Tíminn - 22.10.1994, Side 19

Tíminn - 22.10.1994, Side 19
Laugardagur 22. október 1994 yítntmi 19 Sæmundur Bjömsson Sœmundur Bjömsson fœddist í Vík í Mýrdal 7. maí 1972. Hann dó af slysfómm 27. júlí sl. Foreldrar hans voru hjónin Kolbrún Matthíasdóttir og Bjöm V. Scemundsson, Ránar- braut 9, Vík í Mýrdal. Brœður Sœ- mundar em Matthías Jón og Ingi Már, búsettir í Vík. Sœmundur lœt- ur eftir sig unnustu, Kristínu Ólafs- dóttur frá Leikskálum í Dalasýslu. Sœmundur starfaði við margvíslegar byggingaframkvœmdir og meðal annars hjá Byggingafélaginu Klakki, en það er verktakafýrjrtœki sem for- eldrar hans eiga. Útfór hans fór fram frá Víkurkirkju 6. ágúst sl. Þegar yngri bróðir Sæmundar, Ingi Már, hringdi kl. hálf tvö að nóttu til þess að tilkynna þau vá- legu tíðindi að slys hefði orðið við ána Skálm í Álftaveri og tveir menn látist, þeir Sæmundur og vinnufélagi hans, Oddur Eggerts- son frá Kirkjubæjarklaustri, varð mér svo mikið um að ég gat að- eins sagt við Inga: „Guð hjálpi okkur, ég get ekki talað." Ég gat ekki einu sinni spurt hvernig þetta hefði gerst og þessi ungi maður, sem var að tilkynna mér lát bróður síns, sagði meö ótrú- legri stillingu: „Þetta er bara svona" og viö kvöddumst. Okkur finnst það skelfilegt að horfa á eftir manneskju í blóma lífsins, en þarna var Sæmundur meö félögum sínum aö takast á við að ljúka brúargerð yfir Skálm í Álftaveri. Þetta minnir okkur á aö það er- um ekki við mennirnir sem ráð- um ferðinni og við ákveðum ekki atburðarásina. Minningarnar hrannast upp. Þab, sem okkur fannst sérstaklega einkenna þennan unga mann, var einstakt hugvit, handbragð og smekkvísi sem kristallaðist í öllu sem hann gerði. Viö minnumst margra góbra stunda meb Sæmundi og fjöl- skyldu hans í sumarbústaðnum í Múla og á bökkum Tungufljóts, þar sem rennt var fyrir fisk, en þar veiddi ég minn fyrsta lax og naut þar aðstobar og sérstakrar tilsagn- ar Sæmundar. Þetta var mikil gleðistund og greinilega ekki minni hjá Sæmundi en mér. Það var einmitt á þessum árum ab hann, þá 10-11 ára gamall, geystist glaðbeittur um grundirn- ar á ótrúlegum hraða á einkabíln- um sem hann hafði smíðað. Bíll- inn var smíðabur úr prófílstáli með fjöbrun, var keðju- og tann- hjóladrifinn með bensínmótor, alvöru stýri og bensíntanki komið fyrir á stólbaki ökumanns. Smíði og öll útfærsla þessa bíls sýndi ótrúlegt hugvit og hand- lagni þessa unga drengs. Þegar hugurinn reikar minn- umst vib hans þegar hann geyst- ist um á vélsleðanum sínum, frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Eitt af því, sem einkenndi Sæ- mund, var áberandi prúð- mennska þrátt fyrir það kapp sem í honum bjó til allra athafna. Átta ára gamall var hann að tefla við frænku sína sem vart kunni mannganginn, en sjálfur hafði hann notið tilsagnar afa síns, Matthíasar, í manngangi 'tafl- mennskunnar. Þegar leið á taflið, náöi frænkan óvænt vinnings- stöðu. Þegar Sæma varb það ljóst, rauk hann upp og gaf henni einn á lúðurinn. Keppnisskapið leyndi sér ekki. Hann hafði valið sér lífsföru- naut, Kristínu Ólafsdóttur frá Leikskálum í Dölum. Þab var áberandi líkt í fari þeirra, birtan og hlýjan sem geislaði frá þeim. Nóttina, sem mér var sagt lát Sæ- mundar, dreymdi mig hann. Hann var akandi á nýjum fjór- t MINNING hjóladrifnum bíl, en það átti ein- mitt við Sæmund, því sjálfur var hann svo sterkur til allra athafna ab líkja mætti því við kraftmikinn bíl með drif á öllum hjólum. Nú, þegar vib kveðjum þennan kæra frænda okkar og vin, biöjum við ‘um handleiðslu Guðs til huggunar og styrktar unnustu Sæmundar, foreldrum, tengdafor- eldrum, bræðrum, ömmum