Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 4
4 TffT tf fí Föstudagur 15. júlí 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Ofmat og skrumskæling Debetkortin, sem veriö er aö troöa upp á landsmenn meö góöu eöa illu, eru handhægur greiöslumáti og þægileg í meöförum bæöi fyrir banka og viöskiptamenn. Samt valda þau deilum og misskilningi og kvartaö er yfir aö þau komi ekki aö gagni sem skyldi og þau hafa valdiö fólki vandræöum. Þar viröist um þaö aö ræöa aö útgef- endur kortanna hér á landi ofmeti notagildi þeirra í út- löndum. Kortafyrirtækin, sem eru í eigu bankanna og spari- sjóöanna, hafa frá upphafi gert debetkortin tortryggileg í augum viöskiptamanna sinna og fariö offari í auglýsinga- skrumi og krafist gjaldtöku sem kaupmenn og þjónustu- aöilar hafa ekki getaö sætt sig viö. Deilurnar um greiöslugjaldiö hafa staöiö yfir linnulít- iö allt frá því aö debetkortin voru fyrst kynnt, en þá var jafnframt tilkynnt aö þau mundu koma í staö bankakort- anna og myndu jafnvel leysa ávísanaheftin af hólmi. Með þeirri gjaldtöku var taliö aö hún mundi hækka vöru- verö og þar meö veröbólgu og vexti og vera því til óþurft- ar. Af þessum sökum hafa sárafáar verslanir eöa þjónustu- fyrirtæki fengist til aö semja um aö taka viö debetkortum sem greiðslu fyrir vöru eöa þjónustu. En í bönkunum eru þau mjög handhæg bæöi fyrir lánastofnunina og viöskiptamenn þeirra. Hraöbankakerf- iö innanlands er einnig mjög hentugt eftir aö fólk kemst upp á lag með að nota þaö. En mikið ber á kvörtunum um að þessi kort nýtist ekki erlendis sem skyldi og veldur oftrú á notagildi þeirra handhöfum þeirra vandræðum. íslensku kortafyrirtækin gera lítiö úr þessu, en viöurkenna aö debetkort séu svo ný af nálinni aö þau séu ekki gild í alla hraöbanka í útlönd- um, en muni gera þaö síðar. Ef kreditkortafyrirtækin hér eru einhverjir frumkvööl- ar í heiminum hvaö varöar debetkortin, ættu þau aö láta viðskiptavini sína vita af því og aö þau séu ekki eins áhrifaríkur greiðslumáti og þau láta í veöri vaka. Málið er það, að auglýst er aö kortin gildi í alla hrað- banka í óteljandi löndum og fólk tekur þaö trúanlegt. Skrumiö og lofiö, sem fyrirtækin bera á kortin og nota- gildi þeirra, stenst ekki þegar á reynir. Auglýsingaherferö- irnar eru dýrar, en ekki trúverðugar og ættu þessar penin- gamyllur aö athuga hvaö þær láta frá sér fara í þessum efnum, og eigendur þeirra, bankarnir, aö sjá um að stað- hæfingar skrumkenndra auglýsinga og fyrirheit, sem gef- in eru í upplýsingabæklingum, standist þegar á hólminn er komið. Annaö eru ósæmilegir viðskiptahættir og auka ekki trúverðugleika peningastofnananna. Þá eiga kortafyrirtækin í samkeppni sín á milli um hylli viöskiptavinanna og skrumskæla tilkynningar og auglýsingar hvers annars og snúa út úr þeim. Síst eykur sú framkoma tiltrú á kortunum eöa þeim stofnunum sem aö þeim standa. Kortafyrirtækin og peningastofnanirnar, sem þau eiga, hljóta að fara aö sjá að sér og stunda vandaðri vinnubrögð í kynningu og auglýsingum á debetkortun- um. Þaö dugir ekki aö telja korthöfum trú um aö nota- gildi þeirra sé meira og víötækara en þaö í raun er, eöa aö gefa til kynna aö svo sé. Þaö skal endurtekiö aö sá rafræni gjaldmiðill, sem de- betkortin eru, er handhægur greiöslumáti og á örugglega góöa framtíð fyrir sér, en þaö er ekki gæfulegt aö kynna hann meö offorsi og skrumi og valda korthöfum óþörf- um vandræöum. Óþekktarangar í utanríkisrábuneyti fllisdómur nýskipabs rábuneytisstjóra utanríkisrábuneytlsins á starfsháttum rábuneytisins: "aumhalds- lál í utanríkisrábuneytinu rt Trausti Árnason, nýsklp- F rábuncytlsstjórl utanríkls- íuneytlslns, fcr hört)um ort>- li um skipulag og starfshættl ^nríklsrábuneytlslns í frétta- I sem geflh er út af ráöu- Jnu. Róbert netaöl meööllu Lslg um þetta mál I samtall |nann í gacr. knhlaöiöi