Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. maí 1994 Tímamyi A vígvelli auglýsinganna eru ekki skoðanaskipti Jón Kristjánsson skrifar Nú er komið aö lokaspretti kosn- ingabaráttunnar til sveitarstjóma í landinu. Sveitarstjómarkosn- ingar em afar þýbingarmiklar, þar sem ræðst hverjir stjórna sveitarstjómarstig- inu næsta kjörtímabil, en það er annað stig stjómsýslunnar í landinu og það sem næst er almenningi. Á sveitarstjómarmönnum og sveitar- félögunum hvílir það ekki síst að mynda öryggisnet um fólkiö og skapa lífvænlegt umhverfi. Kastljós á Reykjavík Framboð í nafni stjórnmálaflokka era ráðandi í sveitarstjórnum og í öllum stærstu sveitarfélögum landsins standa stjórnmálaflokkamir að slíkum framboð- um með einhverjum hætti. Kosninga- bandalög era hins vegar algeng og hefur verið gengið lengra nú á því sviði heldur en áöur með samvinnunni um Reykjav- íkurlistann í Reykjavík. Vegna þeirrar samvinnu og þeirrar stöðu, sem uppi er þar, beinist kastljósið sérstaklega að Reykjavík í kosningabaráttunni, enda hefur hún verið um margt sérstæð og að- dragandi hennar vakti athygli, svo ekki sé meira sagt. Kosningabaráttan í Reykjavík beinir athyglinni að þróun stjómmálaátaka fyr- ir kosningar hér á landi. Ekki síst vegna þess ab eftir ár era alþingiskosningar og þær vinnuaðferbir, sem era að þróast nú og era margar nýjar af nálinni, geta gengið aftur í þeim kosningum. Það verður því einkar athyglisvert aö fylgjast meb úrslitum kosninga nú, ekki síst í Reykjavík, frá sjónarhóli þeirra sem velta fyrir sér áhrifum kosningaáróöurs. Máttur auglýsinganna Þaö er skemmst frá því að segja, að þungamiöjá kosningaáróðursins í Reykjavík er aö færast frá almennum fundum og skoðanaskiptum til auglýs- inga. Þar með velur sá, sem hefur fjár- magn til þess ab auglýsa vettvanginn og málefnin, en andstæðingurinn er ekki viðstaddur til andsvara. Auglýsingar byggjast einnig á því að endurtaka nógu oft til þess að áhorfandanum finnist loks að þarna sé um hinn eina sannleik í mál- inu að ræða. Öll auglýsingatæknin bygg- ist á einleik þess, sem heldur sínum sicob- unum eða sinni vöra að fólki. Þab hefur vakið mikla athygli hve gíf- urlegum fjármunum hefur verið varið til auglýsinga fyrir D-list- ann í Reykjavík. Sjálf- stæöismenn era þarna að velja sér vettvanginn og vera einir um hituna. Málefnaleg skoðana- skipti og gagnrýni kom- ast þar ekki að. Gengið hefur verið lengra en nokkra sinni fyrr í per- sónulegum auglýsing- um, svo langt að borgarstjórinn hefur séb sig tilneyddan að draga eina auglýs- ingu til baka, vegna þess hve ósmekkleg hún var og beindist að ákvebnum per- sónum. „Hver vill hreinsa vatnib?" Ég var einu sinni staddur í New York þegar kosið var um borgarstjóra þar, og sú kosningabarátta var rekin með auglýs- ingum á ameríska vísu. í einni auglýsing- unni var skrúfað frá krana og vatnið foss- aði í vaskinn þykkt af skít, vægast sagt ógeðslegt skólp. Síðan kom textinn um að Dinkins, sem kjörinn var borgarstjóri, vildi hreinsa vatnið, en andstæðingur- inn viidi ekki hreinsa vatnið. Annað var eftir þessu. Er þetta það sem koma skal á íslandi? Ég sé ekki betur en að sjálfstæb- ismenn séu í startholunum til þess að leiða stjómmálin inn á þetta stig. Sá, sem hefur yfir fjármagni að ráða, lætur þá móöan mása, gagnrýnislaust, og fer í já- kvæbar og neikvæðar herferðir gagnvart einstaklingum eftir því hvemig það pass- ar hverju sinni. Málefnalegar umræður