Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. apríl 1994 9 Formleg kvöldveröarboö á Bessastööum voru aldrei fjöl- menn. Viö boröstofuboröiö gátu setiö 28 gestir, 14 hvor- um megin, og forsetahjónin hvort við sinn borðsenda eða fyrir miöju hvort gegnt öðru. í fyrstu veislu for- setahjónanna 22. júní 1944 voru þessir gestir: Alexander Jóhannes- son prófessor, Einar Olgeirsson al- þingismaður, Air Commodore Wigglesworth, Arent Claessen aðal- ræðismaður, Einar Arnórsson dómsmálaráðherra, Gizur Berg- steinsson forseti Hæstaréttar, G. Shepherd sendiherra, Gísli Sveins- son forseti sameinaös Alþingis, Otto Johansson sendiherra, A.N. Krassilnikov sendiherra, Rear Adm- iral Watson, Sigurgeir Sigurösson biskup, Kommandörkaptein Ulstr- up, Pétur Eggerz forsetaritari, Ólaf- ur Bjömsson cand.jur., Agnar Kl. Jónsson skrifstofustjóri, Haraldur Guömundsson alþingismaður, Ól- afur Thors alþingismaður, Major General W.S. Key, Vilhjálmur Þór utanríkisrábherra, L.G. Dreyfus am- bassador, dr. Bjöm Þórbarson for- sætisráðherra, S. Esmarch ambassa- dör, H. Voillery „délégué", Björn Ólafsson fjármálarábherra, Richard Beck prófessor, Commodore Wentworth og Brynjólfur Bjama- son alþingismaöur. Og ef menn hafa gaman af að vita hvemig mat- seöillinn var, þá var hann svona: Tær súpa, lax í mayonnaise, svína- kambur með grænmeti, rauövins- gelé. Ríkisstjóri hafði haldið veislur að Bessastöðum, en þetta var fyrsta forsetaveislan. Sveinn Björnsson forseti flytur ræbu á hátíblegri stund fyrir utan Stjórnarrábshúsib vib Lœkjargötu. Dagsetning fylgir ekki myndinni, en þarna virbist nýsköpunarstjórnin vera vib völd, því ab Ólafur Thors stendur ab baki for- seta meb pípuhatt og er valdsmannslegur ab sjá, en hann var þá forsœtisrábherra. Vib hlib hanS er Haraldur Gubmundsson rábherra og handan vib rœbustólinn eru Brynjólfur Bjarnason, þáverandi menntamálarábherra, og Áki jakobsson atvinnumálarábherra. Enn fjcer má greina Sigurb Bjarnason frá Vigur og Gunnar Thoroddsen, sem átti eftir ab setja mikinn svip á forsetakosningar og pólitískar sviptingar sem afþeim leiddu. Forsetar, konungar o.fl. Hefbin frá Atla Húnakonungi Um daga Sveins Bjömssonar var þaö siður í formlegum veislum að Bessastöbum að forseti skálaði við hvem einstakan gest og reis gestur- inn á fætur þegar forseti drakk'hon- um til. Þetta er eldfom siður, sumir segja allt frá dögum Atla Húnakon- ungs. En sagt er að á forsetadögum , Ásgeirs Ásgeirssonar hafi mikils- háttar gestur neitað að standa upp þegar skálað var. Hafi forseti talið meinalaust að leggja þennan sið niöur og gert þab. Forsetafrú Georgia Bjömsson átti mikinn þátt í því með alúðlegu við- móti sínu að gera hin formlegu bob að Bessastööum ánægjuleg. Þegar sendiherra Sovétríkjanna var þar í kvöldveislum, lét hann bílstjóra sinn bíða eftir sér og mátti hann ekki yfirgefa bílinn. Forsetafrúin lét þá færa honum mat út í bílinn, þab sama og veislugestimir fengu. Þessi hugulsemi lýsir henni vel, en er ekki nefnd hér sem einsdæmi. Fráfall Sveins Frú Georgia átti nokkuð erfiða daga eftir fráfall eiginmanns síns. Hún sat áfram ab Bessastöðum í samráði viö stjórnina uns nýr forseti hafði verib kjörinn. Hún var orðin gömul og þrátt fyrir allt hálfgeröur ein- stæðingur, utan ættlands síns, þótt böm hennar og tengdaböm væm umhyggjusöm um hag hennar. Sveinn Bjömsson andaðist eins og áður segir 25. janúar 1952. Útför hans var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík og kveðjuathöfn fór fram í anddyri Alþingishússins. Forseti hafbi mælt svo fyrir skriflega, að hann yrði