fj VjfljÉi hver|u sinnl, lelölr til hreppa- mlstaklst því gamli andlnn I ráöu- myndunar og hrepparígs," seglr' ^neytlnu, sem veltl breytlngum Róbert Ámi samkv«mt helmlld-* 'Viönám; veröl ofaná og slgrl auö- um Morgunblaöslns. • - t‘- Q veldlega. ' ’ * Elnnlg kemur fram í máll Ró-‘ Þvf veröi yfirstjórn ráöuneytlsins berts aö tilraunir til endurskipu- aö hugleiöa hversu opiö og mót- lagningar séu eins og aö halda I taekUegt ráöuneytiö sé f raun fyrir orrustu vlö ofureflK Breytlngar £ breytingum, hvort stefnubreytlng sé skýr og ráöuneytinu haíl veri sett markmlö. Róbert Traustl legj ur tll aö ráöuheytinu veröi se skýf markmlö til lengrl o skemmri tíma og best sé aö mark mlöin séu mælanleg þannig a haegt sé aö bera saman áaetlun o árangur. Ymsir hafa bent á það í gegn- um árin aö þaö hafi þurft ann- aö hvort pólitíska klíku eöa „pabbastráka- klíku" til aö komast í vinnu í utanríkis- ráöuneytinu. Hvaö svo sem kann aö vera til í því, hefur Garra fundist starfsmenn utanríkisþjónust- unnar upp til hópa ákaflega drjúgir meö sig. Gildir þaö einkum um þá, sem hafa náö embættisframa sínum í gegn- um fjölskyldutengsl eöa vegna pólitískra vinargreiða, sem nær undantekningalaust hafa tengst Sjálfstæöisflokknum og á seinni árum Alþýöuflokkn- um. Nú berast af því fréttir að upp úr sé að sjóða í ráðuneytinu og sjálfur ráðuneytisstjórinn, sem raunar er nýkominn í það embætti, talar um þaö í ein- hverjum innanhússpappírum að ástandið sé nánast óþol- andi. Hver höndin sé upp á móti annarri, yfirmenn vita ekkert hvað þeir eiga að láta undirmenn gera, svo undir- menn gera bara það sem þeim sýnist. I miðjunni sitji svo ráð- herrann, sem ekki hafi lagt fram neina stefnumörkun í málefnum ráðuneytisins, þannig að allt leiki í lausu lofti. Ekkert taumhald Orðrétt segir ráðuneytisstjór- inn: „Ástandið skapar einnig vandamál um taumhald. Hvernig eiga stjórnendur ráðu- neytisins að hafa taumhald þegar hvorki þeir né almennir starfsmenn ráðuneytisins vita í hvaða átt eigi að stefna og starfskröftum ráðuneytisins er beint í ýmsar áttir?" Greinilegt er af þessu taum- haldstali öllu að ráðuneytis- stjórinn telur að ráðherrann og ríkisstjórnin hefði þurft að leggja almennilegt hringamél við ráðuneytið í stað þess að láta sér nægja einfalt band- beisli. Menn nái ekki almenni- legu tölti út úr ráðuneytinu með bandbeislinu einu saman. Þetta veröur jafnvel enn ljós- ara þegar lengra líður á játn- ingar ráðuneytisstjórans, því þá kemur í ljós að sérhver starfsmaður hefur sína einka- skilgreiningu á því hvert hlut- verk ráðuneytisins á að vera. Sjálfhælnu embættismennirn- ir í utanríkisráðuneytinu, sem Garri hefur stundum talið sig hafa orðið varan við, eru þegar GARRI betur er að gáð ekki bara sjálf- hælnir og drjúgir meö sig út á við. Þeir eru það líka hver gagnvart öðrum og virðast allir telja sig vita besta allra. Það ríkir með öðrum orðum smá- kóngastríð í utanríkisvið- skiptaráðuneytinu og ráðu- neytisstjórinn — sem sjálfur var sagður einn þessara smá- kónga, sem hlutu sérstaka náð með tilheyrandi upphefð hjá keisaranum í ráðherrastólnum — virðist hafa gefist upp á styrjöldinni og vill nú grípa til pólitískrar atómbombu til að gera út um málin. Ráðuneytisstjórinn segir hefðbundna endurskipulagn- ingu vonlaust mál. Ráðherra verði einfaldlega að setja smá- kóngunum skýrar reglur og markmið til að vinna eftir. Ekki rétta lausnin Augljóslega hefur ráðuneytis- stjórinn mikla trú á ráðherra sínum og yfirboðara, enda tókst Jóni Baldvini að hækka stjórann í tign á sínum tíma, án þess að skeyta um kurrinn í mörgum öðrum í ráðuneytinu, sem töldu sig betur að ráðu- neytisstjórastarfinu komna. En þrátt fyrir tiltrú ráðuneyt- isstjórans á ráðherra sínum og ríkisstjórrt, og þrátt fyrir það hversu skelfilegt er til þess að vita að óþekkir og agalausir smákóngar séu