Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 4
4 Wíminn Laugardagur 21. maí 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð f lausasölu 125 kr. m/vsk. Seint í rassinn gripib Aðilar vinnumarkaðar og ríkisstjórnin hafa komist að samkomulagi um eingreiðslur til launþega og loforð eru gefin um aðgerðir til að örva fjárfestingar og efla þar með atvinnu- lífið. Allt lítur þetta vel út á pappírnum og í sjónvörpunum, en eftir er að sjá hverjar efnd- irnar eru. Sex þúsund króna eingreiðsla til launþega um næstu mánaðamót er ekkert til að van- meta og kann að muna láglaunafólkið ein- hverju, en er ekkert annað en dúsa sem litlu máli skiptir þegar frá líður. En aðgerðir til að örva fjárfestingar eru það sem máli skiptir, ef hugur og geta fylgir máli. Forsætisráðherra segir að nóg sé af peningum í bankakerfinu og vaxtalækkanir og skatta- ívilnanir, sem fyrirhugaðar eru, ættu að geta fjörgað eitthvað upp á atvinnulífið. Hér er fátt nýtt á ferðinni, nema að forsætis- ráðherra er loks farinn að gera tillögur fram- sóknarmanna að sínum. Þær eru að lækka vexti, lé.tta álögum af fyrirtækjum og beina fjármagni í arðbærar fjárfestingar og vinna með því bug á atvinnuleysi og afturför. Þá er Davíð Oddsson loks farinn að átta sig á að á samdráttartímum ber að efla fram- kvæmdir á vegum ríkisins og opinberra fyrir- tækja og fjárfesta í arðbærum verkefnum. Á þessu eru framsóknarmenn búnir að klifa alla stjórnartíð hans, sem einkennst hefur af sam- drætti og uppgjöf frá fyrsta degi. Eða því sem verra er: rangsnúinni frjálshyggju og ofdýrk- un markaðskerfisins. Sala ríkiseigna hefur verið meira áhugamál en að halda atvinnulífinu gangandi og arð- semi verðpappíra hefur gengið fyrir þörf at- vinnulífsins fyrir hófsama vexti og eðlilega f j árm agnsfyrirgreiðslu. Sagt er að batnandi manni sé best að lifa. En eitt er að lofa og annað að efna. Hávaxtastefn- an og ofdýrkun markaðsaflanna hefur leikið fyrirtæki og jafnvel heilu byggðarlögin svo grátt að bágt er að sjá hvernig þau eiga sér við- reisnar von. Sértækar aðgerðir hafa verið bannorð þessar- ar ríkisstjórnar og atvinnulífið látið reka á reiðanum, hverjar svo sem aðstæður voru og eru. Þegar loks á að fara að aðstoða byggðar- lög, sem segja má að séu komin í þrot, er of lít- ið að gert og of seint. Nóg eru dæmi þar um. Sú örvun fjárfestinga, sem nú er allt í einu boðuð, kemur að litlu gagni fyrir atvinnuvegi og fyrirtæki sem komin eru að fótum fram vegna vaxtaokurs og annarrar óstjórnar und- angenginna ára. Það þarf meira til en ein- hverjar skattaívilnanir og loðnar yfirlýsingar um „fjárfestingahug" og „uppbyggingarkraft" til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur dregið mátt úr atvinnulífinu og skilið heilu greinarn- ar eftir í rúst. Dettur nokkrum manni í hug að henni takist að efla framkvæmdagleði og bjartsýni á ný? Jafnvel ekki þótt hún skreyti sig með nokkr- um framsóknarfjöðrum, þegar allt er komið í óefni. Frægir menn og ófrægir Oddur Ólafsson skrifar: Á Ráöhústorgi 1919 eöa '20. ísleifur Sigurjónsson, jón Pálsson og Halldór Kiljan Laxness. Misjöfn eru örlög mannanna og duttlungafull sú frægöarsól sem á þá skín. Ljósmyndin, sem hér fylgir, spratt upp úr ööm dóti þegar veriö var aö róta í mynda- safni fyrir örfáum dögum aö leita aö einhverju allt ööm. Hún heföi varla vakiö athygli rótarans nema fyrir þaö aö á henni miöri er umtalaöasti listamaöur íslands þessar vikumar, Jón Pálsson frá Hlíð, skáld og tónlistarmaöur. 66 ámm eftir dauöa Jóns frá Hlíð hefjast upp deilur meöal bókmenntamanna og tónlistar- fólks um Jón frá Hlíö og er ágreiningsefniö túlkun á ágæm kvæöi Steins Steinarrs um músík- antinn. Umræöuefniö mun end- ast enn um hríö, en sá er hér hri- par hefur hvorki buröi né hug á aö bæta í þann oröabelg. Örbirgðin ströng Aö hinu leytinu er kannski ástæöa til aö rifja upp hver Jón frá Hlíð var, en umrætt menn- ingarfólk ræöir hann aldrei sem annað en yrkisefni Steins. Jón Pálsson fæddist í Hlíð undir Eyjafjöllum 1892. Til Reykjavík- ur flutti hann 1916. Stundum starfaöi hann sem mótoristi á litlum bámm og missti framan af fingri. Snemma byrjaöi Jón aö fást viö skáldskap og tónlist og var m.a. organisti í Eyvindarstaöakirkju áöur en hann flutti á mölina. Hann kenndi organslátt, sem lít- ið var upp úr aö hafa og var fá- tæktin Jóni jafnan fylgispök. Samt lánaðist honum aö smnda nám í Askov einn vetur. Nær ömggt má telja aö myndin af íslendingunum