brenndur og var það ab sjálfsögðu gert. Flestir munu hafa gert ráð fyrir að ösku hans yrði komiö fyrir í Bessa- stabakirkju, en frú Georgia var því mótfallin. Lágu til þess sérstök at- vik. Þegar fram fór gagngerð við- gerð á Bessastaöakirkju, settir voru í hana nýir bekkir, parketgólf kom í stað múrsteinsgólfsins frá dymm ab altari og sitthvað fleira, spunnust út af því blabaskrif og ádeilur og all- hörð gagnrýni. Spratt af þessu sundurþykkja með forseta og Gub- jóni Samúelssyni, húsameistara rík- isins, sem sá um kirkjuviðgerðina, og taldi forseti sitthvað hafa verið gert sem ekki væri að sínum vilja. Þegar í ljós kom að Bessastaða- kirkja yTði ekki hvílustaður jarb- neskra leifa forsetans, fól Steingrím- ur Steinþórsson forsætisráðherra okkur dr. Kristjáni Eldjám þjób- minjaverði, Heröi Bjamasyni húsa- meistara ríkisins, og Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt að gera tillögu um legstab. Ræddum við málið fram og aftur, bmtum upp á ýmsu, en engin hugmynd kom fram, sem leysti máliö. Gekk úrræbaleysi okk- ar svo langt að nálgaðist algera upp- gjöf. En svo barst okkur skyndilega góð hugmynd. Gunnlaugur Hall- Bessastabakirkja ab innan. Ágreiningur var um endurbyggingu hennar, sem Sveinn forseti var aldrei sáttur vib. dórsson sagði að kona sín, Guðný Klemensdóttir, hefði sagt við sig: „Af hverju veljið þib ekki legstað viö hliöina á Grími Thomsen vib vesturvegg kirkjunnar?" Þessi hug- mynd féll öllum aðilum vel í geð og leysti málið. í námunda viö Grím Thomsen Til fróðleiks fer hér á eftir greinar- gerö okkar, dagsett 19. maí 1952: „Hinn 15. apríl s.l. fól forsætisráð- herra, Steingrímur Steinþórsson, okkur undirrituðum að gera tillögur um, hvar ab Bessastöðum skuli velja herra Sveini Bjömssyni leg- stab. Vib höfum athugað stabhætti að Bessastöðum meb þetta fyrir augum og rætt máliö á nokkrum fundum. Það er að sjálfsögbu álit okkar, að forsetafrúin eigi ab ákveða legstað forsetans og hafa þá í huga, að þjóð- in öll æskir, að forsetahjónunum sé lífs og liðnum sýndur allur sá sómi, er samrýmst getur óskum og tilfinn- ingum forsetafrúarinnar um legstab forsetahjónanna. Eigi hinsvegar að ráða málinu til lykta í samráði við ríkisstjómina, viljum við benda á eftirfarandi: Þar sem að Bessastöðum er kirkja og kirkjugarður, ber fyTSt ab athuga þá staði í þessu sambandi. í Bessastaðakirkju og dómkirkjun- um ab Hólum og Skálholti vom grafnir nokkrir fyrirmenn landsins. Innan kirkju að Bessastöðum hvíla t.d. fyrstu íslenzku amtmannshjón- in og nokkrir.valdsmenn, er öndub- ust í embætti ab Bessastöðum. Það var fom venja ab grafa höfbingja landsins innan kirkju og má því Skrifstofa forseta á Bessastöbum í tíb Sveins Björnssonar. segja að það væri hið mesta virðing- armerki, sem unnt væri að sýna jarðneskum leifum fyrsta forseta lýbveldisins að velja þeim leg innan kirkju að Bessastöðum og eblilegt einnig að því leyti aö vitað er, að herra Sveinn Bjömsson unni kirkju og kristindómi. Hitt kynni að mæla því í gegn, sem ekki er leyndarmál, ab forseti var óánægður með breyt- ingar þær, er gerðar vom á Bessa- stabakirkju fyrir skemmsm. Taldi þær á annan veg en hann hafði fyr- irhugab og framkvæmdina að ýmsu leyti óheppilega. Mun forseti hafa haft við orð, ab úr þeim mistökum þyrfti að bæta við hentugleika, eftir því sem unnt væri. Hvort óánægja þessi var svo rík, ab forseti myndi eigi fyrir þá sök hafa viljað hvíla í Bessastaðakirkju, get- um vib ekki dæmt um. Um það em ástvinir hans einir færir. En okkur virðist skylt að benda hér á þenna stað, sem um margt væri