Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 2
2 WvmPww Föstudagur 17. júní 1994 Hugsjóna- manneskjan á Bessa- stöðum snúiö meö hrífum, bundiö í höndum upp í bagga og reitt heim á hestum. Síöar upplifi ég þaö sjálf á stríösárunum í sveitinni hvernig tæknin haslar sér völl og vélarnar létta manninum róöurinn. Hugsunarhátturinn hefur ekki síst breyst fyrir það aö fólkið býr yfir meiri þekk- ingu og lítur lífið öörum augum. Þjóöin er menntaðri en hún var. íslendingar eru miklu frjálslegri í fasi en þeir voru. Þetta gerir sjálfstraustið og sjálfsöryggiö. Ég vildi bara óska aö okkur takist aö halda fast í þetta sjálfstraust og sjálfsmyndina, sem frelsiö og lýðveldið á íslandi hefur fært okkur." Lífsánægjan snýst ekki um góss „Nú til dags eru öll verömæti reiknuð í stórum tölum og smáum og þjóöir born- ar saman eftir höfðatölu. Viö eigum ekki síöur aö huga ab innviðunum heldur en umbúöunum. Það er kjarni allra hluta sem skiptir máli. Viö vitum aö þetta er tískufyrirbrigði, aö mæla allt í stóru og litlu. Þó höföatala okkar sé lægri en hjá stærri þjóöum, sé ég enga ástæöu til þess aö viö höfum ekki kraft til aö sýna þann styrk sem býr innra meö okkur. Þaö býr mikil staðfesta og innri styrkur meö ís- lenskri þjóð." — Áttu við að við aettum að nota meira aðra mcelikvarða, sem skipta, þegar upp er stað- ið, ekki minna máli en hagvöxtur og höfða- tala? „Viö veröum að hafa í huga aö til eru önnur verðmæti, sem eru jafn mikils viröi og sjálfur hagvöxturinn. Auðvitað veröum viö að hugsa um fjármál og keppa að því aö hafa hagvöxt. Viö verö- um að sinna þeim málum af einurö, vegna þess aö þaö eru tiltölulega fáar hendur sem halda uppi íslensku velferö- arþjóöfélagi. Hugsunin um peningaleg verömæti má þó ekki kæfa alla aöra hugsun. Þá týnist mannveran í kapp- hlaupinu eftir góssinu. Hin raunverulega lífsánægja felst ekki í því aö eiga mikiö góss. Lífsánægjan felst í því aö njóta þess aö vera manneskja. Um hvaö snýst lífiö? Lífiö snýst um þaö ab koma næstu kynslóö á legg. Þessi lífs- barátta hefur veriö nefnd mörgum nöfn- um. Þaö heitir aö við séum aö vinna okk- ur inn peninga til aö hafa það gott, eða aö viö séum að auka ábatann til aö hafa efni á meiri lífsgæðum. Þegar kemur aö kjarna mála, stendur eftir ein staöreynd og hún er aö kynslóð er að ala upp nýja kynslóö. Viö erum aö reyna aö hafa þaö gott til þess að geta deilt lífsgæbunum meö börnunum okkar. Sú kynslóð, sem vinnur að því, er að koma fram sínum hugðarefnum. Viö stöndum alltaf frammi fyrir þessu vali. Hvað eru raunveruleg verðmæti? Vil ég aö mín kynslóð hugsi bara um að komast í sem mestar álnir, eða vil ég að hún menntist til þess að læra að meta þau verömæti, sem ég í hjarta mínu veit aö skila næstu kynslóð gleði og lífsfyll- ingu?" Trúi á æskuna „Ég er oft spurð ab því hvort ég óttist ekki aö íslendingar glati sjálfstæöi sinu og menningararfi. Þessarar sígildu spurn- ingar, sem smærri þjóöir þurfa að svara. Ég trúi því aö okkur takist að varöveita tunguna og menningararfinri. íslending- ar hafa aldrei veriö fleiri til aö takast það á hendur og aldrei hefur þjóöin almennt veriö betur menntuð. Ég heilsa oft upp á ungt fólk. Þegar ég hitti æsku þessa lands, veiti ég því at- hygli hversu öguð hún er innst inni og þjálfuð í tjáningu og framkomu þegar hún vill sýna þá hliðina á sér. Það mun koma henni til góöa, þegar