Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 20
Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 19.30 í gær) • Suburland: Norban stinningskaldi í fyrstu en norbaustan kaldi síbdegis. Léttskýjab. • Faxaflói og Breibafjörbur: Léttir til meb norbaustan stinnings- kalda. Hægari sibdegis. • Vestfirbir, Strandir og Norburtand vestra: Norban og norb- austan stinningskaldi eba allhvasst og dregur mikib úr éljum. Aust- an og noröaustan kaldi og léttir til f kvöld. • Norburland eystra: Norban og noröaustan kaldi eba stinnings- kaldi og él. Lægir og léttir til í innsveitum í kvöld. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Norban og norbaustan kaldi eba stinningskaldi. Skúrir eba slydduél. • Subausturland: Noröan kaldi eba stinningskaldi og víbast létt- skýjab. Hœttuástand á Isafiröi, Bolungarvík og Flateyri í gœr: Á þribja hundrað manns varb ab yfirgefa heimili sín Metib verður í dag hvort íbúar á snjóflóðahættusvæbum á ísafírhi, Flateyri og í Bolung- arvík geta flutt í hús sín að nýju. Hús voru rýmd á Flat- eyri í fyrrakvöld vegna slæmra veöurhorfa en á Isa- firði og Bolungarvík í gær. Síðdegis í gær leit ekki út fyrir að hægt yrbi að aflétta hættu- ástandinu fyrr en í fyrsta lagi í dag. Veður var slæmt á Vestfjörðum í gær og spáð var áframhaldandi snjókomu í nótt. Á Bolungarvík var ákveðið að 43 hús skyldu yf- irgefin fyrir klukkan 18 í gær- kvöldi. Alls búa um 150 manns í þessum húsiun en þau em vib götumar Trabarland, Dísarland, Stigahlíð og Heiðarbrún, sem em allar í efri byggðum bæjar- ins undir Traðarhomi. Þessi sömu hús vom rýmd fyrir tveimur dögum og þá þurftu íbúar þeirra að dvelja annars staðar í sólarhring. Ólafur Krist- jánsson bæjarstjóri sagði í gær að vel væri fylgst með hitastigi og snjóalögum fyrir ofan bæinn og hefði verið ákveðið aö rýma húsin eftir athuganir snjómæl- ingamanns. Hann sagbist ekki eiga von á ab mikil hætta væri á ferðum en menn vildu gæta fyllsta öryggis eftir atburðina á ísafirði. Á Flateyri þurftu alls þrjátíu manns að yfirgefa tíu íbúðir við Ólafstún og Goðatún í fyrrakvöld. Kristján Haralds- son, bæjarstjóri á Flateyri, sagði í gær að málið yrði athugab klukkan sex í gærkvöldi en hann bjóst ekki vib ab nein breytíng yrði fyrr en í dag. Á ísa- firði vom í gær rýmd ellefu hús við Fitjateig og Smárateig, þrjú hús við Heimabæ og eitt í Skut- ulsfirði auk Steinibjunnar sem er atvinnuhúsnæði við Skutuls- fjarðarbraut. Ólafur Helgi Kjart- ansson, formaður almanna- vamanefndar á ísafirði, sagöi síðdegis í gær að miðab við veb- urspá sæju menn ekki ástæðu til ab endurmeta ástandið fyrr en í dag. Magnús Már Magnússon, sérfræðingur Veðurstofunnar í snjóflóðavömum, sagði í gær að spáð væri betra veðri fyrir vest- an um miðjan dag í dag og þá yrði hægt að endurmeta ástand mála á þessum stöbum. Hann sagðist ekki búast við ab hætta væri á ferðum víðar á Vestfjörð- um en menn hefðu varann á sér á Súðavík ef vindátt breyttist. -GBK Hérabsdómur Reykjavíkur: Málsmeðferð í stóra fíkni- efnamálinu hafin „Stóra fíkniefnamálib" sem svo hefur verið kallað var tekið fyr- ir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Alls em átján manns ákærðir í þessu máli en meintur höfuðpaur, Ólafur Gunnars- son, er ákærður fyrir 13 atriöi. Meðal annars telur ákæmvald- ið að hann hafi flutt inn um 26 kíló af hassi og 4,4 kíló af am- fetamíni. í heildina snýst málið um innflutning á allt að 46,3 kílóum af hassi og 5,7 kílóum af amfetamíni, sem talið er að hafi verið flutt til landsins í 19 ferðum á tímabilinu frá febrúar 1992 til júlí 1993. Lögreglu tókst aðeins að leggja hald á 14 kíló af hassinu og 800 grömm af amfetamíninu. -BG StÖbuverbir borgarinnar vinna sín verk af alúb og samviskusemi og láta þab ekki villa sér sýn þótt í hlut eigi sjálfur jeppi Árna Sigfússonar borgarstjóra. í gær var honum lagt ólöglega vib Rábhúsib í Vonarstræti og fékk fyrir vikib gírósebil á framrúbuna þar sem eigandanum