Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 4
4 wMfam Laugardagur 9. april 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: TTmamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Taeknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Ábyrgö stjórnmálamanna Stjómmálamenn eru, eins og eðlilegt er, í sviðsljósinu í lýðræðisþjóðfélagi. Það er eðli- legt að rætt sé um ábyrgð þeirra og hlutverk og hvemig þeir rækja skyldur sínar. Það er ein af skyldum stjórnmálamanna að skapa starfhæfan meirihluta í kringum þá ríkisstjórn sem stjórnar landinu. Það er grundvallarskilyrði góðra stjórnarhátta. Til þess þarf oft málamiðlanir jafnt innan stjórnmálaflokka eins og á milli samstarfs- flokka í ríkisstjórn. Séu stuðningsmenn rík- isstjórnar á hverjum tíma ósammála stjóm- arstefnunni í stærstu málum, er lítt skiljan- legt að þeir skuli styðja þessa sömu stjórn og halda henni á floti. Eins og komið var inn á í forustugrein Tím- ans í gær, hefur það vakið mikla athygli að þriðjungur stjómarliðsins flytur tillögu í sjávarútvegsmálum sem gengur þvert á stefnu sjávarútvegsráðherra, sem fer með málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Tillagan er afar óábyrg séð frá sjónarhóli þeirra sem vilja fara með gát í fiskveiðum og byggja upp fiskistofnana. En að því slepptu virðast flutningsmenn ekki gera sér neina grein fyrir ábyrgð sinni sem stuðningsmenn og ábyrgðarmenn ríkisstjórnarinnar. Þetta mál er einfaldlega of stórt til þess að þeir, sem á annað borð hafa hugsað sér að styðja ríkisstjórnina, geti leyft sér slíkan tillögu- flutning og láta svo eins og ekkert sé. Þorsteinn Pálsson er sjávarútvegsráðherra ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Með tillögu- flutningi sínum í þessu stórmáli hefur þriðj- ungur stjórnarliðsins í raun sagt skilið við ríkisstjórnina. Fmmvarp um stjórn fisk- veiða, sem liggur fyrir Alþingi, er stjómar- fiumvarp, og það er með ólíkindum að þeir stjórnarliðar sem fluttu tillöguna um fisk- veiðarnar skuli ekki segja sig frá stuðningi við ríkisstjórnina eða þá að forsætisráðherra skuli ekki biðjast lausnar fyrir hana. Það gengur einfaldlega ekki að taka undirstöðu- atvinnuveg landsmanna út fyrir sviga og í þeim málefnum geti allir flutt tillögur að vild, eftir því sem vindurinn blæs. Þeir þingmenn og ráðherrar, sem þannig hugsa, virðast ekki hafa hugboð um þá ábyrgð sem fylgir því að stjórna landinu. Þegar svona hlutir gerast, þarf ekki að furða sig á neikvæðu umtali almennings um stjórnmálamenn. Fólk gerir auðvitað þá kröfu til þeirra að þeir, sem hafa tekið ábyrgð á stjórn landsins, móti stefnu í stór- málum og taki ábyrgð á þeirri niðurstöðu, en gefi hana frá sér ef það tekst ekki. Sum mál em einfaldlega of stór til að hægt sé að leyfa sér tillöguflutning á borð við þann sem hér hefur verið gerður að umræðuefni. Oddur Ólafsson skrifar Þjóðmenning í útrýmingarhættu Það er sárt fyrir íslending að fylgjast með þeim hremmingum sem ganga yfir færeysku þjóðina þessi árin. Fram til þessa hafa fréttir þaðan einkum verið um hve illa gengur að standa skil á lánum og um alls kyns björgun- araðgerðir heima og heiman, sem