Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.06.1994, Blaðsíða 6
6 rcKtfiý fr Xí ifi tr rftrTT ItlgaTBTfiB itfHflll 'SrvwTFPrW Föstudagur 17. júní 1994 Síldarsöltun á Siglufiröi. Síldin hefur veriö kölluö einn helsti örlagavaldur íslensku þjóöarinnar og víst er aö þegar hún lét sjá sig, var þaö verulegur bú- hnykkur fyrir þjóöarbúiö. jafn mikiö áfall varö þaö þegar hún hvarf. Braggahverfi í Reykjavík. Eftir síöari heimsstyrjöld nýttust braggar herliösins sem húsnœöi fyrir þann fjölda fólks sem leitaöi til Reykjavíkur. Braggahverfin settu svip sinn á borgina og fjöldi Reykvíkinga ólst upp íþeim. Irigningarsuddanum þann 17. júní 1944 varö ísland lýðveldi. Vissulega voru íslend- ingar glaðir, en einnig var mörgum órótt vegna þess að þeir vissu að hiö ný- stofnaða lýðveldi ætti eftir að ganga í gegnum erfið- leikatíma. Gátu íslendingar staðiö sem sjálfstæð þjóð? Hvað bar framtíðín í skauti sér? Eflaust hafa margir hugsaö á þessum nótum fyrstu daga og vikur eftir að þjóðhátíðarvíman rann af mönnum. En fljótlega tól< hversdagsamstrið við. Með síðari heimsstyrjöld gekk þjóðin í gegnum mikl- ar breytingar. Erlend tækni- bylgja reið yfir landið af miklum krafti. Nýir og öfl- ugir togarar komu til lands- ins, bílar komust í almenn- ingseigu og vegir voru lagð- ir. Nýsköpun íslensks at- vinnulífs eftir styrjöldina hófst með tilkomu hinnar svokölluðu Nýsköpunar- stjórnar sem tók við völdum lýðveldisáriö 1944. Nýsköp- unarstjórnin var samstjórn þriggja flokka, Alþýöuflokks, Sjálfstæöisflokks og Sósí- alistaflokks, en þó studdu hana aðeins 15 af 20 þing- mönnum Sjálfstæöisflokks. Nýsköpunarstjórnin lagöi út í gríðarlegar fjárfestingar, keypti togara, reisti verk- smiðjur til að vinna sjávar- aflann, en eyddi um leið stríðsgróðanum á skömm- um tíma. Raunar mistókust sumar framkvæmdir stjórn- arinnar hrapallega. Þær síld- arverksmiöjur, sem voru reistar fyrir tilstilli hennar, komust ekki í gagnib vegna þess að síldin hvarf og þær miklu fjárfestingar, sem lagt var í með verksmiðjunum, voru því ónyttar. Fjárhagur ríkisins var orðinn svo slæmur árið 1948 að ísl endingar fengu Marshall aðstoö frá Bandaríkjunum til aö geta haldið áfram uppbyggingu atvinnuveg- anna. ísland í NATO Árið 1946 gekk ísland í Sam- einuðu þjóðirnar og tók þannig aukinn þátt í alþjóð- legu starfi, en árið 1949 urbu tímamót í sögu íslend- inga. Eftir styrjöldina var oröiö ljóst aö heimsveldis- draumar Breta voru úr sög- unni og Bandaríkjamenn höfðu tekið við forystuhlut- verki meöal vestrænna þjóöa. Að frumkvæði þeirra var Noröur-Atlantshafs- bandalagiö, NATO, stofnað í þeim tilgangi að verja Vest- urlönd fyrir árásum úr austri. Þar sem ísland var hernaðarlega mikilvægt land, var lagt hart að ís- lenskum stjórnvöldum að ganga í bandalagið. Ríkis- stjórn Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar hafði unnið í kyrr- þey að inngöngu íslands á árinu 1948 og í marsmánuöi 1949 var innganga Islands samþykkt á Alþingi með 37 atkvæðum gegn 13. Þegar brutust út alvarlegustu ó- eiröir í íslandssögunni, þeg- ar fjöldi manna baröist gegn lögreglu fyrir framan Al- þingishúsið. Meb inngöngu Islands í NATO tapaði Island hlutverki sínu sem óháð ríki og var nú komiö í hemaðar- bandalag með vestrænum þjóöum. Á þessum árum var harka kalda stríðsins hvað mest á íslandi. Baráttan um landhelgina Árin frá 1947 til 1955 var samdráttarskeið í íslensku efnahagslífi. Mestu munaði að síldin lét ekki sjá sig, sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þjóðarinnar. Ráðamenn þjóðarinnar sáu ab viö svo búið mátti ekki standa og brugðu á það ráð að stækka landhelgina í kringum ísland. Áriö 1952 ákvað ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar að landhelgi íslands væri fjórar mílur. Þessari útfærslu mótmæltu ríkisstjórnir víða í Evrópu, þar á meöal ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýskalands. Það voru þó einungis Bretar sem gripu til aögerða gegn ís- lendingum. Bretar settu löndunarbann á fisk úr ís- lenskum skipum. En aðgerð- ir þeirra tókust ekki, vegna þess að sala á fiski til Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna jókst gríðarlega. Ariö 1956 ákváðu Bretar loks að af- nema löndunarbannið, þar sem það hafði engum ár- angri skilaö. En íslendingar töldu að enn þyrfti að stækka landhelgina og árið 1958 færðu Islendingar landhelgi sína út í 12 mílur. Eins og gefur að skilja, mót- mæltu Bretar útfærslunni á- kaft og sendu herskip á ís- landsmið til að vernda breska flotann. Samkomulag í þeirri deilu náöist árib 1961 og var þá þungu fargi létt af Landhelgisgæslunni, sem hafði reynt að standa upp í hári breskra herskipa í fjögur ár. í skjóli stærri landhelgi kom meira af fiski á land, en þó var enn efnahagskreppa á Is- landi. Ríkisstjórnirnar börð- ust hatrammri baráttu við gamalkunna fjanda — verð- bólgu, vexti og dýrtíð — og mikil ókyrrð var í stjórn- málalífi landsmanna. Þessi ár hafa verið kölluð ár hafta og skömmtunar. Skorður voru settar við innflutningi á ýmsum vörum, einkum til að reyna að bæta stöðu ís- lensks iðnaðar og bæta gjaldeyrisstöðuna. Sú stefna var umdeild og þótti ekki skila tilætluðum árangri. Vibreisnarárin Eftir kosningarnar 1959

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.