Tíminn - 04.10.1994, Page 6
WSmiWA
Þríbjudagur 4. óktóber 1994'
Þab vakti athygli í sumar, þeg-
ar tilkynnt var ab nýi borgar-
stjórnarmeirihlutinn í Reykja-
vík væri ab setja á laggirnar
sérstaka Húsfribunarnefnd
Reykjavíkur, en henni er m.a.
ætlab ab marka framtíbar-
stefnu í húsverndarmálum í
borginni.
Húsfribunarnefnd Reykjavíkur
verbur skipub fimm tilnefndum
fulltrúum. Tveir koma frá Skipu-
lagsnefnd, en Umhverfisráb,
Menningarmálanefnd og Bygg-
inganefnd skipa hver um sig
einn fulltrúa, og hefur Tíminn
heimildir fyrir því ab samkomu-
lag sé um ab tveir fulltrúanna í
nefndinni verbi frá minnihlut-
anum.
í Rábhúsinu fengust þær upp-
lýsingar ab einungis tveir full-
trúar hefbu þegar verib skipabir í
Húsfribunarnefnd Reykjavíkur,
þær Bryndís Kristjánsdóttir frá
Umhverfismálarábi og Gubrún
Jónsdóttir frá Menningarmála-
nefnd.
Gubrún Jónsdóttir, arkitekt og
varaborgarfulltrúi, er nú formab-
ur Menningarmálanefndar
Reykjavíkur. Hún á auk þess sæti
í Skipulagsnefnd Reykjavíkur þar
sem hún sat reyndar líka síbasta
kjörtímabil, en hún veitti Borg-
arskipulagi forstöbu árin 1979-
84. Gubrún var einn upphafs-
manna Torfusamtakanna, sem
stofnub voru upp úr 1970 og
hófu gömul hús til vegs og virb-
ingar og unnu á því svibi braut-
rybjendastarf í höfubborginni.
í ljósi þess ab fáir bera meira
skynbragb á gildi þeirrar byggb-
ar, sem komin er til ára sinna,
fór Tíminn þess á leit vib Gub-
rúnu ab hún greindi í stuttu
máli frá hugmyndum sínum um
störf Húsverndunarnefndar
Reykjavíkur og þeirrar stefnu
sem æskilegt sé ab marka á þessu
svibi.
Þá er nú fyrst ab telja, segir
Gubrún, ab þær umræbur sem
þegar hafa farib fram um verk-
efni nefndarinnar benda ab
mínu mati til þess ab hún eigi
eftir ab vinna þarft og mjög mik-
ilvægt starf. Þegar ég lít aftur til
þess tíma, þegar ég fór fyrst ab
hafa afskipti af húsverndarmál-
um hér í Reykjavík og raunar
víbar um land í framhaldi af því,
þá þori ég aö fullyröa ab á þessu
sviöi hefur orbiö bylting hugar-
farsins. Þeir eru fáir núorbib sem
eru á móti verndun gamalla
húsa og þess verbur vart ár frá ári
ab almenningur er farinn aö
meta þessi menningarverömæti
og vill ab þeirra sé gætt.
Séb yfir Noröurmýrina, en þar segir Gubrún Jónsdóttir ab séu mörg hús ístíl„íslensks fúnksjónalisma", sem þörf
vœri ab vernda.
Ekki bara timburhús
Mér finnst dálítiö bera á þeim
misskilningi aö húsavemd sé
einskorbuö vib timburhús sem
byggö vom snemma á öldinni.
Þeim hefur reyndar veriö sinnt
sérstaklega, þar sem framan af
var þab brýnasta verkefniö ab
bjarga þeim frá eyöileggingu. Aö
mínu mati hefur þab starf aö
mörgu leyti gengiö vel, en nú
held ég aö tímabært sé aö líta á
þessi mál í víbu samhengi.
Hér í Reykjavík er talsvert af
gömlum steinsteyptum húsum
sem naubsynlegt er aö hafa auga
meb, ef ekki á illa ab fara. Sum
þessara húsa hafa verib flokkub
undir íslenskan fúnksjónalisma.
Þab em hús í þeim stíl, sem í
gmndvallaratribum er kenndur
viö „Bauhaus" en þó hafa þau
séríslensk einkenni. Dæmi um
þetta em Verkamannabústaöirn-
ir vib Hringbraut, Félagsgarbs-
húsin viö Hávallagötu, svo og
mikill hluti húsa í Norburmýr-
Ekki húsaleigubætur í Eyjum
Frá Þorsteini Cunnarssyni
í Vestmannaeyjum:
Vestmannaeyjabær mun ekki
greiba húsaleigubætur sam-
kvæmt tillögu ríkisvaldsins, þar
sem bærinn á aö greiba 40% á
móti félagsmálaráöuneytinu.
Þetta samþykkti Sjálfstæöisflokk-
urinn, sem er í meirihluta í bæj-
arstjórn.
í bókun bæjarrábs kemur fram
aö þab samrýmist ekki hug-
myndum um aukiö sjálfsforræöi
sveitarfélaga ab hefja nýtt sam-
starfsverkefni sveitarfélaga og
ríkis, meb 40% kostnaöarþátt-
töku sveitarfélaga, og ab kostn-
abur vegna umsýslu flókins kerf-
is lendi á sveitarfélaginu. Ein-
faldast og skilvirkast væri ab rík-
iö sæi alfariö um greiöslu
húsaleigubóta í gegnum skatta-
kerfiö eöa Jöfnunarsjóö sveitar-
félaga.