og öf- um og öllum öðrum sem eiga um sárt aö binda. Ingibjörg og Matthías Skjótt hefur sól brugðið sumri. Þessi orð koma upp í hugann þeg- ar við stöndum frammi fyrir því að kveðja gamlan vin og skólafé- laga. Óneitanlega var okkur brugðið þegar við heyrðum þau harmatíöindi að Sæmundur Björnsson, jafnaldri okkar, hefði látist af slysförum. Aldrei höfðum við hugsað út í þab að einn úr okkar hópi gæti horfið á braut svo skyndilega. Við vitum hins vegar nú að það er ekki svo sjálfsagt ab þaö komi nýr dagur eftir þennan dag. Þó að samverustundirnar hafi ekki verið svo margar eftir að gagnfræðaskóla lauk, er höggvið stórt skarð í þennan litla hóp sem bekkurinn okkar í Víkurskóla var. Um leib og við kveðjum Sæma með þessu ljóði, viljum við biðja góðan Guð um að styrkja að- standendur hans í sorginni. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrinnynd, kom, Ijós, og lýstu mér, kom, líf, er œvin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Sacer) Gígja, Linda, Ragnar, Sólrún, Stella og Unnur Miðvikudagskvöldið 27. júlí varð hræðilegt vinnuslys við ána Skálm í Vestur-Skaftafellssýslu og létust þar tveir menn. Annar þeirra var elsku frændi okkar, Sæmi, en hann var aðeins tuttugu og tveggja ára. Sæmi var okkur góður frændi og við eigum um hann margar góðar minningar, þó árin, sem við höfðum saman, hafi ekki verið mörg. Hann var óþreytandi vib að leika og atast í okkur, þegar við hittumst heima hjá okkur eða ömmu og afa í Vík. Þab var margt búið að skipu- leggja um framtíðina, bæði í gríni og alvöru. Sæmi ætlaði til dæmis að gefa okkur tvo kettlinga og einn hvolp; vandamálið var bara hvar ætti að hýsa gripina, því þeir vöktu ekki eins mikla hrifningu hjá mömmu og pabba. En enginn veit sína ævina og þetta hræði- lega slys kom í veg fyrir að okkar samverustundir veröi fleiri hér á jörð. Elsku Sæmi okkar, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð hjálpar okkur öllum að komast í gegnum þessa erfiðu tíma, það er gott að eiga Guð að. Elsku Kristín, amma og afi, Ingi og pabbi og allir aðrir sem eiga um sárt ab binda, tíminn græðir sárin, en góðar minningar um Sæma okkar munu alltaf fylgja okkur. Ég fel í forsjón þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Kolla Magga og Þorvaldur Bjöm Að morgni 28. júlí barst mér sú fregn að Sæmi væri dáinn. Var þetta mikiö áfall og ég átti erfitt með að gera mér grein fyrir því að þetta væri raunveruleikinn. Ég var ósátt við að vinur minn hefði farið svona snögglega. Ég kynntist Sæma fyrir tveimur árum hjá Kristínu, vinkonu minni, í bænum og hér fyrir vest- an þar sem þau voru oft heima hjá Kristínu. Við urðum fljótt góðir vinir. Ég myndi segja að viö náðum ágætlega saman, því við gátum talaö um allt bæði í gamni og alvöru. Það var sjaldan sem mabur sá Sæma iðjulausan. Hann var einn af þeim mönnum sem ekki gátu setið kyrrir ef óunnið verk lá fyrir. Öll vinna fórst honum vel úr hendi, því hann var laginn við marga hluti. Bílar voru eitt af áhugamálum hans og hann grúskaði mikið í þeim. Ég man eftir síðasta sumri þegar hann og Viðar voru að þeysast í pollum og sprænum á Leikskálum á gömlum bíl sem Óli á og þeir höföu lagfært aðeins til að hann yrði ökufær. Sæmi var mjög stríöinn og hafði gaman af aö atast í fólki á þann hátt. Þau voru ófá skotin sem ég fékk frá honum þegar viö hitt- umst. Hann fann alltaf veikustu punktana á manni. Ég hef átt margar góbar stundir á Leikskál- um með Kristínu, Sæma og fjöl- skyldu hennar. Hér fyrir vestan undi Sæmi sér vel og hann keyrði ab austan næstum hverja helgi, ef hann var að vinna þar, til unn- ustu sinnar og fjölskyldu sem reyndist honum vel. Erfitt verður að fylla það skarb sem Sæmi skil- ur eftir sig, því söknuöurinn er sár. Elsku Kristín og aðrir aðstand- endur, megi Guð vaká yfir ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Ég votta ykkur mína innilegustu DAGBOK 295. dagur ársins - 70 dagar eftir. 