látnir standa vörð um hagsmuni íslenska lýðveldisins og íslenskrar þjóð- ar út á við, getur Garri ekki fall- ist á þá lausn ráðuneytisstjór- ans að ráðherra og ríkisstjórn taki í tauminn og reyni að berja stefnufestu inn í ráðu- neytið. Sannleikurinn er auðvitað sá að málin hafa reddast vegna þess að þeir hafa ekki haldið um taumana í ráðuneytinu. Miðað við árangurinn af öðru, sem frá stjórninni hefur kom- ið, væri eðlilegt að ætla að þá fyrst mögnuðust vandræöin, ef ríkisstjórnin og utanríkis- ráðherra ætluðu að stjórna meira en orðið er. Garri List og saga í höfuöborginni eru margar áhugaverðar sýningar þessa dagana. Þrjár sögulegar sýning- ar eru með örstuttu millibili í miðbænum. í Geysishúsinu er samgöngusýning, í gamla Morgunblaðshúsinu er sýning Þjóöminjasafns og Þjóðskjala- safns um „leiðina til lýðveldis", og í Alþingishúsinu er sýning um störf og starfshætti Alþingis. Hér er um stórfróðlegar sýning- ar aö ræða, sem settar eru upp í tilefni 50 ára afmæli lýöveldis á íslandi. Það er ómaksins vert fyrir þá, sem eiga leið til Reykja- víkur, og þá, sem eru á ferð í miðbænum, að líta á þær. En það getur fleira áhugavert að líta nú í borginni. Listsýn- ingar eru fjölmargar og við hjónin höfum ánægju af því að líta við þar sem myndlist er til sýnis. Af nógu er að taka, en ég vil nefna tvær sýningar sem ég hafði mikla ánægju af að skoða. í deiglunni Það er einkar athyglisvert hvað tímbilið frá 1930 til 1944 hefur veriö frjótt í myndlist. Það blas- ir við augum, þegar komið er inn á sýningu Listasafns íslands sem ber nafnið „í deiglunni". Sýningin er hvortveggja í senn söguleg heimild um tíöarand- ann og veisla fyrir augað af verkum ýmissa okkar bestu málara, sem áttu sitt þroska- skeið á þessum tíma. Þessi verk eru tengd tíðarandanum á eink- ar skemmtilegan hátt og ekki síst er fróölegur sá hluti hennar, sem fjallar um svokallaða lista- mannadeilu og sýninguna í Gefjunarglugganum, sem Jónas Jónsson stóð fyrir til að sýna ís- lendingum dæmi um klessu- verk, og „hauslausa menn sem eru að velta olíutunnum frá Héðni Valdimarssyni", svo vitn- Á víöavangi að sé í eina af mörgum blaða- greinum Jónasar. Auðvitað er einkennilegt að sjá þessi verk nú, sem eru eftir málara á borð við Þorvald Skúlason, Valtý Pét- ursson og fleiri, en deilan öll sýnir að listin hefur verið í lif- andi umræðu, sem aðfarir Jón- asar, þótt óvenjulegar væru, hafa ýtt undir. Veisla í Norræna húsinu í kjallara Norræna hússins stendur yfir málverkasýning þar sem sýnd eru verk eftir Ragn- heiöi Jónsdóttur Ream. Ég verð að játa það að ég þekkti lítt til þessarar listakonu, en verð að segja að sýningu með jafngóð- um verkum og veislu fyrir aug- að hef ég ekki séð lengi. Ragn- heiöur Jónsdóttir Ream var lengst af búsett í Bandaríkjun- um og tók út sinn þroskaferil í listum þar. Hún er ein af þeim miklu listakonum íslenskum á sviði myndlistar sem þar lifðu og störfuðu. Framlag þessara kvenna til íslenskrar menning- arsögu er afar merkilegt og á ég þar við nöfn eins og Louisu Matthíasdóttur, Nínu Tryggva- dóttur og Nínu Sæmundsson. Myndirnar í Norræna húsinu eru íslenskar landslagsmyndir og hins vegar uppstillingar. Landslagið er einfaldað og tekið frá óvenjulegu sjónarhorni, eins og segir í sýningarskrá. Mér finnst árangurinn stórfengleg- ur, og þaö var ánægjulegt eitt síödegi í vikunni að sjá nokkur af verkum þessarar konu, sem er stórt nafn í íslenskri myndlist, þótt ég í fáfræði minni hefði ekki af henni spurnir. Ég held að þessi kona sé dæmi um listamann sem tekur út sinn þroska erlendis og sér ísland nýrri sýn á eftir. Hinar gullfal- legu myndir í Norræna húsinu eru vitnisburður um slíkt. Þær bera vott um hughrif og minn- ingar, en það er ekki nema mik- illa listamanna að koma þeim tilfinningum á léreftið. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.