Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 17
Laugardagur 12. nóvember 1994
flMm
17
Gubmundur Þ. Björnsson
frá Crjótnesi
Fæddur 2. apríl 1903
Dáinn 3. nóvember 1994
Gudmundur Þórarinn Bjömsson
var fceddur á Grjótnesi á Mel-
rakkasléttu 2. april 1903 og var
því á 92 aldursári, þegar hann
lést. Hann andaðist á sjúkrahús-
inu á Húsavík 3. nóvember s.l.
Útfór hans fer fram frá Snartar-
staðakirkju í dag, laugardaginn
12. nóvember 1994. Foreldrar
Guðmundar Þ. vom Bjöm Stefán
Guðmundsson, bóndi á Grjót-
nesi, og kona hans Aðalbjörg
Pálsdóttir Ijósmóðir. Bjöm Stefán
var bóndi á Grjótnesi, fœddur
þar, gekk í Möðmvallaskóla, var
sonur Guðmundar Jónssonar frá
Lóni í Kelduhverfi (Hallbjamar-
staðaaett) og Jóhönnu Bjömsdótt-
ur á Grjótnesi, Jónssonar í Leir-
höfh, Vigfússonar í Garði í
Kelduhverfi (aett Hrólfunga).
Móðir Jóhönnu var Vilborg
Gunnarsdóttir frá Hallgilsstöð-
um á Langanesi, Gunnarssonar
(Skíða-Gunnars). Aðalbjörg var
dóttir Páls Guðmundssonar,
bónda á Krákárbakka í Mývatns-
sveit og víðar í S-Þing., en síðast
bóndi í Ásbyrgi, N-Þing. (Bríma-
gerðisœtt), og Guðrímar Soffíu
Jónasdóttur, en hún var cettuð úr
Laxárdal, S-Þing. Guðmundur Þ.
kvaentist ekki og átti ekki afkom-
endur.
Systkini Guðmundar Þ. vom
fjögur, þessi í aldursröð: Jóhanna
f. 1901, d. 1994, giftist Hólm-
steini Helgasyni og áttu þau 7
böm. Þeirra heimili var á Raufar-
höfn. GunnarPáll f. 1905, bóndi
á Grjótnesi, nú búsettur á Rauf-
arhöfn, kvaentist Huldu Valdísi
Þorsteinsdóttur, hún lést 1974,
þau voru bamlaus. Baldur f.
1907, d. 1981, bóndi á Grjótnesi,
ókvaentur og bamlaus. Borgþór f.
1910, framkvstj. í Reykjavík,
kvaentur Ingu Erlendsdóttur frá
Hnausum í Þingi, þau eru nú bú-
sett í Kóþavogi, þau eiga fjögur
böm.
Móöurbróöir minn, Guð-
mundur Þórarinn Björnsson,
andaöist á sjúkrahúsinu á
Húsavik 3. nóvember s.l. Hann
haföi dottið og lærbrotnaö fyr-
ir nokkrum vikum síðan. Var
gert aö meiðslum hans á Akur-
eyri og lá hann þar nokkurn
tíma, en var síðan fluttur til
Húsavíkur, þar sem honum var
ætlað að dvelja á meðan hann
safnaði kröftum að nýju.
Guðmundur Þ, en sá bókstaf-
ur fylgdi jafnan með í nafni
hans, til auðkennis, þegar
hann var nefndur, var á 92.
aldursári, þegar hann lést.
Hann hafbi jafnan veriö
heilsuhraustur, en þegar svo
lengi hefur verið lifað er dauð-
inn líkn frá þrautum, og
þreyttum er hvíldin góð eftir
langan og annasaman lífsins
vinnudag.
Guðmundur Þ var fæddur í
þennan heim á meöan verklag
og þjóðlíf var enn að miklu
leyti með sama móti og verið
hafði á íslandi um aldir. Hann
lifði síöan ásamt samtíðar-
mönnum sínum þá mestu
þjóðlífsbyltingu og tæknifram-
farir, sem orðið hafa.
