Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 8
8 4Bt£. Laugardagur 9. apríl 1994 Falskar forsendur 28. október 1992 barst lögregl- unni í Fort Lauderdale, Flor- ida, tilkynning um ab lík hefbi fundist á bílastæbi al- Jijóbaflugvallarins. Líkib fannst í skottinu á bifreib sem liafbi verib lagt á bílastæbinu. Dominick Gucciardo lög- reglufulltrúi var kominn á vettvang abeins 3 mínútum seinna. Einnig hafbi verib kallab á sjúkrabíl, en hjúkrun- arfólkib gat ekkert gert fyrir fómarlambib. Þegar fulltrúinn gægðist oní skottið á Mitsubishi-bifreiðinni greip hann fyrir vit sér, enda var óþefurinn hreint hroðalegur. Skottib var alblóðugt, en það var ekki þaö versta. Hálfrotnað- ur líkaminn var sú viöurstyggi- legasta sýn sem Gucciardo haföi orðiö vitni að, og var hann þó ýmsu vanur efir 3ja áratuga störf í morödeild. Maðurinn hafði greinilega ver- ið myrtur. Og vegna þess hve líkiö var illa fariö vegna rotnun- ar var ljóst að alllangur tími hafði liöið frá morðinu. Hægt var að útiloka að tilgang- ur morðsins hefði verið rán, því maöurinn bar skartgripi og bar veski sitt með nokkru reibufé auk greiðslukorta. Hann hét Roy Stahl, fimmtugur að aldri. Náinn ættingi Roys hafbi til- kynnt um hvarf hans viku áður. Kynferbisglæpamabur? Gucriardo ákvaö aö taka málið að sér og á meöal fyrstu verka lians í rannsókninni var að hafa uppi á systur Roys,. sem hafði tilkynnt um hvarf hans. Af við- tali yTÖi daginn eftir. Þegar nafni Roys Stahl var flett upp í skýrslum lögreglunnar kom í ljós að konan hans, Dayle Stahl, hafðist viö í neyöarat- livarfi með bam þeirra hjóna eftir að hún hafði lagt fram kæru á hendur eiginmanninum fyrir kynferðislega misnotkun á barninu. Mál þeirra var í bið- stöðu í kerfinu, en Dayle Stahl hafðist tímabundið við í at- hvarfinu á meðan rannsókn fór fram á ásökununum. Seint um kvöldið fékk Gucci- ardo stutta skýrslu frá lækni um ástand líksins, en kmfning hafði enn ekki farið fram. Að sögn læknisins hafði morðiö veriö einkar hrottafengið og ásetningurinn skýr að koma fórnarlambinu endanlega fyrir kattamef. Roy hafði verið stunginn 17 sinnum með hnífi. Þá vom bein brotin eftir bar- smíöar eða spörk. ✓ Olíkar sögur Fimmtudagurinn 29. október hófst með því að Gucriardo fór á fund systur hins látna. Að sögn hennar hafði Roy starfab sem flugvirki og var tvíkvæntur. Fyrra hjónabandiö hafði verið slæmt, en það seinna gjörsam- lega misheppnað. Roy og Dayle höfðu átt mjög illa saman, ekki sist vegna aldursmunarins, en Dayle var abeins 26 ára gömul. Þáu höfðu rifist og slegist, aðal- lega vegna fjármálanna, en Dayle haföi verið eyðslusöm og neitabi auk þess að leita sér að vinnu. Jason Tolley. SAKAMAL Tólfunum hafði svo kastað fyr- ir skömmu, er Roy hringdi í systurina og sagði að Dayle hefði tekið tvær vinkonur sínar inn á heimiliö, Jodi Miller og Julie Jaenisch, og þær höfðu sest þar að. Roy setti sig gegn þeim ráðahag, en þá hafði Dayle hót- að honum meö lífláti og sagt að hún ætti marga vini, sem væm reiðubúnir til að losa sig við hann. Gucciardo bar