Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 9
"Laugardagur 3. desember 1994
9
Aðventan minnir okkur á að jól-
in eru skammt undan, og fólk
byrjar að skreyta híbýli sín með
kertaljósum, sem komið hefur
verið fyrir í hinum ýmsu mynd-
um. Tilbúnar ljósaskreytingar fást
í blómabúðum, en gaman er að
láta reyna á hugmyndaflug og
smekkvísi hvers og eins þegar við
búum til okkar eigin aðventuljós.
Kertaljósin og stjörnur himinsins
verða alltaf hin fegursta birta.
Nú fara konur aö skipuleggja
heimilishaldið. Gera þarf inn-
kaup og taka fram kökuuppskrift-
irnar að jólasmákökunum okkar
og sjá hvort eitthvað nýstárlegt
hefur séð dagsins Ijós. Viö kom-
um hér með uppskriftir að hefð-
bundnum piparkökum, sem flest-
um finnst ómissandi um jólin,
og svo bara nokkrar nýjar og góð-
ar sem gaman er aö sjá hvort fá
náð fyrir bragðlaukum heimilis-
fólksins.
Hér kemur smá innkaupalisti
sem gott er að hafa til hliösjónar,
ef okkur dettur í hug að baka
eina eða tvær smákökutegundir
eitthvert kvöldiö:
Hveiti, kókosmjöl, kartöflu-
mjöl, smjör/smjörlíki, strásykur,
lyftiduft, flórsykur, púðursykur
(ljós, dökkur), síróp, natron,
hjartarsalt, egg, vanillusykur,
kanill, negull, engifer, salt, pipar,
möndlur, hnetur, rúsínur, kú-
rennur, súkkat, döðlur, kokkteil-
ber rauð og græn, súkkulaði,
perlusykur, kornflögur.
£á/liluiaði-
(‘'ásína.tappaf'
200 gr smjör
2 dlsykur
2egg
1 1/2 dl rúsínur (saxaðar smátt)
75 gr subusúkkulabi (saxab
smátt)
2 msk. appelsínumarmelabi
6 dl hveiti
1 tsk. lyftiduft
Smjör og sykur hrært létt og
ljóst. Eggjunum hrært saman vib.
Súkkulaðinu, rúsínunum og ap-
pelsínumarmelaðinu bætt út í.
Hveitinu og lyftiduftinu hrært
saman við síðast.
Deigið sett í litla tappa með
tveim teskeiðum á bökunarpapp-
írsklædda plötu. Bakaðir við 175°
í ca. 12 mín.
200 gr mjúkt smjör
200 gr sykur
1 egg
250 gr hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 bollar kókosmjöl
1 bolli saxaðar rúsínur
Smjör og sykur hrært vel sam-
an, egginu bætt út í og hrært
áfram smástund. Hveiti, lyftiduft
og kókosmjöl hrært út í. Rúsín-
unum blandað saman við deigið.
Hnoðaðar litlar kúlur, settar á
bökunarpappírsklædda plötu.
Bakað við 190° í miðjum ofni í
10-15 mín. þar til kökurnar eru
ljósbrúnar.
150 gr smjör
400 gr sykur
2 dl síróp
2 dl vatn
1 msk. kanill
1 msk. negull
1/2 msk. engifer
1 msk. natron
Ca. 800-850 gr hveiti
Smjörið, sykurinn, sírópið og
kryddið er hrært vel saman.
Hveiti og natroni hrært út í.
Deigið á að vera mjúkt, látið bíða
til næsta dags. Flatt út og stungn-
ar út kökur — hjörtu eða karlar
og kerlingar, ef mót eru til. Sett á
smurða plötu og bakað neðarlega
í ofni við 225° í ca. 5 mín. Látið
kólna. Kökurnar eru skreyttar
með kransakökuglassúr. Upp-
skrift: 1 eggjahvíta (óþeytt), 1 tsk.
edik, 5-6 msk. flórsykur. Hrært
vel saman í ca. 10 mín. og
sprautað á kökurnar.