Ungu mennirnir á Grjótnesi
fylgdust vel með og tileinkuðu
sér fljótt tæknina eftir því sem
hún varð tiltæk. Þeir bræður, á-
samt frændum sínum á hinu
búinu á Grjótnesi, eignuðust
t.d. eina af fyrstu bifreiðunum,
sem komu í héraðib, og það
jafnvel áöur en akfærir vegir
t MINNING
voru komnir um allt héraðið.
Mótorar voru settir í báta á
Grjótnesi snemma á öldinni og
farið var að rækta jörðina með
vélknúnum tækjum. Byggt var
stórt og fallegt steinsteypt í-
búðarhús, sem teiknað var af
Guðmundi Þ og átti hann flest
handtök við þá byggingu, en
fleiri komu þar að verki, enda
samhjálp mikil á Grjótnes-
heimilunum. í þetta hús flutti
fjölskyldan 1928 úr gamla
bænum.
Á þeim árum, sem Guð-
mundur Þ var að alast upp og
allt til fullorðinsára, var jafnan
mannmargt á Grjótnesi, allt að
30-40 manns á tveimur heimil-
um. Á hinu heimilinu á Grjót-
nesi réðu húsum föðursystir
hans, Vilborg Guðmundsdótt-
ir, og maður hennar, Björn Sig-
urðsson trésmíðameistari frá
Ærlækjarseli í Öxarfirbi. Þau
áttu 11 börn. Það þótti eftir-
sóknarvert að komast í vist
með Grjótnesbændum og var
þar margt vinnufólk um lengri
eða skemmri tíma, einnig
skólabörn. Grjótnesheimilin
þóttu einstök að myndarskap,
snyrtimennsku og verklagni og
húsráðendur vel menntir til
munns og handa.
Á Grjótnesi var um nokkurt
skeið haldinn skóli og fengnir
til kennarar að uppfræba æsk-
una, sem var þar og á næstu
bæjum að vaxa upp. Var stórt
herbergi í syðra húsinu jafnan
kallað skólastofa, en þar fór
kennslan fram. Var stofa þessi
á efri hæð, yfir og jafn stór og
smíðastofa Björns Sigurðsson-
ar. Þar mun unga fólkið, a.m.k.
drengirnir, hafa fengið drjúga
verkmenntun.
Vib þessar abstæður ólst
Guðmundur Þ upp. Hann nam
trésmíbi hjá Birni Sigurðssyni
og síðan húsgagnasmíði um
nokkurt skeib í Reykjavík. Árið
1936 tóku þeir bræður, Guð-
mundur, Gunnar og Baldur,
við búi foreldra sinna. Guð-
mundur átti alla tíð hlut ab bú-
inu með bræðrum sínum, en
starfsvettvangur hans var þó
lengst af við smíðar og hús-
byggingar víðs vegar um hér-
aðið. Stærstu verkefnin, sem
hann stóð fyrir, voru flestar
byggingar Kaupfélags Norður-
Þingeyinga á Kópaskeri, en
einnig var gjarnan leitab til
Guðmundar um byggingu ým-
issa íbúðarhúsa, sem og ann-
arskonar húsa í héraðinu og
jafnvel víöar. Að sumum verk-
efnum vann hann í félagi við
Sigurð Kristjánsson í Leirhöfn
og um nokkurt skeið ráku þeir
Óskar sonur Sigurðar og Guö-
mundur trésmíðaverkstæði á
Sæbergi, iðnaðarbýli í landi
Leirhafnar, en þar stóð fyrir
fiskverkunarhús, sem breytt
var í trésmíðaverkstæði. Ekki
reyndist nægur grundvöllur til
reksturs slíks verkstæbis ein-
göngu, þannig að Guðmundur
hvarf í vaxandi mæli ab hús-
byggingum ab nýju, víðs vegar
um héraðib. Um helgar kom
hann oftast heim í Grjótnes og
dvaldi þar einnig á milli verk-
efna og gafst þá oft tækifæri til
að byggja upp og bæta húsa-
kost á jörðinni.
Árið 1965 ákváðu bræðurnir
á Grjótnesi ab bregða búi.
Fluttu þeir til Raufarhafnar og
reistu sér þar íbúðarhús, þar
sem Hulda, kona Gunnars, bjó
þeim notalegt heimili, á með-
an henni entist líf og heilsa.
