Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. nóvember 1994 9tmtom 7 Fjöldagjaldþrot blasir vib í Þykkvabœnum verbi ekki brugbist skjótt vib vanda kartöflubœnda: Frelsiö sem breyttist í helför Sigurbjartur Pálsson, bóndi í Skarbi í Þykkvabæ, og for- mabur Landssambands kart- öflubænda, segir kartöflu- bændur sammála um ab „frelsib" sé ab sliga þá. Núver- andi ástand gengur af bænd- um daubum, sumir segja inn- an nokkurra daga, abrir innan nokkurra vikna. Sigurbjartur segir ljóst ab fjöldagjaldþrot blasi vib innan tíbar vib óbreytt ástand. „Eitt af því sem er uppi er ab festa lágmarksverð til bænda, eba sexmannanefndarverb eins og var hér í eina tíb," sagði Sig- urbjartur er blabamabur Tímans hitti hann í Þykkvabænum í gær. „Landssamband kartöflu- bænda hefur reyndar samþykkt ab bibja um opinbera verblagn- ingu. Þab er ein abferbin og kannski virkar hún, þó var þab reyndin hér ábur fyrr ab þab hélt ekki, en þab er ekki útilok- ab ab þab geri þab núna." Vandinn sem kartöflubænd- ur standa frammi fyrir nú er hins vegar sá ab þab er allt of mikib til af kartöflum í landinu. Bændur eru illa settir eftir upp- skerubrest síbastlibin þrjú ár, en verb kartaflna hækkabi ekki þrátt fyrir litla framleibslu. Þetta á sér í íagi vib um Þykkvabæinn, en þar eru um 40 bændafjöl- skyldur sem hafa lífsviburværi sitt af kartöflurækt. Sigurbjartur segir ab þab.sem sé brýnast nú sé hvernig ná megi offramleiösl- unni út af markaönum. Þar horfa menn til útflutnings. „Núna er staöan í Evrópu ööruvísi en hún hefur veriö oft áöur,"' segir hann. „Þab stór- vantar kartöflur í Evrópu. Þaö er talsvert um fyrirspurnir frá þeim hvort vib getum selt þeim kartöflur. Þetta strandar hins vegar á heilbrigbisreglugerbum. Þab er ekki algerlega útilokaö, en vegna þess ab hérna kom einu sinni upp hringrot er erfiö- ara ab flytja út til landa Evrópu- sambandsins." -Eru einhver lönd utan Evr- ópusambandsins sem koma til greina? „Noregur er ennþá fyrir utan og þeir sýna heilmikinn áhuga." Veröib er lágt — 15-20 krón- ur — en fer hækkandi vegna skorts á kartöflum. Hugmyndir eru uppi um aö í framtíöinni myndi framleiöendur sjóö til þess aö greiöa nibur útflutning- inn í góöærum. Nú eru hins vegar engir peningar til og þá er hugmyndin ab leita til stjórn- valda og opinberra sjóöa. „Okkur finnst ekki óeölilegt ab bæöi kartöflubændur og grænmetisframleiöendur hafi aögang aö einhverju fjármagni eins og þeir bændur sem njóta beingreiöslna," segir Sigurbjart- ur. „Þetta kemur upp annaö slagiö og þá hrynur allt kerfiö." Hafa lítinn tíma Sigurgeir segir aö kartöflu- bændum liggi á aö ná offram- leiöslunni út af markaönum sem fyrst. „Viö höfum vobalega lítinn tíma," segir hann. „Eins og þetta lítur út núna blasir vib öngþveiti strax um áramótin. Menn skulda jafnvel áburöar- kaup síöan í vor og þessa dag- ana er Stofnlánadeild landbún- aöarins aö senda út hvaö menn eiga aö borga af lánum fyrir ára- mótin. Ég sé ekki fyrir mér hvaban þessir aurar eiga aö koma. Þeir koma ekki fyrir af- uröirnar í haust," segir Sigur- geir. Blaöamaöur Tímans fékk Guðna Ágústsson, þingmann Sunnlendinga, með sér í stutta heimsókn í Þykkvabæinn í gær. Guöni vakti athygli á vanda kartöflubænda og grænmetis- framleiðenda í umræðum utan dagskrár á Alþingi fyrir nokkr- um dögum. Umræðan varö til þess aö varpa kastljósinu á Þykkvabæinn sérstaklega, en þar er lífiö