Tíminn - 22.10.1994, Side 10

Tíminn - 22.10.1994, Side 10
10 sftif ififtm Laugardagur 22. október 1994 Ný Lada Sport var kynnt hér á landi í sumar: Nýi Sportinn „heitur" Undanfarnar vikur hafa veriö vibburbaríkar hjá Bifreibum og landbúnabarvélum, en starfs- menn þess hafa kynnt tvo nýja bíla sem vakib hafa athygli: nýja og breytta Lada Sport og Hyundai Accent. Þær breyting- ar, sem gerbar voru á Sportin- um, hafa líkab vel og þegar hafa verib seldir um 70 slíkir bílar. Nýjasti skjólstæbingur- inn er Hyundai Accent, en þessa dagana er einmitt verib ab afhenda fyrstu 15 bifreib- arnar af þessari gerb. Það er einungis hálfur mánuður síban hinn nýi Hyundai Accent var kynntur, en hann er arftaki Hyundai Pony, sem hefur selst mjög vel hér á landi. íslendingar eru fyrstir Evrópubúa til að líta þennan vagn augum, en hann hefur enn ekki verið kynntur í öðrum Evrópulöndum og virðist sem landanum líki hann mjög vel, enda hefur salan verið mikil á þeim hálfa mánubi sem hann hefur verib í sölu. „Salan hefur gengið mjög vel frá því við kynntum bílinn fyrir hálfum mánubi og ætli vib séum ekki búnir ab selja um 25 bíla af þessari gerð," segir Pétur. Hann segist vera mjög ánægbur með móttökurnar, en Accentinn þyk- ir Pony-bílnum fremri á mörgum sviðum. Pétur segir alveg ljóst að Hyundai Accent verði bíll númer eitt í sölu hjá umbobinu og segir ennfremur að þeir geri ráö fyrir að sala á honum verði um 60- 65% af heildarsölu nýrra bíla hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél- um. Þeir bílar, sem B&L hefur verið að selja og kynna hér, em fjögurra dyra með 1300 og 1500 vél, en á næstu mánub- um em einnig væntan- legir þriggja og fimm dyra bílar. Þessi bíll er ekki afsprengi Pony- bílsins, heldur alveg nýr frá ER BUIÐ AÐ SKOÐA BÍLINN ÞINN? Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! BIFREIÐASKOÐUN ISLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811. Grænt númer er 99 - 6333. ___________:_______________________í____ Síbustu daga haía starfsmenn B&L afhent um 25 nýja Hyundai bíla og flestir þeirra hafa verib afAccent gerb. Hér stendur Pétur Pétursson sölu- stjóri vib nýju bílana. nmamyndcs gmnni, þar sem mikið er lagt upp úr aksturseiginleikum og ör- yggi. Hann er breiðari og rúm- betri en sá „gamli". í honum er ný vél, 12 ventla meb beinni innspýtingu, sem er mun kraft- meiri en var í Hyundai Pony. Hjólhaf er mun lengra, fjöðmn hefur verið bætt og bíllinn er mun rásfastari og þýbari en áður. Auk þessa koma bílarnir með nýjum og ferskum limm og mun smekklegri innréttingum, bæði mælaborð og sæti. Verðið á nýja Accentinum er frá kr. 1.089 þúsund kr. og er þá miðab vib staðgreiðslu. Verð á Hyundai- bílunum hefur á und- anförnum ámm verið mjög hag- stætt. Ástæðurnar fyrir því segir Pétur vera nokkrar. „Við höfum verið hófsöm í álagningu, meðal annars vegna þess að til að kom- ast almennilega inn á markabinn varð verðib að vera mjög gott. Þá ber einnig að líta til þess að fram- leiöslukostnaður í Kóreu er mun lægri en t.d. í Japan," segir Pémr. Hann segir þó verbmun á milli Hyundai-bifreiða og annarra sambærilegra bíla eftir aö minnka. Framleiðendurnir leggi æ meiri áherslu á gæðaímynd og það komi til meö að vera á kostn- ab verðsins, þegar til lengri tíma sé litib. Þrátt fyrir þetta segir Pét- ur að Bifreiðar og landbúnaðar- vélar komi áfram til með að vera meb góð verö á þessum bílum og standa sig í samkeppninni. Breyttur Sport líkar vel í sumar var kynnt ný og breytt Lada Sport og er engu líkara en sprengju hafi verið varpað á jeppamarkaðinn. Þegar hafa ver- ið seldir rúmlega 70 bílar af nýja Sportinum, frá því hann var kynntur í sumar. Bíll þessi var kynntur ítarlega á bílasíðu Tím- ans, þar sem hann var tekinn til kostanna, en helsm breytingar á honum eru þær að nýtt útlit er á afturenda hans. Afturhleri nær nú alveg nibur á gólf og því þarf nú ekki lengur að lyfta þungum hlutum yfir þilið sem þar var áð- ur. í framhaldi af þessari breytingu þurfti að hanna ljósabúnað aö aftan upp á nýtt. Því næst má telja nýja og aflmeiri vél sem nemur um 10% frá því sem ábur var, auk þess sem innréttingum var breytt. Þetta virðist kaupend- um hafa líkaö og nú stefnir í að Lada Sport verði söluhæsti jepp- inn á markaðnum á þessu ári, enda verbiö mjög hagstætt, 878 þúsund kominn á götuna. Af öðrum bílum B&L hefur sala á Hyundai Grace H100 sendibíln- um veriö athyglisverð, en ab sögn Péturs virðist þessi sendibíll vera eitthvað sem vekur gífurlega athygli. Mikið hefur verið um fyrirspurnir vegna bílsins og á næstu dögum er verið ab afhenda 16 bifreiöar af þessari gerð. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.