er gert ab greiba sekt uppá eitt þúsund krónur. rímamynd cs Fiskvinnslufólk: Kjör og starfsöryggi í Nokkur óvissa ríkir um áframhald starfsfræöslu- námskeiða fyrir fiskvinnslu- fólk vegna þess að mörg fisk- vinnslufyrirtæki treysta sér ekki til að fastráða lausráöna starfsmenn að afloknu nám- skeiði vegna meints hráefn- isskorts. Vegna meintrar óvissu meb hráefni til vinnslunnar hafa atvinnu- rekendur jafnframt óskað eftir vibræbum vib Verka- mannasamband íslands um kauptryggingarsamning fiskvinnslufólks. Snær Karlsson hjá VMSÍ segir ab orðið verði við óskum at- vinnurekenda um viðræður en óvíst hvenær. Hann segir aö þótt atvinnurekendur kunni að bera sig illa undan ákvæðum kauptryggingar- samninga, þá séu þeir samn- ingar hlutí af aöalkjarasamn- ingi. Ef atvinnurekendur vilja losna undan ákvæðum kaup- tryggingarsamninga vegna meints hráefnisskorts, þá verða þeir ab segja upp aðal- kjarasamningnum en ekki að- eins hluta hans. En aðalkjara- samningur aðila vinnumark- aðarins er bundinn til loka yf- irstandandi árs, samkvæmt samningi aðila frá því í maí í fyrra. Gissur Pétursson hjá Starfs- fræðslunefnd fiskvinnslunnar segir að vegna tregðu atvinnu- rekenda við að fastráða starfs- fólk sé óvíst hvort hægt sé að verða við framkomnum ósk- um um námskeiöahald fyrir lausráðiö fiskvinnslufólk t.d. í Grindavík. En samkvæmt regl- um um starfsfræöslunámskeið er það skilyrði að þáttakendur íbúöir í Reykjavík orönar 40.000 þar afrúm- lega 8.000 einbýli: Um 6% íbúða skiptu um eigendur 1993 í fasteignaskrá sem tók gildi 1. desember sl. voru skráðar 39.870 íbúðir í Reykjavík, samtals um 4.208.000 fer- metrar að heildarflatarmáli (103,5 ferm. ab meöaltali). Á sama tímapunkti töldust ibú- ar Reykjavíkur 101.855, þann- ig að um 25 manns hafa jafn- aöarlega verib um hverjar 10 íbúðir (2,55 að meðaltali á íbúð). Gólfrými á hvem borgarbúa hefur verib um 41,3 fermetrar aö meðaltali. Þá er samt ótalið allt sameiginlegt húsrými í hús- eignum. Telja má næstum víst að íbúðafjöldinn hafi náð 40.000 á þeim fjómm mánub- um sem síöan em liðnir. íbúðir borgarbúa í fasteignum skiptast þannig að 31.855 em í fjölbýli, um 80 fermetrar að flatarmáli að meðaltali. Einbýli vom 8.015 talsins og meðalstærö þeirra 188 m2. Á árinu 1993 bámst Fasteigna- mati ríkisins 2.025 kaupsamn- ingar fyrir íbúðarhúsnæði. Þar óvissu verði fastráðnir að því loknu. Mikil ásókn hefur verið á þessi námskeið og það sem af er þessu ári hafa um 700 manns tekið þátt í þeim víðs vegar að af landinu. En und- anfarin ár hafa árlega um 1000 manns sótt þessi nám- skeið. Fyrir utan fastráðningu og kauptryggingarsamning fá þáttakendur smávegis kaup- hækkun, enda litið svo á að þeir séu betri og hæfari starfs- kraftar að afloknu námskeiði en áður. -grh af vom 1.815 samningar um íbúðir í fjölbýli. Það svarar til þess að 6% allra íbúða í fjölbýli í Reykjavík hafi skipt um eigend- ur á þessu eina ári, þrátt fyrir ab seldar íbúðir hafi þá verið kring- um 250 færri en áriö á undan. Söluverð þessara 2.025 íbúða var um 13,5 milljarðar króna. Auk þess bámst Fasteignamat- inu samningar vegna sölu um 500 íbúða í fjölbýli í nágranna- bæjum borgarinnar, upp á sam- tals röska 3,2 milljarða króna. Ei selt einbýli í þeim bæjum væri meðtalið virðast íbúar höfuð- borgarsvæðisins hafa stabið í fasteignaviðskiptum upp á hátt í 20 milljaröa króna á síðasta ári. -HEl Stuðningur vib ísfirbinga Rikisstjóm íslands samþykkti í gær tillögu forsætisráðherra um að veita ísfiröingum stubning við þab endurreisnar- og upp- byggingarstarf sem framundan er eftir snjóflóðin sem féllu þar síðastliðinn þriöjudag. Ekki liggur fyrir í hverju stuðningur- inn verður fólginn en það verb- ur ákveðið í samráði við bæjar- yfirvöld á ísafirbi og abra sem að málinu koma. Um leib vottar ríkisstjómin aðstandendum hins látna hluttekningu sína og ísfirðingum samúð sína. ■ TVÖFALDUR 1. VINNINGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.