Tíminn - 04.10.1994, Side 4

Tíminn - 04.10.1994, Side 4
4 SMtw Þri&judagur 4. október 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiója Frjálsrar fjölmi&lunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk. Standast forsendur fjárlagafrumvarps? Frumvarp til fjárlaga fyrir áriö 1995 hefur nú verið lagt fram á Alþingi. Nú er gert ráð fyrir því að halli ríkissjóðs árið 1995 verði 6.5 milljarðar króna, en halli yfirstandandi árs verður þegar upp er staðið yfir 11 milljarðar, samkvæmt áætlun. Þegar fjárlagafrumvarpið er skoðað, kemur í ljós að á tekjuhliðinni er reiknað með tekjuauka í óbeinum sköttum, sem aðallega stafar af því að innflutningur er talinn aukast á næsta ári. Þessi spá byggir á því að búist er við hagvexti sam- kvæmt þjóðhagsáætlun um 1.4%. Gert er ráð fyrir niðurskurði á opinberum fjárfest- ingum sem nemur 24.9%, og þannig er niðurstað- an fengin um að halli fjárlaga verði 6.5 milljarðar. Þetta eru stærstu drættirnir í frumvarpinu. Sú spurning vaknar hve áreiðanlegt plagg fjár- lagafrumvarpið er og hversu nærri það fer efna- hagsþróuninni á næsta ári. í forsendum þess er reiknað með að verðbólga verði um 2%. Launa- þróunin verði sú að hækkanir nemi allt að 2% og atvinnuleysi verði 4.9%, sem er sama prósenta og áætluð er í ár. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa kynnt frumvarpið með mikilli bjartsýni, talið það valda nokkrum þáttaskilum í ríkisfjármálum og beinni leiðir séu framundan. Þessi bjartsýni er byggð á veikum grunni. Sú stað- reynd blasir við að atvinnuleysi er þrefalt meira en fyrir fjórum árum, þótt átaksverkefni og tíma- bundnir ávinningar í sjávarútvegi hafi valdið því að það er ekki enn meira. Atvinnuleysið stafar meðal annars af því að fjárfestingar eru í lágmarki, en reiknað er með að draga verulega úr opinberum fjárfestingum á næsta ári. Þá er einnig ljóst að ef fyrirætlanir þær, sem kynntar eru um húsbréfa- kerfið og félagslega húsnæðiskerfið í frumvarpinu, standast, mun draga úr íbúðarbyggingum á næsta ári. Alls er óvíst að fjárfestingar í atvinnulífinu komi í staðinn fyrir þann samdrátt sem af þessu leiðir, þannig að frumvarpið byggir á veikum for- sendum varðandi atvinnustig. Nýsköpun í at- vinnulífi hefur verið af skornum sicammti, og ný störf af þeim sökum hafa því ekki skapast fyrir þau sem losna vegna hagræðingar í fyrirtækjum. Tekjur hafa dregist saman og skuldir og vanskil aukist, og það er trúlegt að verkalýðshreyfingin reyni að sækja aukinn hlut fyrir sitt fólk í kjara- samningum. Því á eftir að reyna á forsendur frum- varpsins hvað snertir launaþróun. Staðreyndin er sú að misrétti hefur aukist í þjóð- félaginu. Ekki verður séð að fjárlagafrumvarpið taki mið af þessum staðreyndum. Hátekjuskattur verður ekki framlengdur og áformum um skatt á fjármagnstekjur verður slegið á frest. Þetta eru pól- itísk skilaboð og sýna vel hverra hagsmunum er verið að gæta að. Það eru því ýmsar veikar forsendur í fjárlagafrum- varpinu og alls ekki víst að niðurstöðurnar verði þær sömu, þegar upp verður staðið í árslok 1995. Þar veldur miklu sú óvissa sem er í launamálum, nú þegar kjarasamningar eru lausir, og það á eftir að reyna á hvort samningar nást án atbeina ríkis- valdsins. Ég heiti Árni, ekki Guðmundur Árni! „Ég er ekki Guðmundur Árni. Ég er bara Árni!" Þannig hljóma í