Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 10
10 __ WWttWJl* Laugardagur 21. maí 1994 Danir þrýsta á Svía um lokun Barsebáck kjarnorkuversins Danir ætla ab auka þrýsting- inn á Svía í von um ab geta knúib þá til ab loka Barsebáck kjarnorkuverinu. Kjarnorkuverib er Svíþjóbar- megin vib Eyrarsund og ab- eins í nokkurra kílómetra fjarlægb frá Kaupmanna- höfn. Dagblabib Politiken greindi frá því í gær ab danska stjórnin hugleiddi nú ab beita efnahagslegum þving- unum í þessum tilgangi. Síbastlibinn fimmtudag greiddi meirihluti Þjóbþings Dana tillögu þess efnis atkvæbi sitt ab Svíar yrbu gerbir ábyrgir fyrir hugsanlegum skaba sem Danir gætu orbib fyrir ef slys yrbi í verinu. Erfing Olsen, dómsmálaráb- herra Danmerkur, mun í fram- haldi af þessu óska eftir vib- ræbum vib Svía um málib. Eins og er eru eigendur Barsebackversins skuldbundnir til ab greiba Dönum upphæð sem nemur allt ab 30 milljörð- um íslenskra króna fyrir eyði- leggingu sem kjarnorkuslys í verinu mundi valda í Dan- mörku. ■ Reuter Tákn breyttra tíma í Bandaríkjunum, jacqueline Kennedy Onassis meb fyrsta eiginmanni sínum, john F. Kennedy, þáverandi þingmanni og síbar forseta Bandaríkjanna. Myndin var tekin 27. júní 1953. Jacqueline Kennedy látin Jacqueline Kennedy Onassis, fyrrverandi forsetafrú Banda- ríkjanna, lést ab heimili sínu í New York síbastlibib fimmtu- dagskvöld, 64 ára ab aldri. Skömmu eftir síbustu áramót kom í ljós ab Jacqueline var meb krabbamein í eitlum. Þrátt fyrir von um bata hrakabi henni fyrir nokkrum dögum og þegar ljóst varb fyrir tveimur dögum hvert stefndi óskaöi hún eftir því ab vera flutt heim af sjúkrahúsinu til aö geta dáib í fabmi fjölskyldunnar. Jacqueline var, ásamt fyrsta eiginmanni sínum, John F. Kennedy Bandaríkjaforseta, tákn um breytta tíma í banda- rísku þjóölífi. Eftir hib sviplega fráfall hans giftist hún gríska skipakónginum Aristoteles On- assis. Eftir lát hans fluttist hún aftur til Bandaríkjanna þar sem hún starfaöi fyrir virt bókaút- gáfufyrirtæki. ■ Stjórnarherinn í Jemen herbir sóknina: Enn barist um Al-Anad herstöðina Al-Anad, Reuter Svo virbist sem stjórnarherinn í Jemen hafi náb undirtökunum í átökunum um Al-Anad her- stöbina, helsta vígi sunnan- manna. Ef heldur áfram sem horfir er þess ekki langt ab bíöa aö hafnar- borgin Aden falli í hendur herliöi noröanmanna. Vegna mikillar stórskotahríöar uröu fréttamenn ab hörfa frá þegar þeir voru í þriggja kílómetra fjarlægð frá herstöðinni að sunnanverðu en þangaö höföu sunnanmenn orö- ið ab flýja. Eftirlitsnefnd meö mannrétt- indum segir aö liðsmenn beggja fylkinga brjóti alþjóðalög um hegðun á stríöstímum með því aö halda uppi árásum á svæði þar sem óbreyttir borgarar eru í meirihluta. ■ Herskáir múslimar drepa tvo ísraela á Gaza- svæbinu Caza, Reuter Herskáir múslimar drápu tvo ísraelsmenn í gær og flýbu síb- an til svæbis þar sem Palestínu- menn fara meb stjórn. Þetta er fyrsta stórvandamálib sem pal- estínska lögreglan á Gazasvæb- inu stendur frammi fyrir. ísraelski herinn brást viö með því aö útiloka Palestínumenn sem sækja vinnu í ísrael frá því að koma til landsins í níu daga. Formælandi hersins sagði að þannig væri palestínsku lögregl- unni gert kleift að koma á reglu á sjálfstjómarsvæbinu og koma þannig í veg fyrir frekari árásir. Yfirmenn palestínsku lögregl- unnar sögbu að gripið yrði til allra nauösynlegra rábstafana til aö upplýsa morbin og koma í veg fyrir aö slíkir atburðir endur- tækju sig. Aöeins eru liönir tveir dagar síöan þeir tóku við stjórn öryggismála á Gazasvæðinu af hernámslibi