Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 2
2 jKwtlwn Laugardagur 21. maf W94 tæknisköli IJ íslands háskóli - framhaldsskóli Höfðabakka 9. 11 2 Reykjavík. sími 91-814933 Tækniskóli Islands hefur I 30 ár boðið upp á fjölbreytt nám við flestra hæfi, lagað að þörfum íslensks atvinnulífs. Tækniskóli Islands hefur ætlð kappkostað að þeir nemend- ur sem hann brautskráir standi betur að vígi á Islenskum vinnumarkaði en þeir sem lokið hafa hliðstæðu námi er- lendis. Tækniskóli Islands býður upp á: - Fjölbreytt og áhugavert nám í háum gæðaflokki. - Góða námsaðstöðu með aðgangi að nútíma tækjum og tölvubúnaði. - Hæfa og áhugasama kennara. Allt nám í Tækniskóla íslands er lánshæft. Móttaka umsókna um skólavist 1994-95 er hafin. Áætlað er að taka inn nemendur í eftirfarandi nám: Með umsóknarfesti til 31. maí. Frumgreinadeild: 4 anna nám til raungreinadeildarprófs. Forgangs njóta umsækjendur sem hafa lokið sveinsprófi, burtfarar- prófi úr iðnskóla, vélstjóraprófi, stýrimannaprófi eða búfræðiprófi; einnig eru teknir inn umsækjendur sem lokið hafa námi í Garðyrkjuskóla ríkisins eða sjúkra- liðanámi, umsækjendur sem eru 20 ára eða eldri og hafa a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Námsbrautir til iðnfræðiprófs: 1 Véladeild, Rafmagnsdeild (veikstraums og sterk- straums) og Byggingadeild. Inntökuskilyröi er sveinspróf í viðeigandi iðngrein. Námið tekur 5 annir. Námsbrautir til tæknifræðiprófs, BS-gráðu. Inntökuskilyröi er raungreinadeildarpróf eða stúdents- próf af eðlisfræði- eða tæknibraut. Lágmarkskröfur um verklega kunnáttu eru tveggja ára viðurkennd starfsreynsla á viðeigandi sviði en umsækjendur, sem lokið hafa iðnnámi, ganga fyrir öðrum umsækjendum. Byggingadeild: 7 annir til BS-prófs. I boði eru þrjú sérsvið: burðarvirkjahönnun, lagnahönnun og fram- kvæmdir. Rafmagnsdeild: 2 annir til að Ijúka 1. árs prófi. Nem- endur Ijúka námi í Odense eða Aalborg. Véladeild: Tveir möguleikar eru í boði. 2 annir til að Ijúka 1. ársprófi og námi síðan lokið í Odense, Aalborg eða Helsingor, eða 7 annir til BS- gráðu í véltæknifræði á orkunýtingarsviði. Þetta er ný námsbraut og gert ráð fyrir fyrstu nemendum haustið 1994. Auk þeirra sem uppfylla inntökuskilyrði hér að framan getur véladeild tekið inn nokkra stúdenta af eðlisfræði- braut án verkkunnáttu, að því tilskildu að þeir fari í skipulagða eins árs verkþjálfun áður en nám er hafið á öðru ári. Rekstrardeild: (Námið hefst um áramót). Iðnrekstrarfræöi: Námið tekur 4 annir. Inntökuskilyröi er raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf og tveggja ára starfsreynsla í framleiðsluiðnaði eða viðeigandi starfsmenntun. Innan iðnrekstrarfræðinnar eru í boði þrjú sérsvið: framleiðslusvið, útvegssvið og markaðs- svið. Vegna mikillar aðsóknar er umsækjendum ráð- lagt að sækja um fyrir 31. maí til að komast hjá að lenda á biðlista. Með umsóknarfresti til 10. júní. Heilbrigðisdeild: Námsbraut í meinatækni; 7 annir til BS-prófs. Námsbraut I röntgentækni; 7 annir til BS-prófs. Inntökuskilyrði er stúdentspróf. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans (umsækjendur sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins geta fengið þau send í pósti). Deildarstjórar einstakra deilda veita fúslega allar nánari upplýsingar í síma 91-814933. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl, 8.30-16.00. öllum umsóknum sem póstlagðar eru fyrir lok umsóknarfrests verður svarað ekki seinna en 15. júní. Rektor Alfreö Þorsteinsson, frambjóöandi á Reykjavíkurlistanum, um stefnu Sjálfstœöisflokksins í íþróttamálum: Almennar setning- ar sem allir geta skrifab undir Alfreð Þorsteinsson, fimmti frambjóðandi Reykjavíkurlist- ans, maðurinn í grímuauglýs- ingu Sjálfstæðisflokksins, seg- ir núverandi borgarstjómar- meirihluta hafa staðið slælega aö uppbyggingu íþróttamann- virkja í Laugardal. Hann segir jafnframt að á stefnuskrá sjálfstæöismanna fyrir kosn- ingamar núna sé ekki að finna þær lausnir sem