Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 20
Vebriö í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gaer) • Suburland og Subvesturmib: Subvestan qola en síðar hæqvibri. Víbast léttskýjab. • Faxaflói til Vestfjarba og Faxaflóamib til Vestfjarbamiba: Sub- vestan gola eba kaldi, en síbar hægari subvestanátt. Skýjab meb köflum og sums stabar síbdegisskúrir. • Strandir og Norburland vestra og Norbvesturmib: Hæg sub- vestlæg átt. Skýjab meb köflum. • Norburiand eystra, Austurland ab Clettingi, Norbausturmib og Austurmib: Hæg breytileg eba austlæg átt. Víbast skýjab en þurrt. • Austfirbir og Austfjarbamib: Hæg breytileg átt. Víbast skýjab. • Subausturland oq Subausturmib: Hæg breytileg eba subvest- læg átt. Skýjab meb köflum eba léttskýjab. Bátar bundnir vib kaja vegna kvótaþurrbar og vibbúib ab einhverjir togarar fari ab stöbvast. Fiskistofa: Á þribja tug báta stopp vegna leyfissviptingar Kvótaþurrö í þorski veldur útgeröum báta og togara sí- vaxandi erfibleikum og um miöjan dag í gær var búiö aö svipta 23 báta veiöileyfi vegna þess aö þeir höföu veitt meira en sem nam kvót- um þeirra. Sá fjöldi kann þó eitthvaö hafa breyst ef viö- komandi útgeröir hafa náö aö veröa sér úti um viöbótar- kvóta. Þá er viöbúiö aö ein- hverjir ísfisktogarar stöövist áöur en langt um líöur vegna kvótaleysis. Á sama tíma magnast orörómur um aö miklu magni af fiski sé hent í sjóinn og reynt sé aö selja framhjá vikt. Ingimar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Frosta hf. í Súöa- vík og varaformaður LÍÚ, segir að þorskkvóti Vestfiröinga sé búinn en útgerðir eigi eitthvað eftir af kvóta í grálúðu og karfa. Vegna ástandsins býst hann við að menn muni fara fyrr en ella með togara sína í slipp til viöhalds og endurbóta í sumar. Hann segir menn reyna eftir megni að lengja úthald báta sinna og skipa með sókn í aðr- ar tegundir og t.d. séu stærri bátar, sem búnir eru með botn- fiskkvóta sína flestir komnir á úthafsrækju, en eins og kunn- ugt er þá var bætt um sjö þús- undum tonna við úthafsrækju- kvótann. Þá séu margir bátar fyrir sunnan og austan komnir á humar. Á sama tíma og kvótar eru ýmist búnir eöa langt komnir á yfirstandandi fiskveiðiári, magnast sífellt orðrómur um að svo og svo miklu magni af fiski sé hent í sjóinn. Meðal annars hafa grásleppukarlar orðið að henda þorski sem hef- ur komið í netin vegna þess að þeir eiga engan þorskkvóta. Hinsvegar fer engum sögum af meintum loforðum stjórn- valda um meðafla sem gefin voru í þingflokki sjálfstæðis- manna þegar samkomulag tókst um sjávarútvegsfrum- vörp ríkisstjórnar. „Það er engin spurning að fiski er hent og svo hefur alltaf verið. Sumir vilja halda því fram að það sé meira hent en oft áður. Þegar þorskurinn er orðinn svona dýr og erfiðara að fá aflaheimildir, þá er freist- ingin meiri," segir Guðmund- ur Karlsson, forstöðumaður veiðieftirlits Fiskistofu. Hann vill þinsvegar hvorki staðfesta né neita framkomn- um fullyrðingum þess efnis að mikið sé um það að fiskur sé seldur framhjá vigt og komi því ekki fram á kvótaskýrslum. En eins og fram hefur komið þá fullyrti Jón Ásbjörnsson fiskverkandi í vikunni að „ægi- leg ásókn" væri í það að reyna selja verkendum fisk framhjá kvóta. ■ Athugun lögreglu á vib- skilnabi ökutcekja: Fimmti hver læsir ekki Lögreglan á Suðvesturlandi geröi sameiginlega könnun 18. maí hvernig ökumenn skildu viö ökutæki sín. Lögreglu- menn könnuöu um 3.200 öku- tæki á tilteknum svæöum. í Ijós kom aö rúmlega tuttugu af tiundraöi ökutækjanna reynd- ust ólæst aö meöaltali. Hlut- fallslega voru flest læst öku- tæki í Reykjavík, um 85%, en fæst í fámennustu bæjunum, um 65%. Niðurstaöa könnunarinnar var sú að allt of margir skildu viö ökutæki sín ólæst, sérstaklega að næturlagi. í ólæstum ökutækjum skildu lögreglumenn eftir miöa þar sem eigendum var bent á það ákvæði umferöarlaga sem mælir fyrir um að ökumaður skuli búa svo um ökutækið að aðrir geti