Tíminn - 27.08.1994, Síða 5
Laugardagur 27. ágúst 1994
5
Jón Kristjánsson skrifar
Við íslendingar höfum hingað til haft
þann skilning að auðlindir okkar séu
einkum þrenns konar. Gæði lands-
ins, fiskimiðin í kring um það og orkulind-
irnar, vatnsorka og hveraorka. Við höfum
gengið hart fram í fjárfestingum í orkumál-
um, og miklar verðhækkanir á olíu á sjö-
unda áratugnum leiddu af sér byltingu í
orkunýtingu hér á íslandi sem kemur fram
í því að nú er um 90% húsnæðis hér hitab
upp meb vatnsafli.
Þab er viðurkennt að fjárfestingar í nýt-
ingu vatnsorku hafa verið stundaðar meir
af kappi en forsjá í mörgum tilfellum sem
hefur það meðal annars í för með sér aö afl
einnar Blönduvirkjunar er umfram í orku-
kerfinu. Þessi staða er ljós og nú hefur sú
breyting orðið á ab þegar rætt er um virkj-
unarmál eru sölumálin hluti af þeirri um-
ræðu.
Álver - sæstrengur.
Leit íslendinga að fjárfestum í orkufrekum
iðnabi hefur ekki boriö árangur síbustu ára-
tugi. Kísilmálmverksmiðja og Álverksmiðj-
ur hafa ekki orðið að veruleika, og enn er
biðstaða í því efni. Nú síðast eru komnar
upp umræbur um það að orkuverð muni
hækka svo mikib í Evrópu á komandi árum
að það kunni ab vera hagkvæmt fyrir orku-
notendur þar ab kaupa orku frá íslandi í
gegn um sæstreng. Þarna er um f járfestingu
ab ræða sem nemur þreföldum fjárlögum
íslendinga ab minnsta kosti.
Umræburnar um sæsteng hafa vakið upp
25 ára gamlar bollaleggingar um virkjanir á
Austurlandi, í Jökulsá á Fjöllum og í Jök-
ulsá í Dal. Þessar virkjanir fela í sér verulega
vatnaflutninga milli byggðarlaga sem er
nýtt í virkjunarsögunni í svo ríkum mæli.
Sjónarmið náttúruverndar.
Það er ein virkjun á Austurlandi komin
svo langt í rannsóknum að hægt er ab byrja
framkvæmdir meb stuttum fyrirvara. Það
er Fljótsdalsvirkjun. Bærileg samstaða hef-
ur tekist um hana, þótt vissulega feli hún í
sér fórnir á fagurri hálendisvin sem er vot-
lendiö á Eyjabökkum austan Snæfells. Stór-
virkjanir ganga nærri landinu og breyta
ásýnd þess. Þetta er náttúruverndarmönn-
um þyrnir í augum. Ég skil þetta sjónar-
mib. Hins vegar hef ég alltaf verið þeirrar
skobunar að nýting orku í stórum stíl
þýddi fórnir, en vandinn
er ab ganga þannig til
verks ab sem minnstum
skaða valdi.
Stórvirkjanir
fyrir
sæstreng.
Iðnaðarráðuneytið bauð
í síðustu viku til fundar og kynnisferðar á
virkjunarslóðir fyrir austan. Ég tók þátt í
þeirri ferð sem þingmaður Austurlands.
Það vakti athygli mína vib framlagningu
gagna um málið áður en ferðin hófst að
ráðuneytismenn lögðu á þab áherslu að
ekkert nýtt væri að gerast í markaðsmálum
orku sem kallaði á þessa kynningu. Til-
gangurinn væri einfaldlega sá ab koma
virkjunarmálunum og virkjunarkostum í
umræbu til þess að hafa tímann fyrir sér ef
aðstæbur breyttust.
Mér finnst þetta jákvætt og tek undir
naubsyn þess að ræða orkunýtingu án þess
að vera undir þeirri pressu ab taka ákvörð-
un þegar í stab um tilhögun virkjana.
Sannleikurinn er sá að virkjun Jökulsánna
fyrir austan er ekkert smámál, né þeir
vatnaflutningar sem þessum framkvæmd-
um eru samfara. Til rannsókna á þeim efn-
um þarf að vanda mjög vel.
Virkjanir næstu aldar.
