Tíminn - 28.05.1994, Qupperneq 5

Tíminn - 28.05.1994, Qupperneq 5
5 Laugardagur 28. maí 1994 Lýðræði fólks eða fjármagns? Jón Kristjánsson skrifar s dag ganga íslendingar a& kjörboröinu og kjósa fulltrúa til sveitarstjóma næstu fjögur árin. .Þessar kosningar em afar mikilvægar, ekki síöur en alþing- iskosningar. Þeim mönnum, sem kosnir verða í dag, er ætlað aö stjóma næstu fjögur ár, því á sveitarstjómarstiginu leikur enginn vafi á næstu kosningum. Kjörtímabilið er fast og ákveöiö, öfugt við það sem er í alþingiskosningum þar sem hægt er aö rjúfa þing og efna til nýrra kosninga til þess að fá endumýjað umboð. Hlutverk sveitarstjórnar- manna Sveitarstjómarmenn stjóma nánasta umhverfi fólksins. Þeirra hlutverk er að byggja upp og búa að grunnskólanum og tónlistarskólum, dagheimilum og leik- skólum, útbúa aðstöðu til tómstunda og íþrótta, úthluta félagslegum íbúðum og yfirleitt að sjá um velferð fólksins. Það er hlutverk sveitarstjóma að fylgjast með atvinnumálum, þótt hlutverkið sam- kvæmt lögum sé á þá leið að grípa inn í, ef bjargarskortur verður. Breytingar í vændum Næstu fjögur ár má búast viö miklum breytingum á sveitarstjómarstiginu. Það má búast viö því að þeir sveitarstjómar- menn, sem kjömir verða nú, fái það hlutverk að stjóma fleiri málum sem ver- ið hafa hjá ríkisvaldinu hingað til. Sem dæmi má nefna að rætt hefur verið um að flytja launagreiðslur kennara til sveit- arfélaga, þannig að þau beri fulla ábyrgð á rekstri gnmnskóla. Einnig hefur verið rætt um að flytja til sveitarfélaga öldran- armál, málefni fatlaðra og heilsugæslu, svo nokkur mikilvæg verkefni séu nefnd semrikið hefur með höndum. Þessi verk- efni era á dagskrá í viðræöum um til- raunasveitarfélög, sem standa fyrir dyr- um. Áherslurnar í baráttunni Hávaðinn kringum kosningaslaginn í Reykjavík hefur skyggt á kosningabarátt- una víða um land. Víöast hvar er tekist á um áherslur, forgangsröð, menn og flokka. í smærri sveitarfélögunum era víða blönduð framboö, en yfirgnæfandi meirihluti framboðanna er eigi að síður undir merki flokkanna. Því era sveitar- stjómarkosningar pólitískar í hæsta máta. Kosningamar í Reykja- vik era algjörlega sér á parti. Þar. hafa fjórir flokkar tekið saman höndum um það verk- efni að skipta um meiri- hluta í borginni, einfald- lega vegna þess að sá meirihluti eins flokks, sem nú situr, er búinn aö vera of lengi við völd, miklu lengiu en hollt er fyrir lýðræðið í borginni. Lýbræblb Sjálfstæðisflokkurinn leggur ofuráherslu á það í kosningabaráttu sinni að.stjórn hans á Reykjavíkurborg sé forsenda stöð- ugleika í borginni. Áróðurinn gengur út á það að fyrir 12 áram hafi einhver ísöld af manna völdum verið í borginni. Það er einkennilegt aö lítið hefur heyrst um þetta meira, utan almennt snakk í auglýsingum um deilur innan þáverandi meirihluta. Ekki er annað vitaö en Reykjavík hafi vaxið og dafnað á þessum áram, meö svipuðum hraöa og endra- nær. Vald eins flokks í svo langan tíma eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjómað í Reykjavík er einfaldlega hættulegt. Illugi Jökulsson dró það vel saman í útvarps- pistli á Rás 2 í fyrradag. Hann sagði aö Sjálfstæðisflokkurinn liti á borgina sem eign sína, á kjósendur sem markaösvöra og mættu þeir vera fegnir þeim forrétt- indum að fá að kjósa Sjálfstæöisflokkinn. Valdhroki Pistill Illuga var baneitraður, og