42. vlka Sólris kl. 8.38 sólarlag kl. 17.45 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reylgavík og nagrenni Sunnudag í Risinu: Bridskeppni, tví- menningur, kl. 13. Annar dagur í þriggja daga keppni. Félagsvist kl. 14. Guðmundur Guðjónsson stjórnar. Dansað í Goðheimum kl. 20. Lögfræðingur félagsins er til viðtals á fimmtudag. Panta þarf tíma. Félag eldri borgara Kópavogi Félagsfundur verður haldinn í Gjá- bakka í dag, laugardag, kl. 14. Mætum öll. Stjórnin. Verkakvennafélagiö Fram- sókn 80 ára Verkakvennafélagið Framsókn verður 80 ára þann 25. okt. n.k. Afmælis- fagnaður félagsins verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fyrir félagsmenn samúö. Kæri vinur, ég þakka þér fyrir all- ar þær stundir og minningar sem ég á um þig, þeim mun ég aldrei gleyma. Megir þú hvíla í friöi og blessuð sé minning þín. Hafðu þökk fyrir allt. Jóhanna Sigrún Föstudaginn 29. júlí sl. átti und- irritabur leið í gegnum Vík í Mýr- dal árla dags, enda var ferðinni heitið austur í Skaftafell meö er- lenda vini mína. Mér brá mjög er ég sá, hversu víða var flaggað í hálfa stöng í þorpinu, enda alinn upp á staðnum frá tveggja ára aldri fram undir fermingu og þekkti því marga. Hvað hafði gerst? Hringdi ég þá til góðrar vinkonu á staönum til aö spyrjast fyrir og var mér tjáð að jafnaldri minn og æskuvinur Sæmundur Björnsson, aöeins 22 ára gamall, hefði látist í hörmulegu slysi tveim kvöldum áöur, ásamt öbr- um manni í blóma lífsins, við brúna á ánni Skálm. Manni verð- ur orða vant, þegar kvebja á æsku- vin sinn hinstu kvebju. Reyndar skildust leiöir, þegar ég flutti með fjölskyldu minni í Garbabæinn rétt um fermingu og því mibur ekki oft sem viö hittumst síðustu árin til að rifja upp gamlar endur- minningar. I minningunni er Sæ- mundur afar sérstakur. Á bernskuárunum var oft mikið um að vera hjá okkur Sæma. Tveir atorkusamir drengir höfðu í mörgu að snúast, enda með af- brigðum gott að alast upp á stað eins og Vík, með allri sinni nátt- úrufegurð sem umgjörð um þorp- og gesti sunnudaginn 23. okt. kl. 15. Stjórnin. Ferðafélag íslands Sunnudagsferðir 23. október kl. 13: 1. Vetri heilsað á Keili. Það er tilvalið að fagna vetri með þessari skemmti- legu fjallgöngu. 2. Kræklingafjara í Hvalfirði. Tilvalin fjölskylduferð. Haf- ið ílát með. Kræklingatínsla og fjöru- ganga. Verð 1.200 kr. og frítt f. börn m. foreldrum sínum. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Ferðafélagshúsinu Mörkinni 6. Lyfjafræ&isafniö opnaö í dag Lyfjafræðisafnið við Neströð á Sel- tjarnarnesi verður formlega opnað í dag, laugardaginn 22. október, og öll- um opið sunnudaginn 23. október kl. 13-16. Fyrst um sinn verður safnið ekki opiö almenningi. Áhugahópum verður gefinn kostur á að skoða safnið eftir nánara samkomulagi við safn- stjórn. Síminn er 629535. Norræna húsiö Sendiherra Svíþjóðar á íslandi, Pár Kettis, mun halda fyrirlestur um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu Svía um aðild að Evrópusambandinu. Fyrirlesturinn hefst í Norræna húsinu kl. 16 á morgun, sunnudag. Fyrirlest- urinn verður á sænsku. Á eftir mun sendiherrann svara fyrirspurnum gesta. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Á morgun, sunnudag, kl. 14 verður sænska kvikmyndin „Nya hyss av Em- il i Lönneberga", sem er byggð á bók eftir Astrid Lindgren, sýnd í Norræna húsinu. Myndin er um 11/2 klst. að lengd og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. ið og nánast leikvangur okkar barnanna hvarvetna. Þetta kallar fram óteljandi ljúfar minningar, og er ekki laust við aö ég brosi, er ég rifja upp þennan tíma, sem við Sæmi áttum saman. Vib stóðum í ýmsu, byggðum kofa, brúubum Víkurána til þess að stytta leiðina milli heimila okkar og ég minnist ekki síst kassabílsins, sem við smíðuðum og varð ab engum venjulegum kassabíl, eftir ab Sæmi hafði komiö fyrir í honum vél úr mótorhjóli. En þannig var Sæmi, hann fór ótroðnar slóðir og ekki óeðlilegt þó aö mér hafi þótt spennandi að takast á viö verk- efnin með honum, því hann var ekkert venjulegur. Én Sæmi var sérstaklega handlaginn og hug- vitssamur, þegar kom til smíða eða vélaviðgerba strax á þessum árum, enda á hann til hugvits- og lagtækra manna að telja í báðar ættir. Já, tíminn leið hratt í uppátækj- um og leikjum með Sæma og öðr- um vinum á þessum góðu árum. Einnig vil ég minnast þess nú að ekki var í kot vísað, þegar tveir ungir og framtakssamir gaurar komu svangir og e.t.v. blautir og skítugir frá smíðum, eða þegar við vorum að safna í áramótabrenn- una, inn í eldhúsið til hennar Kollu, mömmu Sæma. Ekki var verra að komast í kræsingarnar hjá Jónu ömmu Sæma, en þangað vorum vib alltaf hjartanlega vel- komnir, en Sæmi sótti alltaf mik- ið til afa síns og ömmu í Naust- hamri. Ekki get ég látiö hjá líða að minnast þolinmæði Björns, fööur Sæma, en við sóttum mikið til hans í bílskúrinn. Já, þaö er erfitt ab hemja sig, þegar allar þessar minningar brjótast fram við þess- ar abstæður. En þær eru svo sann- arlega góbar og skemmtilegar. Sæmi minn, ég vil þakka þér í hinsta sinn fyrir allar þær góðu stundir, sem við áttum saman. Tíminn meb þér var bæði spenn- andi og lærdómsríkur og honum mun ég aldrei gleyma. Elskulega fjölskylda, ég bið gób- an Guð að gefa ykkur styrk í ykk- ar miklu sorg við svo skyndilegt og ótímabært fráfall Sæma vinar míns. Blessuð sé minning hans. Steinar Ingi Matthíasson, œskuvinur Fyrirlestur á Hótel Sögu í dag, laugardag, flytur Jahn Otto Jo- hansen, yfirmaður erlendra frétta Norska sjónvarpsins (NRK) og einn kunnasti fréttaskýrandi Noregs á sviði erlendra málefna, erindi á sameigin- legum hádegisverðarfundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Átthagasal Hótel Sögu. Salurinn verður opnaður kl. 12. Erind- ið nefnist: „Norðurlöndin í ótryggum heimi". Fundurinn er opinn félags- mönnum SVS og Varðbergs og öðrum þeim er áhuga hafa á málefni fundar- ins. Skorað er á félagsmenn að fjöl- menna. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Gerðuberg: íslenska einsöngslagiö „Heyrt í Flóanum" er heiti á erindi sem Helgi Sæmundsson rithöfundur flytur í Gerðubergi á morgun, sunnu- dag, kl. 14. Þar fjallar hann annars- vegar um tónskáld sem kvað að á landsvísu á 2. og 3. áratugnum og hinsvegar um tónskáld sem innfædd voru í Flóanum, þ.e. Friörik Bjama- son, ísólf Pálsson, Pál ísólfsson og Sig- fús Einarsson. Á kynningunni flytja Bergþór Pálsson söngvari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari lög eftir þessi tónskáld. Unglist 94: Dagskráin um helgina: Laugardagur 22. okt. Kl. 13-16: Mark- aðstorg menningarinnar — blönduð dagskrá í Kolaporti. Kl. 22 Rokktón- leikar: Norræna tónlistarhátíðin Nor- den rockar á Tveimur vinum. Sunnu- dagur 23. okt. Kl. 16-19: Tónleikar: Kóramót framhaldsskólanna í Perl- unni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.