Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 1
17. júní 1994 sr Tímamynd PS Vigdís Finnbogadóttir er fjórbi forseti íslands, en hún var kjörin forseti fyrir fjórtán árum, fyrst kvenna í heiminum: Hugsjónamanneskjan á Bessastööum Alþýölegri þjóöhöföingi er trú- lega vandfundinn. Þegar blaöa- maöur sat á tröppunum á Bessa- stööum og beiö eftir Viöeyjar- stjórninni, sem var formlega mynduð þennan dag, kom forsetinn í dyrnar og sagöi að hér væru engir látnir standa úti. Hún lét bera fram kaffi og gaf sér tíma til þess aö spjalla viö bláókunnugan mann- inn í Thomsensstofu. Nú, þremur árum seinna, sat ég aftur í Thomsensstofu og beið eftir forsetanum. Og af því að Vigdís var nokkmm mínút- um of sein, bað hún ekki einungis mig afsökunar á töfinni, heldur einnig bíl- stjórann, sem beið eftir mér á hlaðinu þar til viðtalinu lauk. Hún segist vera hugsjónamanneskja og þaö er auðvelt aö trúa henni. „Ég var stödd á Þingvöllum 17. 1944 í tjaldi meö foreldrum mínum. Pabbi og mamma höföu undirbúið okkur vel fyrir þjóöhátíðina. Athygli mín beindist að at- riöum, sem ég ímynda mér að fjórtán ára krakki væri ekki aö skoða nema honum væri bent á þaö. Hvert hrifnæma augna- blikið rak annað. Þegar lýöveldishylling- in sjálf fór fram, tóku allir ofan og hróp- uðu húrra. Þaö var svo mikil rigning aö vatnið rann úr hattböröum karlanna. Klukkurnar hljómuðu og ég skynjaði mjög sterkt geðshræringu foreldra minna og fullorðna fólksins. Ég man mjög vel eftir þegar Sveinn Björnsson flutti ræöuna og upp frá því þekkti ég hann alltaf í sjón." — Þig hefur ekki órað fyrir því þá, að þú œttir eftir að standa í hans sporum á af- mcelishátíð lýðveldisins 50 árum seinna? „Nei, ekki aldeilis, þú getur nú ímyndað þér! Ég skynjaði mjög sterkt stemninguna, hversu djúpt fólk var snortið, þegar Björn Þórðarson las upp skeytið frá kon- ungi. Þessi hrifnæmu augnablik, sem fjórtán ára krakkinn upplifði á lýðveldis- hátíðinni 1944, standa mér skýr fyrir hugskotssjónum, römmuð inn af lands- laginu, rigningunni og ilmi jarðarinnar." Átti ab skrifa öbruvísi ritgerb „Árið eftir áttu öll börn að skrifa ritgerð- ir um lýöveldishátíöina. Ég var alltaf í vandræðum með að skrifa skólaritgerð' um þessa lífsreýnslu, vegna þess að ég haföi upplifað þetta sem hrifnæm augnablik. Ekki sem atburð með aðdrag- anda í sögu og síðan yrði þjóðin frjáls í framhaldi af því, eins og mér fannst ab svona ritgerð ætti ab fjalla um. Ég sé þab núna að þetta var auðvitað tóm vitleysa, ég átti að skrifa um hvernig mér leið. Það hefði orðið miklu skemmtilegri ritgerð en ritgerðin sem ég skilabi." — Hefur þjóðin breyst á þessum tíma? „Þab er ekki hægt að lýsa því í nokkrum setningum hvílíkar breytingar hafa oröið á þessum 50 árum. Frelsið hefur fært okkur orku og sjálfstraust. Með lýðveld- isstofnuninni öðlaðist þjóðin trú á mátt sinn og megin. Henni fannst hún geta allt og það stórkostlega er, að hún gerði það sem hún trúði ab hún gæti gert. ís- lenska þjóðin lyftir sér upp úr fátæku og fábrotnu þjóöfélagi yfir í margslunginn nútímann. Þessari þjóð tekst á 50 árum ab byggja hér upp samfélag, sem stendur jafnfætis því sem best gerist annars stað- ar í heiminum." Árin fyrir stríb „Ég hef nokkuð skýrt bernskuminni og man bernskuna og unglingsárin nánast í smáatriöum. Ég man mjög vel eftir þeim kjörum sem þjóbin lifði við. Þetta voru kyrr kjör. Húsakostur lítill. Fá amboð og verkfæri til að vinna með. Heyinu var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.