ísraels. ■ FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Slðumúla 39 • 108 Reykjavlk • Slmi 678500 • Fax 686270 Starfsmannastjóri Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða starfsmannastjóra til stofnunarinnar. Starfið felur í sér umsjón með öllu starfsmanna- haldi Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Starfsmannastjóri mun ennfremur hafa með höndum skipulagningu á fræðslu og símenntun starfsfólks í náinni samvinnu við yfirmenn sér- sviða. Starfsmannastjóra er ætlað að starfa sjálfstætt, en ( náinni samvinnu við félagsmálastjóra og aðra yfirmenn stofnunarinnar. Markmið stofnun- arinnar með þessu starfi er m.a. að efla starfs- mannahald og auka gæði þeirrar þjónustu sem stofnunin veitir. Starfsmannastjóri þarf að hafa haldgóða há- skólamenntun, eiga gott með að hafa samvinnu við og umgangast fólk og hafa áhuga á félags- legri þjónustu. Umsóknir berist Láru Bjömsdóttur félagsmála- stjóra fyrir 15. júní n.k., merktar „Starfsmanna- stjóri". Skrúbganga og fánaborg á Karli jóhanni í Osló 17. maí 1966. Eftirspurn eftir norska þjóbfánanum siœr öll met: íslendingar fá fánahugmynd frá Norðmönnum Þjóðarstolt Norbmanna hefur valdib ánægjulegum erfib- leikum hjá lítilli verksmiöju vib mynni Oslóarfjarbar. Flaggfabriken A/S sem er eini aðilinn í Noregi sem býr til litla norska þjóbfána á stöng annar ekki eftirspurn. í gömlu, fallegu húsi milli Lar- vik og Stavern vinna ellefu manns viö ab sauma og ganga frá þessum þjóölegu handveif- um. Þetta eru fánarnir sem þjóðin veifaöi á Ólympíuleik- unum í Lillehammer og á þjób- hátíðardaginn 17. maí. í grein í norska dagblaðinu Af- tenposten kemur fram að á þessu ári hafa verið framleiddir 440.000 fánar af þessari gerð, 140.000 fleiri en í meðalári. Þeir eru úr vönduðu éfni og festir á litla stöng með gylltum toppi. Gerd Langseths er eigandi og framkvæmdastjóri Flaggfabrik- en en þab var pabbi hennar sem stofnaði fyrirtækið rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Gerd segir að af og til reyni einhver aö byrja innflutning á ódýrum norskum fánum en hingað til hafi slíkt alltaf mislukkast. Ástæbuna segir hún vera mun á gæðum. Vel sé vandaö til norsku framleiðslunnar, litir og hlutföll séu eins og best verði á kosið. Gerd segir að Norömenn séu ekki einir um að vera hrifnir af litlu flöggunum. Þegar íslend- ingar sáu fánadýrðina á Ólymp- íuleikunum í Lillehammer varð þeim strax ljóst að þetta hæföi þeirra eigin lýðveldisafmæli hib besta. Eigandi Flaggfabrikkunar er þó á því ab enginn geti keppt við Norbmenn í fánamálum á sjálf- an þjóðhátíðardaginn 17. maí. Þó að mörg hundruð flögg fari um hendurnar á Gerd Lang- seths á hverjum degi segist hún hlakka jafnmikið til skrúðgöng- unnar ár hvert. ■ Unglingar lifa áhættusömu lífi Mikil áfengisneysla og snemmfengin kynlífsreynsla án getnabarvarna einkennir líf sænskra táninga. Þetta kemur fram í grein í Svenska Dagbladet í gær. Þar segir að stór hópur unglinga festist í þessu hegðunarmynstri og eigi í erfiðleikum með að rata á braut heilbrigðara lífernis á fullorðinsárum. Þessi lífsreynsla er dýru verði keypt sem sést best á því að fjórði hver unglingur hefur hugleitt sjálfsmorð. Fjórði hver unglingur á aldrinum 13-17 ára drekkur áfengi nokkrum sinn- um í mánuði og fimmta hvert ungmenni á þessum aldri drekkur sig álíka oft ofurölvi. Upplýsingar um hegðun ung- linganna fengust í viðamikilli könnun sem náði til alls lands- ins. Niburstöður könnunarinn- ar voru kynntar á barnadögum sem haldnir voru í Uppsala í gær. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.