Tíminn - 14.05.1994, Qupperneq 11
Laugardagur 14. maí 1994
fMnm
n
Reuter
Flavin Cotti, utanríkisrábherra Sviss (ímibib), undirrítar samkomulag um
nýskipan Mannréttindadómstóls Evrópu. Vib hlib hans situr Catheríne
Lalumiére, framkvœmdasijórí Evrópurábsins.
Samkomulag um
Mannréttindadóm-
stólinn undirritað
Strassborg, Reuter
Öll ríki Evrópuráðsins, að Ítalíu
undanskilinni, hafa undirritað
samkomulag um breytingu á
Mannréttindadómstóli Evrópu.
Dómstóllinn mun samkvæmt
henni sameinast Mannréttinda-
nefndinni, sem hingaö til hefur
ákveðið hvaða mál koma til
kasta dómstólsins.
Breytingunni er ætlað að auö-
velda aögang almennings að
dómstólnum, sem í framtíðinni
mun starfa allt árið, en hann
hefur hingað til komið saman
tólf sinnum á ári eina viku í
senn.
Segja má að Evrópudómstóll-
inn hafi orðið fómarlamb eigin
ágætis, því að fjöldi mála, sem
hann hefur fengið til meðferð-
ar, hefur margfaldast á undan-
förnum ámm.
Árið 1992 komu 1.861 mál til
dómsins, en tíu árum áður vom
þau 404. Tvö íslensk mál hafa
komið til kasta Evrópudóm-
stólsins: mál Þorgeirs Þorgeir-
sonar rithöfundar og leigubíl-
stjóramáliö svokallaöa. ■
Norbmenn taka þatt í
starfi Evrópusambandsins
Jens Stoltenberg, orkumálaráð-
herra Noregs, verður fyrsmr þar-
lendra ráðherra tíl að taka þátt í
störfum ráðherra Evrópusam-
bandsins.
Stoltenberg mun sækja fund
starfsbræöra sinna, sem haldinn
verður í Bmssel 25. maí næst-
komandi. Norska dagblaðið Af-
tenposten greindi frá þessu í
gær. „Við emm ekki að reyna
aö láta líta út fyrir að Noregur sé
þegar orðinn aðildarríki Evr-
ópusambandsins, en það er
mjög mikilvægt fyrir okkur að
hef ja sem fyrst þátttöku í stjóm-
málastarfi sambandsins í ljósi
þess að viö verðum hugsanlega
aðilar aö því," sagði Greta
Knudsen, viðskiptamálaráð-
hena Noregs. „Það væri fárán-
legt að stórveldi á sviði orku-
mála, eins og Noregur óneitan-
lega er, tæki ekki þátt í aö móta
framtíðarstefnu ESB í orkumál-
um," bætti viðskiptaráðherrann
við.
Á fundi orkumálaráðherranna
í lok þessa mánaðar á að ræða
um framtíðarskipan olíumála á
svæði Evrópubandalagsríkj-
anna, en flestar stærstu olíu-
lindir Vestur-Evrópu em í lög-
sögu Noregs. ■
ísraelsher fer frá Jeríkó
Jeríkó, Reuter
í gær fór síðastí ísraelski hermað-
urinn frá Jeríkó, en borgin hefur
verið hersetin frá því í sex daga
stríöinu (1967).
Skömmu áöur en síðustu her-
mennimir fóm frá borginni komu
500 palestínskir lögreglumenn í
langferðabílum og jeppum.
íbúar borgarinnar fögnuðu með
söng og dansi á götum úti og
héldu bömum sínum upp tíl sýn-
is fyrir lögregluliðið. Sá sorglegi
atburöur átti sér stað aö einn lög-
reglumannanna varö fyrir slysni 9
ára bami aö bana og særði mið-
aldra konu og mann um sjötugt.
iglir - pl<
ii: 96-2517:
Njotið útivistar, fáið ráðleggingar varðandi
skógrækt og gerið góð kaup.
AÐALSKRIFSTOFA
Póstfáng: Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir
Sími: 97-12100
Skógræktarstjóri: Jón Loftsson
Fagmálastjóri: Þröstur Eystctnsson
Fjánnálastjóri: Steinþór Pétursson
VESTURLAN
Hreðavatn
Sími: 93-50047
Skógarvörður: Haukur Ragnarsson
jVerkstjóri: Birgir Hauksson
NORÐURLAND
%
Áætianafúlltrúi S.- og VesturbDáði Björnsso
Kynningarsvið: Ölafur Oddsson
Sí|iú: 91-666014 'i >*•■*!
V*í - • 1 r
ila - viðarsala
« - V jiSj
ir Skúlason
tn Arnþórsson
í j'iv.
I K * ’ Vs
RLAND
0300
*Kí.>
pf'4* f .4-’ M
IFJARÐARS
SKÓGRÆKT
RIKISINS
Reykvíkingar - nú hreinsum vi& til.
í dag er sérstakur hreinsunardagur í Reykjavík.
Hægt er að fá ruslapoka í hverfabækistöðvum
gatnamálastjóra í: :
Vesturbæ við Njarðargötu,
Austurbæ á Miklatúni,
Breiðholti við Jafnasel,
Árbæ, Selási og Grafarvogi við Stórhöfða.
Næstu tvær vikur munu starfsmenn Reykjavíkurborgar sjá um að fjarlægja
fulla poka sem settir eru út fyrir lóðarmörk. Úrgang skal aðgreina í rusl
og garðúrgang. Einnig er auðvelt að losna við úrgang í gámastöðvum Sorpu
alla daga milli kl. 12:30 og 19:30, en þær eru við:
Ánanaust móts við Mýrargötu,
Sævarhöfða norðan við Malbikunarstöð,
Gylfaflöt austan Strandvegar,
Jafnasel í Breiðholti.
Höldum borginni okkar hreinni
Borgarstjórinn í Reykjavík