Tíminn - 22.10.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. október 1994
7
Alþjóöleg fjárfesting veldur miklum hagvexti og efnahagsframförum í Kína:
Byltingarkenndur markaðs-
sosíalismi í alþýðulýðveldinu
íslenska sendinefndin ásamt gestgjöfum. Frá vinstri eru Gubmundur
Björnsson og Gubrún Ása Kristinsdóttir. Þá Ólafur Ragnar Grímsson,
Steingrímur Hermannsson, Eddda Gubmundsdóttir, Gubrún Katrín Þor-
bergsdóttir, Ragnheibur Ebeneserdóttir og Stefán Fribfinnsson.
Hjónin Steingrímur Hermannsson og Edda Gubmundsdóttir í hofi Ming-
keisaraœttarinnar í Beijing.
Steingrímur Hermannsson
seölabankastjóri er nýlega
kominn heim úr opinberri
heimsókn til Kína. Hann fór
þangab sem forsætisrábherra
árib 1986 og hann segir breyt-
ingarnar, sem orðiö hafa í
Kína á þessum átta árum,
nánast byltingarkenndar.
„Ég fór í opinbera heimsókn til
Kína eftir leiötogafundinn árið
1986. Þá voru Kínverjar aö opna
sínar dyr, eins og Deng Xiaop-
ing sagði. Þetta var mjög fróðleg
ferð. Við ferðuðumst vítt og
breitt um landið. Ég átti þá
mjög eftirminnilegan fund með
Deng Xiaoping. Á þessum sama
tíma fóru allir forsaetisráðherrar
Norðurlandanna í opinbera
heimsókn til Kína. Ég hygg að
ég hafi veriö síðastur og ég var
sá eini sem fékk að hitta Deng
Xiaoping. Ég varð var við
nokkra undrun meðal sendi-
herra hinna Norðurlandanna,
en Kínverjarnir gáfu til kynna
að þeir vildu gjarnan sýna þeim
smæstu ekki minni virðingu en
þeim stærstu."
Framtíðarsýn
Dengs Xiaoping
Meðal þess, sem Steingrímur og
Deng ræddu árið 1986, var ríki-
dómur íslands og Kína. í þessu
safntali endurspeglaðist hið
kínverska lítillæti, sem hefur
orðið mörgum Vesturlandabú-
anum umhugsunarefni.
„Ég sagði eitthvað á þá leið að
það væri mikill munur á stærð
þjóöanna, þeir væru sú fjöl-
mennasta en við með þeim
minnstu," segir Steingrímur.
„Þetta er eiginlega rangt," sagði
gamli maðurinn. „Þið eruð með
þeim ríkustu, en við með þeim
fátækustu. Eftir 100 ár verðum
við búnir aö ná ykkur."
Eftir ferbina núna sé ég að
hann hafbi rétt fyrir sér þarna,
eins og í mörgu öðru. Ég held að
þab líði jafnvel skemmri tími en
ein öld þar til Kínverjar hafa
náb vestrænum ríkjum að auði.
Reyndar spáir Alþjóba gjaldeyr-
isvarasjóðurinn því nú, að Kín-
verjar verði orðnir stærsta efna-
hagsheild heimsins eftir 25 ár.
Mér sýnist margt benda til þess
að sú spá geti gengið eftir, ef
þeir missa ekki tökin á efna-
hagslegri og pólitískri þróun."
— En hvemig atvikaðist það að
þér var boðið að koma aftur,
ásamt fleintm, tiú á dögunum?
„Kínverjar hafa lagt mikla
áherslu á að endurnýja vinskap
við Vesturlönd eftir drápin á
„Torgi hins himneska friðar".
Ég hafnaði heimboðunum
framanaf. Það fyrsta fékk ég fyr-
ir þremur ámm og hef fengið
boð á hverju ári síðan.
Skömmu eftir að ég kom í
Seölabankann var mér boðið,
sem fyrrverandi forsætisráð-
herra og seðlabankastjóra, að
heimsækja Kína, sjá breyting-
arnar og hvernig þeir stjórnuðu
sínum peningamálum. Ég
ákvað að þiggja bobib. Þeir
buðu mér jafnframt að benda á
ferðafélaga. Niðurstaðan varð
fjögurra manna blandaöur hóp-
ur, ásamt eiginkonum, stjórn-
málamanna og manna úr at-
hafnalífinu. Þeir voru, fyrir utan
mig, Ólafur Ragnar Grímsson
formabur Alþýðubandalagsins,
Stefán Friðfinnsson fram-
kvæmdastjóri íslenskra aðal-
verktaka, og Guðmundur
Björnsson verkfræðingur, fram-
kvæmdastjóri verkfræðistof-
unnar Hnit hf. Hann hefur
starfað töluvert erlendis, m.a. á
Kamtsjatka. Til stóð að Geir H.
