Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 78. árgangur Meina- tæknar semja Samningar tókust í meina- tæknadeilunni í gærkvöldi og var verkfalli, sem staöib haföi í nær sjö vikur, aflýst. Það var nokkuð óvænt að rof- aði til í húsakynnum sáttasemj- ara undir kvöldmatarleytið í gær, en forsvarsmenn meina- tækna voru hreint ekki bjart- sýnir þegar þeir fóru inn á fundinn, enda hafði fundur með heilbrigöisráðherra í fyrra- dag ekki skilaö miklu. Það var sáralítið sem skildi deiluaðila síðustu dagana og vikurnar, en með útspili samn- inganefndarinnar í gær þar sem tilfærslur og launaflokkaröðun voru útfærð með öðrum hætti en ábur byrjuðu hjólin að snú- ast fyrir alvöru. Telja forsvars- menn meinatækna að þetta dugi til að mæta kröfu þeirra um að ná öðrum sambærileg- um heilbrigðisstéttum. Deila meinatækna hefur vald- ið mikilli röskun á heilbrigöis- kerfinu og ljóst að talsverðan tíma mun taka að koma málum í samt lag á sjúkrahúsum og ólíklegt að slíkt takist áöur en sumarleyfistíminn hefst þar. Skömmu áður en samninga- fundur hófst hjá sáttasemjara hafði Kennarasambandib af- hent meinatæknum tveggja milljóna króna styrk í verkfalls- sjóð, og sagbi Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, í tilefni af því að kennarar litu svo á að verkfall meiatækna væri ekki aðeins kjarabarátta heldur líka spurn- ing um að viðsemjendur virtu sjálfstæðan samningsrétt í landinu. ■ Síldarsöltun: 56% aukn- ing frá síð- ustu vertíb Á nýafstaðinni síldarvertíb var saltað í alls 95.624 tunn- ur, samanborið vib 61.185 tunnur á vertíðinni 1992- 1993. Þarna er því um að ræða 56% aukningu á milli vertíða. Fyrir utan þessa aukningu vek- ur athygli að tveir bátar, Þórs- hamar GK og Húnaröst RE héldu til síldveiða að aflokinni loðnuvertíð um miðjan apríl sl. og stunduöu veiðar í um tvær vikur. Bátarnir veiddu alls 1.600 tonn af síld og úr því magni var saltað í 1.701 tunnu. Aflanum lönduðu bátarnir á Höfn í Hornafirbi. Af heildarmagninu á nýafstað- inni vertíð voru framleiddar 30.659 tunnur af flökum á móti 20.575 tunnum á vertíðinni á undan. ■ STOFNAÐUR 1917 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti Laugardagur 21. maí 1994 95. tölublað 1994 Hætta í Kópavogi Hættuástand skapaðist í göt- unni Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun, eftir aö nokkrir tugir lítra af bensíni láku frá tankbíl Olís. Tankbíllinn var að fylla forðatanka bensínstöðvar- innar við Hamraborg þegar ör- yggisrofi á slöngu bílsins, sem á að loka fyrir rennslið þegar tankurinn er orðinn fullur, virk- aði ekki og því flæddi bensínið útfyrir og niður á plan bensín- stöðvarinnar. Ekki er vitab ná- kvæmlega hversu mikið magn af bensíni lak nibur en varð- stjóri hjá slökkviliðinu í Reykja- vík telur þaö hafa verið um sex- tíu lítra. Götunni var lokaö í um klukkustund á meðan Slökkvi- liðið sá um að hreinsa upp bens- ínið. ■ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir; borgarstjóraefni Reykjavíkurlist- ans, sýndi tilþrif í götubolta á hverfahátíb ungs fólks í Breib- hoiti, sem haldin var íMjóddinni í gœr. Þar komu mebal annarra fram þeir Reynir jónasson og Szymon Kuran og ab sjálfsögbu voru grillabar pylsur handa há- tíbargestum. Þá gengst ungt fólk tengt Reykjavíkurlistanum fyrir sér- stakri vorhátíb 23.-27. maí á Sólon íslandus og Hressó. Á Sól- on koma m.a. fram R-tríó, Kenn- araband MS og Tregasveitin, en á Hressó trebur upp fjöldi fram- sœkinna hljómsveita meb Kolrössu krókríbandi í farar- broddi. TímamyndCS Sjálfstœöismenn fara ótrobnar slóöir í auglýsingagerö. Heimir Steinsson útvarpsstjóri: Virtu ekki synjun- ina og brutu lög Sjálfstæðisflokkurinn braut lög með því að taka ófrjálsri hendi dagskrárefni úr ríkissjónvarpinu, klippa það til að hentugleika og nota síðan viö gerð áróð- ursauglýsingar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í kosninga- baráttunni í Reykjavík. Umrætt dagskrárefni er tek- ið úr Dagsljóssþætti í nóvem- ber sl. þar sem Sigrún Magn- úsdóttir og Ólína Þorvarðar- dóttir eru að ræöa um ákveðna tegund sameigin- legs framboðs í Reykjavík. Ummæli sem Sigrún lætur falla í þessu samhengi eru síðan klippt út og notuð í út- varpsauglýsingu Sjálfstæðis- flokksins án þess að leyfi Rík- isútvarpsins hafi legib fyrir um slíka notkun á efninu. Raunar lá fyrir synjun á notk- un þessa efnis í pólitíska aug- lýsingu, en það var samt not- að. í svarbréfi Heimis Steinsson- ar útvarpssjóra frá því á fimmtudag við fyrirspurn Reykjavíkurlistans um hvort Ríkisútvarpið heföi heimilað þessa notkun segir: „Athug- un hefur leitt eftirfarandi i ljós: Fyrir nokkru falaðist auglýsingastofa ein eftir því við umsjónarmann „Dags- ljóss" að hann heimilaði af- not upptöku af þætti þeim, sem erindi yöar varðar, viö gerð auglýsingar. Auglýsinga- stofan fékk afdráttarlausa synjun." í bréfi Heimis kemur einnig fram að RÚV hyggi ekki á málaferli út af þessu máli vegna þess að útvarpsstjóri vilji forða Ríkisútvarpinu frá því að blandast í hugsanlegar deilur þeirra sem í hlut eiga um þýöingu ákvæða höfund- arlaga. Hins vegar muni um- rædd auglýsing ekki veröa flutt í Ríkisútvarpinu. Lítil viðbrögð fengust í gær frá Reykjavíkurlistanum önnur en þau að þar á bæ segja menn aö vinnubrögð Sjálfstæöisflokksins í kosn- ingabaráttunni dæmi sig sjálf og þaö sé á valdi Ríkisút- varpsins að ákveða hvernig stofnunin kýs að vernda dag- skrárefni sitt gegn Ólögegri notkun stjórnmálaflokka eða auglýsingastofa. Hins vegar telur Reykjavíkurlistinn eðli- legt ab aðrir sem leyfi hafa til útvarps fylgi fordæmi RÚV og flytji ekki auglýsingar sem verða til með lögbroti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.