstjórninni tekist að festa þjóðina í
vítahring, sem nauðsynlegt er að komast
út úr. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks hefur enga burði til að koma
okkur út úr þessum vítahring, sem hún
er búin að skapa.
Áætlað er að til aldamóta þurfi að skapa
22 þúsund ný störf til þess aö tryggja
næga atvinnu í byTjun nýrrar aldar. Ljóst
er aö þessi nýju störf munu ekki verða til
í sjávarútveginum, þar sem fyrir liggur
aö ástand fiskistófnanna er með þeim
hætti ab við munum búa við veralega
skertar aflaheimildir allt fram til alda-
móta. Þessi störf verða því að stóram
hluta að verða til í öðram atvinnugrein-
um og horfa menn þá oft tíl feröaþjón-
ustunnar. Því miður er það svo að marg-
ir hafa misst trúna á, að íslenskur iðnað-
ur geti tekib við þeim störfum, geti skap-
að því unga fólki, sem kemur út á
vinnumarkaðinn á næstu áram, at-
vinnu. Ástæðan er sú að iönaðurinn hef-
ur átt veralega undir högg að sækja á
undanfömum áram. Markaðshlutdeild
margra greina iðnaðarins hefur minnk-
að, afkoma greinarinnar hefur veriö
mjög erfið, þar sem iðnaöarframleiðsla
hefur dregist saman og starfsfólki í iðn-
aði hefur fækkað. Þessar aöstæöur era
þvi ekki sérstaklega uppörvandi né gefa
mönnum trú á að iðnaðurinn getí tekið
við ungu fólki og skapað því ný störf, en
þetta ástand hefur verið að skapast í iðn-
aðinum frá árinu 1987. En iönaðurinn
áttí líka sitt blómaskeið og engin ástæða
er tíl að gefast upp vib að snúa vöm í
sókn í íslenskum iðnaöi.
Óhagstæö þróun í iðnábi
í nýlegu erindi, er forstjóri Þjóðhags-
stofnunar hélt á aðalfundi Samtaka iðn-,
aðarins, komu fram margar gagnlegar
upplýsingar um þróun og stööu íslensks
iðnaðar. Iðnaðarframleiðslan hélt að
fullu í við þróun landsframleiðslu allan
8. áratuginn og fram yfir miðjan 9. ára-
tuginn. Þannig var iðnaðarframleibsla á
árinu 1987 rúmlega tvöfalt meiri en hún
var árið 1970 og sömu sögu er að segja
um landsframleiðsluna. Frá árinu 1987
hefur þróun ibnaðarframleiðslu hins
vegar verið töluvert óhagstæðari en þró-
un landsframleiðslu. Talið er að iðnaöar-
framleibsla á þessu ári verði um 12-14%
minni en hún var árið 1987, en lands-
framleiðslan hefur hins vegar nokkum
veginn staðið í stað á þessu tímabili.