Haarde, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, færi einn-
ig, en hann varð því miður ab
hætta við á síðustu stundu."
Gríðarlegar
framkvæmdir
„Ferðin var fyrir margra hluta
sakir fróðleg," segir Steingrím-
ur, en eftirtektarverðastar voru
þær gríðarlegu breytingar, sem
orðið hafa frá því að hann var
þar árið 1986. Fyrir átta árum
töluðu Kínverjar mikið um hin-
ar opnu dyr. Þeir lýstu því að
bændur hefðu sinn skikann
hver og gætu selt vörur sínar á
frjálsum markabi. Þeir vitnuðu
til þess að árið 1979 hefðu þeir
heimilað smærri einkaaðilum
verslunarrekstur. Á þessum
tíma var hins vegar ekki mikið
um stórframkvæmdir.
„Mér var sagt á þeim tíma að í
Beijing væri eitt gott alþjóðlegt
hótel," segir Steingrímur. „Nú
eru þau nánast á hverju horni
— Hilton, Sheraton, Kempinski
og öll þessi alþjóðlegu merki.
Þegar ég kom þarna fyrir átta
árum, var tiltölulega mjór og
bugðóttur vegur frá flugvellin-
um inn í borgina. Nú er þar stór
hraöbraut, byggö og rekin af er-
lendu stórfyrirtæki. Inni í borg-
inni blasa við nýjar hraöbrautir
á fleiri hæðum og risabyggingar
á hverju horni. Hótel, verslanir
og íbúbarbyggingar, margar í
eigu útlendinga.
Þó eru framkvæmdirnar gífur-
legastar á Sjanghai-svæðinu og
upp með Yangtsefljótinu. Vib
fórum frá Beijing til Nantsjing
og þaðan til tiltölulega lítillar
borgar, sem heitir Suqhou, og
þaðan til Sjanghai.
Miðstjórn Kommúnistaflokks-
ins hefur opnað þetta svæði fyr-
ir erlendum fjárfestingum. í
Sjanghai eru fjögur slík þróun-
arsvæbi. Það stærsta heitir Pu-
denge og er 520 ferkílómetrar
að flatarmáli. Því er aftur skipt í
fjögur svæbi: fjármála- og vib-
skiptasvæði, útflutningsiðnaö-
arsvæbi, hátækniiðnaöarsvæði
og fríibnaðarsvæði, þar sem út-
flutningur er allur tollfrjáls."
Neónljósahafib
eins og á
Times Square
Það, sem vakti einna mesta at-
hygli okkar, var hvað Kínverjar
viröast standa skipulega að því
að byggja upp grundvöllinn.
Hraðbrautarframkvæmdir eru
gífurlegar. Inn á þetta svæbi eru
t.d. byggðar tvær risabrýr yfir
stórfljót. Gatnamót á hrað-
braut, sem liggur í gegnum það,
eru á fleiri hæðum. Sumt af
þessu eru Kínverjar að byggja
sjálfir, annab er í höndum er-
lendra verktaka. Á þessu eina
svæði eru erlendir aðilar búnir
aö skrá sig fyrir fjárfestingu upp
á um 14 milljarða dollara. Á síð-
asta ári var samið vib 3650 fyrir-
tæki um nýjar framkvæmdir á
þessu svæði. í fjármálamiðstöð-
inni verða þrír 90 hæða skýja-
kljúfar. Tveir af þeim eru í bygg-
ingu. Erlend fjárfestingarfyrir-
tæki leigja landið og byggja
stórhýsin til þess ab leigja þau
aftur út.
Þarna sér maður flest þekkt-
ustu merki heims í hátækniiðn-
aði, þekkt merki á sviði bíla-
framleiðslu sem reisa þarna
verksmiðjur. í Suqhou eru Finn-
ar ab reisa stærstu pappírsverk-
smiðju í Asíu. Svona mætti
lengi áfram telja."
Ekki einungis athafnalíf hefur
tekið breytingum. Á mannlífib
er einnig komib vestrænna yfir-
bragð. „Við sáum ekki mikið
af næturlífinu í Beijing, en
þó aðeins. Það hefur einnig
tekið stökkbreytingum," segir
Steingrímur. „Okkur var sagt
ab öll neónljósadýrðin í
Sjanghai sé ekki nema 2-3 ára
gömul, en hún er orðin jafn
mikil og á Times Square á Man-
hattan."
Haldið fast utan um
hagvöxtinn
Hagvöxtur hefur verið 6-10% í
Kína á undanförnum árum, en í
stórborgunum er hann 12-14%.
Þessu fylgir 23-24% verðbólga.
Stjórnvöld segjast ákveðin í því
að ná henni niður í 10%, sem
þeir telja eðlilegt við þessi skil-
yrði.