Síðan hafa þeir búið þar saman
bræðurnir, fyrst þrír, en eftir
lát Baldurs þeir Gunnar og
Guðmundur.
Guðmundur Þ. var grannur
maður, hávaxinn, beinn í baki
fram á elliár og bar sig vel á
velli. Hann var dagfarsprúður
maður, sem skipti ekki skapi.
Hann var hvarvetna vel liðinn,
jafnt af þeim sem fólu honum
verk, sem þeim er lutu verk-
stjórn hans. Hann var hlýr og
glaðlegur í viðmóti, en þó al-
vörugefinn og athugull. Hann
var afskiptalítill af'annarra hag.
Ég ber nöfn tveggja móður-
bræðra minna. Millinöfn okkar
Guðmundar voru samstofna.
Við kölluðum hvor annan
nafna, á meðan ég var yngri.
Slíku fylgir nánara samband
frænda. Stundum var, í stríbni,
reynt að koma mér í vanda
með því að fá mig til að gera
upp á milli jjessara tveggja
nafna minna. Eg kom mér ætíð
staðfastlega undan slíku.
Við systkinin minnumst
frænda okkar með hlýju og
þökk fyrir athyglina, sem hann
sýndi okkur ungum, og hjálp-
semi við okkur og foreldra okk-
ar, sem ætíð var til reiðu þegar
þörf var á og henni varð við
komið. Mikill systkinakærleik-
ur var með móður okkar og
Guömundi. Um hann vitna
þeir fallegu innanstokksmunir,
sem Guðmundur smíðaöi og
gaf systur sinni á fyrstu hjú-
skaparárum hennar.
Að leiðarlokum er okkur því
þökk í huga fyrir að hafa átt
hann að frænda. Fari hann í
friði. Við biðjum Guð að blessa
minningu Guðmundar Þ.
Björnssonar.
Gunnar Þór Hólmsteinsson
Guðmundur frændi okkar
var fæddur á Grjótnesi á Mel-
rakkasléttu. Foreldrar hans
voru hjónin Aðalbjörg Páls-
dóttir, ljósmóðir og húsfreyja,
og Björn Stefán Guðmunds-
son, bóndi á Grjótnesi. Guð-
mundur var næstelstur 5 systk-
inæ Elst var Jóhanna f. 3. júlí
1901, en hún lést í janúar á
þessu ári. Yngri eru Gunnar
Páll f. 30. janúar 1905, búsettur
á Raufarhöfn, Baldur f. 11.
september 1907, hann lést
1980, og Borgþór f. 5. apríl
1910, búsettur í Kópavogi.
Á Grjótnesi var rekinn
myndarlegur búskapur, iðnað-
ur og skóli. Þar var tvíbýli. Á
hinum bænum bjuggu hjónin
Björn Sigurðsson, smiður og
bóndi, og Vilborg Guðmunds-
dóttir, föðursystir Guömundar,
ásamt börnum sínum 11. Auk
þessara 16 barna á Grjótnes-
bæjum voru þar oft fósturbörn
ásamt ýmsum fleirum, sem þar
voru til heimilis um lengri eða
skemmri tíma. Þab voru gób
efni og aðbúnaður á Grjótnesi
og ólust börnin upp við gott at-
læti.
Gubmundur lærði ungur
trésmíðar heima á Grjótnesi
hjá Birni Sigurðssyni. Hann fór
þó einn vetur til Reykjavíkur
þar sem hann fékk bóklega
kennslu, s.s. í teiknun, og lauk
þaöan sveinsprófi í húsgagna-
smíbi. Fyrstu árin að námi
loknu vann hann við smíðar
heima á Grjótnesi með Birni
lærimeistara sínum. Þeir smíð-
ubu m.a. spunavélar sem not-
aðar voru við heimilisiðnaö í
sveitinni, þar á meðal á Grjót-
nesi.
Síðar starfaði Guðmundur
við smíðar á Sæbergi á verk-
stæði sem hann rak ásamt Ósk-
ari Sigurðssyni og á trésmíba-
verkstæði Kaupfélags Norður-
Þingeyinga á Kópaskeri. Eftir
að Guðmundur flutti til Rauf-
arhafnar vann hann á eigin
verkstæði þar.