eölilegur legstaöur forsetans, ef hin sérstaka ástæba, sem nú var nefnd, hindrar það eigi. Að því er kirkjugarðinn varðar er stefnt að því, að hann verði ekki lengur sóknargraffeitur, en eigi úti- lokar það, að herra Sveini Bjöms- syni yrði valinn þar legstaður og síðari forsemm, ef henta þætti. í garðinum, við norðurvegg Bessa- stabakirkju, hvílir Grímur skáld Thomsen og kona hans. Forsetinn hafði miklar rnæmr á Grími. Þætti okkur einna bezt fara á því ab velja forsetanum legstað í kirkjugarbin- Birgir Thoríacius, fyrrum forsetarit- arí, ríkisrábsrítari og rábuneytisstjórí. Birgir hefur tekib saman nokkur minningabrot frá fyrstu árum lýb- veldisins um forsetaembœttib og hvernig sibir og hefbir mótubust þar, einkum er varbar móttöku gesta og þjóbhöfbingjaheimsóknir. Fleiri greinar birtast síbar. um í námunda við gröf skáldsins. Nöfn þeirra beggja em um alla ffamtíð tengd sögu Bessastaða. Þá gæti einnig Béssastaðanes kom- ið til greina, því að öllum er kunn- ugt af ræðum hins látna forseta, hversu hugfanginn hann varð með ámnum af allskonar gróðurtilraun- um og búskap að Bessastöbum. Þeim, er umgengust forsetann, er ennfremur kunnugt, hve mikinn hug hann hafði á að varöveita allar sögulegar minjar að Bessastööum. Lét hann sér mjög annt um Skan- sinn í norðanverbu nesinu, vildi fegra staöinn og vemda leifar virkis- ins. í námunda við skansinn myndi veröa unnt að prýða á ýmsan hátt og fjallasýn er þaban fögur eins og annarstaðar úr nesinu. Þá er rétt að nefna annan stað í Bessastaöanesi, svonefnt Skothús, hæst á nesinu, nærri Lambhúsa- tjöm. Ytri skilyrði em þar svipuð og við Skansinn, nema hvað Skothúsið ber hærra og er nokkm fjær staðar- húsum. Báðir þessir staðir í Bessastaðanesi og hver sá staður sem þar yrbi val- inn, hafa þann ókost, að umferð al- mennings að þeim myndi spilla æð- arvarpi Bessastaða, þótt engu væri spillt af ásetningi. Loks er á ab líta, að kríuvarp er mikið hvarvetna um nesið. Um varptíma kríunnar og raunar sumarlangt myndi því naumast unnt að efna til hátíölegra athafna við legstaö forseta. Hins- vegar verða þessir ókostir ekki eins mikilvægir, ef minningarathafnir fara fram vib líkneski forseta, sem vænta má að reist verði í Reykjavík eða annarstaðar. Þegar frá em taldir þeir annmarkar, sem nú hefur verið greint frá, telj- um vib Bessastaðanes mjög aðlað- andi og vitað er, að forsetinn hafði tekið sérstöku ástfóstri við þab. En eftir að hafa kynnt okkur allar að- stæbur eftir föngum, leggjum við til, ab forsetanum verði valinn leg- staður í kirkjugarðinum að Bessa- stöðum í námunda við gröf Gríms Thomsen." Ösku forsetans var komib fyrir á þessum stað 14. júlí 1952. Að þeirri athöfn lokinni var gengib til stofu og þakkaði forsætisrábherra frúnni störf hennar fyrr og síöar meb smttri ræbu, en Henrik sonur henn- ar þakkaði fyrir hönd móður sinnar og fjölskyldunnar. Síöan fluttist frú Georgia frá Bessa- stöðum. Frá þessum atburði og mörgum úr ferðum Sveins Bjömssonar um landið em til kvikmyndir, sem Vig- fús Sigurgeirsson tók. Vom þær m.a. sýndar nokkmm gestum að Bessastöbum ab kvöldi 12. mars 1992. Sést fjöldi manna í ýmsum hémbum landsins á þessum ágætu myndum og væri mikil heimilda- glömn frá fyrsm ámm lýðveldisins, ef kvikmyndir þessar eyðilegðust meb einhverjum hætti, en þær em að ég held einungis til í einu eintaki í einkaeign. Frú Georgia var manni sínum stoð og stytta, ekki síst á Kaupmanna- hafnaránmum. Það háði henni nokkub hér heima að hún hafði ekki fullt vald á íslenskri tungu. Frh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.