ungu á Ráð- hústorginu sé tekin þegar Jón fór í lýðháskólann. Þrátt fyrir veraldarbasliö tókst Jóni frá Hlíö aö komast í tónlist- arnám til Vínarborgar og þar læröi hann á óbó veturinn 1926- 27. Þótti sumum kyndugt aö maöur sem ekki hafði alla fingur heila skyldi velja sér þaö hljóö- færi. Vínardvölin var hátindur í lífi þessa listelska manns, sem varö aö sleppa úr einstaka nótu vegna fingurleysis, þegar hann lék á hljóðfæri. Hann orti, samdi lög og þýddi heimslitteratúr og ent- ist ekki aldur til að ljúka skáld- sögu sem hann vann aö þegar hérvistardögum lauk. Mikill var samt annmarki á Vín- arvetrinum góða hans Jóns frá Hlíð. Sem endranær var hann ör- snauöur af þeim auöi sem mölur og ryö fá grandað og hafði því ekki efni á aö sækja konserta í háborg tónlistarinnar, þegar hann loks komst þangað. Haföi varla nema reykinn af réttunum. Bergur heitinn Pálsson, stjórn- arráösfulltrúi, sagöi undinimö- um frá hve Jóni féll þungt aö mæla göturnar fyrir utan tónlist- arhallimar þegar virtúósar heimsins fóm þar á kostum sín- um. Viö má bæta að Bergur var góö- kunningi Jóns og lengi vinur Steins, sem orti kvæöið. Oft minntist hann á Jón frá Hlíö, ávallt hlýlega og lét aldrei niðr- andi orö falla um hinn gæfu- snauöa listamann, og síst hafði Bergur ævi hans eöa tilhlaup til iökana fagurra lista aö gaman- málum. Jón Pálsson frá Hlíð dmkknaöi í skammdeginu viö Örfirisey. Diskaþvottur Um öldina miðja var piltungi um skeiö viövaningur á gufu- skipi. í fyrstu ferðinni, sem farin var til Kaupmannahafnar, var skipshöfnin farin aö tala um væntanlega dýröardaga löngu áöur en Danaveldi var í augsýn. Þá festist í minningunni tal um aö brátt mundi ísleifur koma um borö og éta ógurlega og væri enda matmaöur meö afbrigöum. Viövaningur sá fyrir sér tröllsleg- an mann meö tignarlega bumbu og græðgislega framkomu. Ekki löngu eftir aö lagst var aö I tímans rás gömlu íslandsbryggjunni var ís- leifur Sigurjónsson mætmr í eld- húsiö. Rétt var þaö aö vel tók hann til matar síns — og svo fór hann í uppvaskið. ísleifur var hár maöur og tág- grannur, hafði til aö bera sveita- mannslegan virðuleik, allar hreyfingar hægar og ró hvíldi yf- ir öllu fasi hans. Frá honum geisl- aöi óútskýranleg góðvild og laöaðist viövaningurinn í sinni fyrstu utanlandsreisu þegar aö þessum minnisstæöa manni. Skemmst er frá að segja aö ísleif- ur dvaldi daglangt um borö þeg- ar skip var í Kaupmannahöfn og borðaöi vel, enda lék gmnur á aö stundum væri langt á milli skipa- koma og þá voru veisluföng rýr. En hann vann fyrir mat sínum, því hann tók að sér allt uppvask- iö, sem var vel þegiö, því það veitti þeim sem þaö áttu aö ann- ast kærkominn tíma til aö lengja dvalir uppi í borg. Viöræður viö ísleif vom ekki fjömgar, en vand- aöar og yfirvegaöar. Em umræöu- efnin viö þann góöa dreng enn í minni. ísleifur Sigurjónsson fór til Hafnar upp úr fyrra stríði og kvaddi þar þennan heim á átt- unda áratugnum. Aldrei frétti viövaningurinn, sem er fyrir svo löngu hættur til sjós, aö ísleifur hafi gert handtak fyrir utan upp- vaskið. Síbbúin upphefð Aldarfjóröungi eftir uppbyggi- legar viöræöur yfir uppvaskinu í gamla Brúarfossi fréttist næst af Isleifi í minningabók Halldórs Laxness. Þar segir hvernig kom- ungt skáldið kynntist þeim félö^g- um samtímis, Jóni frá Hlíð og Is- leifi Sigurjónssyni. Ekki er margt af þeim aö segja, enn síöur ísleifi. Þó minnir skáldið aö ísleifur hafi farið ungur til Kaupmannahafn- ar til að stúdera — diskaþvott. Ungu mennirnir þrír, sem létu mynda sig saman á Ráöhústorg- inu áriö 1919 eöa '20, áttu ólíka ævi og mislanga. Æviferil og af- rek Halldórs Laxness þekkja allir. Fæsmm kemur viö hvemig lífs- hlaup ljúfmennisins ísleifs Sigur- jónssonar var, en aldrei mun hann hafa troöið nokkurri sálu um tær. Jón Pálsson frá Hlíö geymist í kvæði Steins Steinarrs. Og hans músíkalska hjarta hemr fengið þann bautastein, sem aldrei verð- ur frá minningu hans tekinn. Þaö er hrífandi tónverk Jómnnar Viöar, sem hún samdi við kvæöi Steins „Vort líf, vort líf". Vera má aö Jóni frá Hlíð hafi mistekist flest eöa allt sem hann tók sér fyrir hendur í lífinu. En hann skiíur eftir sig góöar minn- ingar og þótt honum hafi ekki ávallt heppnast ab hitta á rétta nóm, hlaut hann að lokum skáldalaun sem viö njótum öll með honum, kvæöi Steins og tónverk Jómnnar Viöar, sem ekki hentar öömm en virtúósum ab túlka, eins og vera ber. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.