hún seinna meir þarf aö vega og meta hvaö hún vill. í annan staö hef ég veitt því athygli, aö þegar einhver utanaökomandi vegur að Islandi og íslendingum, þá bregst æskan viö meö mikilli reisn og heldur varnar- ræðu fyrir land sitt og þjóð. Æskan á ekki aö vera nákvæm eftir- mynd næstu kynslóðar á undan. Það leiöir til stöðnunar. Æskan á að hafa sín- ar skoöanir, koma fram meö ný sjónar- miö og leyfa sér aö sjá hlutina í nýju ljósi. Unga fólkið þarf engu ab síður leiö- beiningar um hvernig það á að komast yfir tískusveiflurnar. Hættulegust eru eit- urlyfin. Þessi tíska — sem tengist von- leysinu í veröldinni — felur ekkert annað í sér en aö skjóta sér undan raunveruleik- anum. Öryggisleysið er líka hættulegt. Skortur á sálarró, aö finna sig ekki í líf- inu, stafar oftast af því að börnunum hef- ur ekki verið kennt aö meta grundvallar- verbmæti tilverunnar. Þaö er alltaf verið að segja æskunni eitt- hvað annaö en aö hún sé efnileg. Vib gerum ekki nóg af því að segja bömun- um okkar hvaö þau séu skemmtileg. Þetta er mín persónulega skoöun og ég veit aö hún er rétt. Þessi æska, sem viö eigum, er skapandi, skemmtileg og stór- kostleg og mér finnst aö hún eigi aö fá að vita þaö. Viö vitum þaö, ab sé eitthvab notalegt sagt viö mann, styrkist mabur." Kem sem vinur fólksins — Þú hefurgert mikið afþví að heimsœkja þína eigin þjóð. Hvemig tilfinning er það að eiga þess kost aö fara út á meðal fólksins og kynnast íslensku þjóðarsálinni? „Það er mjög sérstök og góö tilfinning. Ég kem sem vinur eöa kunningi. Við er- um vinir, ég og fólkið í landinu. Auðvit- aö fell ég ekki öllum í geö, annaö væri óeölilegt. En þeir eru ekkert aö flíka því. Þaö eru sérréttindi aö hafa fengið að hitta mjög stóran hluta af þessari þjób, eins og ég hef gert." — Það hefur verið hálfgerður barlómur í okkur undanfarin ár. Verður þú vör við þetta? „Já, blessaður vertu. Ég er í nánu sam- bandi viö fólk. Fólk á ekki erfitt meö aö tala viö mig og segja mér frá sínum vand- ræbum. Ég fylgist grannt meö og ég skynja þaö sem er aö gerast í kringum mig. Þab þarf reyndar ekki aö segja mér frá því, ég veit þaö og ég sé þaö. Ég sit ekki í neinni Hliðskjálf. Eg er bara ein af okkur öllum. Eins og sakir standa, finnst mér viö hafa runnið svolítiö niöur skriöurnar, en vandræðin eru líka utanaökomandi. Allt, sem gerist í nágrannalöndum okkar, berst meira eöa minna hingað heim. Viö höfum ekki getað fótaö okkur undanfar- iö, en þaö þýöir ekki að viö komumst ekki aftur á kjöl. Maöur úr atvinnulífinu komst vel ab oröi fyrir nokkru, þegar hann sagöi: „Ætli viö höfum ekki náö viöspymu og séum farin að spyrna okkur upp aftur?" Ég held að hann hafi rétt fyr- ir sér. Sérstaklega megum við ekki láta vol og víl draga svo úr okkur orkuna, að viö leggjum árar í bát. Þaö er mjög aðkallandi aö viö reynum aö finna lausnir á innviðavanda þjóðfé- lagsins og efla okkur um leiö áræöi og orku. Framar öbru veröum við að leysa vanda atvinnuleysisins. Þaö hryggir mig mikiö, þegar ég sé og heyri að fólk heldur aö grasiö sé eitthvað grænna annars staöar og reynir aö kom- ast í burt. Að sjálfsögöu verður fólk aö fara, ef þaö eygir einhverja atvinnu- möguleika annars staöar og á enga von hér heima, en viö megum ekki undir neinum kringumstæöum halda því á loft aö lífið sé eitthvað betra annars staöar. Þaö er mikill misskilningur aö þaö sé