ekki sýnast gera neina stoð því alltaf syrtir meira í álinn og er engu líkara en að allar bjargir séu bannaðar. Nýverið barst sú fregn af ná- grönnum okkar að sex af hund- raði þeirra sem eyjamar byggja hefðu flutt brott á síðasta ári. Nokkur undanfarin ár hefur brottflutningurinn numið um tveimur af hundraöi eyjaskeggja árlega. Er nú straumurinn farinn að þyngjast óhugnanlega mikið. Er blóötakan orðin slík aö ey- byggjar em að nálgast þaö aö vera aðeins fjömtíu þúsund og ef heldur fram sem horfir styttist í að ekki verði lengur hægt aö kalla Færeyjar þjóðríki. Ástæöan er sú að þjóðin glataði efnahagslegu sjálfstæði sínu og sjálfsforræöi og er komin upp á náð lánardrottnanna. Bankamir em ósjálfbjarga og verögildi eigna rýmar í takt við æ daprari framtíðarsýn. Hallæri af mannavöldum Það er ekki aðeins að efnahagur skuldsettrar þjóðar sé í rúst, því hann má kannski bæta með tíð og tíma, heldur er sjálf þjóö- menningin í hættu. Þaö er með ólíkindum hve rík smáþjóðin á stormasömum klettaeyjum er af sögu og sögnum, verkmenningu sem tengist harðri lífsbaráttu og ekki síst frábæmm listamönnum sem undantekningalítið sækja allan sinn efnivið í eigin sögu og umhverfi heimaslóða. Þeir þjóðflutningar frá Færeyj- um sem nú eiga sér staö vegna hallæra af mannavöldum geta verið upphafiö að endalokum þeinar sjálfstæðu menningar sem þróaðist um aldaraöir meöal þeirrar þjóðar sem við teljum okkur skyldasta enda er færeysk menning og íslensk samtvinnuð mörgum þáttum. Fyrir nokkmm áratugum sóttu Færeyingar mjög til íslands í at- vinnuleit og nutu báðar þjóðirn- ar góös af. Dugmiklir sjómenn og ósérhlífið fiskverkunarfólk stuðlaði að því aö skapa verð- mæti í gistilandinu og byggöu síðan upp á heimaslóð fyrir hlut- inn sem það fékk á íslandi. Það vom uppgrip sem um munaði á þeim tímum. Þaö kann aö segja eitthvað um íslenskt efnahagslíf að þegar Færeyingar neyðast til að flytja búferlum vegna atvinnuleysis og hríðversnandi lífskjara heima fyrir, leita þeir ekki til íslands, eins og áöur fyrr, heldur austur á bóginn, mestmegnis til Dan- merkur þar sem fremur er eftir einhverju aö slægjast þótt mikið sé fárast um vinnuskort og aöra óáran þar í landi. Yflrskllvitlegt Það að íslandsferðir þykja ekki fýsilegur kostur í Færeyjum, þrátt fyrir langa hefð þegar þar- lendir hafa leitað bjargræðis fjarri heimaslóð, kann að stafa af því að austur og suður í hafi sjái menn eins konar spegilmynd af því sem komiö hefur færeysku athafnalífi á kaldan klaka. Ofboðsleg skipakaup langt framyfir þarfir og veiðigetu að- gengilegra fiskimiöa hafa eyði- lagt afkomumöguleika útgerðar- innar og í landi er engin þörf fyr- ir öll þau tæknivæddu fisk- vinnsluíýrirtæki sem ómældu fjármagni er sóað í. Yfirskilvitlegar samgöngubætur hafa verið geröar sem engin rök mæla með að fé sé kastað í og þar með er fullkomlega óraunsæ byggðastefna sem ekki hlítir öðr- um lögmálum en þeim sem lúta að eyðslusemi og slætti út um lönd og álfur. Húsnæöismálum ✓ I tímans rás er svo haganlega fyrirkomiö aö allir nema erfingjar eru stór- skuldugir og eykst skuldabyrði einstaklinganna jafnt og þétt með minnkandi