borgar- búar vonist til að sjá. „Það verður tæplega sagt að mikil reisn sé yfir stefnu Sjálf- stæðisflokksins í íþróttamálum fyrir þessar borgarstjómarkosn- ingar," segir Alfreð Þorsteins- son, en hann er m.a. formaöur Fram. „Þar er aðeins aö finna riokkrar almennar setningar sem allir geta skrifað undir." — Hvað áttu við? „Þeir ætla sýnilega ekki að taka á ýmsum brýnum úrlausnarefn- um varðandi Laugardalinn. Það er ekki minnst á, að endurbæta þurfi áhorfendaaðstöðuna á Laugardalsvelli og það er heldur ekki talað um 50 metra yfir- byggða keppnissundlaug, sem bráðvantar. Sjálfstæðismenn virðast heldur ekki hafa skoðun á því, hvort hefja eigi undirbúning að gerð yfirbyggðs knattspumuvallar, en slík framkvæmd myndi jafn- framt nýtast til sýninga- og hljómleikahalds. Skautasvellið í Laugardal var gott framfaramál, loksins þegar sjálfstæðismenn fengust til að samþykkja þá framkvæmd eftir að fulltrúar minnihlutaflokk- anna höfðu ámm saman barist fyrir henni. Þarna má hins vegar ekki láta staðar numið. Það veröur að byggja yfir skauta- svelliö og bæta aðstöðu skauta- fólks almennt. Um það er eng- inn ágreiningur." — En nú segja sjálfstœðismenn sjálfir að þeir hafi staðið vel að uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni? Það er talandi dæmi um slapp- leika Sjálfstæðisflokksins, að núna, áriö 1994, nærri 40 ámm Tíminn spyr... ALFREÐ ÞORSTEINSSON eftir vígslu Laugardalsvallar, er ekki búið að malbika bílastæðin við völlinn nema aö mjög tak- mörkuðum hluta," segir Alfeð. yÞama er þó þjóöarleikvangur Islendinga og sá samkomustað- ur, sem flestir koma á. í nærri 40 ár hafa Reykvíkingar og gestir þeirra mátt vaða leðju og aur til að komast á völlinn." í stefnuskrá sinni leggur Reykj- avíkurlistinn hins vegar áherslu á nauðsynlega uppbyggingu í Laugardal, m.a. gerð 50 metra sundlaugar og að hefja undir- búning að gerð yfirbyggös knattspyrnuvallar. — Hestamenn hafa lengi talið sig afskipta miðað við aðrar íþrótta- greinar. Hvað leggið þið til? „Reykjavikurlistinn leggur áherslu á að Reiðhöllin verði betur nýtt en nú er. Hestaíþrótt- um hefur alls ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Þaö má m.a. athuga hvort skynsamlegt væri að borgin keypti reiðhöll- ina eða kæmi upp svipaðri að- stöðu fyrir hestaíþróttafólk. Þá er staða kvenna í íþróttum einnig veröugt umhugsunar- efni. Reykjavíkurlistinn vill smðla með markvissum hætti aö framgangi reykvískra kvenna í keppnisíþrótmm. í því sam- bandi mætti hugsa sér að ÍTR gerði sérstaka úttekt á stöðu kvenna innan íþróttafélaganna og í framhaldi af því veröi unn- ið að því að bæta aðstöðu kvenna, jafnt í yngri sem eldri flokkum." ■ lögjaldsfría áriö ekki sjálfkrafa hjá Sjóvá-Almennum heldur veröur aö rukka um þaö. Neytendasamtökin: Iðgjaldsfría árib fæst ekki nema mkkab sé um þab Þeir sem eiga rétt á iðgjalda- lausu ári fyrir bílinn sinn hjá Sjóvá- Almennum, njóta þess samt ekki nema að sækja um þaö sérstaklega, samkvæmt upplýsingum í nýjasta hefti Neytendablaösins. Sjóvá-Almennar höfðu þann háttinn á í bílatryggingum, þar til í fyrra, aö þeir sem höfðu greitt félaginu iðgjald af bíla- tryggingu í 10 ár þurftu ekki aö greiða iðgjald fyrir 11. árið. Þessi hlunnindi vom felld niður á síðasta ári, með samþykki Tryggingaeftirlitsins, en há- marksbónus þess í stað hækkað- ur úr 65% í 70%. Jafnframt var ákveðið aö þeir sem tryggt höfðu í átta ár eöa lengur þegar breytingin var gerð, skyldu samt sem áöur eiga rétt á að fá 11. ár- ið án iðgjalda. Að sögn Neytendablaðsins hafði bíleigandi nokkur sam- band við Neytendasamtökin fyrir nokkm og kvaöst ekki hafa fengið 11. árið án iðgjalda þrátt fyrir að hann uppfyllti skilyrði til þess. í ljós kom, þegar sam- tökin könnuöu málið hjá trygg- ingafélaginu, ab iðgjaldslausa árib fæst ekki sjálfkrafa, heldur verba tryggingatakar að fara fram á það. Neytendablabið vekur athygli á því ab þetta verði að gerast fyrir 1. mars 1995.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.