Tíminn - 15.07.1994, Page 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær)
• Suburland til Vestfjar&a og Subvesturmib til Vestfjarðami&a:
Norbvestan og sí&an vestan gola e&a kaldi og skýjað me& köflum.
• Strandir og Nor&urland vestra, Nor&urland eystra, Nor&vest-
urmib og Nor&austurmið: Nor&vestan og sí&ar vestan gola e&a kaldi
og skýjaö með köflum.
• Austurland ab Glettingi, Austfir&ir, Austurmib og Austfjar&a-
mi&: Léttir til me& nor&vestan og sí&an vestan golu.
• Su&austurland og Subausturmib: Léttir til meb nor&vestan golu
e&a kalda. Nor&vestan en sí&an vestan gola og ví&ast léttskýjab.
Tvítug ungmenni telja sig álíka slœm til heilsunnar og ellilífeyrisþegar:
Sjómenn í þeim
hópi sem sjaldn-
ast fær sér í glas
Könnun á lífsháttum 18—75
ára íslendinga leiddi m.a. í
ljós ab ungmenni á 18—25 ára
aldrinum telja heilsufar sitt
svipaö og fólkiö sem er 60—75
ára. Báöir þessir hópar mátu
líkamlega heilsu sína frekar
slæma, eða í besta falli sæmi-
lega. Af þeim aldurshópi sem
var þarna á milli voru um
30% sömu skoðunar. Ef aðeins
um 3 af hverjum 5 íslending-
um kringum tvítugt telja sig
frekar heilsugóöa má álykta
aö líklega sé ekki vanþörf á
átakinu: „Heilsuefling — hefst
hjá þér" sem heilbrigöisrábu-
neyti og Iandlæknisembætti
hafa nú sameinast um aö fá
landsmenn til aö taka þátt í.
„Þetta er líklega 4. tilraunin
sem gerö hefur verið í hér á
landi
til almennrar heilsueflingar.
Fyrstu tilraunina geröi náttúru-
lækningafólk, sem þótti skrýtið
og predikaði hófsamt líferni,"
sagði sagði Ólafur Ólafsson
landlæknir. Þótt síðan hafi
náðst gífurlegur árangur á
mörgum sviðum — ævilíkur t.d.
vaxið mjög mikið — var Ólafur
samt heldur óhress með ýmsar
niöurstööur könnunarinnar,
ekki hvaö síst heldur slaka út-
komu unga fólksins.
Unga fólkib tekur minnst tillit
til hollustu matarins sem það
neytir, drekkur og reykir oftar
en flestir aðrir, er kærulausast
allra með notkun bílbelta (þótt
það lendi 5-falt oftar í umferðar-
slysum) og lætur smokkinn
lönd og leið þótt þab efni til
skyndikynna.
Athygliverðar niðurstöður
könnunarinnar hafa m.a. gert
„almannaróminn" beran að lyg-
um. Því samkvæmt þeim eru
sjómenn í þeim hópi sem
sjaldnast drekka áfengi. Það
reyndust þvert á móti sérfræð-
ingar, atvinnurekendur og iðn-
aöarmenn sem oftast drekka
áfengi. En sjómenn, verkafólk,
afgreibslufólk og bændur fá sér
sjaldnast í glas. Enda kom í ljós,
þegar litið var á árafjölda á
skólabekk, að háskólaborgarar
eru hlutfallslega tvöfalt fleiri í
hópi þeirra sem drekka oft í
mánuði en þeir sem hafa grunn-
skólann einan að baki.
Munstrið snerist alveg við þeg-
ar kom ab reykingunum. Reyk-
ingar minnka með aukinni
menntun, en eru tvöfalt meiri
mebal verkafólks, afgreibslu-
fólks, sjómanna og bænda en
annarra stétta.
Konurnar virðast gæta betur að
því en karlarnir að reyna að fyr-
irbyggja heilsuleysi og slys. Þær
virðast huga meira að hollustu
matarins sem þær elda og
boröa. Þær láta oftar mæla hjá
sér blóbþrýsting og fylgjast meb
heilsufari sínu. Þær eru miklu
samviskusamari við að nota bíl-
belti. Og þær eru minna stress-
aðar en karlarnir.
Karlarnir sneru hins vegar á
konurnar þegar kom að hreyf-
ingu og áreynslu. Um 62% karla
„Abur var þab fatœktin sem skipti folki í stéttir. Nú eru þab lifsvenjurnar
sem skipta fólki íhópa og hafa þannig tekib vib af fátœktinni," sagbi Ól-
afur Ólafsson landlœknir sem er hér í þrekmœiingu hjá Cubmundi Helga-
syni. Tímamynd CS
sögðust 3svar í viku eöa oftar
hreyfa sig þannig að þeir mæð-
ist, svitni eða hjartsláttur aukist,
en einungis 45% kvennanna.
Um þriðjungur kvenna en
fimmtungur karla sagðist aðeins
tvisvar í mánubi eða sjaldnar
reyna svo mikið á sig. ■
Pálmi Karisson og Finnur, sonur hans, hampa hvalkjöti sem er vinsœll
„ minjagripur" hjá erlendu ferbamönnunum.
