Tíminn - 22.10.1994, Qupperneq 9

Tíminn - 22.10.1994, Qupperneq 9
Laugardagur 22. október 1994 9 BÍLAR Sérstakur tækja- bíll á Skagann Innan skamms veröur Rauöa Kross deildinni á Akranesi af- hentur sérstakur tækjabíll, sem notaöur veröur í neyöartilvik- um, t.d. þegar klippa þarf fólk út úr stórskemmdum bílum og fleira. Um er aö ræöa Nissan Sunny Van 1600 og mun þetta vera fyrsti bíllinn sem eingöngu er ætlaöur til þessara þarfa og tekinn er í notkun hér á landi. ■ Ingvar Helgason hf.: Subaru Legacy verbur á mun lægra verði Tímamynd Pjetur Indverskur Suzuki Alto hér á landi Eitt eintak af indverskum Suz- uki Alto var flutt hingaö til lands í vor og er þaö eini ind- verski bíllinn sem fluttur hefur veriö inn á þessu ári, enda ekki á hverjum degi sem slíkt gerist. Þorbergur Guðmundsson, sölu- stjóri Suzukibíla hf., sagði í samtali viö Tímann að hér væri aðeins um svokallaö geröar- skoöunareintak og enn væri ekki gert ráö fyrir frekari inn- flutningi og sölu á þessum bíl. „Suzuki á 50% í bílaverksmiöju í Indlandi og hafa framleitt þessa bíla þarna um nokkurt skeiö." Þorbergur segir ekki neinar upplýsingar hægt aö gefa um á hvaöa verði þessi bifreið myndi veröa á ef til innflutnings kæmi, enda hafa engar samn- ingaviðræður um þaö enn farið fram viö framleiöanda. íslenska umboðinu hefði veriö boöinn þessi bíll til skoöunar og þaö hefði veriö þegið. Subaru hefur um árabil veriö einn vinsælasti bíllinn hér á landi, en hefur aö undan- förnu veriö í talsverðri lægö. Þetta gæti breyst fljótlega, því upp úr áramótum veröur haf- in sala á Subaru Legacy á mun lægra veröi en undanfarið hefur veriö hægt aö bjóöa. Þá er hafin sala á Nissan Sunny meb minni vél en hingaö til hefur veriö í boði, á mjög góöu verbi. Ingvar Helgason hefur gert nýjan og mjög hagstæðan samning viö framleiðendur Su- barubílanna, sem hafa verið mjög vinsælir hér á landi um árabil. Um er að ræða innflutn- ing á 150 Subarubílum, á mjög hagstæöu verði. Sala þessara bíla hefst í kringum áramótin og aö sögn Helga Ingvarssonar framkvæmdastjóra verður aöal- áherslan lögð á sjálfskiptan Su- baru Legacy, fjórhjóladrifinn með sídrif. Bíllinn verður áfram mjög ríkulega búinn, þrátt fyrir hagstætt verö. „Þaö hefur sýnt sig aö Subaru Legacy er sterkasti bíllinn á markaðnum og sá ör- uggasti, enda hefur hann verið geysivinsæll." Subaruinn, sem byrjaö veröur aö selja í janúar næstkomandi, verður á mjög hagstæöu verði og mjög samkeppnisfæru. End- anleg upphæð fyrir bílinn ligg- ur þó ekki fyrir. Þrátt fyrir gott verb, verbur ekkert til sparaö í þægindum: rafmagn í rúöum, samlæsingar og allt sem prýöa þarf góban bíl. Þetta eru ekki einu fréttirnar úr herbúðum Ingvars Helgasonar, því nú er einnig boöiö upp á Nissan Sunny á lægra verði en áður, eða frá 1.169 þúsund. Um er aö ræða fjögurra dyra bíl meö beinni innspýtingu, auk þess sem hann er vel búinn að ööru leyti. Vélin er 1,4 lítra og er hún lítið kraftminni en 1,6 lítra vél- in, en vegna þess aö rúmtakið er minna lendir bíllinn í lægri tollaflokki. Af öörum Nissanbílum er það aö frétta aö vart hefur tekist aö anna eftirspurn eftir Nissan Terrano II og er nokkrar ástæö- Suzukibílar hf: Helgi tngvarsson framkvœmdastjórí í hinum glœsilega sýningarsal Ingvars Helgasonar hf. ur fyrir því.'Verðið á þessum bíl, miðað viö Nissan Terrano, er talsvert hagstæðara, auk þess sem meira rými er í bílnfunjén íburður hins vegar minni. Þessi bíll var kynntur á síðasta ári. Reynslan af honum þykir lofa góbu, en m.a. er mun minna mál aö hækka bílinn upp og stækka dekk en búist var við. ■ Opelinn á uppleiö bls. 14 Helmingur nýrra bíla er frájapan bls. 11 Enn eykur Volvo öryggið bls. 14 Breyttur „Sport" selst eins og heitar lummur bls. 10 Bílasalar á skólabekk bls. 13 Poloá góbu verbi bls. 12

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.