eitt- hvaö betra aö vera hluti af stórþjóö held- ur en smáþjóö. Við eigum þó hvert ann- aö. Þab em ákveðin sérréttindi aö til- heyra smáþjóö. Einsemdin innan stór- þjóöanna getur veriö skelfileg." Fljótt ab fenna í sporin — Því hefur verið haldið fram að íslending- ar séu að sigla inn í þriðja skeið erlendra áhrifa. Fyrst hafi þau komið frá Danmörku, síðan frá Bandaríkjunum eftir stríð og nú sé öld sameinaðrar Evrópu að renna upp. „Ég get ekki neitað því aö ég vil alltaf fara mjög varlega í aö varpa sér undir áhrif þessa eða hins. Viö veröum aö gjalda varhug viö öllum áhrifum, vegna þess ab þaö er svo fljótt að fenna í sporin og gleymast þaö sem hefur áunnist. Okk- ur er hollt aö hafa þaö í huga, núna á 50 ára afmæli lýðveldisins, að baráttan fyrir sjálfstæði þjóöar er ekki einskorðuö viö atburði í sögunni. Sjálfstæöisbaráttan heldur áfram svo lengi sem viö höldum áfram aö vera þjób. Þaö er sífur í þjóöfélaginu. Það kemur fram í því, sem viö lesum og heyrum dagsdaglega, og mér finnst þaö vægast sagt okkur til leiöinda. ímyndum okkur fjölskyldukjarna — þjóöfélagið, því má líkja viö stóran fjölskyldukjama — þar sem einhverjir tveir eða þrír eru alltaf sí- sífrandi um aö allt sé vonlaust og ómögulegt. Það leggst eins og mara á hina, sem þó vilja berjast áfram og rífa sig upp. Og þyngst leggst þaö á æskuna á heimilinu, vegna þess að hún trúir öllu því sem hún heyrir og sér í augnablikinu. Hún er ekki ennþá komin til þess þroska að geta valið og hafnað og metið sjálf. Við eigum aö temja okkur að sífra minna. Ég var í brúökaupi fyrir stuttu. Þar var haldin skínandi ræða. Eitt af heil- ræöum ræðumannsins var, aö ef maður segir eitthvað ljótt eða andstyggilegt við sína nánustu, eöa einhvern, verður mað- ur aö segja fimm sinnum eitthvaö fallegt í staðinn til þess að græöa sárin. Þaö er mikið til í þessari lífsspeki." — Fer það saman að hafa ákveðnar skoðan- ir og vera um leið forseti íslands? „Ég tek á mig ákveðnar skuldbindingar meö því aö gegna þessu starfi. Ég ber fulla virðingu fyrir öllum skoöunum, en það þýbir ekki að ég hafi ekki mínar meiningar almennt. Þaö er af hinu góöa að forsetinn standi fyrir utan daglegar erjur. Daglegar erjur eru geðshræring. Fréttir dagsins veröa aö mannkynssögu, en geðshræringar dagsins gleymast þegar frá líöur." — Heldur þú að okkur takist að ganga áfram til góðs götuna fram eftir veg, á naestu 50 árum? „Ég hef sett mér að vera bjartsýn, Meö bjartsýninni vinnum viö okkur út úr vandamálunum, en svartsýni er nánast uppgjöf. Þaö slævir svo mannsandann að fyllast bölmóði. Þaö eru engin mál svo vond að þau eigi sér ekki bjartar hlibar. Það er skylda okkar allra aö setjast niður og reyna að koma auga á bjartari hliöar mannlífsins og taka síðan stefnuna á birtuna. Veistu að ég sit hér á Bessastöðum, fimmtíu árum eftir að ég upplifði stofn- un lýöveldisins sem unglingur, og er enn hugsjónamanneskja. Ég trúi og veit aö æskan okkar býr yfir þeim krafti sem þarf til þess aö lyfta grettistökum, ef með þarf. Viö höfum byggt upp nútíma þjóðfélag, en efnishyggjan sjálf er ekki nema hluti af lífsgildunum. Okkur hafa verib færöar miklar gjafir á þessum fimmtíu árum og okkur ber skylda til þess aö varöveita það sem mestu máli skiptir: söguna, arfinn, listina og gæbin." ■ Forseti íslands, frú Viqdís Finnboqadóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.