Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. júní 1994 5 I .SLENDINGAR höföu barist fyrir fullu sjálfstæði þjóðarinnar frá því skömmu fyrir aldamótin síðustu. Endurreisn Alþingis og stjórnarskráin frá 1874 voru mikilvægir áfangar á leið til aukinna réttinda landsins. íslenskur ráðherra 1904 jók áhrif íslendinga gríðarlega og árið 1918 var Island viðurkennt sem fullvalda ríki í konungs- sambandi við Danmörku. Samningurinn sem gerður var af því tilefni fól í sér að í árslok árið 1940 gætu þjóöþing hvors ríkis ákveðið að krefjast endur- skoöunar sambandslaganna eða segja þeim upp. í síöari heimsstyrjöld var Dan- mörk hertekin af Þjóðverjum og ísland hersetiö af Bretum og þótti því ekki hægt um vik að segja samningnum upp. Þó ályktaði Alþingi árið 1941 að sambandinu við Danmörku skyldi slitið eins fljótt og auðið yrði. Um nokkurt skeið lágu þessi mál í láginni en árið 1942 komst aftur skriöur á sambands- slitanrál. Það mun hafa verið ætlun Ólafs Thors forsætisráð- herra að leiða lýðveldisstofnun- ina til lykta þegar á því ári. Bandaríkjastjórn greip í taum- ana og taldi slíka framkvæmd á sambandsslitum vera ósæmi- lega, auk þess að geta nýst Þjóð- verjum í áróðursstríði. Þetta við- horf Bandaríkjastjórnar mun hafa valdið mörgum vonbrigð- um og loks, eftir nokkurt þóf, féllst stjórn Bandaríkjanna á að ísland yrði lýðveldi árið 1944. Skipuð var nefnd til aö fjalla um sambandsslitin og skilaði hún frumvarpi og tillögu um nibur- fellingu sambandslagasamn- ingsins 7. apríl 1942. Kristjáni tíunda, konungi Dan- merkur, þótti ab sjálfsögðu illa að sér vegið og taldi að íslend- ingar ættu að bíba uns styrjöld- inni lyki. En íslendingar féllust ekki á viöhorf konungs. Eftir að nefndin haföi skilað af sér hóf- ust miklar umræður um málið. Frá upphafi virtust flestir vera sammála skoðun nefndarinnar. En á móti snerist hópur vel upp- lýstra rnanna, svokallaöra lög- skilnaðarmanna, sem gagn- rýndu ákaft það sem þeir köll- uöu hraöskilnað. Lögskilnaðarmenn áttu mest fylgi innan Alþýðuflokksins en þeir töldu ósæmilegt að slíta tengslunum viö Danmörku þeg- ar bæði löndin væru hernumin og vísubu til bræöralags Norð- urlandaþjóða í því sambandi. Sú hreyfing fékk ágætan byr og í Fundur í Sameinuöu þingi 16. júní 1944. Aödragandi stofnunar lýöveldis: Sagan á bak vib 17. júní 1944 skoðanakönnun í janúar 1943, þeirri fyrstu sem framkvæmd var á íslandi, taldi meirihluti landsmanna að ekki ætti að slíta sambandinu við Danmörku á því ári. Deilan harðnabi mjög á næstu mánuðum. Flestir viröast þó hafa verið sammála um að lýöveldi yrði stofnað, ekki síbar en 17. júní 1944. í byrjun ársins 1944 náöist samkomulag milli allra stjórn- málaflokka um lausn málsins og var því vísað til þjóðarat- kvæðis. Úrslit atkvæðagreiðsl- unnar voru einstæð. Alls greiddu tæplega 98 af hundraði kosningabærra landsmanna at- kvæði. Þar af vildu rúmir 95 af hundrabi ab ísland lýsti yfir sjálfstæöi en innan við einn af hundraði þeirra var á móti. Lokaþáttur sambandsslitanna fór fram á Þingvöllum 17. júní 1944. Þar samþykkti Alþingi sambandsslitin og kaus fyrsta forseta lýðveldisins, Svein Björnsson. í þann mund sem hátíðinni var að ljúka barst skeyti frá Kristjáni konungi 10. þar sem hann færbi íslending- um bestu óskir um framtíö ís- lensku þjóbarinnar. ■ ; Atjánda júní 1944 var haldin hátíb í Reykjavík í tilefni lýöveldisstofnunar. Rifhard Beck serstgkurjulltrui þeirra þegdf hun for fram. A myndinni sem er tekin 1 júhíafhéndir hahn Sveihi Bjömssyni, þáverandi ríkisstjóra, kveöju frá löndum í Vesturhéimi. Ríkisstjórnin var viöstödd, en hana skipuöu Björn Ólafsson, dr. Björn Þóröarson, Vilhjálmur Þór og Einar Amársson. ......------------—................ ..........................i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.