raun þau skilaboö, sem Árni Sigfússon hefur veriö aö senda frá sér eftir að kynnt var ni&ur- staða endurskoðenda á fjárhags- stöðu borgarinnar. Úttektin á fjárreiöum borgarinnar var sem kunnugt er gerb vegna stjórnar- skipta í borginni og viröist ekki hafa verið vanþörf á slíkri út- tekt, því skuldastaöan er vægast sagt hrikaleg. í hnotskurn er staðan þannig að skuldir borg- arinnar sem hlutfall af skatttekj- um hafa hækkað úr því að skuldir námu 45% af skatttekj- um fyrir fjórum árum, en um mitt þetta ár eru skuldirnar orönar meiri en skatttekjumar. Peningaleg staða borgarsjóðs hefur versnað um 8 milljarða króna á sama tíma, og á enn eft- ir aö versna um 600 milljónir fram til áramóta. Endurskobendur úr Reykjavík Það er tiltölulega stutt síðan kynnt var skýrsla með svörtum tölum í Hafnarfirði um sama efni og af svipuðu tilefni. Fyrr- verandi bæjarstjóri í Hafnar- firði, Guðmundur Árni Stefáns- son (sem nú hefur fengiö vott- orð flokksstjórnar Alþýðu- flokksins um að eðlilegt sé að hygla skattsvikurum og ráða stórfjölskyldu sína í vinnu), brást við með því að hrópa á torgum að það væri ekkert að marka einhverja löggilta endur- skobendur úr Reykjavík. Þjóbin hló góðlátlega að Guðmundi Árni Sigfússon. fyrir vikið — eins og menn hlæja vorkunnsamlega að öðr- um Hafnarfjaröarbröndurum. GARRI Er það mál manna að vibbrögð ráðherra félagsmála í þessu máli hafi orðið til þess að þurrka út síöasta stuöninginn við hann utan Hafnarfjarbar, enda verður að viðurkennast að sú pólitíska aðgerð að úthrópa endurskoð- unarskrifstofu sem ómerka af því hún er staðsett í öðru sveit- arfélagi en manns eigin, er mjög óvenjuleg. Kannski hafði þessi pólitíska yfirlýsing fallið betur inn í stjórnmál í Nígeríu en á ís- landi. (Kannski það eigi eftir að valda vandræðum að Ríkisend- urskoðun er staðsett í Reykja- vík?!) A5 vera öbruvísi en Gubmundur Það er því ekki furða þó Árni Sigfússon, sem fylgst hefur með niðurlægingu bæjarstjórans fyrrverandi í Hafnarfirði eftir úttekt endurskoðendanna þar, geri sér far um að bregöast öðru- vísi við þegar sambærileg skýrsla kemur um fjármálastöð- una í Reykjavík. Það er abeins í því samhengi sem hægt er að skilja hvers vegna fyrrum borg- arstjóri i Reykjavík, sem er sak- aöur um í endurskoðenda- skýrslu að hafa skilið við borgar- sjóð í rjúkandi rúst, fer að tala um að hann taki fullt mark á skýrslu endurskoðendanna og að hún sé vel unnin og í alla staði til fyrirmyndar. Viðbrögð Árna Sigfússonar bera það greinilega með sér að hann telur það vænlegra til árangurs að játa það hreinlega að hann og hinir tveir borgarstjórar Sjálf- stæðisflokks á kjörtímabilinu hafi rústaö fjármálum Reykja- víkurborgar, heldur en að neita og eiga á hættu að vera settur á sama bás og Guðmundur Árni Stefánsson. Það er vissulega tímanna tákn að fyrrum borgar- stjóri Reykjavíkur heldur uppi þeim vörnum einum gegn ásök- unum um að hafa lagt fjárhag borgarinnar í rúst að segja: Ég er bara Árni, ekki Guðmundur Árni! Garri Stærsti flokkurinn Samkvæmt skoðanakönnun, sem DV birti í gær um fylgi stjórnmálaflokkanna, er sá hóc- ur stærstur sem hvorki geti r né vill svara hvaba kostur er vænst- ur. 44 af hundraði svara ekki hvaða flokk þeir mundu kjósa ef kosib yrði nú. Flokkur óákveð- inna er því sá langstærsti og er helsti gallinn á honum að har.n býðúr