„Fari verðbólgan úr böndum,
þá óttast ég það sem þarna er að
gerast," segir Steingrímur. „Kín-
verjar bera virðingu fyrir nafn-
bótum og titillinn fyrrverandi
forsætisráðherra opnaöi okkur
aðgang að fólki sem við hefðum
ef til vill ekki annars fengið að
hitta. Þar á meðal var Zhu
Rongji, einn af fjórum aðstobar-
forsætisráðherrum landsins.
Hann er reyndar einnig banka-
stjóri seðlabankans og talinn
vera einn valdamesti maðurinn
í efnahagsmálum í Kína. Ég
spurði hann út í verðbólguna.
Hann svaraði bara sem svo:
„Viö munum ná henni niður í
10%." Engum efasemdum var
lýst. Aðspurður hvernig, nefndi
hann fyrst og fremst tvennt:
verbstöðvun á helstu nauðsynj-
ar almennings og stranga kvóta
á útlán bankanna, en banka-
kerfið er allt í höndum ríkis-
valdsins.
Við áttum fund með einum af
bankastjórum Bank of China.
Það vakti athygli að vaxtamun-
ur er þarna mjög lítill. Innláns-
vextir eru um 10% og útláns-
vextir einungis 10.8%. Ég
spurði hvernig þetta gæti staðist
og fékk þab svar að í fyrsta lagi
væri sparnaður mjög mikill í
Kína, þrátt fyrir lág vinnulaun.
Kínverjar eru mjög nægjusamir
og í öðru lagi njóta þeir bak-
stuðnings seðlabanka og ríkis-
valds."
Gúlögin eru
enn viö lýöi
„Pólitískt er mikilvægt fyrir
Kínverja að missa ekki verð-
bólgu og verðlag úr böndunum.
Þeir lýsa því meö mjög ákveðn-
um orðum að þeir þoli engan
pólitískan óróa, því þá muni
fara í Kína eins og í Rússlandi.
Ég er sammála því ab þeir þola
ekki pólitískan óróa, þó að mað-
ur viðurkenni að sjálfsögöu ekki
mannréttindabrotin. Fyrrver-
andi forsætisrábherra Bretlands,
Sir Edward Heath, lét þau orð
falla á ráðstefnu, sem ég sat síö-
astliðið vor, að enginn vest-
rænn leibtogi eða vestrænt land
væri fært um að segja Kínverj-
um til um það hvernig þeir eigi
að þróa efnahagskerfi 1,2 millj-
arba manna lands frá miðstýrðu
þjóðfélagi til sósíalísks markabs-
búskapar, eins og þeir nefna
það. Þeir verða einfaldlega aö
halda mjög vel utan um þessa
þjóðfélagsþróun til þess að hún
fari ekki úr böndunum."
— Er þeim nauðsynlegt að halda
uppi aga til þess að þetta fari ekki
úrböndunum?
„Ennþá munu til svonefndar
endurhæfingarbúðir eða
gúlög," segir Steingrímur.
„Menn drógu ekki fjöbur yfir
það, aö óróaseggir eru sendir
þangað til endúrhæfingar. Þetta
er þaö yfirborð sem að mönn-
um snýr. Kommúnistaflokkur-
inn leggur á ný vaxandi áherslu
á flokksaga. Þó ekki sé gengið
jafn langt og Maó gerði, er leit-
ast við að styrkja flokksfélögin í
dreifbýlinu og þorpunum. Á
meðan við vorum þarna var
haldinn mjög mikilvægur fund-
ur í miðstjórn Kommúnista-
flokksins. Þar vinna forustu-
menn að því að styrkja sig í sessi
fyrir fráfall Dengs Xiaoping.
Fullyrt er að pólitísk óánægja
sé ekki ríkjandi, af því að rnenn
sjái að Kína sé á réttri leið og
tekjur fólks fari vaxandi. Ef til
vill er óvarlegt að trúa því alveg.
Kínversk stjórnvöld fara ekki
leynt með að tekib er hart á öll-
um óróa og allri spillingu, eins
og þeir kalla það. Til dæmis
liggur dauðarefsing við fjár-
drætti og fjármálaspillingu.
Fullyrt er ab yfirvöld hafi tekið
af lífi fleiri hundruð manna
og jafnvel þúsund fyrir slíkar
sakir.
Hvab sem öðru líöur, sýnist
mér ljóst að Kína mun á næstu
árum hafa gífurleg áhrif á alla
efnahagsþróun í heiminum.
Ekki þykir mér ólíklegt að Aust-
ur-Asía verði efnahagsveldi
næstu aldar. Því er afar mikil-
vægt að við íslendingar höslum
okkur völl í Kína. Þab þarf ab
gera að vel athuguðu máli, und-
irbúa af vandvirkni og standa
verbur að öllu slíku af samvisku
og heiðarleika," sagði Stein-
grímur Hermannsson að lok-
um. ■