Tíminn - 14.05.1994, Page 10
10
Laugardagur 14. maí 1994
Dóra Stefánsdóttir:
Þar sem tónlistin eru einu auðæfin
Bréf frá Grænhöfbaeyjum
var sem gengiö er um
Grænhöfðaeyjar hljómar
tónlist sem er samtímis
engri annarri lík í heimi hér og
sambland af öllu því sem finnst
annars staöar.
Tónlistin er eina listgreinin sem
viröist hafa náð verulegri fótfestu
hér á Grænhöföaeyjum. Ekki veit
ég af hverju, kannski vegna þess
aö hér er ekki beinlínis náttúru-
fegurö sem hægt er aö apa eftir á
málverkum og engin eru hráefnin
til að skera út í eða höggva í
myndir. Listþráin fær reyndar út-
rás þegar menn byggja sér hús og
engar hömlur viröast vera á hom-
um og útskotum hvers konar,
jafnvel þó húsin séu ævinlega
smá í sniðum á evrópskan mæli-
kvaröa.
Tónlistinni em heldur ekki
hömlur settar. Böm byrja aö berja
tómar dollur og flöskur meö sleif-
um eða pinnum strax um þaö
leyti sem þau byrja aö ganga. Fyr-
ir utan blokkina sem ég bý í er
heil hljómsveit af börnum sem
berja á slík hljóðfæri. Sumir full-
orönir láta sér slík ásláttarhljóö-
færi nægja, þó af heldur göfugri
tegundum, og einmitt á meöan
þetta bréf er skrifaö er hljómsveit
aö æfa sig á mismunandi tmmbur
uppi á þaki einnar blokkarinnar
hér í nágrenninu. Flestir alvarleg-
ir tónlistarmenn fara hins vegar
yfir í strengjahljóðfærin seinna á
ævinni — gítara, bæöi eins og þá
sem við þekkjum, og eins litla
fjöguna strengja gítara sem kall-
aöir em ukulele annars staðar í
heiminum; fiðlur og bassa. Sumar
hljómsveitir ná jafnvel þeim
mikla áfanga aö eignast hljóm-
borö.
Tónlistin er eins og fólkið héma,
sambland af mörgu. Portúgölsku
fado-söngvamir, rúmbur og
samba frá Suöur-Ameríku, þung
hrynjandin frá meginlandi Afríku
og nútíma popptónlist blandast
héma saman í graut sem á sér
engan líka. Um daginn sagði ég
viö samstarfsfélaga minn hér aö
þegar ég hætti aö starfa í þessum
þróunarmálum ætlaði ég aö fara
aö flytja héöan út tónlist. „Af
hverju?" spuröi hann forviöa. „Þú
getur alltaf komiö hingaö og
hlustað þegar þú vilt." Ég muldr-
aöi eitthvaö um viöskipti og
gróöa og hann hristi höfuðið.
Tónlist er í hans huga til aö hlusta
á og njóta, ekki til aö græöa pen-
inga á.
Aðrir viröast hafa sama viöhorf,
því þrátt fyrir aragrúa afar góðra
tónlistarmanna hér á eyjunum, er
aðeins einn sem náö hefur aö
komast til nokkurra metoröa utan
þeirra. Þaö er söngkonan Cesaria
Evora, sem núna ferðast um
heiminn og syngur. Hún er á sjö-
tugsaldri og hefur aldrei sett skó á
fætur sér. Þetta þykir ekki í frásög-
ur færandi hér á eyjunum, en afar
merkilegt í hinum stóm útlönd-
um. Þar kalla menn Cesariu hina
berfættu dívu. Hér á ámm áður
söng hún á bömm Mindelobæjar
og var meö fáu borgað ööm en
áfengi. Hún var á góöri leiö út í
ystu myrkur í félagi Bakkusar,
þegar einhver snillingurinn „upp-
Dóra Stefánsdóttir.
götvaöi" hana, þurrkaöi upp og
geröi aö útflutningsvöm.
Cesaria syngur aðallega moma-
söngva. Þeir em einkennandi fyr-
ir eyjuna „mína", Sao Vicente, og
flestir hægir, fullir af trega og
söknuöi, brostinni ást, en samt
einhverri undarlegri von. Oft
bregður fyrir yfimáttúrlegum fyr-
irbæmm eins og honum Barbinc-
or, sem enginn getur nákvæm-
lega sagt mér hver er eöa hvað.
Enginn hefur séð hann eöa heyrt,
en samt er hann alls staöar.
Reyndar trúir unga fólkið mun
síöur á tilvist hans en það gamla,
þó það taki ekki síöur undir
söngvana um hann en þeir eldri.
