Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 12
12 HmUM - ÍSLENSKT, JÁ TAKK - Laugardagur 12. nóvember 1994 Fellihýsi eins og Vagnasmibja jRj framleibir á japanska pallbíla. Tímamynd Árni Bjarna Vagnasmiöja JRJ í Varmahlíö: Fullbúið íslenskt felli- hýsi á pallbíla á 370 þús. Vagnasmibjan JRJ í Varma- hlíö hefur nýlega hafiö framleiöslu á fellihýsum aftan á pallbíla og hefur þegar hafiö markaössetningu á þeim. Um er aö ræöa hýsi þar sem toppnum á húsinu er lyft upp þegar bíllinn er ekki í akstri og myndast þá svefnloft yfir öku- mannshúsinu. Jóhann R. Jak- obsson, bílasmiöur og eigandi fyrirtækisins, er bjartsýnn á framhaldiö hvaö varöar söluna á fellihýsinú. Jóhann segir aö á undanförn- um árum hafi veriö lagt í tals- veröa kynningu og segir hann viötökurnar hafa veriö mjög góöar. Hann segist hafa oröiö var viö mikinn áhuga fyrir felli- hýsinu frá eigendum pallbíla. Ástæða þess aö farið var í framleiðslu á húsunum segir Jó- hann vera þá aö fyrir nokkrum árum hafi komið að máli viö hann verkfræöingur, meö teikn- ingar af húsi aftan á pallbíla, sem hann vildi láta smíöa eftir. Það hafi gengið eftir, en verk- fræbingurinn síöan látiö þá hafa teikningarnar. Jóhann segist ekki vita til þess að hús sem þessi séu framleidd annars staðar hér á landi, en samkeppnin komi erlendis frá. Hann segir hins vegar að ís- lensku húsin hafi tvö megin- þætti framyfir þau innfluttu: þyngd og verð. Þau séu mun léttari og talsveröur veröinunur sé á húsunum. Verðmuninn segir Jóhann mega rekja til þeirrar stefnu fyrirtækisins aö framleiða húsin ekki eins vel út- búin og þau innfluttu og lögö væri áhersla á verð í staö íburð- ar. Reyndar er hægt aö fá húsin mismunandi vel búin. Óinn- réttuö kosta húsin 270 þúsund meö virðisaukaskatti, en full- innréttuð kosta þau 370 þús- und, en þá eru þau meö eldavél, vaski, borði, svefndýnum bæöi uppi og niöri, topplúgu og inni- ljósi, auk þess sem allt er teppa- lagt. Húsin, sem JRJ framleiðir, passa aftan á alla japanska pall- bíla, en Jóhann og félagar sér- smíöa einnig hús aftán á aðrar geröir pallbíla. Jóhann hefur rekið fyrirtækiö í 17 ár og nú vinna 2-3 menn hjáJRJ. Það stefnirþó allt í fjölg- un starfsmanna eftir áramót, ef sala á fellihýsunum gengur vel, en framleiðslan á þeim hefst þá. íslenska járnblendifélagiö á Crundartanga tók um margra ára skeiö þátt í ýmsu þróunarstarfi ótengdu rekstri þess. Jón Sigurösson framkvœmdastjóri: Þróunarstarf, óviökomandi rekstr- inum, algerlega verið lagt niður Sjálfvirka beitingavélin, sem íslenska járnblendifélagib vann ab þróun ab ásamt uppfinningamanni. Verkefni þetta lofabi góbu, en vegna fjárskorts var þab lagt á hilluna í bili. Tímamynd Pjetur S slenska járnblendifélagið hefur hætt fjárframlögum til þróunarverkefna sem snúa að ööru en því sem verk- smiðjan var stofnuð til aö sinna. Jón Sigurösson fram- kvæmdastjóri segir að á þeim þrengingatímum, sem félagið hafi gengið í gegnum undan- farið, hafi þessir liðir í starfsem- inni lagst niður, en félagiö tók þátt í ýmsum verkefnum, bæöi í samvinnu við opinbera aöila og einstaklinga. „Þaö sem viö höfum verið aö fást viö af hlut- um, sem koma ekki viö okkar tegund af rekstri, höfum við allt lagt á hilluna í bili," segir Jón. Þaö vakti mikla athygli og var greint frá því á síðum þessa blaös, þegar Járnblendifélagið vann ásamt uppfinningamanni aö því aö hanna og þróa sjálf- virka beitingavél. Unniö var að verkinu í húsakynnum Járn- blendifélagsins að Grundar- tanga og lagbi félagið bæði til fé og mannskap. Hvaö þetta verk- efni varðar, segir Jón að ákveö- iö hafi verib að leggja þab á hilluna, þegar ljóst hafi verib ab næsti verkþáttur beitingavélar- innar myndi hafa kostab félag- ib á bilinu 5-10 milljónir. Hins vegar hafi uppfinningamaöur- inn unnib áfram aö verkinu, en Jón sagðist ekki geta sagt til um á hvaba stigi þaö væri. íslenska járnblendifélagiö var einnig þátttakandi í fyrirtæki, sem stofnsett var í framhaldi af rannsóknum í Raunvísinda- stofnun Háskólans og er enn starfandi, en félagið dró sig út úr því. Það sama megi segja um fjármögnun rannsókna við Iön- tæknistofnun. íslenska járn- blendifélagiö lagði fram fé í ýmis verkefni, sem tengjast svokölluðu hátæknikeramiki. Síðan hafi þó verið unnið að því í samstarfi þessara tveggja aðila aö nýta þá þekkingu, sem til varð í rannsóknunum. Jón útilokar ekki að íslenska járnblendifélagið fari á ný inn á þessar brautir, en þaö verður þó ekki fyrr en búiö verður aö bæta afkomu þess frá því sem nú er. „Við viljum vera komnir miklu nær landi áöur en viö förum að gera eitthvað meira af þessu tagi. Við vorum svo bjartsýnir hér áöur, sem reyndist svo ekki á rökum reist, miðaö við hvern- ig markaður fyrir kísiljárni þró- aðist," segir Jón. Hann segir ekki nokkurn vafa leika á því aö stór og stöndug fyrirtæki þurfi aö leggja fé í þró- unarverkefni. Ríkiö leggi til talsverða fjármuni til rann- sókna og þróunar í gegnum rannsóknarsjóöi, og þaö sem vanti er aö fyrirtæki hafi frum- kvæöi og burði til aö koma á móti meö fé til aö kosta slík verkefni, prófa þau og helst stjórna þeim. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.