ekki fram. Annar stærsti flokkurinn er íhaldið með um 23% kjörfylgi og aðrir flokkar hafa minna. Þegar sá mikli fjöldi sem ekki svarar er þurrkaður út, er farið að deila niður fylgi við þá flokka sem bjóða fram og upp koma aðrar og glæsilegri tölur fyrir þátttakendur í stjómmálagrín- inu. Svo er enn meira reiknað og þingmönnum úthlutað til þeirra flokka, sem samtals eru með rétt ríflega helming alls kjörfylgisins. Þetta eru leikreglur skoðana- kannananna, sem síöan em lagðar til grundvallar starfa og stefnu stjórnmálaflokkanna. Ekki á vísan ab róa Ört vaxandi fjöldi þeirra, sem ekki taka afstöðu til hvaða flokk á ab kjósa, bendir til að mikil gerjun sé í þjóölífinu og ab ann- aö hvort gerir fólk ekki upp á milli flokkanna eba hafnar þeim öllum. En góð kosninga- þátttaka þegar á hólminn er komið bendir til að þrátt fyrir allt sé flokkakerfinu ekki hafn- að, heldur veitist æ fleirum erf- itt ab fylgja sama flokki til lang- frama, jafnvel ekki út kjörtíma- bil. Flokkarnir eiga því ekki á vísan að róa á atkvæðavertíðinni, þeg- ar hún hefst fyrir alvöm. Skrýtið er ab þótt tæpur helm- ingur geti ekki gert upp á milli flokkanna, em abeins 11 af hundraði sem ekki taka afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Mikili meirihluti er henni andvígur, en aðeins um þriðjungur að- Á víbavangi spurðra fylgjandi. Hvað veldur fylgispekt kjós- enda við tiltekna flokka og hvers vegna þeir hafna þeim öll- um eru spurningar fyrir stjórn- málaspekinga að fást við, en satt best að segja sýnast háttvirtir kjósendur ekki alltaf hugsa rök- rænt þegar þeir eru að velja sér forystusauöi. Laun fjölskyldufall- íttanna Fylgi við hugsanlegt framboð Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- málaráðherra til sjö ára, byggist á einhverjum yfirskilvitlegum hugarórum um að hún hafi hvergi nærri komið stjórn ríkis- ins á tímum þegar meira hefur verið þjarmab að alþýðu manna en þekkst hefur síðan svonefnt velferðarkerfi var sett á laggirn- ar. Jóhanna er höfundur og frumkvööull húsbréfakerfis sem leikur efnahag tekjulítilla fjöl- skyldna verr en sjálf þjóðarsátt- in. Fjórbungur húsbréfalána er í vanskilum. Fangar kerfisins geta hvorki átt né selt eigur sínar og ríkissjóður verður ab grípa til ör- þrifarába til að viðhalda rugl- uðu kerfi, sem ekki fær staðist í því efnahagsumhverfi sem ríkis- stjórn íhalds og krata hefur skapab með dyggum stuðningi fyrrverandi félagsmálaráðherra. Um ástand félagslega íbúða- kerfisins er rétt að hafa sem fæst orð að sinni, en feigðarflanið á stjórnendum þess undanfarin ár endar varla nema á einn veg. Sú dyggð fyrrum félagsmála- ráðherra að hlaupa frá öllum sínum málum og segja sitthvað ljótt um Jón Baldvin í leibinni tryggir fimm þingsæti, sé mið tekið af nýgerðri skoðanakönn- un DV. Segi menn svo aö laun heims- ins séu vanþakklæti. Vafalaust má lesa margt út úr þeim tölum, sem upp koma í skoðanakönnun, og gera úr þeim flóknar véfréttir og auka flokkum fylgi með kórréttum útlistunum. En upp úr stendur að tiltrú á ríkisstjórninni er í lágmarki og að ráðherra fjöl- skyldufallíttanna er hreinsaður af allri synd og nýtur trausts og virðingar umfram aöra pólitík- usa. Líkast til er það fremur á færi sálfræðinga en stjórnmála- fræðinga að ráða í svona niður- stöbur. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.