ég hef ekki heyrt kjama málsins í kosningabar- áttunni í Reykjavík samandreginn á meitlaðri hátt. Flokkar, sem stjóma svona lengi, fyllast einfaldlega valdhroka og kerfi þeirra lokast utan um sjálft sig, en hefur samt ráb á því að auglýsa sig í bláma fjarlægðarinnar og upphafið fyrir kosningar. Kjósendur era upp til hópa friðsamt fólk, sem vill sjá sér og sínum far- borða, njóta þjónustu frá samfélaginu og vera í friði. Því fólki stendur nokkur ógn af valdinu og vill frekar hafa það með sér en á móti. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið velli í Reykja- víkurborg gegnum tíöina. Með miklum fjármunum og framkvæmdum, sem grandvallast á því afli sem býr í samfé- lagi sem telur nú 100 þúsund manns. Hinn venjulegi, friösami borgari vill síð- ur abbast upp á slíkt afl. Tekist á um þróun Það var vegna þessa ástands sem sam- staðan skapaðist um R-listann. Fjölmörg- um er einfaldlega nóg boöið, og sjá hætt- umar sem í þessu ofurvaldi felast. Þar ab auki er valdið í borginni undirstaba und- ir valdakerfi Sjálfstæðisflokksins á lands- vísu, og samanlagt era þetta áhrif sem alls ekki era holl eða hentug svona litlu þjóðfélagi. í skjóli þessa kerfis era eigna- tilfærslurnar í þjóbfélaginu. Fjármagniö færist á færri hendur. Æ fleiri fjármála- menn halda utan um valdakjama flokks- ins og þeir ausa ríflega úr sínum sjóðum til þess að ekki komi sprangur í þennan kjama. í kosningabaráttunni síðustu vikur hef- ur þetta sést afskaplega vel. Það hefur ekki verib notað jafnmikið af peningum fyrr í kosningabaráttunni á Islandi. Ef framhald veröur á þessu og þessar starfs- abferbir skila Sjálfstæðisflokknum ár- angri í Reykjavík og annars stabar, era þetta þáttaskil í stjómmálastarfi hér á landi. Kosningabarátta meb aðferbum, sem tíðkast og þróast hafa í Bandaríkjun- um, hefur haldið innreið sína, og þeir stjórnmálamenn, sem ekki hafa ráð á fjármagni eöa fyrirtækjum til að halda sér úti, sjá sína sæng út breidda. Hingað til hefur það verið svo að fólk, sem hefur haft áhuga á því að taka þátt í stjómmálum og hafa áhrif á samfélagiö, hefur haft möguleika þótt peningar hafi ekki verið í spilinu. Er sá lýðræðislegi tími liðinn? Á þvi er raunveraleg hætta. Gegn þessari þróun er R-listanum stefnt. Þaö er ekki einungis tekist á um borgarmálin í Reykjavík og hrokafullt valdakerfi Sjálfstæðisflokksins þar, held- ur er tekist á um þróun stjómmálastarf- semi á íslandi í náinni framtíð. Örlagadagur Því er dagurinn í dag örlagadagur. Sólin mun koma upp á morgun, þótt Reykja- víkurlistinn vinni sigur, og Esjan mun veröa á sínum stað. Sú áminning, sem það yrði fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá fólk- inu í borginni, væri honum holl. Fulltrú- ar valdsins yrbu ab hugsa sinn gang. Þeir myndu öragglega ganga aubmjúkari til næstu kosninga. Það lýðræði, sem ís- lendingar komu á fyrir hálfri öld, er ekki sniðið fyrir aldarlangt flokksræði eins flokks í höfuðborg landsins. Lýðræbið nærist á breytingum og baráttu, baráttu fólksins og þátttöku þess í kosningum. Lýðræðib nærist ekki á baráttu sem grandvallast á þykkum seðlabúntum fjáraflamanna og eignamanna í þjóðfé- laginu, sem berjast fyrir óbreyttu ástandi. Það skyldu kjósendur hafa í huga, þegar gengið verður að kjörborð- inu í dag. ■ Menn málefni

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.