Sérstœbir „minjagripir" vinsœlir í Kolaportinu:
Útlendingar taka
hvalkjöt meö heim
Brot úr halastjörnu springa á Júpíter. Þorsteinn Sœmundsson stjarn frœöingur:
Eins og milljón meðal
stórar vetnissprengjur
Fiskbúbin okkar hóf nýlega
aö selja hvalkjöt í Kolaport-
inu. Viötökurnar hafa veriö
góbar, bæöi hjá íslendingum
og útlendingum. Nokkur
brögö hafa veriö aö því aö
útlendingar hafi beöiö um
ab hvalkjötinu yrbi pakkaö í
loftæmdar umbúöir til þess
ab þeir geti haft þab meö sér
heim.
Að sögn Pálma Karlssonar hjá
Fiskbúðinni okkar eru útlend-
ingarnir forvitnir um hval-
kjötiö og um síðustu helgi
keyptu þeir t.d. bæði hnýsu-,
höfrunga- og hrefnukjöt til
þess að hafa með sér heim. ís-
lendingar eru einnig sólgnir í
hvalkjötið. Fiskbúðin okkar
býöur flesta daga upp á ein-
hverjar tegundir hvalkjöts,
enda er eftirspurnin stöðug.
Pálmi segist sannfærður um að
hér innanlands væri hægt ab
selja jafn mikið af hrefnukjöti
og nemur kvóta Norðmanna á
þessu ári, en hann er 180 dýr.
Hrefnurnar eru misjafnlega
stórar, en gera má ráð fyrir að
meðaldýr sé 1000-1200 kíló.
Hrefnuveiðar eru sem kunn-
ugt er bannaöar. Ab sögn
Pálma er það kjöt sem hann
fær til sölu víða ab af landinu,
en það er af skepnum sem
slæðast í net fiskimanna. Verð-
ib á hrefnukjötinu er 690
kr./kg. í Kolaportinu.
■
Eins og fram hefur komiö
lenda brot úr halastjörnunni
Shoemaker-Levy á Júpíter, nú í
kringum 20. júlí. Um verbur ab
ræba gífurlega sprengingu þeg-
ar brotin úr halastjörnunni
lenda á pláhnetunni og bíba
stjörnufræbingar og abrir vís-
indamenn víba um heim
spenntir eftir ab sjá hvab í raun
og vem gerist og hvort þab
verbur jarbarbúum sýnilegt.
„Þetta er einstakur atburöur sem
ekki er líklegt aö viö fáum tæki-
færi til aö sjá aftur. Þab veröur
öllum helstu sjónaukum í heim-
inum beint að þessu. Það er rétt
aðeins hugsanlegt ef þetta veröur
mjög skær blossi ab hann geti
lýst upp tungl Júpíters. í að
minnsta kosti einu tlviki verbur
eitt tungl Júpíters í skugga Júpít-
ers og þab er hugsanlegt að þaö
lýsist það mikið upp að þaö sjáist
frá jörðu. Þetta er nú það sem
menn em að gera sér vonir um.
Annar möguleiki er sá að þegar
þetta gengur inn í gufuhvol Júp-
íters, sem er um 1000 kílómetra
þykkt, þá rísi upp eldsúla mikil
þannig að þab verði strókur
hundmð eða jafnvel þúsund
kílómetra út í geiminn og það er
möguleiki að hann sjáist frá
jörðu. Svo snýst Júpíter svo hratt
að það líða ekki nema tuttugu
mínútur eða í mesta lagi klukku-
tími þangað til þetta er komib
inn fyrir röndina þannig að þetta
sjáist. Þannig að ef það verður
einhver röskun í lofthjúpnum þá
er von til þess ab þab sjáist frá
jörðu," segir Þorsteinn Sæ-
mundsson stjarnfræbingur.
Þorsteinn segir að það verði erf-
itt að sjá atburðinn vel héban frá
íslandi en þab verður fylgst meb
þessu úr öllum helstu sjónauk-
um heims og meðal annars úr
sjónaukum gervitungla og geim-
flauga og frá því sjónarhorni er
hugsanlegur möguleiki ab ná
mynd af hvellnum.
„Það verður fylgst með þessu úr
Hubble sjónaukanum sem er í
600 km hæð frá jörðu og er mjög
öflugur og ætti að geta greint ef
einhverjar breytingar verða á
Júpíter. En þaö sem menn binda
hvab mestar vonir við em geim-
flaugar. Voyager geimflaugin er
komin langt út í geiminn og gæti
horft til baka til Júpíters, en hún
er jafnvel komin svo langt í
burtu ab vafasamt er að það sjáist
mikið frá henni. Það hafa ekki
verið teknar myndir meö henni
mjög lengi og ólíklegt að þaö
veröi hægt. En flaugin Galileo er
á leið til Júpíters og kemur til
Júpíters á næsta ári og hún er
þannig staðsett ab hún ætti að
geta séb þetta beint. Það er von-
ast til þess ab einhverjar myndir
náist frá henni af þessum miklu
hvellum."
Þorsteinn bendir á að það viti
enginn hvort nokkuð muni sjást
en segir að menn út um allan
heim geri sér miklar vonir um ab
eitthvað muni koma fram.
„Ef þetta em sæmilega stór brot
úr halastjörnu þá er þetta gífur-
leg orka sem þarna leysist úr læb-
ingi. Þetta gæti verið á við millj-
ón meðalstórar vetnissprengjur
og við höfum ekki kynnst slíkri
orku, a.m.k. ekki hér á jörðu,"
sagði Þorsteinn Sæmundsson að
lokum. ■
BEINN SIMI
AFGREIÐSLU
TÍMANS ER
631 • 631