Tíminn - 27.08.1994, Side 8

Tíminn - 27.08.1994, Side 8
8 Wiwúwu Laugardagur 27. ágúst 1994 Þetta var dýrölegur dagur fyr- ir útsýnisflug. Sólin heílti geislum sínum yfir Sumter skóginn, í Suöur- Karólínufylki, skammt frá borginni Edgefield. Lögreglumaöurinn Don Bullock flaug Cessna vél sinni rétt yfir trjátoppana í leit aö maríjúana- plöntum en mikil brögö eru aö ræktun þeirra á þessum slóöum. Skyndilega kom hann auga á hóp fólks sem haföi safnast saman. Bullock lenti vélinni á grasbala og athugaöi málið. Þetta varö síöar óhugglegasta málib á margra ári ferli hans sem rannsóknarlög- reglumanns í Edgefield. Þetta geröist 19. júní 1991. Skóg- areftirlitsmaður haföi keyrt fram á kyrrstæðan sendiferöabíl. Hann skyggndist inn í bílinn og sá þar tvö lík sér til hryllings. Hann var nýbúinn ab hafa samband viö fógetann þegar Bullock kom á vettvang. Bullock sá strax að líkin voru af konu og ungum strák. Reynt haföi veriö að kveikja í bílnum og voru líkin sótug og innréttingar bílsins nokkuö brunnar. Svo virt- ist sem um tvöfalt morð væri aö ræöa. Sérstakir rannsóknarmenn úr íkveikjudeild lögreglunnar voru kallaðir á staðinn ásamt fleiri starfsmönnum morödeildar. Bæöi konan og drengurinn voru skólaus og klæði þeirra teygð og rifin. Fyrsta tilgáta lögreglunnar var aö þau heföu veriö myrt utan bifreiðarinnar og komiö fyrir í bílnum áöur en moröinginn kveikti í, sennilega til ab eyða vegsummerkjum. Honum hafði þó orðið á, þar sem eldurinn hafði aðeins logað nokkra hríð en dáiö síðan af sjálfu sér. Sönnuð íkveikja Þab kom ekki á óvart þegar íkveikjudeildin komst að því að bensíni hafði verið skvett yfir lík- in. Mistök morðingjans voru öbru fremur þau ab hann hafði ekki opnaö gluggana á bifreiöinni svo eldurinn fengi súrefni til aö breiðast út. Konan hét Linda Williams, myndarleg 39 ára kona sem haföi búib skammt frá vettvangi glæps- ins. Ekkert benti til aö kynferðis- afbrot heföi verið framiö og í pyngju hennar fundust þrjú hundrub dalir auk krítarkorta sem sönnuðu að morðiö haföi ekki veriö framið í hagnaöar- skyni. Þaö var erfitt aö ímynda sér hvers kyns maður þaö væri sem myrti 12 ára gamlan dreng, en í veski Lindu fundust gögn sem sýndu að drengurinn í bílnum var sonur hennar. Starfsmenn lögreglunnar luku störfum skömmu síöar og líkin voru send til krufningar. A meö- an kom í ljós ab bíllinn var skráð- ur á eiginmann Lindu, Luke A. Williams. Hann bjó í átta kíló- metra fjarlægð frá moröstaönum og fyrsta verk Bullocks, sem var beðinn um að taka málið ab sér, var ab sækja hann heim. Luke reyndist ekki heima en nágrannar fræddu lögregluna um ýmis at- riði. Williams hjónin bjuggu í glæsilegu einbýlishúsi meö falleg- um vel ræktuöum garði. Linda var aö sögn nágranna og sam- starfsmanna hennar stórkostleg kona sem enginn gat annaö en hrósaö fyrir létt skap og dugnaö. Hún hafði veriö farsæl í starfi sínu sem kennari og Shaun, hinn 12 ára gamli sonur hennar, var hvers manns hugljúfi aö sögn grannanna. Þau mæögin voru mjög samrýmd en Linda hafði ættleidd Shaun er hann var að- eins 1 árs. Grunsamlegur eiginmaður • Klukkan var rétt gengin í sex þegar Williams kom heim til sín Rannsóknarlögreglumenn athuga vegsummerki í sendiferbabílnum sem morbinginn kveikti í ab loknu