Hvaö tónlistina varðar em áhrif
portúgölsku fado-söngvanna hér
skýr, en morna-söngvamir aö
mér finnst mun betri. Á fjölda
knæpa hér í Mindelo syngur og
spilar fólk slíka söngva og vart er
hægt að halda veislu án þess aö
troöið sé upp með söng. Gestir
taka undir eftir því sem þeir geta
og skiptast jafnvel á um aö leiða
sönginn.
Hin gerö vinsællar sönglistar hér
á eyjunum er kölluð funana og er
mim líflegri. Þessi tónlist á rætur
sínar aö rekja til höfuðborgarinn-
ar Praia á eynni Santiago og þykir
fólki hér í Mindelo hún auðvitað
ekki nærri eins göfug og morna-
tónlistin. Viö funana dansa allir
sem vettlingi geta valdið og er
óheyröur dónaskapur aö neita
fólki um dans, þó þaö sé dmkkiö,
gamalt eöa slæmt á gólfinu, eða
jafnvel meira en tvennt af þessu
samtímis.
Nýjar geröir tónlistar hafa síðan
mtt sér til rúms viö hliö þessara
tveggja gömlu tónlistarhefða.
Viröast menn einkum sækja sér
innblástur til Suður-Ameríku, þá
sérstaklega Brasilíu. Sömbum og
rúmbum er snúiö í grænhöfð-
eyskan búning, bætt inn þungum
takti og alls kyns útflúri. Tónlist-
armaöurinn Bau er dæmi um
flytjendur slíkrar tónlistar. Bau er
sonur hljóöfærasmiös og býr
sjálfur til sín hijóöfæri, að
minnsta kosti aö hluta til. Hann
ætlar nú að fara að leggja í hann
og reyna aö sigra heiminn, eða aö
minnsta kosti að feta í fótspor
Cesariu. Þá má ekki gleyma
hljómsveit brottfluttra Græn-
höfðaeyinga, bandinu Livity í
Hollandi. Þeir hafa bætt um bet-
ur, piltamir í þeirri sveit, og
blanda evrópskum áhrifum sam-
an viö öll hin.
Einni tegund tónlistar hér á eyj-
unum má heldur ekki gleyma.
Þaö er kirkjutónlistin. Ég hef ekki
veriö kirkjurækin síöan ég var
unglingur, meöal annars vegna
þess aö mér hefur heldur leiöst
hiö gersamlega steindauöa form á
messum á íslandi og víöa annars
staöar þar sem ég hef verið. Hér er
langt frá því aö messur séu dauö-
ar. A skírdag átti ég leið framhjá
kirkju þaðan sem fagur söngur
barst. Ég læddist inn og náöi rétt
aö tylla mér á endann á bekk aft-
ast í kirkjunni. Veriö var að æfa
söngva sem átti að syngja í sjálfri
messunni. Söfnuðinum vom
kenndar nýjar laglínur og textar
og allir tóku undir fyrr en varöi.
Þegar messan sjálf hófst, vantaði
ekki undirtektir. Og engu var lík-
ara en aö allir heföu sungið ámm
saman í kómm. Ég gleymdi alger-
lega stund og staö og mundi ekki
eftir mér fyrr en um tveim tímum
seinna að trébekkurinn var farinn
aö verða all óþægilegur. Þegar ég
læddist út úr kirkjunni vegna þess
að ég var orðin of sein í boð, var
fólk enn að streyma að og messan
rétt að byrja. Vinkona mín sagöi
mér að sjálf hefði hún verið í
kirkju frá klukkan 9 aö kvöldi
föstudagsins langa og fram undir
2 aö morgni laugardagsins fyrir
páska. Þó aö fólk sé trúaö, held ég
þetta væri ekki hægt nema af því
að söngurinn veitir mönnum
þann unað sem hann gerir.
Höfundur starfar vib þróunarstörf á Graen-
höfbaeyjum.
QB
. w5,0Þ
'ÆBKimk
ítttT^Í
erKvarg?
Nú fá íslenskir neytendur að gæða sér á
Kvargi - nýrri, undurgóðri mjólkurafurð!
Kvarg er ekki eins og skyr og ekki eins og
jógúrt - en eitthvað einstaklega ljúffengt
þar á milli.
Margir íslendingar þekkja Kvargið erlendis
frá en þessi eftirsótta mjólkurafurð er upp-
mnnin í Mið- og Austur-Evrópu. Mikið
hefur verið lagt í þróun Kvargsins hér á
landi og hefur sérstök áhersla verið lögð á
bragðgæðin og rétta þykkt og áferð. Við
emm afar stolt af útkomunni: Kvargið er
meiriháttar gott á bragðið og leynir sér ekki
að það er unnið úr íslensku úrvals hráefni.
Kvarg er til með jarðarberjum, bláberjum
og blönduðum ávöxtum og er kjörið á
morgnana, í hádeginu og sem ejtirréttur.
MJÓLKURSAMSALAN