kartöflur, eins og oddvitinn Halla María Árna- dóttir í Norbur-Nýjabæ komst aö orði. Forsaga vandans Til þess aö átta sig á vanda kartöflubænda þarf aö hverfa nokkur ár aftur í tímann. Uppi eru deildar meiningar um hver orsökin nákvæmlega sé en þar Sigurbjartur Pálsson: Landssamband kartöflubænda vill opinbera verb- lagningu. Ábur voru kartöflubændur stöndugir. Nú blasa vib fjöldagjaldþrot. ir hamrinum. Fyrir kartöflu- bændur hefur frelsið virkað aö mestu leyti í aöra áttina. Þegar offramboö er á innlendum kart- öflum lækkar verðið jafnvel niöur fyrir framleiðslukostnaö eins og nú gerist en innflutn- ingurinn kemur í veg fyrir að veröið hækki sökum skorts á kartöflum. „Viö vorum fyrir löngu búnir aö sérhæfa okkur í kartöflurækt- inni," segir Ágúst Gíslason. „Löngu áöur en framleiðslustýr- ing og kvótakerfi var tekið upp í landbúnaöi." Fyrirtæki bænda hún selst fyrir 12-15 milljónir." Tryggvi á yfir 100 tonn af kartöflum frá því í haust. Þetta er góð vara, en... „Þaö er kannski ljótt aö segja þab," seg- ir hann, „en ég þakka fyrir hvern dag sem ég er ekki beðinn um kartöflur þessa dagana. Þaö er ekkert nema skapraunin aö vera aö selja þetta undir fram- leiöslukostnaöi. Ég get ekkert notaö þetta sem greiðslu, þaö vilja allir fá peninga. Hér eru margir orðnir blankir og eina liðið sem virkilega man eftir þér eru þeir sem senda þér gluggap- óstinn. Þeir gleyma þér ekki það er alveg pottþétt." eru nefndar nokkrar ástæöur. Þó vegur án efa einna þyngst, aö allt frá árinu 1990 hafa kartöflu- bændur veriö kauplausir. í fyrra var uppskerubrestur vegna næturfrosta í byrjun ág- úst, þegar aöalsprettutíminn var eftir. Viö það að grösin féllu stöövaðist vöxturinn. Árið þar áöur spratt illa sunnanlands vegna kulda. Tvö ár þar á undan var uppskerubrestur vegna myglu í kartöflunum. „Þaö hafði ekki komiö upp mygla síðan 1953," sagöi Halla María. „Menn áttuöu sig bara ekkert á þessu, enda haföi eng- inn séð þetta. Þeir sem eru bændur í dag voru börn eöa ófæddir þegar þetta kom upp síðast. Seinna mygluáriö vom allir tilbúnir meö mótefni og úðuðu, en vegna reynsluleysis kom í ljós þegar farið var aö taka upp kartöflunar ab þaö haföi veriö úöað of seint." Togstreita á milli bænda Guöni Ágústsson ræddi ásamt blaðamanni viö Ágúst Gíslason, bónda í Suöur-Nýjabæ. Ágúst ásamt fleirum benti á aö það væri tæpast réttlætanlegt að þeir sem fengju úthlutuðum kvóta viö kjöt- og mjólkurfram- leiöslu gætu framleitt kartöflur í . samkeppni viö bændur sem lifðu eingöngu af kartöflurækt- inni. í þessu 'sambandi er tog- streita á milli Eyfiröinga og Þykkvabæjarmanna — en hinir fyrrnefndu stunda í mörgum til- fellum kartöflurækt meö kúabú- skap. Þykkvabæingar viöur- kenna að þeir geti að sumu leyti sjálfum sér um kennt. Til dæm- is hefur veriö nefnt að á meðan kartöflubændur græddu, úreltu þeir nibursetningar og upptöku- vélar hratt og seldu öörum bændum sem bættu við heildar- framleiðsluna aö ári. „Ástandiö er mjög, mjög slæmt, þaö er ekki nokkur vafi," sagöi Ágúst. „Þaö er búiö aö vera aö síga á ógæfuhliðina undan- farin ár og margt hefur aflaga farið undanfarin ár. Þaö hefur veriö hreyfing á málinu síöan vakin var athygli á því, en okkur vantar miklu meira. Okkur vantar snögg viöbrögö og aö mínu mati þarf aö festa lág- marksverbið." -Þaö eru vikur sem skipta máli, eöa eru þaö dagar? spyr Guðni. „Ekki vikur, það eru dagar," svarar