Tíminn - 22.10.1994, Page 15
15
Laugardagur 22. október 1994
Dœmdur til aö greiöa fyrrverandi eiginkonu sinni tœpar 24 milljónir:
Byggði mál sitt á
fölsuðum samningi
Héraösdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær karlmann til aö
greiöa fyrrverandi eiginkonu
sinni tæpar 24 milljónir
króna auk dráttarvaxta frá 15.
ágúst 1991. Deilan snerist um
eignarhlut konunnar í jörö-
inni Flekkuvík á Vatnsleysu-
strönd sem var seld Vatns-
leysustrandarhreppi í júlí
1991 fyrir rúmar 58 milljónir.
Hjónin fyrrverandi fengu leyf-
isbréf til lögskilnaðar áriö 1990.
Ariö 1978, meðan þau voru enn
í hjónabandi, keypti eiginmaö-
Samtökin Barnaheill ítreka fyrri
ályktanir sínar um aö flýtt verði
setningu laga um eftirlit meö
kvikmyndum, myndböndum og
tölvuleikjum.
Samtökin telja nauösynlegt að
styrkja starfsemi Kvikmyndaeft-
urinn jöröina Flekkuvík. I
eignaskiptasamningi hjónanna
kemur fram að Flekkuvík skuli
vera í óskiptri sameign hjón-
anna til helminga en eiginmaö-
urinn var einn þinglýstur eig-
andi hennar. Hann seldi Vatns-
leysustrandarhreppi Flekkuvík
eftir skilnaö þeirra hjóna áriö
1991. Kaupverðið var kr.
58.131.250.
Eiginkonan fyrrverandi stefndi
eiginmanninum þar sem hún
taldi sig eiga heimtingu á helm-
ingi kaupverðsins auk dráttar-
irlitsins til muna. Þau telja að
herða þurfi reglur um mynd-
bandaleigur og að eigendur og
starfsfólk þeirra þurfi að sýna
meiri ábyrgð í afgreiðslu til
barna og unglinga
vaxta. Krafa hennar hijóðaði
alls upp á kr. 41.883.886. Eigin-
maöurinn byggði mál sitt á því
að með makaskiptasamningi
sem hann gerbi við eiginkon-
una árið 1984 hafi hann einn
eignast jörðina en hún fengið í
staðinn húsið nr. 10A við
Nönnugötu. Konan neitaði því
að hafa gert slíkan samning og
eftir rannsókn RLR þótti sannaö
að nafnritun hennar á samn-
ingnum væri fölsuð.
í dómsniðurstöbu kemur fram
að viss gögn bendi til að eigin-
maðurinn hafi eignast eignar-
hluta konunnar í Flekkuvík árið
1984 en þar sem ekki sé til
formlegt afsal frá henni hafi
ekki tekist aö sanna það. Því var
fallist á kröfu konunnar um
helming söiuverðsins ab frá-
dregnum 10,5 milljónum sem
voru söluandvirði mannvirkja
sem eiginmaðurinn hafði reist á
jörðinni. Hann var því dæmdur
til ab greiða henni kr.
23.815.625 meb dráttarvöxtum
frá 15. ágúst 1991 til greiðslu-
dags. ■
Herða þarf reglur
um myndbandaleigur
Akureyri:
Gróska í menningarlífi
Úr BarPari
Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Akureyri.
Mikil gróska er fyrirhuguð í
menningarlífi á Akureyri á
komandi vetri. Kemur það fram
í nýútkomnum kynningarbæk-
lingi, sem þrjár helstu lista-
stofnanir í bænum standa sam-
eiginlega að útgáfu á. Eru það
Leikfélag Akureyrar, Listasafnið
á Akureyri og Symfóníuhljóm-
sveit Norðurlands. Leikfélag Ak-
ureyrar mun sýna sex verk í vet-
ur, þar af er sýningum á einu
þeirra framhaldiö frá síðasta
leikári. Fyrsta sýning vetrarins
stendur nú yfir í Listasafninu og
eru tvær stórar sýningar fyrir-
hugaðar í framhaldi af henni
auk áframhaldandi sýningar-
halds á útmánuöum og kom-
andi sumri. Þá mun Symfóníu-
hljómsveit Norðurlands efna
til fimm tónleika í vetur og lýk-
ur þeirri dagskrá meb stórtón-
leikum þar sem óperusöngvar-
arnir Kristján Jóhannsson og
Sigrún Hjálmtýsdóttir munu
syngja verk úr óperubókmennt-
unum.