ekki fært það úr stað. Þá var þeim sömu, þar sem það átti við, bent á aö skilja aldrei lausleg verð- mæti, svosem veski, tösku eða annað eftir í ökutækinu, jafnvel þótt því væri læst. ■ Póstur og sími meb 1.550 milljóna rekstarhagnab í fyrra: Ríkið fengið 1,7 milljarða í arð á tveimur árum Póstur og sími er eiganda sínum, ríkissjóöi, hrein gróöalind. Af 9.340 milljóna rekstrartekjum fyrirtækisins í fyrra varö um 1.550 millj- óna króna bókfæröur rekstr- arhagnaöur, eöa nærri 17% af tekjum. Þar af greiddi Póstur og sími 820 milljóna króna arö í ríkissjóö og liefur ríkissjóöur þá fengiö 1.760 milljónir í arö frá þessu fyrir- tæki sínu á sl. tveim árum — þeim tveimur árum sem mikill fjöldi fyrirtækja hefur veriö rekinn meö bullandi tapi. Raunar varö hagnaöur- inn í fyrra enn meiri en gert var ráö fyrir í fjárlögum. Tekjur fyrirtækisins hækkuðu í fyrra um rúmar 460 milljón- ir, eöa 5,2%, þrátt fyrir að gjaldskrárbreytingar ársins væru allar til lækkunar. Mest munaði þar um verðlækkun á símtölum til útlanda, um 6% að meðaltali. Símtöl til út- landa kosta nú orðið svipað og þau gerðu árið 1988, og hafa því lækkað frá 34% og allt upp í 60% (Bandaríkin) að raun- virði. Nýr sendi- herra Gunnar Gunnarsson hefur tek- ib við embætti sendiherra ís- lands í Rússlandi. Hann afhenti í gær Bóris Nikolajevits Jeltsín, forseta Rússlands, trúnaðarbréf sitt. ■ Rekstrargjöld Pósts og síma, 7.820 milljónir, hækkubu að- eins um 2,5% á síðasta ári. Sú hækkun felst aðallega í lífeyr- isuppbót til Lífeyrissjóðs opin- berra starfsmanna, 95 milljón- um króna, sem var nú í fyrsta skipti færb í rekstrarreikning, en áður var hún hluti af arb- greiðslu í ríkissjóð. Launa- gjöld, 3.410 milljónir króna, voru stærsti útgjaldaliðurinn. Fjöldi ársverka var um 2.210 þannig að launagjöld voru að meðaltali um 1.540 þúsund krónur á ársverk. Önnur rekstrargjöld voru um 3.330 milljónir. Póstur og sími fjárfesti fyrir um 1,7 miiljarða króna 1993, eða heldur hærri upphæð en árið áður. Fjárfesting í jarðsím- um var 190 milljónir. í sjálf- virkum símstöðvum, sérbún- aði, gagnaflutnings- og við- vörunarkerfum rúmar 300 milljónir. í örbylgju- og fjöl- símabúnaði um 290 milljónir. í Cantat 3 var fjárfest fyrir nær 610 milljónir. í radíósendi- stöðvum 80 milljónir. Og aðr- ar fjárfestingar voru 230 millj- ónir króna. Skammtímaskuldir eru um tæplega 990 milljónir en heildarskuldir um 2.170 millj- ónir. Eigib fé Pósts og síma var samtals um 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót. Símanúmerum í notkun fjölgaði úr 140.000 í ársbyrjun í 143.600 í árslok. Farsímanot- endur voru orbnir 17.400 í árs- lok. ■ Greiöahjól - um- hverfisvæn þjónusta á sendibílastöö! Eflaust hafa einhverjir tekið eftir hjólum meö kerru aka um borgina, merktum Sendi- bílastööinni 3 x 67. Trúlega er þetta þá annaöhvort Gulli á greiöahjólinu, nánar tiltekib Gunnlaugur Ingimarsson, eba Stefán Konrábsson. Þeir eru einu íslendingarnir sem vinna hjá sendibilastöö og nota sendiferöahjól til atvinnu- rekstrarins. Að sögn Gulla er hann búinn aö vera á þessari stöb lengi, eba síðan 1992 og hafbi þar áður veriö í Borgartúninu og á Nýju sendibílastööinni. Verðskráin er ákveðin í hvert sinn eftir því sem sanngjart get- ur talist segir Gulli og tekur fram að hann sé sá ódýrasti í bænum. Sem stendur er Gulli sá eini sem er með sendiferðakerru aft- an í hjólinu en Stefán er að láta smíða eina fyrir sig en notar á meðan bögglabera að framan og aftan. Kúnnarnir eru af öllu tagi og sendiferðirnar magvíslegar og Gulli nefnir ferðir á pósthúsib sem dæmi um algenga tegund sendiferðar. Bæði Stefán og Gulli hafa líka fasta kúnna sem þeir sendast fyrir reglulega. ■ Gulli á „greibahjólinu", segist vera sá ódýrasti í bænum. Hér má sjá þá félaga, Gulla til vinstri og Stef- án til hœgri. Tímamynd C S BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 631*631

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.