Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. júní 1994 7 Búrfellsvirkjun vartekin í notkun árib 1969. Raforkuvinnsla tvöfaldabist vib þab og fór rafmagn frá virkjuninni ab miklu leyti í ab knýja álbrœbsl- una í Straumsvík. mark sitt á íslenskt efna- hagslíf og í samræmi við hana voru fleiri iöjuver reist, t.d. kísilgúrverksmiðja við Mývatn og járnblendiverk- smiðja í Hvalfirði. Stóriðjur juku orkuþörf og því voru virkjanir reistar til aö mæta því. í tengslum við breyttar áherslur í efnahagsstjórn var þátttaka í alþjóðlegu sam- starfi aukin. En innganga ís- lands í EFTA, Fríverslunar- samtök Evrópu, árið 1970 var mjög umdeild. Stjórn Ólafs Jóhannesson- ar tók við árið 1971. Hún af- réð að segja upp samning- um við Breta og krefjast enn stærri fiskveiðilögsögu. Árið 1972 var ákveðið aö færa lögsöguna út í 50 mílur. Enn stóðu Bretar fremstir í andstöðunni við útfærsluna og sendu herskip á vettvang, en íslensku varðskipin voru nú betur undirbúin og höfðu sér til fulltingis tog- víraklippur, sem skáru botn- vörpuna frá togurunum og ollu þeim þannig miklu tjóni. Samningar tókust í deilunni árið 1973, en að- eins tveimur árum síðar á- kvað ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar aö færa fiskveiði- lögsöguna út í 200 mílur. Þá urðu mestu átökin milli Breta og íslendinga og kom til tals að slíta stjórn- málasambandi milli land- anna. Árið 1976 náðust lokst samningar í Ósló og lauk þar með síðasta þorskastríði Islendinga og Breta. Stækk- un efnahagslögsögunnar var forsenda þess að hagvöxtur jókst og efnahagur almenn- ings batnaði stórum. Einnig fundu íslendingar nýjan nytjastofn í loðnunni, sem skilaði miklum tekjum fyrir þjóðarbúið. Eftir góðærið, sem ríkti fram yfir miðjan 9. áratug- inn, fór efnahagskreppa að gera vart við sig á landinu. Þorskafli dróst verulega sam- an og afurðaverð lækkaði á mörkuðum erlendis. Hins vegar vannst mikill sigur í baráttunni gegn verðbólg- unni, sem hafði hrjáð þjóð- ina í tugi ára. Deilur um aðild íslands að hinu Evrópska efnahags- svæði og nú síðast um inn- göngu í Evrópusambandið hafa sett mark sitt á stjórn- málalíf landsmanna á síð- ustu árum. Auk þess hafa átök um byggðamál og framtíð landbúnaðar ver- ið áberandi á síðustu áratug- um. og ungum dóttursyni. Síð- asti forsætisráðherra Við- reisnarstjórnarinnar var Jó- hann Hafstein og í þeirri stjórn tók fyrsta konan við ráðherradómi, en það var Auður Auðuns dómsmála- ráðherra. Viðreisnarstjórnin lifði sem sagt af tvær þingkosningar, þrátt fyrir að hafa sætt harbri gagnrýni stjórnarand- stöðunnar. En ýmislegt kom til hjálpar stjórninni. Við upphaf stjórnarsetunnar fór verð á íslenskum afurðum hækkandi og samtímis bötnuðu kjör almennings. Síldin gekk enn á ný á Is- landsmið og árferði var gott. Eftir kosningarnar 1967 fóru í hönd erfiðari ár en höföu veriö um nokkra hríð. Síldin hvarf enn á ný, útflutnings- afurðir lækkubu í verði og atvinna var ótrygg. Á þeim tíma fluttist margt fólk úr landi til að flýja atvinnu- leysið og kreppuna. Slæmt efnahagsástand og nýr stjórnmálaflokkur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, voru meginorsakir þess að Viðreisnarstjórnin féll í kosningunum 1971. Stóribjustefna Með Viðreisnarstjórninni kvað við nýjan tón í efna- hagsstjórnun. Gengið var fellt í stórum stökkum til að bæta aðstöðu útflutnings, einkum sjávarútvegs. Hafist var handa vib að koma upp stóriðnaði á íslandi með byggingu álvers í Straumsvík með erlendu fjármagni. Stóriðjustefnan hefur sett komst til valda stjórn, sem varð sú umdeildasta og um leið sú langlífasta í sögu lýð- veldisins. Viðreisnarstjórn- in, samstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, tók við völdum síbla árs 1959 og sat samfleytt fram á sumar 1971, þegar kosningaósigur batt enda á stjórnarferil hennar. Töluvert var um mannaskipti í stjórninni á þessum tíma. Fyrsti forsætis- ráðherra hennar var Ólafur Thors, en hann lét af störf- um áriö 1963. Þá tók vib Bjarni Benediktsson, sem lést í hörmulegu slysi á Þingvöllum í júlímánuöi áriö 1970 ásamt konu sinni Þorskastríb vib Breta hafa sett mark sitt á lýbveldistímann. Þann 22. september 1973 sigldi breska herskipib Lincoln á varbskipib Ægi, eftir ab íslendingar höfbu fcert landhelgi sína útí50 mílur. Surtseyjargosib vakti gríbarlega athygli, enda ekki á hverjum degi sem menn sáu nýtt land myndast. Cosib hófst 14. nóvember 1963 og stób meb hléum fram í júní- mánub 1967.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.