Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 9
Föstudagur 1 7. júní 1994 9 Árib 1974 minntust íslendingar 7 7 00 ára afmœlis íslandsbyggbar víba um land. Þjóbhátíb var á Þingvöllum afþessu tilefni og nœr 60.000 manns sóttu hátíbina. Leibtogafundur þeirra Mikhaíls Gorbatsjov Sovétleibtoga og Ron- alds Reagan Bandaríkjaforseta í Reykjavík í byrjun októbermánabar 7 986 vakti gríbaríega athygli um allan heim. Hundrub erlendra fréttamanna fylgdust meb leib- togafundinum, en hann er án efa ein mesta landkynning sem ísland hefur fengib. henda handritin. Hins vegar dróst afhendingin í tíu ár, en Konungsbók, Flateyjar- bók og fleiri dýrgripir voru loks afhentir viö hátíðlega athöfn í aprílmánuði 1971. íslendingar hafa löngum verið stoltir af menningar- arfi sínum, bókmenntunum og tungumálinu, og enn verður ekki séð að íslensk menning sé á verulegu und- anhaldi fyrir erlendum menningarstraumum. Velferbarkerfib Uppbygging íslensks vel- ferðarkerfis hefur verið hröð á lýðveldistímanum. Æ fleiri ungmenni hafa menntast, félagsleg þjónusta hefur aukist og samhliða því vel- ferð almennings. Með bættu tryggingakerfi, heilbrigðis- kerfi, skólakerfi og húsnæð- iskerfi og með tilkomu elli- og örorkubóta, lífeyrissjóða, barnabóta og námslána hef- ur íslensku þjóðinni auðnast að jafna aðstöðu einstak- linganna og gert flestum kleift að lifa mannsæmandi lífi. Þessi réttindi, sem flestir telja sjálfsögð, eiga nú undir geymir ákveðna atburði, sem teljast til tíðinda og hafa margir hverjir sett mark sitt á þjóðina eða landið. En sú breyting, sem mest hefur orðið á síðast- liðnum 50 árum, felst ekki í einstökum atburðum, held- ur þróun, þróun sem hefur átt sér stað á löngu tímabili. Árið 1940 bjuggu rúmlega 121.000 manns á íslandi. 50 árum síðar er íbúafjöldi kominn yfir 265.000 manns á landinu öllu. Árið 1940 bjuggu rúmlega 30% þjóðar- innar á Reykjavíkursvæðinu, nú býr yfir helmingur lands- manna á því svæði. Þessi þróun hefur gjörbreytt á- sýnd íslensks samfélags. Fyr- ir 50 árum var íslenskt iðn- aðarsamfélag að fæðast og meö árunum tók það við forystuhlutverki í stað bændasamfélagsins, sem hafði verið við lýði um ald- ir. í fyrsta skipti er að alast upp kynslóö sem rekur ekki ættir sínar til sveita, heldur lítur á sig sem borgar- eða bæjarbörn. Togstreitan milli sveita og bæja hefur verið mikil á lýðveldistímanum og hefur sett svip sinn á líf landsmanna. Sveitasamfé- lagið hefur átt undir högg aö sækja í þeirri baráttu, enda er lítill hluti lands- manna búsettur í sveitum eöa hefur vinnu af landbún- aði. íslenskt menningarástand íslensk menning hefur tekið breytingum á umliðnum árum. Með aldamótakyn- slóðinni komu listamenn, sem áttu eftir að bera hróð- ur landsins víða um heim. Um og eftir miðja öldina voru það einkum rithöfund- ar sem gerðu garðinn fræg- an. Nægir þar að nefna Hall- dór Laxness, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bók- menntum árið 1955. Margir þessara listamanna ólust upp í andrúmslofti kalda stríðsins og harðra stéttaá- taka, sem setti mark sitt á listsköpun þeirra. Á umbylt- ingartímunum, sem kenndir eru við 68-kynslóðina, reis upp ný hreyfing listamanna og raunar hefur sú kynslóð, sem þar kom fram, sett mark sitt á þjóðlífið, bæði á sviði lista og stjórnmála. Er- lendir hugmyndastraumar eiga nú greiðari aðgang að samfélaginu og listsköpun því orðin alþjóðlegri en áður var. íslensk menning er gjarn- an rakin til hinnar miklu bókmenntahefðar sem þjóð- in hefur. Barátta þjóðarinn- ar fyrir heimkomu hinna fornu handrita setti svip sinn á íslenskt samfélag og átti sinn þátt í að þjappa þjóðinni saman. Deilurnar í handritamálinu voru harðar og oft á tíðum óvægnar, en þeim lauk árið 1961 með því að danska ríkisstjórnin ákvað að fallast að mestu á sjónarmið íslendinga og af- högg að sækja. Velferðar- kerfið er hornsteinn íslensks samfélags og landsmenn verða ætíð að standa vörö um hag allra íslend- inga, svo að ísland geti á- fram talist land þar sem gott er að búa. ■ Allt ab 25.000 manns komu á baráttufund kvenna á Lœkjartorgi 25. októberáríb 1975.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.