ódæbisverkinu. Fórnaði og syni eiginkonu Luke Williams. þar sem yfirvaldið beið hans. Bullock vatt sér strax að hinum stóra og þrekvaxna manni og sagði honum að sonur hans og eiginkona heföu fundist myrt í skóginum. „Hvernig vitiöi ab lík- in séu af syni mínum og eigin- konu," spuröi Luke snöggur upp á lagib. Um þab bil hálf mínúta leib ábur en Bullock svarabi. „Þau fundust í bíl sem þú ert skrábur fyrir, vasabók konunnar þinnar fannst þar, veskið hennar og skil- ríki þeirra beggja." Aftur kom löng þögn en þá sagbi Luke loks: „Ég verö aö fara og athuga hjá mér póstinn." Hann var færöur til frekari yfirheyrslu á stööinni. Að sögn Lukes hafbi hann vakn- aö um 7-leytið um morguninn vib aö Linda og Shaun voru aö klæba sig og hugðust verja degin- um í búðarráp. Hann haföi rétt losaö svefninn en sofnaði síöan aftur. Þab hefði verið í síðasta skiptiö sem hann sá þau. Luke kvað engin sérstök vand- ræöi hafa verib í hjónabandinu. Hann hafbi reyndar sjálfur misst atvinnuna fyrir einu ári og og kvaöst eyöa mestum tíma heima fyrir. Luke gaf greinargóbar upp- lýsingar um hvernig hann heföi varið deginum, sagöist hafa séö öskukarlana um morguninn og veifaö í þá, síöan haföi hann rek- ib nokkur smávægileg erindi og boröaö á matsölustaö í hádeginu. Þá gat hann þess ennfremur að hann hefði verið aö svipast um eftir nýju húsi en hann og Linda höfbu áætlað ab flytja í nýtt og stærra húsnæöi innan skamms síma, Shauns vegna. Lögreglu- manninum Bullock fannst í hæsta máta furöulegt að atvinnu- laus maburinn væri aö láta sig - fyrir skjótfenginn gróöa SAKAMÁL dreyma um nýtt og stærra hús- næði. Eitthvað var ööruvísi en það átti ab vera. Líftryggingin Luke var með áverka á hægri hendi sem hann gat ekki gefiö fullnægjandi skýringu á. „Ég hlýt ab hafa rekið mig einhvers staðar í," var þaö eina sem hann sagði. Loks kom upp úr kafinu aö Linda Williams haföi nýlega líftryggt sig fyrir 40 milljónir íslenskra króna og strákurinn var líftryggöur fyrir 3 milljónir. Skerfur Lukes var því 43 milljónir viö fráfall mæögin- anna, auk þess sem hann erfbi all- ar eignir, glæsilega fasteign og tvo bíla. Bullock lögregluforingi taldi það engum vafa undirorpið að Luke væri sekur en spurningin snerist abeins um hvernig hægt væri aö sakfella hann. Krufningin leiddi í ljós að Linda haföi látist af völdum margra þungra höfuöhögga en Shaun hafði verið kyrktur til dauða með handafli. Læknirinn sem kruföi líkin gat þess sérstaklega í skýrslu sinni að honum virtist sem höf- uöáverkar Lindu væru af völdum fagmanns, manns sem vissi ná- kvæmlega um viðkvæma staði mannslíkamans. Hann taldi ekki ólíklegt aö morðinginn væri vel aö sér í bardagaabferöum, s.s. kar- ate. Luke hafði einmitt ástundað bardagalist á menntaskólaárun- um. Vafasamur ferill Þegar saga Luke Williams var skobuö kom í ljós ab hann hafði kvænst Lindu eftir að hafa kynnst henni í Háskólanum í Miami. Hann var tölvunarfræðingur að mennt en seinni árin hafði hallab undir fæti. Luke haföi misst at- vinnuna vegna óreglu og það sem bjargaði fjárhagnum var ab hann erfði umtalsverða fjárhæð eftir föbur sinn. Þeir peningar voru nú aö mestu leyti uppurnir, enda eyddi Luke langt um efni fram. Veggjakrotib sem reyndist mikilvægasta vísbendingin í málinu og kom hinum grunaba