að lokum undir sysmrina ásakanir um að Roy heföi misþyrmt baminu kynferðislega. Svariö var aö Da- yle hefði sett það á svið til aö gera manninum sínum miska. „Ef einhver misþyrmir baminu, þá er það Dayle," sagði hamrs- full systirin ab lokum. Um kvöldib náði Gucriardo loks sambandi við Dayle, þar sem hún hafðist við í kvennaat- hvarfi í úthverfi borgarinnar. Saga hennar var, eins og Gucri- ardo bjóst við, í algerri and- stöðu við frásögn systurinnar. Hún lýsti því hve illa Roy hefði farið með hana og bamið, mis- þyrmt þeim og kúgaö, og það hefði verið til vemdar sem hún hefði bebið vinkonur sínar ab búa hjá þeim. Gucciardo baö hana að koma með sér niður á stöð og fá framburð hennar skjalfestan. Hún tók því vel og virtist í góðu jafnvægi. Eitt fannst Gucciardo dularfullt. Da- yle spurði engra spuminga um morðiö, hvorki hvar líkið hefði mndist né hvernig Roy hefði veriö myrtur. Hann hafði af ásetningi ekki gefið henni nein- ar upplýsingar ab fyrra bragði, ef ske kynni að hún talaöi af sér. Á stöðinni sagði Dayle ab hún hefði fengið lögbann á Roy skömmu fyrir hvarfið og þess vegna hefbi hún ekki tilkynnt um hvarf hans. Gucriardo von- aðist til að einhverjar vísbend- ingar fyndust í bílnum og bab hana að segja sér frá þeim sem hefðu haft afnot af bílnum síð- usm vikur, með liti til fingra- fara. Dayle gaf upp fimm nöfn. Fyrir utan vinkonurnar tvær og þau hjónin hafbi vinur hennar, Jason Tolley, einnig haft afnot af bílnum á meðan Roy var í vinnunni. Gucciardo fann að eitthvab var rotið í málinu, en enn gat hann ekki vitað hib sanna. Hann fékk leyfi Dayle til ab rannsaka húsið og kvaddi við svo búið. Julie Jaenisch. Jodi Miller. Mikilvæg vísbending Daginn eftir fór húsleitin fram, en ekkert markvert kom í ljós við hana. Þó virtist sem hjóna- herbergið hefði verib þrifið ný- lega með einhverjum sterkum hreinsivökva, því salmíaklyktin lá enn í loftinu. Bemr gekk með rannsókn bíls- Dayle og Roy Stahl á brúbkaupsdaginn. ins. Þar fannst bílastæðismiði, sem sendur var til rannsóknar- stom lögreglunnar. E.t.v. myndi miðinn reynast mikilvæg vís- bending. Þremenningarnir, sem Dayle hafbi skýrt frá, komu allir sjálf- viljugir og gám skýrslu. Fram- burður þeirra var sá sami í meg- indráttum. Þeir voru allir sann- færðir um að Roy hefði verið ill- menni og misnotað bam þeirra hjóna. Samt hafði enginn neitt því til staðfestingar annað en framburð Dayle og því var ekki hægt að segja um það meö neinni vissu hvert hið rétta var í málinu. Nýjar upplýsingar Dagar liðu án árangurs, en miö- vikudaginn 4. nóvember hélt Gucriardo á fund nágTanna Stahl-hjónanna. Þeim bar að mestu leyti saman um að Dayle Væri ekld treystandi, en Roy hefði verib prýbisnáungi. Einn kunningi hans sagði aö and- rúmsloftið á heimilinu hefbi verið þannig undir það síbasta að Roy hefði ekki þoraö að borða matinn, sem Dayle hefði eldað, af ótta við að hún eitraði fyrir hann. Han hafði lifað í stöðugum ótta vib eiginkonu sína, en vildi ekki yfirgefa heim- iliö vegna bamsins. Að sögn hafði Roy viljaö skilja og