Ágúst. „Ástandið er háal- varlegt." -Þaö er búið að skuldbreyta hjá mönnum og lengja lán og menn komnir alveg á ystu nöf en samt fáiö þiö engin afuröa- lán? spyr Guöni. „Nei, afurðalán fáum viö ekki," svarar Ágúst. „Hver lánar út á þetta þegar enginn veit á hvaö uppskeran selst. Okkur vantar fast framleiðendaverö, sem opinberir aöilar gefa út og einhverja reglugerö til þess aö fylgja því eftir. Þetta er þaö sem ' okkur vantar núna. Síöan er hægt aö tala um eihverjar fram- tíöarlausnir, en nefndir á nefnd- ir ofan er ekki þaö sem vib þurf- um á að halda núna." Þykkvibærinn er nánast und- keyra þá í þrot Guöni spyr Ágúst hvort hluti af þeirra meini sé ekki aö sölu- samtök og afurðarstöðvar kart- öflubænda eigi í taumlausri samkeppni innbyröis. „Jú, þaö er sorglegt til þess aö vita að þaö séu flest sölusamtök bænda sjálfra, sem eru aö keyra þá í þrot," segir Ágúst. „Þessir stóru söluaðilar eins og Bónus og fleiri þeir spila bara á þetta." Þeir bændur sem rætt var við í Þykkvabænum voru sammála um aö ástandiö væri farib aö setja verulega svip sinn á mann- lífiö þar. Menn væru svartsýnni og vonlausari en áöur. Þeir sem aka í dag um þessa þéttbýlu sveit þurfa ekki aö líta langt til þess að sjá aö hún má muna fíf- il sinn fegurri. Eitt sinn voru bændur í Þykkvabæ efnaðir o§ taldir vel stæöir á landsvísu. I dag eru þeir flestir fátækir og þeir sem áttu skuldlaus bú ganga nú á eigur sínar. Vib- haldsleysi tækja og mannvirkja er sýnilegt og skýrt dæmi um þetta. „Þaö sem skiptir máli er aö hér býr haröduglegt og sam- viskusamt fólk," segir Tryggvi Skjaldarson, bóndi í Norður- Nýjabæ og eiginmaður Höllu Maríu oddvita. „Sumir eru ágætlega settir, en mjög margir eru bara komnir alveg upp í topp og bankinn segir bara, hingaö og ekki lengra viö getum ekki meira. Og maður veröur að viðurkenna það. Maður getur ekki sagt, þessi jörö er metin á 30 milljónir samkvæmt bruna- bótamati og ég á 5% af Þykkva- bænum, því ég má þakka fyrir ef Allt farib Tryggvi líkir ástandinu í sölu- málunum viö dómínókubba. Ef einn byrjar undirboö þá hrynur allt kerfiö. Hann segist geta rú- stað markaönum með því aö senda út fax meö undirboði á stærstu söluaðilana á kartöflum. Söluaöilinn myndi hringja í þá sem selja honum kartöflur og segja þeim frá tilboðinu og bjóða þeim að jafna eða kaupa ekki af þeim ella. „Ástandiö hjá bændum í dag er þannig aö þeir jafna. Hver einasti," segir Tryggvi. Saga hans er gott dæmi um hvaöa afleiðingar atburöar- rásin hefur haft í för með sér. Blaðamaður spyr hann hvort menn séu ekki margir komnir að fótum fram? „Jú og í þessum bransa getur það gerst hratt þegar skriöan fer af staö," svarar hann. „í mörg- um tilfeilum gætu menn verib búnir aö vera ef vandinn væri ekki svona almennur. Banki hikar ekkert viö aö taka einn og einn mann og koma honum út af kortinu til að laga hjá sér. Menn standa líka frammi fyr- ir því. Hvaö eiga þeir aö eyöa mörgum árum af æfi sinni og sjá ekkert út úr þessu. Þetta er fyrir marga spurningin um þab aö viburkenna þetta fyrir sjálf- um sér. Mabur á bara ekki neitt. Allt sem maður er búinn aö vera aö byggja upp frá tvítugsaldri á tuttugu ára búskapartíð — þetta er bara fariö. Hvernig sem þetta fer og hvaða lífsskoðanir sem menn hafa, veröa þeir aö viður- kenna aö þessi útgáfa af frelsi er ekkert annab en helganga."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.