Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 17. júní 1994 Ögmundur Helgason, forstöbumabur handritadeildarinnar, meb gaidrakverib sem sést betur á nœstu mynd. „Falin" stofnun: Handritadeild Landsbókasafns: Frá elstu skinnbrotum til handrita Laxness Gatdrakver jónasar jónssonar í Hróarsdal. A jL JL LLIR Islendingar kannast við Stofnun Árna Magnússonar, þar sem „handritin" eru varöveitt. Færri vita aö í Landsbóka- safni íslands er elsta hand- ritadeild landsins. Þar er varöveittur gífurlegur fjöldi handrita, allt frá elstu handritabrotum þjóöarinn- ar til bréfa og handrita nokkurra ástsælustu seinni tíma skálda okkar íslend- inga. Þar má t.d. nefna handrit þeirra Halldórs Lax- ness og Þórbergs Þórðarson- ar. í stuttu máli sagt eru mörg þau handrit varöveitt á hand- ritadeild Landsbókasafnsins, sem Árna Magnússyni tókst ekki aö klófesta íyrir dauöa sinn áriö 1730, sem og fjöld- inn allur af yngri handritum, er varöveist hafa fram á þenn- an dag. Handritadeildin er lifandi deild aö því leyti aö henni eru ennþá aö berast handrit, bæöi forn og ný. Ög- mundur Helgason, forstööu- maöur handritadeildarinnar, hvetur fólk til að fela deild- inni handrit til varöveislu. „Þaö er ekki til svo ómerkileg- ur snepill aö viö hendum honum, enda vitum'viö ekki hvaö komandi kynslóöum mun þykja merkilegt. Hér fyr- ir skömmu var til dæmis ver- iö að skrifa upp dagbók vinnukonu frá fyrri hluta þessarar aldar. Þetta er stór- merkileg heimild, því hún sýnir inn í heim konu, sem er mjög óvenjulegt, bæöi vegna stööu hennar og þess tíma sem hún lýsir. Fólk getur sett kvaöir á handritin og er þaö einkum algengt með bréfa- söfn. Þau eru oft innsigluð til einhvers tiltekins tíma eöa aögangur takmarkaður að þeim. Handritin eru þá varð- veitt hér og í þeim skilningi eign þjóöarinnar, án þess aö hér sé veriö aö sælast eftir út- gáfu- eöa höfundarrétti." Landsbókasafniö var stofnað áriö 1818, þá reyndar undir heitinu Stiftsbókasafn. Til aö byrja meö gerðu menn lítinn greinarmun á handritum og prentuöum bókum og því kom þaö fyrir að safninu bár- ust handrit meö bókasend- ingum. Stofnun handrita- deildarinnar má hins vegar rekja til ársins 1846, þegar Steingrímur biskup Jónsson seldi safninu handritasafn sitt. Steingrímur hafði safnaö nokkur hundruö handritum og meöal þeirra voru mörg verðmæt og merk handrit. Þá var ákveðiö aö stofna sérstaka handritadeild og aðskilja handrit og bækur í safninu. Ögmundur segir aö frægasta handritið, sem deildin varö- veiti, sé án efa handrit Hall- gríms Péturssonar að Passíu- sálmunum. „Elstu skinnhand- ritabrot, sem hér eru varð- veitt, eru e.t.v. hiö elsta sem til er ritað hér á landi. Alls eru varðveitt á annaö hundraö handritabrot á skinni hérna og flest hafa þau verið notuö sem bókarkápur utan um yngri handrit. Sum handrit eru líka mjög merkileg, þótt þau séu tiltölulega ung, því þau geta varðveitt eldri texta, svo sem þegar frumrit hefur glatast. Þegar líður fram á 19. öldina bætast síðan viö hand- rit flestra höfuðskáldanna, t.d. Jónasar Hallgrímssonar og rómantíkeranna, auk þeirra skálda sem síðar hafa gert garöinn frægan allt fram á þennan dag, aö ógleymdum fræðimönnum, bæði skóla- gengnum og úr alþýöustétt. Þaö má ekki skilja orð mín svo að þaö þyki eingöngu ein- hvers viröi sem stórskáld eöa þekktir stjórnmálamenn láta eftir sig. Þvert á móti er ekki síður mikilvægt að fá í hend- ur handrit og bréf annars fólks, sem gefur innsýn í dag- legt líf fólksins í landinu." I handritadeildinni eru ein- göngu geymd óopinber gögn, svo sem bréfasöfn einstak- linga eða félaga, dagbækur, skáldverk, fræðiverk og önnur persónuleg gögn, sem menn vilja aö varðveitist um ókom- in ár. Öll opinber, skilaskyld gögn eru hins vegar varöveitt á Þjóöskjalasafninu, sem var stofnað árið 1882. Einkabréfasöfn margra þjóö- frægra manna eru varðveitt í handritadeildinni. Af þeim má nefna bréfasafn Jóns Sig- urössonar forseta, sem er reyndar aö hluta til í Þjóð- skjalasafninu; bréfa- og hand- ritasafn Halldórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar. Einnig eru í safninu handrit margra tónskálda. Jón Sigurðsson átti stórt og merkilegt handrita- safn, sem ákveðið var að rynni til Handritadeildarinn- ar, meðan hann lifði, og einnig er varðveitt þar safn Hipsí íslenska bókmenntafé- lags^ en Jón var einmitt for- seti þess. Aöalstarf starfsfólks hand- ritadeildarinnar er aö skrá handritin með því að gefa ná- kvæma lýsingu á hverju þeirra. Þessar skrár hafa verið prentaöar í nokkrum bindum, alls tæplega þrjú þúsund síö- ur. Landsbókasafnið flytur í Þjóö- arbókhlööuna þann 1. desem- ber næstkomandi. Þar fær Handritadeildin mjög góða að- stööu þar sem hægt er aö geyma handritin viö kjörhita- stig. Það veröur að teljast við hæfi á lýðveldisárinu aö þess- um gleymdu þjóðargersemum veröi búin sú aöstaöa sem þeim sæmir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.