helst fá forræði yfir barninu, en eftir að Dayle sakaöi hann um aö hafa misþyrmt dóttur þeirra kynferðislega var sá draumur úti. Þegar Gucriardo var á fömm, gaf sig ungur maður að honum og sagðist hafa kynnst Dayle út af furðulegu máli. Hún hafði hitt hann á skemmtistað og kannaðist viö hann úr hverfinu. Umbúðalaust bauð hún honum borgun fyrir að myrða Roy, vegna þess að hann væri henni „til trafala í lífinu", eins og hún hafði komist að orði. Maburinn sagöist geta stabið við framburð sinn fyrir rétti. Þegar Gucriardo sneri aftur, fékk hann þær fregnir að fingra- för Jasons Tolley, vinar Dayle, hefðu verið á bílastæðismiöan- um, en engin önnur för hefbu fundist, ekki einu sinni Roys sjálfs. Það merkti að Jason hafði sjálfur lagt bílnum við flugstöð- ina og skilið lík Roys eftir í skottinu. Sama dag fór jarðarförin fram. Til þess var tekið að Dayle og vinir hennar hegðuðu sér eins og á þjóðhátíð, göntuðust og hlógu, og Dayle fékk vibumefn- iö „Svarta ekkjan". játningin Daginn eftir kallaði Gucciardo Jason á sinn fund og sagði hon- um hvað hefði komið í ljós varðandi bílastæðismiðann. Hann skýrði honum frá því að hann lægi sterklega undir gmn um að hafa myrt Roy Stahl og ef hann hefði eitthvað að segja, sem gæti bætt stöðu hans sjálfs, væri best að hann gerbi það strax. Jason lét undan þrýstingnum og sagði loks sannleikann. Da- yle hafði sannfært vini sína um illvirki Roys og fullvissað þau um að eina leiðin til að bjarga baminu væri að myrða hann. /Ts Hún bauð þeim hlut í líftrygg- ingunni, 10.000 dölum, ef þau vildu framkvæma verkiö fyrir sig og eftir nokkra umhugsun tóku þau tilboöinu. Roy hafði verið í fastasvefni, þegar þau mddust inn, og Jason stakk hann með hnífi hvað eftir ann- að uns Roy hreyfði sig ekki meir. Síðan var hann borinn út í bíl og líkið keyrt að flugstöb- inni. Vinkonurnar tvær höfðu síðan þrifib herbergiö, en Jason lét sig hverfa af vettvangi. „Við hefðum aldrei gert þaö sem við gerðum, ef Dayle hefði ekki full- vissað okkur um að velferð bamsins væri í hættu. Glæpur okkar er byggður á fölskum for- sendum," sagði Jason við full- trúann. Hann skýrði ennfremur frá hvar hnífinn væri að finna og eftir aö morðvopnið kom í leitimar var máliö skothelt fyrir dómstólum. Dómurinn Þremenningamir vom allir handteknir ásamt Dayle Stahl og ákærðir fyrir morð. Jason Tolley og Dayle Stahl vom fundin sek um morb ab yfir- lögðu ráði og dæmd til lífstíðar- fangelsisvistar. Vinkonur Dayle fengu 25 ára fangavist. Það var ánægöur lögreglumað- ur, Dominick Gucriardo, sem gekk út úr réttarsalnum daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Réttlætið hafði sigrað og sannleikurinn var loks fundinn. Eftir sem áður er athyglisvert hve litlu munaði aö Dayle tæk- ist að slá ryki í augu yfirvald- anna. Ef Jason hefði verib ögn varkárari með bílastæðismið- ann, er hugsanlegt að fjór- menningamir gengju ennþá lausir. Allur vafi var tekinn af því aö Roy hefði ekki misnotað bam sitt og mannorð hans hreinsað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.