Tvær sýningar eru nú í gangi á
vegum Leikfélags Akureyrar.
Gamanleikurinn Karamellu-
kvörnin, sem er leikverk ætlað
allri fjölskyldunni, er sýnt í
Samkomuhúsinu og sýningar
hafa verið teknar upp á hinum
ógleymanlega tveggja manna
kabarett BarPar frá fyrra leikári
en þær fara fram í Þorpinu vib
Höfðahlíö. Sakamálaleikritið
Óvænt heimsókn verður frum-
sýnt á þribja í jólum og þann
21. janúar verbur frumsýnt
verkið Svartar Fjaðrir, sem er
leikgerð Erlings Sigurðarsonar
unnin úr verkum Davíbs Stef-
ánssonar frá Fagraskógi og er
þessi sýning tileinkuð aldaraf-
mæli skáldsins sem orbið hefði
100 ára þann dag. í lok mars
frumsýnir Leikfélagið verkið Þar
sem djöflaeyjan rís eftir Einar
Kárason í leikgerð Kjartans
Ragnarssonar og leikárinu lýkur
með sýningum á verki sem
nefnist Guðjón og er unnið úr
textabrotum og myndum eftir
ýmsa fræga sem ófræga höf-
unda um manninn andspænis
almættinu. Leikgerð verksins er
unnin af Viðari Eggertssyni,
leikhússtjóra á Akureyri.
Um næstu mánaðamót lýkur
sýningum á verkum Sigurðar
Arna Sigurðssonar í Listasafn-
inu á Akureyri en 12. nóvember
verbur opnuð sýning á verkum
Errós. Með því gefst í fyrsta sinn
á Akureyri tækifæri til þess að
sjá verk þessa umtalaða lista-
manns en sýningin mun
spanna stóran hluta af ferli
hans. Sýning á verkum annars
umtalaðs myndlistarmanns
verður opnub í Listasafninu
þann 4. febrúar en þar er á ferð-
inni Alfreð Flóki, er var með sér-
stæðari listamönnum þjóöar-
innar á þessari öld. Auk verka
Flóka verður á sama tíma sýn-
ing á verkum Joris Redemaker í
Listasafninu. Redemaker er Hol-
lendingur, búsettur á Akureyri
þar sem hann stundar kennslu
og vinnur að myndlist.
Symfóníuhljómsveit Norður-
lands, sem var stofnuð á síðasta
ári og er arftaki Kammerhljóm-
sveitar Norburlands, mun efna
til fimm tónleika í vetur. Þann
23. október verða haldir sym-
fóníettutónleikar undir stjóm
Guðmundar Óla Gunnarssonar
en Anna Sigríður Helgadóttir
verður einsöngvari. Strengja-
sveitartónleikar verba haldnir
27. nóvember undir stjórn Guð-
nýjar Gubmundsdóttur, kons-
ertmeistara Symfóníuhljóm-
sveitar íslands. Hljómsveitin
mun fagna hækkandi sól með
symfóniskum tónleikum þann
8. janúar undir stjórn Guö-
mundar Óla Gunnarssonar og
þann 19. febrúar verður efnt til
Myrkra músíkdaga í tilefni af 50
ára afmæli tónskáldafélags ís-
lands. Á tónleikunum verba
flutt verk íslenskra höfunda
undir stjórn Gubmundar Óla
Gunnarssonar. Sem fyrr segir
lýkur starfsvetri Symfóníu-
hljómsveitar Norðurlands með
stórtónleikum þar sem stór-
söngvararnir Kristján Jóhanns-
son og Sigrún Hjálmtýsdóttir
flytja verk úr óperubólúnennt-
unum. Þessi dagskrárliður kem-
ur í stað vínartónleika sem
hljómsveitin hefur áður stabib
að. Stjórnandi þeirra tónleika
verbur Guðmundur Óli Gunn-
arsson, aðalstjórnandi hljóm-
sveitarinnar.