Fulltrúi minnihlutans lagbi til
ab áöur en endanleg afgreibsla
bæjarstjórnar á málinu færi
fram, yröi leitab eftir áliti stéttar-
félaga. Tillagan var felld af meiri-
hluta Sjálfstæbisflokks og bókabi
meirihlutinn ab um ófyrirséöa
útgjaldaaukningu væri aö ræöa
fyrir bæjarsjóö og í félagsmála-
kerfi bæjarins væri gert ráö fyrir
húsaleiguniburgreiöslu vib út-
reikning á framfærslukvaröa. ■
inni. Þetta eru hús sem flest eru
byggö fyrir seinna stríb. Búiö er
aö breyta mörgum af þessum
húsum og sumum þeirra er búib
aö spilla þannig ab þaö er erfitt
ab sjá aö þau eigi sér viöreisnar
von úr því sem komiö er.
Þaö, sem okkur vantar hér í
Reykjavík, er ákveöin stefna af
hálfu borgaryfirvalda, þannig ab
húseigendur geti fengiö ab vita
hvab þeir eru meö í höndunum
og hafi aögang aö ráögjöf varö-
andi viöhald, endurbætur og
breytingar á gömlum húsum, og
þá ekki síst þessum íslensku
fúnkis-húsum. Þab þarf ab setja
viömiöunarreglur um viöbygg-
ingar, allt eftir eöli húsanna,
þannig aö þaö sé nokkurn veg-
inn tryggt aö húsin séu ekki af-
skræmd frá listrænu sjónarmiöi
þótt eigendur þeirra vilji breyta
þeim og laga þau betur aö þörf-
um sínum. í langflestum tilvik-
um held ég ab hægt sé aö koma
til móts vib óskir húseigenda án
þess ab listræn gildi séu fyrir
borb borin. Þaö er alveg ljóst ab
án þess aö borgin setji sér skýrar
reglur aö þessu leyti er ekki hægt
Gubrún Jónsdóttir, arkitekt og for-
mabur Menningarmálanefndar
Reykjavíkurborgar.
aö vinna markvisst og af ein-
hverju viti ab þessu máli. Borgin
er ab mörgu leyti mjög tætings-
leg frá sjónarmiöi byggingarlist-
ar. Þrátt fyrir þab eru í borginni
margar heillegar húsraöir og
húsaþyrpingar, sem má ekki
spilla. í þessu sambandi er þaö
umhugsunarefni aö húsin, sem í
daglegu tali kallast Bernhöfts-
torfa, eru mér vitanlega eina
húsaröbin í Reykjavík sem hefur
verib fribub sem slík. Þannig
mynda gömlu húsin vib Tjarnar-
götu, sem flest eru timburhús,
samfellda húsaröö sem sjálfsagt
væri ab friöa. Sú röb hefur aldrei
veriö fribuö sem heild, heldur
hafa einstök hús veriö fribub þar
og reyndar er þab nú svo ab í
allri Reykjavík eru ekki friöuö
nema 60 hús.
Þaö er í sjálfu sér ekki keppikefli
ab friöa sem flest hús, því aö
friöun hefur yfirleitt í för meö
sér skuldbindingar af hálfu hins
opinbera og stjórnmálamenn
eru misjafnlega fúsir aö beita sér
fyrir þeim, eins og skiljanlegt er.
Samskipti sveitarfé-
lags og húseigenda
Hins vegar á ég bágt meö aö sjá
hvernig sveitarfélög eiga ab beita
sér í húsfriöunarmálum án þess
aö gera ráb fyrir því ab koma til
móts vib eigendur húsa sem
áhugi er á ab halda í. Nýlegt
dæmi um þau vandamál, sem
koma upp í þessu sambandi, er
Brenna, einn af fáum steinbæj-
um sem enn er eftir hér í Reykja-
vík. Mér er ekki kunnugt um
hvort þab mál hefur veriö til
lykta leitt, en af blaöaskrifum um
máliö mátti ráöa ab þab strand-
abi á því aö enginn var fús til aö
bera kostnaö af því aö gera viö
húsiö og tryggja ab þaö fengi aö
standa í friöi á sínum stab.
Þegar svona mál koma upp, er
auövitaö ótækt ab Reykjavíkur-
borg geti ekki skorist í leikinn og
leyst vandann. Hugsanleg lausn
gæti e.t.v. veriö fólgin í því aö
borgin keypti svona hús á raun-
hæfu verbi, gerbi þaö síöan upp
eftir kúnstarinnar reglum og
seldi þaö loks á almennum mark-
aöi, meö sérstökum kvöbum, svo
tryggt væri aö eftirleiöis yröi far-
ib meb þab þannig aö þab héldi
gildi sínu eftir viögeröina.
Þab eru mál af þessu tagi sem ég
tel aö Húsafriöunarnefnd
Reykjavíkur þurfi meöal annars
ab finna lausnir á. Engin hætta
er á því aö nefndin hafi ekki næg
verkefni. Á undanförnum árum
hafa verib gerbar ýmsar úttektir
og kannanir á gömlum húsum í
Reykjavík, og í Listasafni Reykja-
víkur er sérstök byggingarlistar-
deild, auk þess sem Arbæjarsafn
hefur unniö merkilegt starf aö
þessum málum. Gagnasöfnun
varöandi gömul hús er ab mín-
um dómi komin töluvert á veg
hér, en stefnumörkun, úrvinnsla
og sjálfar framkvæmdirnar eru
mikiö verkefni, sem tilhlökkun-
arefni er ab takast á viö. ■
Húsfriöunarnefnd enn ekki komin á koppinn. Cuörún Jónsdóttir:
Hugarfarsbylting
í húsavernd