og skobanaskipti komast ekki ab í þessari veröld. Vissulega er þetta stórhættuleg þróun og andlýðræðisleg. Menn Hvers vegna vilja Reykvík- ingar breyta? Reykjavík er stór á íslenskan mæli- kvarða. Þjóðin öll hefur byggt borgina ______________ upp af miklum metn- aði. Það hafa verið deilur um hve mikinn hlut hún á ab taka til sín, en þjóðarsam- QQ staöa hefur verið um að hafa öfluga höfuð- malefni borg. í kringum stjómsýslu og versl- unar- og þjónustu- -------------- miðstöb, Háskóla ís- lands og fleiri opinberar stofnanir hefur þéttbýlið myndast og vaxib upp í stór- borg á okkar mælikvarða. Völdin í þess- ari borg era mikil, einfaldlega vegna þess hvaö hún er stór á íslenskan mælikvarða. Þeir, sem vilja breyta í Reykjavík, era einfaldlega þeirrar skoðunar ab slík völd, sem fylgja hreinum meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur, séu ekki holl einum flokki til íengdar. Þetta hefur ekkert með það að gera að margt hefur verib mynd- arlega framkvæmt í Reykjavík í gegnum tíðina. íbúafjöldi borgarinnar er þab mikill og fyrirtæki þab mörg ab tekjumar gefa færi á slíkum framkvæmdum. Sjálfstæbismenn í borginni hafa stært sig af verklegum framkvæmdum kosn- ingar eftir kosningar. Nú þýbir þab ekki lengur. Nú reyna þeir ab höfða til fólks- ins í borgi'nni meb fjölskyldumálum, sem er nauðvöm gegn hinni nýju sam- stöbu andstæbinganna. Sameiginlegt frambob minnihlutaflokkanna í Reykja- vík hefur því þegar gjörbreytt áherslum í umræðunni í borginni fólkinu í hag. Þegar einn flokkur hefur hreinan meirihluta áratug eftir áratug, myndast valdakerfi sem ekki er hollt í lýöræðis- þjóðfélagi. Þetta valdakerfi myndast hljóðlega og þróast ár frá ári, frá kjör- tímabili til kjörtímabils. Það er gætt að því að hlúa ab því og hafa tök á því. Þab var eitt dæmi um áhrif þessa valdakerfis að Davíð Oddsson kom uppalinn í því inn í Alþingi, en þar er ekki hægt að fara með völd án samvinnu við aðra flokka. Það var greinilegt að Davíð gekk illa fyrst í stab ab laga sig ab nýju umhverfi, og rak þá stefnu hart fyrsta veturinn á þingi að ekki ætti ab veita minnihlutanum neina hlutdeild í stjóm þingsins eba nefndum. Það er þetta lokaða valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í borginni sem þarf að breyta. Þess vegna fylkja minnihluta- flokkarnir libi. Ógnunin, sem af þessu stafar fyrir meirihlutann, hefur orðið til þess að safnað hefur verið saman miklu fjármagni til þess að verjast. Það er mikiö ab verja fyrir Sjálfstæöisflokkinn. Það er völd yfir framkvæmdum, sem slaga upp í verklegar framkvæmdir ríkisins, og völd yfir stofnunum borgarinnar, þar sem þúsundir manna starfa. Það er í skjóli þessa lokaða valdakerfis sem þrír borgar- stjórar starfa á kjörtímabilinu, þótt kosn- ingar snúist í ravrn um borgarstjóraefni. Þetta skeður vegna þess að flokkshags- munir Sjálfstæbisflokksins krefjast þess. í ljósi þessarar stabreyndar er grímuleikur auglýsinga flokksins hlægilegur. Tími til aö hugsa sig um Það er ástæða til fyrir stjómmálamenn að staldra nú við eftir sveitarstjómar- kosningar og gera sér grein fyrir því hvort stjómmálabaráttan á endanlega að fara niður á auglýsingaplanib. Enn er ekki of seint ab spyma við fótum. Það er hættulegt ef fjármagn á að vera einrátt um það hverjir komast til áhrifa, hvort sem heldur er í sveitarstjómum eða á landsvísu. Það er ekki hugnanleg fram- tíbarsýn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.