íhóp daubadœmdra manna. Lögreglan hafði nokkrum sinn- um samband viö Luke á næstu dögum og bað hann m.a. aö fara í lygamæli en hann neitabi því og eftir þaö sagðist hann ekki segja neitt án viðveru lögfræðings. Éf sanna átti hin miskunnarlausu morö á eiginkonu og syni Lukes, urbu haldbærar sannanir aö koma til. Foreldrar Lindu sögðu lögregl- unni að Linda hefbi talað ein- kennilega síðustu dagana áöur en hún var myrt og m.a. beðið þau um aö taka Shaun aö sér ef eitt- hvaö kæmi fyrir hana. Faðir Lindu sagöi að Luke væri „illur mabur" og baö Bullock ab beita sér af alefli fyrir því að sekt Lukes yrbi sönnuö. Vitnin 21. júní dró til tíðinda þegar verkamaður nokkur haföi sam- band við Bullock og sagöist hafa séð undarlegt veggjakrot á litlu steinhýsi skammt frá kirkjugarði bæjarins. Bullock athugaöi veg- summerki en varð steini lostinn er hann sá hvað skrifað hafði ver- iö a vegginn. Þar voru atriði eins og „... hélt að hann væri vinur hennar", „... myrti barnið sitt", „... stór og mikill maður" o.s.frv. Þarna komu ennfremur fram nokkur atriði sem aldrei hafði verið skýrt frá í fjölmiðlum. Ein- hver vissi meira en honum var ætlað. 11. júlí gáfu tveir drengir um 15 ára aldur sig fram viö lögregluna og sögðust hafa orðið vitni aö morðinu á Lindu. Þeir höföu ver- ið að rölta um í skóginum er tveir bílar keyrðu framhjá þeim án þess að þeir sæjust. Ökumaður annars þeirra steig út og réðst á konu í hinum bílnum og dró hana æp- andi út. Drengirnir urðu hræddir og tóku á flótta inn í skóginn og þorðu ekki að segja neinum frá því sem þeir höfðu séð en fengu útrás með því að lýsa atburðun- um með veggjakroti. Loks ákváðu þeir þó að segja lögregl- unni sannleikann. Bullock sýndi þeim hvorum fyrir sig um 10 myndir af þrekvöxnum mönnum og þar af var ein mynd af Luke Williams. „Þetta er maburinn," var svarið hjá báðum án nokkurs hiks. Luke Williams hafði undirbúið glæp sinn af kostgæfni og það var í reynd algjört lán að þessi þýöingarmiklu vitni ræki á fjör- ur lögreglunnar. Luke hafði veitt konu sinni og barni eftir- för morguninn örlagaríka, og gefið konu sinni merki um að stöbva. Eftirleikurinn er ljós. Linda hafði veriö í skilnaðar- hugleiðingum og þess vegna voru síðustu forvöb fyrir Luke að njóta tryggingarfjárins áður en hún færi frá honum. Hann hafði verið svo forsjáll að skipta um dekkjaumgang á bílnum sínum eftir að hann sneri aftur úr skóginum, til ab ekki væri hægt ab rekja möguleg hjólför til bifreiðar hans. Hann hafði ab morðinu loknu gert í því að láta íbúa bæjarins taka eftir sér. Mis- tökin voru samt sem áður tvenn: íkveikjan hafði mis- heppnast og vitnin að morðinu á Lindu áttu eftir að vega þungt í réttarsal. Dómurinn Réttahöldin yfir Luke Williams hófust 15. nóvember 1993 í hinu sögufræga dómshúsi í Ed- geford. Sækjandi fór fram á daubarefsingu og réttarhöldin tóku ekki nema nokkra daga. Niðurstaða kviðdóms var skýr. Luke Williams var fundinn sek- ur um tvöfalt morð af yfirlög- uðu ráði í ágóðaskyni og dæmd- ur til dauða. Hann bíbur nú þess að dómnum verði fullnægt en dauðarefsingar í Bandaríkjun- um tefjast jafnan í nokkur ár í kerfinu áður en dómnum er fullnægt. Ekkert er þó talið geta bjargað Luke Williams. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.