Eftir lát foreldra sinna tóku
þeir Grjótnesbræður, Baldur,
Gunnar og Guðmundur, vib
búrekstrinum og var Guð-
mundur þá gjarnan heima við
bústörf á sumrin, en var frekar
í burtu við smíðar á vetrum.
Það er sumarfagurt á Grjótnesi,
í birtunni við sjóinn þar sem
fuglalífið er engu líkt. Slíkur
staður á sterk ítök í þeim sem
þar alast upp, enda hafa þeir
bræður haldið áfram að koma í
Grjótnes á hverju vori til að
hugsa um æðarvarpiö, þótt
þeir hafi búið á Raufarhöfn í
tæp 30 ár.
Þab var árið 1965 sem Grjót-
nesbræður brugðu búi. Guð-
mundur, Baldur og Gunnar
ásamt Huldu Þorsteinsdóttur,
konu Gunnars, fluttu austur á
Raufarhöfn og reistu sér stórt
og myndarlegt hús. Að sjálf-
sögðu átti smiðurinn Guð-
mundur veg og vanda af því
verki. Og þar heima hélt hann
áfram vib iðju sína fram á ævi-
kvöldið.
Guðmundur var einstakt
prúðmenni, hógvær og látlaus
í framkomu og afar barngóður.
Hann var trygglyndur og ávallt
hægt að treysta á hann til
hjálpar. Hann taldi þab ekki
eftir sér að hendast út um allar
sveitir til að aðstoða við hús-
byggingar eða innréttinga-
smíði. Þau finnast víða verkin
stór og smá, sem bera vand-
virkum og ósérhlífnum hönd-
um meistarans fagurt vitni.
Eftir lát Huldu og síðar Bald-
urs bjó Guðmundur ásamt
Gunnari bróöur sínum í húsi
þeirra á Raufarhöfn. Hann var
ákaflega heilsuhraustur og
raunar yngri en árin sögðu.
Heyrnin var þó farin að gefa sig
og minninu tekib ab hraka í
seinni tíð. Nú í vetrarbyrjun
varð frændi fyrir því að detta
og lærbrotna. Það leiddi til
sjúkrahúsvistar og skurbað-
gerðar, en í kjölfar þessa fékk
hann lungnabólgu og lést eftir
stutt veikindi.
Vib viljum votta bræðrun-
um Gunnari Páli og Borgþóri
samúð okkar. Blessuð sé minn-
ing Guðmundar Þ. Björnsson-
ar.
Aðalbjörg Hólmsteinsdóttir
og Jóhanna Bjömsdóttir
Sfl Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Stubningsstörf
Leikskólakennarar, þroskaþjálfar eba starfsmenn meb ,
abra uppeldismenntun óskast í stubningsstörf í eftirtalda
leikskóla. Um er ab ræba hlutastörf.
Árborg v/Hlabbæ, s. 874150
Raubaborg v/Vibarás, s. 672185
Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290
Stakkaborg v/Bólstabarhlíb, s. 39070
Nánari upplýsingar gefa vibkomandi leikskólastjórar.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 1 7, sími 27277
Umsókn um framlög úr
Framkvæmdasjóöi aldraöra
1994
Stjórn Framkvæmdasjóbs aldraðra auglýsir eftir umsóknum
um framlög úr sjóbnum árib 1994. Eldri umsóknir koma að-
eins til greina séu þær endurnýjabar. Nota skal sérstök um-
sóknareyðublöö sem fylla ber samviskusamlega út og liggja
þau frammi í heilbrigbis- og tryggingamálarábuneytinu. Einn-
ig er ætlast til ab umsækjendur lýsi bréflega einingum hús-
næbisins, byggingarkostnabi, verkstöbu, fjármögnun, rekstr-
aráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps
aldrabra (matshóps) og þar meb hvaba þjónustuþætti ætlun-
in er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1993 endur-
skobabur af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir
fyrstu níu mánubi ársins 1994.
Sé ofangreindum skilyröum ekki fullnægt, áskilur sjóðstjórnin
sér rétt til ab vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjób-
stjórninni fyrir 1. desember 1994, heilbrigbis- og trygginga-
málarábuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík.
Stjórn Framkvæmdasjóbs aldrabra.