Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.05.1994, Blaðsíða 8
8 yWBÍHB Laugardagur 21. maí 1994 Þegar Carol Jean Burris mætti ekki til vinnu 23. apríl 1990 brá samstarfs- mönnum hennar í brún. Það var mjög ólíkt Carol að mæta ekki í vinnuna án þess að gefa viðhlítandi skýringu á fjar- vistinni. Carol var 42ja ára gömul, frá- skilin og aðlaðandi móðir 20 ára gamallar stúlku. Carol átti kær- asta, en kaus að búa á eigin heimili í Lafayette-breiðstræti, New Jersey. Hún fór alla virka morgna á vinnustaðinn kl. 8.30 og kom aftur um fimmleytið. Hún starfaði við bókhald og líf hennar var eins og vinnan, í föstum skorðum. Eftir að vinnuveitendur höfðu reynt að ná í hana í síma, fóm tveir samstarfsfélagar hennar heim til hennar ab loknum vinnudegi til að athuga hvort eitthvað væri ab. Húsið var læst og enginn svaraði bjöllunni. Þá sáu vinnufélagarnir bílinn hennar koma inn heimreiðina, en þegar ökumaður sá gestina, sneri bíllinn frá og honum var ekið á brott. Vinnufélögum Car- ol sýndist í fyrstu að Carol væri ökumaöurinn, augu hennar virtust þau sömu, en samt var eitthvað frábragðið. Vinnufélagarnir tveir settust upp í eigin bíl og eltu Carol. Þeir blikkuðu ljósum og þeyttu homið. Þeir gáfu þá skýringu síöar að viðbrögð þeirra hefðu frekar veriö ósjálfráð en meðvit- uö. Bíllinn hvarf hinsvegar úr augsýn áður en þeir gátu séö með vissu hver keyröi hann. Illur fyrirboði Lögreglan var kölluð til. Þab kom í ljós aö gluggi á bakhlið hússins hafði verið brotinn og gatið var nægilega stórt til aö einhver gat smeygt sér inn um þab. Lögreglan réðst til inn- göngu. Inni í húsinu var grafar- þögn. Lögreglufulltrúinn sem fór inn í húsið, Kelly, heyrði þá hljób berast frá snyrtingunni. Hann hratt hurðinni upp og sá kjölturakka Carol sitja í hnipri bak við klósettiö, stjarfan af hræðslu. Þab gat ekki verið ann- að en illur fyrirboði. Síðasta vistarveran, sem Kelly skoðaði, var svefnherbergið. Þar lá líkið af Carol á miðju gólfinu. Hún var þakin nokkram rasla- pokum og undir henni var plastmotta, eins og morðinginn hefði ætlað ab koma og hreinsa upp verksummerki síðar. Dóttirln Kelly kallaöi til sína menn og ítarleg rannsókn hófst. Bíll fóm- arlambsins var Chevrolet Capr- ice, árgerð 1985, og eftir honum var strax lýst. Þeir, sem helst vora grariaðir, vora fyrrverandi maður Carol, kærasti og jafnvel dóttir. Reynslan sýnir aö í flest- um morömálum í heimahúsum tengist morðinginn fómar- lambinu sterkum böndum. Dóttir Carol hét Tina og átti kærasta að nafni Tom Drake. Fyrsta verk Kellys, sem var sett- ur yfir rannsóknina, var að heimsækja Tinu. Fyrir utan heimili Tinu stóö Caprice-bíll- inn og fyrsta spurning Kellys, þegar Tina kom til dyra, var hvort hún væri eigandi bílsins. Hún neitaði því og sagði að vin- kona hennar, Grace, ætti bíl- inn. Kelly bað stöbina að slá bílnúmerinu upp, en hélt síöan áfram að ræða við Tinu. Það gekk treglega að fá hana til sam- ræðna, en nokkram mínútum seinna var staðfest aö umrædd bifreið væri eign Carol. Þá bab Kelly Tinu ab koma niöur á stöð og kærasti hennar, Tom, var einnig tekinn til yfirheyrslu. Tina notabi peningana m.a. til ab dvelja á þessu móteli. Fóm á altari ástarinnar Inni í húsinu var grafarþögn. Lögreglufulltrú- inn, sem fór inn í húsiö, Kelly, heyrbi þá hljóö berast frá snyrtingunni. Hann hratt huröinni upp og sá kjölturakka Carol sitja í hnipri bak viö klósettiö, stjarfan af hrœöslu. Þaö gat ekki veriö annaö en illur fyrirboöi. SAKAMÁL Óvænt fjárráð Að sögn Toms hafbi hann átt í ástarsambandi við Tinu í þrjú ár. Aðeins viku áður hafbi hann svo ákveðiö að slíta samband- inu, en Tina brást illa vib og lét sem lífi hennar væri lokið. Tveimur dögum seinna hringdi hún í hann og sagði að hún væri ófrísk. Hún sagðist hafa komist yfir peninga og stakk upp á því að þau yfirgæfu borg- ina í leit að nýju lífi og stofna fjölskyldu einhvers staðar. Tom samþykkti það eftir nokkra um- hugsun og samdægurs bauð Tina honum til dýrindis kvöld- verðar, keypti föt og fallegt úr handa honum og pantaöi dýr- indis vín. Tom veitti því eftir- tekt að hún borgaöi fyrir öll her- legheitin með greiðslukorti móður sinnar. Aöspurð gaf Tina þá skýringu að Carol væri svo glöð yfir því ab veröa amma, ab hún hefði ákveðið að lána henni kortið til að sýna gleði sína. Kvöldinu lauk með því ab Tina leigði mótelherbergi handa þeim og þar áttu þau eftirminni- lega nótt. Aður en Kelly yfirheyrði Tinu var haft samband