Þab kom fram hjá sérfræbingum Orku-
stofnunar sem tóku þátt í þessari kynningu
að þeirra mat er að virkjun t.d. í Jökulsá í
Dal þurfi fjögurra ára rannsóknartíma í við-
bót, tvö ár í hönnun og fimm ár í bygg-
ingu. Því er það svo að þarna er verið að
tala um mannvirki næstu aldar, þótt byrjað
sé strax. í þessari virkjun yrði hæsta stífla í
Evrópu fyrir ofan Dimmugljúfur við Kára-
hnúka á Brúardölum. Stíflan yrbi 200
metra há og 600 metra breið neðst, en 6
metrar að ofan. Ofan
vib stífluna yrði mikið
uppistöðulón sem nær
allt inn að jökli, frá lón-
inu yrðu jarðgöng yfir
til Lagarfljóts. Við virkj-
un Jökulsár á Fjöllum
mundi myndast eitt
stærsta vatn á íslandi í
Arnardal innan Möðru-
dals, sem er með fegurri
hálendisvinjum sem að er komið. Vatns-
magnið mundi minnka í Dettifossi sjálf-
um, þótt sérfræðingar teldu að 90% sumar-
rennsli gæti verið í honum eftir virkjunar-
framkvæmdir.
Rannsóknir
Afstaða mín nú til þessara mála er einfald-
lega sú ab fá samstöbu um þab að halda
áfram rannsóknum á þessu svæði. Hins
vegar þarf að fást niöurstaða í það mál
hvort samstaöa næst hjá þessari kynslób
um ab virkja Jökulsá á Fjöllum. Þab er alveg
ljóst að andstaða er mikil við þá hugmynd,
og hagsmunir ferðaþjónustu og sjónarmið
náttúruverndarmanna rekast þar á við
virkjunaráformin. Sé engin samstaða um
virkjun árinnar er óþarfi að verja stórfé í
rannsóknir á þeim virkjunarkosti.
Þab er einnig afar áríðandi að ljósar niður-
stöbur liggi fyrir um umhverfisáhrif vatna-
flutninga.í Lagarfljót. Fljótið er svo mikil
þungamiðja í náttúrufari á Fljótsdalshéraði
að þaö má ekki taka áhættu af kólnun eða
landeyðingu í kjölfar vatnaflutninganna.
Fljótsdalshérab er gróðurvin og ber að
leggja rækt við þann þátt í náttúru þess
eins og verið er að gera með ræktun skóga
og uppbyggingu svæðisins fyrir ferða-
menn. Veðurfarslega er Héraðið sælureitur,
ef árferði er normalt.
Ákvarðanatökur um virkjanir 21 aldarinn-
ar hljóta að byggjast á sem ítarlegustum
rannsóknum og upplýsingum. Það er
ábyrgöarlaust að taka ákvarðanir á öðrum
forsendum.
Er sæstrengur framtíbin.
Það er einnig ákvörðunarefni hvort ís-
lendingar eigi yfirleitt að stefna að orku-
flutningi úr landi um sæstreng. Æskilegast
væri að virðissaukinn væri eftir í landinu í
atvinnustarfsemi sem tengdist framboði á
orku. Það er ekkert sjálfgefið að sæstrengur
sé heppileg lausn á markaðsmálum orku
fyrir okkur. Ef orkuverðshækkun yrði mikil
í Evrópu og staða raforkunnar styrktist, er-
um við íslendingar þá ekki í stöðu til þess
að bjóða orku til atvinnustarfsemi í land-
inu sem byggð væri á erlendri fjárfestingu?
Þetta eru spurningar sem krefjast svara áð-
ur en ákvarðanir eru teknar um sæstreng.
Hinn gullni meðalvegur.
Ég er sammála því að við íslendingar verð-
um að leita leiða til orkunýtingar. Vib verð-
um hins vegar ab gera það í eins mikilli sátt
við náttúruna og unnt er, og náttúruvernd-
armenn og hönnubir virkjana verða að
hafa sem best samband sín á milli. Ég
varð þess var á fundunum fyrir austan og
í kynnisferðinni á virkjunarslóðirnar að
þetta talsamband er að batna, og það
þykir ekki lengur sjálfgefið að kaffæra
náttúruperlur, eða breyta náttúrufari.
Rannsóknir næstu ára verða að vera í
þeim anda að þræða hinn gullna meðal-
veg. ■