Með útgáfu kynningarbæk-
lingsins hafa helstu listastofn-
anir í bænum, sem allar eru at-
vinnustofnanir, tekið höndum
saman um kynningu á starfsemi
sinni á komandi vetri en auk
þeirra starfa ýmsir fleiri aðilar
að uppsetningu listvibburða á
Akureyri og í nágrenni. Má þar
nefna áhugaleikhópa, sýningar-
sali og tóniistarfólk. ■
Fréttir í vikulok
jóhanna Siguröardóttir.
Gríbarlegt fylgi Jóhönnu
Skv. skoðanakönnun Morgunpóstsins fengi Jóhanna 16,5%
fylgi ef kosið yrði til Alþingis nú. Hún segir að gott gengi henn-
ar í skoðanakönnun sé áskorun frá fólkinu um að ráðist verði í
stofnun nýrrar jafnaðarmannahreyfingar. Stofnun hennar er í
undirbúningi að Sögn Jóhönnu og segir hún að línur þess efn-
is skýrist á næstunni.
Ágæt rjúpnaveiöi
Góð rjúpnaveiði hefur verið víða um land og eru skyttur al-
mennt sammála um að meira sé af rjúpu en verið hefur undan-
farin ár.
Gróf misþyrming
Tveir menn misþyrmdu sofandi manni í samkvæmi um síð-
ustu helgi með því að vefja rafmagnsvír um fingur hans og
stungu í samband. Maðurinn fékk hjartsláttaróreglu í kjölfarið
og svöbusár á hendi.
Hommar og lesbíur
vilja giftast
Lesbíur og hommar hafa krafist þess að fá að löggilda parasam-
bönd sín með kirkjulegri vígslu og njóta þar með sömu rétt-
inda og gagnkynhneigt fólk. í ályktun sem Norðurlandaráb
homma og lesbía hélt í Svíþjób var kirkjan hvött til að hætta
beitingu misréttis gagnvart samkynhneigðum. Þorbjörn Hlyn-
ur Árnason biskupsritari segir að samkynhneigðir hafi aldrei
leitað eftir kirkjulegri vígslu hérlendis og því hafi aldrei reynt á
þessa kröfu.
Börn drepa barn í Noregi
Heimsathygli hefur vakið að 3 sex ára dengir myrtu 5 ára leik-
systur sína í Þrándheimi í Noregi. Upp úr því hafa spunnist
miklar umræður víða um heim um áhrif ofbeldismynda á börn
og unglinga.
Stjórnendur RÚV gagnrýndir
Alþingismenn eru ósammála framkvæmdastjóra Ríkisútvarps-
ins og dagskrárstjóra dægurmáladeildar um að segja upp pólit-
ískum pistlahöfundum á útvarpinu. Þetta kom fram við utan-
dagkrárumræður á Alþingi sem fram fóru I vikunni í kjölfar
„Illugamálsins".
Vantraust á mánudaginn
Umræbur um vantraust á ríkisstjórnina verða á mánudags-
kvöld nk. og verður þeim sjónvarpað beint. Samkvæmt heim-
ildum Tímans er líklegast að borin verði fram frávísunartillaga
í vantraustsumræðunni.
Mikill fjáraustur úr sjóbum borgar-
búa fyrir kosningarnar
Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir, sakar fyrrverandi
meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur um
gífurleg fjárútlát fyrir kosningarnar í vor. Hún segir jafnframt
aö yfirlit yfir fjárstreymi hafi ekki verið viðhaft og nánast til-
viljun hver fékk hvað.
Fiskiþing
Fiskiþing var haldið í vikunni. Enginn fulltrúi frá LÍÚ sat þing-
ið. Sjávarútvegsráðherra sagði á þinginu að hann teldi að
kvótakerfib væri ekki orsök þess ab fiski væri hent í sjóinn.
Hann boðaði hert eftirlit með þessu vandamáli með aðstoð
lögreglu ef svo bæri undir.