tekjumöguleik- um. Aubfengin lán Á síðari tímum hefur verið ein- staklega auðvelt að fá lán. Á hin- um stóra fjármagnsmarkaði heimsins eru lán til ríkisrekinna banka eöa ríkistryggð lán einkar útbær. Landsjóöurinn og allar lánastofnanir Færeyja standa nú frammi fyrir skuldaskilum vegna alltof auðfenginna lána áöur fyrr. Danski ríkissjóöurinn og dansk- ar bankastofnanir eru sífellt að veita svokallaða aöstoð, en pen- irigarnir sem veittir em fara aldr- ei til hinna fjárvana Færeyja, heldur til lánardrottna þeirra. Fiskimiðin em uppurin, skipa- flotinn, stóri og dýri, verðlítill og í landi skormr og vonleysi. Ekkert heyrist um að hinar rík- ari þjóðir Norðurlanda hugsi sér að bjarga færeyskri þjóðmenn- ingu eða hafi yfirleitt nokkrar áhyggjur af því hvemig henni reiðir af. Til þess em þau of upp- tekin af eigin vandamálum og samtengingu við önnur menn- ingarsvæði en þau sem kalla má norræn. Þaö verður ekki fyrr en olía finnst í færeyska landgrunninu að farið veröur aö virða Færey- inga viðlits, ef þeir veröa þá ein- hverjir eftir þegar sú sælusmnd rennur upp. Heimskupör Þótt aflasæld á íslandsmiðum minnki stöðugt stækkar og eflist fiskiskipaflotinn jafnt og þétt. Verksmiðjutogarar á heimamið- um em eins sjálfsagðir og að helmingur alls þess mikla flota sé þessa stundina að moka upp hrygningarfiskinum á Selvogs- banka. Taliö er að um fjórtán byggðar- lög séu í útrýmingarhættu vegna skuldasöfnunar fyrirtækja og em samgönguframkvæmdir taldar þjóðráð við þeim krankleika þjóðarlíkamans. Peningastofnanir okra á við- skiptavinunum til aö geta lagt fjárfúlgur til hliðar til að mæta svokölluðum útlánatöpum, sem em samanlögð heimskupör bankastjóra og stjórnmála- manna. Samtímis em peninga- stofnanirnar aö verða stærstu fyrirtækja- og fasteignaeigendur landsins vegna óskilvísi lántak- enda. Þriðji hver fiskur sem dreginn er úr sjó fer í greiöslu afborgana og vaxta af lánum. Hrikaleg skuldasöfnun vegna sjóðvitlausra orkuframkvæmda og afturhaldssöm andstaða við að nýta erlent áhættufjármagn er enn einn myllusteinninn sem hengdur er um háls nágranna- þjóðar Færeyinga. Þegar á allt þetta er litið þarf enginn að furða sig á því að ís- land er lítt fýsilegur kostur fyrir flóttafólk frá landi sem er búið aö missa efnahagslegt sjálfstæði sitt. Okkur er máliö skylt Sumum þykir lítil kurteisi að minnast á færeyskt ástand og telja þaö niðrandi fyrir okkar kæm granna. En þegar sex af hundraöi þeirra flýja land á einu ári og sýnt er að straumurinn heldur áfram er það vítavert tómlæti aö láta eins og ekkert sé og kæra sig kollóttan um örlög þeirrar þjóðar sem stendur okkur næst að menningu og lifnaðar- háttum. Aðrir staðhæfa að ekkert sé skylt með efnahagslegri þróun á hinum norrænu eyjum Atlants- hafsins og sé óréttmætt aö gera þar neinn samanburð. Þeir sem þannig tala gerðu réttast í að slást í hóp strútanna á Kalahari og gaumgæfa hvemig sandurinn lítur út undir yfirborðinu. En hvemig sem á það er litið geta menn velt fyrir sér hvers vegna engir Færeyingar leita til íslands þegar að þeim kreppir í heimabyggð, eins og löng hefð er fyrir? ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.