Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 17
Laugardagur 21. maí 1994 ffíwiiw 17 t ANPLAT Ármann Kristinsson, fyrrverandi sakadómari, Sunnuflöt 44, Garðabæ, lést á heimili sínu á uppstign- ingardag. Alfreö D. Jónsson Hæöargaröi 10, Reykjavík, lést á heimili sínu miöviku- daginn 11. maí. Bjöm Matthíasson Grasarima 24, Reykjavík, lést á heimili sínu 11. maí. Kristín A. Jónsdóttir frá Bíldudal lést á Hrafnistu, Hafnarfiröi, þann 11. maí. Sólveig Eysteinsdóttir frá Skammbeinsstöðum, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést á Sjúkrahúsi Suö- urlands, Selfossi, 11. maí sl. Kristín Gísladóttir Skipasundi 70 lést á Kanarí- aeyjum 14. maí. Hermann Siguröur Bjömsson, fyrrverandi póstafgreiðslu- maður, ísafirði, lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafiröi 14. maí. Pétur Eggerz, fyrrverandi sendiherra, Suð- urgötu 29, andaðist að kvöldi uppstigningardags. Guðrún Svava Theodórsdóttir Aragötu 6, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 16. maí. Ingigerður Sigfinnsdóttir andaðist að kvöldi 16. maí að Hrafnistu. Regína Bjamadóttir Round-Tumer frá Húsavík, lést í Englandi 16. maí. Douglas-œttarveldib. Brœburnir Michael, Peter og Eric ásamt Kirk og Anne, eiginkonu Kirks. Þau hafa veríb gift í rúmlega 35 ár. Kirk Douglas bíöur þess aö síöasta ósk hans rœtist: Vill enda ferilinn meb syni sínum Sigríður Magnúsdóttir Dalbraut 27, er látin. Benedikta Valgerður Hallfreðsdóttir lést á sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 15. maí. Harrý S. Uckerman Brekkustíg 29b, Njarðvík, lést að morgni 15. maí á sjúkrahúsi Keflavíkur. Hulda Ingibjörg Pétursdóttir frá Hóii í Hjaltastaðarþing- há, er látin. Einar Guðmundsson frá Túni í Flóa er látinn. Guðmundur Gylfi Sæmundsson lést á Landakotsspítala að morgni 16. maí. Stefanía (Torfadóttir) Ervin, Bandaríkjunum, lést 10. maí. Ámi Aðalsteinn Þorláksson skipasmíðameistari, Akur- eyri, lést á Landspítalanum 15. maí. Sigurbjöm Þórbarson frá Einarsstöðum, Stöðvar- firði, Háaleitisbraut 107, lést að morgni 18. maí. Láms M. K. Guömundsson Mávahlíð 6, Reykjavík, and- aðist 17. maí. Trausti Jónsson Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 17. maí. Jóhannes Júlíusson lést á Landspítala 18. maí. Eftir 5 áratugi og 80 kvik- myndir snýr stórleikarinn Kirk Douglas nú aftur á hvíta tjaldinu í grínmyndinni „Gre- ed". Kirk leikur aldraðan milljóna- mæring og ættingjar hans bíða þess eins að hann gefi upp önd- ina, svo þeir geti skipt fjármun- um hans á milli sín. Hlutverkið er nokkuð nýtt fyrir Kirk, því hann hefur fremur túlkað harð- ar og óbilgjarnar týpur, en mann í þessari stööu. Kirk Douglas er sennilega þekktastur fyrir óskarsverð- launahlutverkin þrjú; „Champi- on", „The Bad and the Beautif- ul" og „Lust for Life". „Ég hef alltaf notið mín best í hlutverk- um þar sem persónan hefur ver- ið risavaxin, ofurmenni að ein- hverju leyti. Það að túlka Vin- cent van Gogh er tvímælalaust hápunkturinn á ferlinum," segir Kirk. í nýju myndinni leikur Kirk ásamt stjörnunum Michael J. Fox og Ed Begley Jr. Þaö hafði lengi veriö draumur Michaels J. Fox að leika með Kirk Douglas og að hans sögn tók það langan tíma að venjast því að vera sam- starfsaðili hins aldna og virta leikara. „Fyrstu dagana tiplaði ég um á tánum og þorði ekki að svara honum öðm en „Já, herra Douglas, nei, herra Douglas", en svo tókst með okkur góður kunningsskapur og andrúms- loftib varð afslappaö," segir Mi- chael. Kirk Douglas. Löngu orbin gob- sögn í heimi kvikmyndanna. Kirk Douglas lék síðast í kvik- myndinni „Tough Guys" ásamt Burt Lancaster árið 1986. Hann átti von á að það yrði síðasta myndin sem hann léki í, en nú þremur árum eftir alvarlegt þyrluslys, sem nærri dró hann tii dauða, er hann búinn að ná upp auknum krafti að eigin sögn og segir að hann eigi enn eftir að láta síðasta drauminn rætast. „Ég hef fengib allar mín- í SPECLI TÍIVIANS Lykillinn aö hamingj- unni er ein- faldur Ástarsögudrottningin er rithöf- undurinn Barbara Cartland jafn- an köllub og víst em þab orð að sönnu. Nú er Barbara orðin 93ja ára gömul, en enn er hún ab og skrifar nýjar og nýjar sögur. Þegar hún er spurð aö því hver lykillinn ab lífshamingjunni sé, segir hún að svarið sé einfalt: „Ef maður vill öðlast ást og hamingju, þá verbur maður að gefa ást. Svo einfalt er það." ■ ar óskir uppfylltar í lífinu, en enn á ég eina ósk og bíð þess nú að hún rætist. Það er að leika í stórmynd með syni mínum, Mi- chael Douglas. Það kann að verða einhver bið á því, en ég er langt í frá að vera dauður úr öll- um æðum og veit að þessi hinsta ósk mín á eftir að ræt- ast," segir þessi 78 ára gamli geðþekki leikari að lokxun. ■ Mary Wilson. Fyrrum „Supremes"- söngkona í hremmingum Þegar jarðskjálftamir gengu yfir Los Angeles varð Mary Wilson, fyrrum „Supremes"-söngkona, svo hrædd ab hún tók son sinn, Rafael, og ákvað ab keyra til Las Vegas. Það var 29. janúar. Ferð- in var löng og hún sofnaði und- ir stýri. Bíllinn fór út af vegin- um og valt þrjár veltur. Rafael hlaut banvæna áverka og dó. Slysið varð að vonum hræbi- legt áfall fyrir blökkusöngkon- una og hún telur sig aldrei munu komast yfir slysið and- lega, þó líkamlega sé hún búin að ná sér. ■ | imDCiiiuti laiiaiteiKl FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS Skrásetning nýrra stúdenta Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla íslands háskólaárið 1994-1995 ferfram í Nem- endaskrá í aðalbyggingu Háskólans dagana 1.-15. júní 1994. Umsóknareyðublöð fást í Nem- endaskrá, sem opin er kl. 10-15 hvern virkan dag á skráningartímabilinu. Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafn- framt í námskeið á komandi haust- og vor- misseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskír- teini (Ath! Öllu skírteininu). 2) Skrásetningargjald: kr. 22,975,-. Ljósmyndun vegna stúdentaskírteina fer fram í skólanum í september 1994. Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskrásetningu eftir að auglýstu skrásetningartímabili lýkur 15. júní n.k. Athugið einnig að skrásetningargjaldið er ekki endurkræft eftir 20. ágúst 1994. Mætið tímanlega til að forðast örtröð. *ZT, RÁÐ LJOS/ 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.