við vinkonu Tinu, Grace, og hún beðin um að lýsa vinkonu sinni. Grace neitaði því stabfastlega að eiga bílinn, eins og vitab var fyrir, og sagðist ekki vita hvað Tinu gengi til. Hún sagði að Tina væri feimin og óöragg stúlka, en hana vantaði staðfestu í líf- inu. T.a.m. hefbi henni haldist illa á störfum í gegnum tíðina vegna þess hve værakær hún var. Ættingjar Tinu vora á sömu skobun. Þeir sögbu aö það væri ekki vottur af ofbeldishneigð í „Tinu litlu", eins og þeir köll- uðu hana, og útilokubu sam- stundis að hún væri viðriðin dauða móður sinnar. Carol jean Burris. Ný sönnunargögn Carol Burris hafði verið skotin með skammbyssu, hlaupvídd 38. Hún hafði verib myrt í for- stofunni, þaö sannaöi byssukúla og smáblóðblettur sem fannst þar, en síðan hafði líkið verið dregið inn í svefnherbergið. Tom Drake. Carol hafði verið látin í fjóra sólarhringa þegar að henni var komiö. Tæknideild lögreglunn- ar fann m.a. tvær greiðslukvitt- anir þar sem vörar höfðu verið teknar út á greiðslukortiö, tveimur dögum eftir að Carol hafði látist. Því þótti sýnt að Tina hefði notað kortið, eftir dauða móður sinnar, komiö síð- an heim með kvittanimar og þá hefði hún fundiö líkið ef allt hefði verið meö felldu. Hún hafði ekki látið lögregluna vita og staða hennar var því orðin veralega slæm. Tina neitaði nú með öllu ab ræða við lögregluna, en gögnin í málinu reyndust nægileg til að ákæra hana og hneppa í varð- hald. Á meðan leitubu Kelly og menn hans frekari sönnunar- gagna. Moröið Tveir dagar liðu, en þá breyttist skyndilega viðhorf Tinu og hún óskaði eftir viðtali vib Kelly. Hún hugðist gera játn- ingu. Það hafði komib til ósam- komulags á milli hennar og Carol, vegna þess að Carol lík- aði ekki við Tom og svo virtist sem hún hefði æma ástæðu til. Tom var glaumgosi sem var á eftir hverju pilsi og meb réttu var hægt að kalla hann kynlífs- fíkil. Hann hafði margoft hald- ib framhjá Tinu og að sögn hennar sjálfrar hafði hann m.a.s. farið á fjöramar við móbur hennar. Það var þá sem Carol beitti sér fyrir því að Tina losaði sig vib hann í eitt skipti fyrir öll, án þess þó að reyna að þvinga hana til eins né neins. Þegar Tom sleit sambandinu vib Tinu, fannst henni sem það væri allt sök Carol og hún ákvað að hefna sín á henni. Hun beið hennar þegar Carol kom heim úr vinnunni á föstu- dagskvöldiö og skaut hana tveimur skotum í forstofunni. Til að komast inn í húsið hafði Tina brotist inn bakatil, þar sem hún var lyklalaus. Móðir hennar lést ekki við skotsárin og hélt meðvitund um tíma eft- ir að dóttir hennar var búin aö skjóta hana. í örvæntingu sló Tina höfði hennar við flísalagt forstofugólfið og þá missti hún loks meövitund. Skömmu áður en það varð hafbi Carol stunið upp við einkadóttur sína: „Af Kelly lögreglufulltrúi. hverju gerirðu mér þetta?" Tina hafði síðan dregið móður sína inn í svefnherbergi og lagt hana þar á plastdúk og síðar ætlaði hún svo ab losa sig við líkið (þess má geta að sam- kvæmt krafningarskýrslu lést Carol ekki fyrr en nokkram klukkustundum eftir skotárás- ina og dánarorsökin var köfn- un). Tina tók nú lausafé og krít- arkort, hringdi síðan í kærast- ann og bauð honum gull og græna skóga ef hann vildi vera meb sér áfram. Þá laug hún því að hún væri ófrísk og þetta hafði þau áhrif að Tom gekkst inn á að taka aftur upp þráð- inn. Það var svo á mánudeginum sem Tina hafði loks ætlað sér að losa sig við lík móður sinnar. Þá tók við þáttur vinnufélaga Carol, en henni tókst að hrista þá af sér. Réttarhöld og dómur Kelly var furðu lostinn yfir játningu stúlkunnar. Hann spurði hana hvað hefði getaö fengið hana til þess aö drýgja þvílíkt voðaverk. Tina hélt alla tíð stillingunni og svarabi ein- ungis: „Hún hefði ekki átt ab skipta sér af mínum málum." Réttarhöldin vora stutt og hnitmiðuð. Enginn vafi lék á sekt Tinu, þar sem hún játaði sakargiftir, en það kom síðar upp úr dúrnum að ástæða þess að hún játaði á sig verknaðinn var sú að Tom hafði skilib end- anlega við hana eftir að hún var ákærð fyrir moröið. Því fannst henni sem hún hefði engu ab tapa. Verjandi Tinu reyndi að bera við stundarbrjálæöi og ást- blindu, en kviðdómur sýndi enga miskunn. Tina Burris mun sitja a.m.k. 40 ár í fangelsi áður en henni veitist möguleiki á náðun. Enda sýnist sem þannig sé réttlætinu fullnægt gagnvart aðila, sem fómar móður sinni á altari eigin- gjamrar ástar eins og í þessu til- viki. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.