Tíminn - 09.04.1994, Blaðsíða 6
6
snHRfwU
Laugardagur 9. april 1994
Hagyit»inqaþáttur
Lífsmark
Sjótivarp héma hjamar senn,
hrafhar báðir flognir. '
Verkin annast meiri menn,
þótt minna séu roggnir.
(Þjóstólfur)
Þessi ágæta vísa þarf ekki skýringa við, fremur en
limran sem hér fer á eftir:
Garpskapur
Suma þarfhvergi að hvetja
er hœttumar kostina setja.
Nií dáurn við Mark-
úsar manndóm og kjark,
er hann flýði afhólmi sem hetja.
H.P.
DV kallaði Egil á Seljavöllum krataskelfi og varð
kveikja að vísum.
Krataskelfir
„Krataskelfir" kominn er,
karl frá Seljavöllum,
Egill þessi œtlar sér
að útrýma þeim öllum.
Það væri mikið þarfaverk,
að því skulum vinna.
Hugsun sú er heil og sterk
og henni má ei linna.
Búi var viö pólitíska heygarðshomið þegar hann setti
saman eftirfarandi stökur:
í villum
Viðsjál er og villugjöm
valdaleiðin manna.
Margur, líkt og Markús Öm,
má þá reynslu sanna.
Yfir vötnum Ijóst og leynt
lytnskuandar sveima.
Davíð fer til Brussel beint
en Baldvin situr heima.
Matseðillinn
íslenskt ket er algjört frat,
sem enginn getur étið!
Heimtum betri mannamat
— mengað, innflutt ketið.
Botnar
Hér koma nokkrir botnar við fyrripart, sem birtur var
fyrir allnokkru.
Nálgast vorið norðurslóð,
nepjan burtu víkur.
Botn:
i
Lifhað hefur laglegt fljóð,
listinn engan svíkur.
Eða:
Kalda vetur þessi þjóð
þraukar uns yfir lýkur.
Eöa:
Að vetrarslitin verði góð
virðast miklar líkur.
Hausavíxl
Sigurbjörg E. á Galtalæk II hafði hausavíxl á síðasta
fyrriparti og hafði botninn á undan. Varð úr hin
ágætasta staka:
Saman ástar syngjum Ijóð,
sigmm lífsins gaman.
Vertu hjá mér vina góð,
vökum ánægð saman.
Nýr fyrripartur:
/ Seðlabankann sækja menn
svona undir lokin.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Stakkholti 4.
105 Reykjavík. p.s. SKRIFIÐ GREINILEGA!
Bjarni Fel. viröir fyrir sér mannfjöldann á Old Trafford, sem var nákvœmlega 45.175 manns.
i
Einn alvinsœlasti knattspyrnu-
maöurinn í dag, Eric Cantona,
var settur í leikbann á dögunum.
Þaö gramdist aödáendum.
LJOSBROT
GUNNAR SVERRISSON
„Glory, glory,
Manchester
United!"
Áhugi landans hefur lengi verið
mikill á ensku knattspymunni.
Reglulegar beinar útsendingar
Ríkissjónvarpsins frá kappleikj-
um hafa hingað til svalað þörf
manna fyrir að berja knatt-
spyrnugoð sín augum. Til aö
fullkomna allt saman hafa Sam-
vinnuferðir-Landsýn boðið
uppá hópferðir til Englands til
þess aö áhugamenn komist í
enn meiri snertingu við leikinn.
Ein slík ferð var farin um sl.
páska. Áfangastaður var Man-
chester. Ferðina skipulögöu þeir
Willum Þór Þórsson hjá Sam-
vinnuferöum-Landsýn og gamli
knattspyrnukappinn úr Kefla-
vík, Friörik Ragnarsson. Hann
hefur starfað alllengi á ferða-
skrifstofu í Manchester og
skipulagði ferðir hópsins af
stakri prýði. Fararstjórar voru
þeir Bjarni Felixson og Arnar
Björnsson, en þeir félagar eru
vel kunnugir enska boltanum.
í þessum rúmlega 40 manna
hóp var uppistaðan aðdáendur
Manchester Utd., en nokkrir
höföu mætur á öörum liðum og
var því stundum erfitt fyrir þá
að vera í minnihluta. Leikimir,
sem fariö var á, voru annars
vegar viöureign Manchester
Utd. og Liverpool og Blackbum
og Man. Utd., en hinsvegar sáu
einhverjir Liverpool leika gegn
Sheffield Utd. Það var ekki aö
sökum að spyrja, þetta varð
undirrituöum ógleymanleg ferð
og var hópurinn á einu máli
um það.