Tíminn - 29.10.1994, Síða 13

Tíminn - 29.10.1994, Síða 13
Laugardagur 29. október 1994 13 Umsjón: Birgir Gubmundsson JVIeð sínu nefi Lag eftir Atla Heimi Sveinsson, upphaflega gert við Kvæðið um fuglana eftir Davíð Stefánsson, verður í aðalhlutverki í þættin- um í dag. Nú er þetta lag sungið í sjónvarpi og útvarpi sem mál- ræktarlag viö ljóð eftir Þórarin Eldjárn. Og þó svo að Mjólkur- samsalan noti þetta í sínum ímyndarauglýsingum, látum við það fljóta meö til gamans og gefum MS þar með kost á ókeypis auglýsingu hjá vinum þáttarins! Kvæði Davíðs um fuglana fylg- ir hér með líka, enda eflaust margir, sem ekki kunna við að syngja lagið við annað ljóð. Góða söngskemmtun! MÁLRÆKTARLAGIÐ Am E Á íslensku má alltaf finna svar Am F C og orða stórt og smátt sem er og var, Dm E7 Am og hún á orð sem geyma gleði' og sorg, H7 E7 Am um gamalt líf og nýtt í sveit og borg. Á vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar mál. Að gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn — nema ég og þú. KVÆÐIÐ UM FUGLANA Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og fjaðraskúf. Úr fumtré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Am i>eir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar Guðs í Paradís. H7 X 2 1 3 0 4 E7 ( > ( > < > ( > 0 2 3 1 4 0 Vesturland Tilnefningar vegna skoðanakönnunar Ákveðið hefur verið að fram fari skoðanakönnun innan Kjördæmissambands fram- sóknarfélaganna (Vesturlandskjördæmi um val á frambjóðendum f efstu sæti fram- boðslista Framsóknarflokksins I kjördæminu við n.k. alþingiskosningar. Skoðana- könnunin fer fram á aukakjördæmisþingi, sem haldið verður I Hótel Borgarnesi laug- ardaginn 19. nóvember 1994. Hér með er auglýst eftir frambjóðendum 1 skoðanakönnunina. Hvert framsóknarfélag I kjördæminu hefur rétt til að tilnefna allt að fimm manns til þátttöku f skoðanakönnuninni. Kjörnefnd er heimilt að bæta við frambjóðendum. Framboðum vegna skoðanakönnunarinnar skal skila til fulltrúa I kjömefnd eigi sfðar en 5. nóvember n.k. Eftirtaldir aðilar eiga sæti I kjömefndinni: Gfsli V. Halldórsson, Þórunnargötu 6, 310 Borgarnes. Guðmundur Páll Jónsson, Krókatúni 18,300 Akranes. Hrafnkell Alexandersson, Höfðagötu 15,340 Stykkishólmur. Jón Gfslason, Lundi, 311 Borgarnes. Rúnar Jónsson, Valþúfu, 371 Búðardalur. Kjömefnd KJÖrdæmissambands framsóknar- félaganna í Vesturfandskjördæmi FAXNÚMERIÐ ER 16270 FortK&a&a tt(/finertm 175 gr smjör 175 gr sykur 3egg 1 eggjarauba 2 tsk. lyftiduft 225 gr hveiti 150 gr rúsínur 100 gr hakkaöar hnetur 1 msk. hveiti 1 eggjahvíta Smjör og sykur hrært létt og ljóst. Egg og eggjarauða hrærð saman viö, eitt í senn og hrært vel á milli. Hveiti og lyftidufti blandaö saman og hrært út í. Rúsínunum og hnetunum blandab saman við 1 msk. af hveiti og hrært út í deigið. Deigið sett í smurt og raspi stráð form (ca. 1 1). Eggjahvít- unni smurt yfir. Bakað við 170° í ca. 1 ldst. og 15 mín. Stingið prjóni í kökuna, til aö athuga hvort hún er bökuð. Ef ekkert deig lobir við prjóninn, er kakan bökuð, annars þarf hún ab vera lengur í ofninum. Ca. 1 kg kartöflur soðnar og skornar í ferhyrninga 300 gr rauðbeður úr dós 3 dl majones 1 dl rjómi Skraut: Dill eða púrrusneiðar Kartöflubitunum og rauð- beðuferningunum blandað saman. Majonesib hrært meb rjómanum og hellt yfir. Salat- ið er gott eitt sér með ristuðu brauði, kjöti eða fiski. Sottanaínmð 250 gr hveiti 2 tsk. lyftiduft 150 gr sykur 3 stappaðir bananar 75 gr brætt smjör 2egg 100 gr rúsínur 1 tsk. kanill Örlítið salt Þurrefnunum blandað saman. Þá er sykri, smjöri, banönum, rúsínum og eggjum hrært saman við þar til deigið er orð- ið að jafnri hræru. Deigið sett í aflangt jólakökuform, vel smurt. Bakað við 175° í ca. 50- 60 mín. Prufið með prjóni hvort brauðið er bakab. Ef ekk- ert deig loðir við prjóninn, er brauðið bakað, annars þarf það að vera lengur í ofninum. 1 1/2 I vatn 500 gr lambakjöt (hryggbitar) 1 1/2 tsk. salt 1/2 dl hrísgrjón 250 gr gulrófur 3 gulrætur 2-3 kartöflur 150 gr hvítkál Kjötið er hreinsað og sett út í sjóðandi vatnið, og saltað. Soðið í 30 mín. Hrísgrjónin og grænmetiö, sem er skorið í smábita, látið út í. Soðið áfram í 20-30 mín. Feitt íraaö i ^o-öUmatinn 4 formbrauðssneiðar 4 stórar ostsneibar 4 skinkusneiöar 2 tómatar 2 1/2 dl mjólk 1 msk. smjör 1 msk. hveiti Salt og pipar Smjörið brætt í potti, hveit- inu bætt út í og mjólkinni hrært saman við. Látið sjóöa í ca. 5 mín. Bragðað til með salti og pipar. Sósa sett á brauösneiðarnar, svo skinku- sneið. Þar næst sósa, svo tóm- atsneiðar og efst ostsneiöam- ar. Sett í heitan ofn viö 200° og hitaö saman þar til osturinn er brábnaöur. Fallegt að hafa salatblaö und- ir á fatinu. Saéat^in 4 1 Icebergsalathöfub, skorib í strimla 4 sellerístilkar, skomir í þunnar sneibar 4 tómatar, skornir í þunna báta Ca. 200 gr ananas, skorinn í litla bita 1 dós sýrbur rjómi, hrærbur út meb ananassafa Grænmetið sett í skál og sós- an sett í skál við hliðina á borðið. Hver og einn getur þá ráðið hve mikiö af sósu hann vill nota út á salatið. Til umhugsunar 1. Leggðu áherslu á þab sem gefur lífinu tilgang. 2. Berðu þig ekki saman vib aðra. 3. Viöurkenndu vankanta þína og mistök. En gleöstu yfir því sem þú ert. 4. Vertu jákvæb/ur. Bægðu burtu neikvæöum hugsunum. 5. Talabu út um hlutina. Viðurkenndu þín vandamál og hlust- aðu á vandamál annarra, hvernig þeim líður. 6. Gleymdu ekki ab vib þurfum góban mat, hreyfingu og nægan svefn. 7. Njóttu þess sem þú hefur. Bægbu burtu öfund. 8. Gefðu bara loforb, sem þú getur haldib. 9. Þaö ert þú, sem hefur gert hitt og þetta ab vana og óvana. Þab er þitt að breyta því. 10. Nú í dag getur þú látið drauminn rætast.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.