125 gr smjör
125 gr sykur
1/2 msk. síróp
Örlítib af kardemommum
1 tsk. kanill
1 lítib egg
200 gr hveiti
1 sléttfull tsk. natron
1/4 tsk. pipar
Smjörib, sykurinn, sírópiö og
kryddið hrært mjúkt saman áður
en eggið, hveitið og natronið er
blandað saman við. Hnoðað,
búnar til litlar kúlur á stærð við
heslihnetu, settar á smurba
plötu. Þrýst aðeins ofan á kök-
urnar, bakaðar við 225° í 5-6
mín. neðarlega í ofninum.
Fljótlegt, gott og auðvelt er að
bræða súkkulaði yfir vatnsbaði,
dýfa svo jarðarberjum, vínberj-
um, ananasbitum, mandarínu-
bátum og hnetum ofan í súkku-
laðiblönduna. Látið kólna á bök-
unarpappír.
Cornflakesbitar: 3 msk. Nes-
quik kakó, 75 gr smjör, 1 dl syk-
ur, 1/2 msk. vanillusykur, 3 dl
cornflakes, 2 msk. rjómi.
Smjör og sykur hrært hvítt.
Vanillusykri bætt út í ásamt kak-
óinu. Hrærið gróft muldu corn-
flakes og rjómanum saman við
og setjið í lítil form. Stráið kókos-
mjöli yfir.
Sjóbið saman lög af 1 dl sykri
og 2 dl vatni þar til sykurinn er
uppleystur í vatninu. Skeriö 1 sí-
trónu og 1 appelsínu í sneiöar.
Hellið sykurvatnsleginum yfir
þær. Bætib 1 flösku af rauðvíni
og 1 flösku af hvítvíni (áfengu
eða óáfengu) út í. Bætib ísmolum
út í og berib fram kalt. Aðrir
ávextir gætu einnig átt vel við. ■
Fréttir í vikulok
Þjóðvakinn stofnaður — nýtt stjórnmála-
afl Jóhönnu Sigurðardóttur
Sl. sunnudag kynnti Jóhanna nýtt afl í stjórnmálum, Þjóðvaka,
á fjölmennum fundi. Stuðningsmenn hennar koma úr öllum
flokkum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fengi Jóhanna allt
að 15 þingsæti ef nú væri kosið til þings og er það aðeins Fram-
sóknarflokkurinn sem heldur sínum hlut miðað við hina flokk-
ana.
Allt fast í deilu sjúkraliða og ríkisins
Ekkert bendir til að verkfall sjúkraiiða leysist á næstunni. Samn-
inganefnd ríkisins hefur ítrekað hafnað tilboðum sjúkraliða sem
hafa krafist 5.500 kr. hækkunar sem nái upp allan launastigann.
Frá flokksþinginu.
Flokksþing framsóknarmanna:
Halldór hlaut góða kosningu
Halldór Ásgrímsson hlaut mjög góða kosningu í formannsstól
Framsóknarflokksins á flokksþinginu um síbustu helgi. Halldór
fékk 97% greiddra atkvæða. Aðrir í stjórn Framsóknarflokksins
eru Guðmundur Bjarnason varaformabur, Drífa Sigfúsdóttir
vararitari, Unnur Stefánsdóttir gjaldkeri og Ingibjörg Pálmadótt-
ir ritari.
Metsala á íslenskri tónlist
Svo viröist sem metsala verði á íslenskri tónlist í ár. Seld hafa
verið um 152.000 eintök á árinu og er reiknað meb aö heildar-
sala verði yfir 280 þús eintök.
Utanríkisráðherra í
„landbúnaðarlottói"
Utanríksráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, leggur til að hlut-
kesti ráði við úthlutun 3% lágmarks innflutningskvóta land-
búnaðarafurða á grundvelli GATT.
Einkavæðing ríkisfyrirtækja umdeild
Skýrsla Ríkisendurskoðunar gagnrýnir sölu ríkisfyrirtækja á
liðnum árum. Tekjur eru minni en áætlað hafði verið og mark-
mið með sölunni eru sögð óljós.
Umdeilt holræsagjald
Reykjavíkurlistinn hyggst innheimta sérstakt holræsagjald á
næsta ári. Fasteignagjöld myndu hækka um 10-30 þús. vib
álagningu gjaldsins.
Norðmenn hafna aðild að ESB
Norömenn höfnuðu abild að ESB í þjóbaratkvæðagreiðslu í vik-
unni. Urslitin komu ýmsum á óvart og hefur Gro Harlem
Brundtland beðið nokkurn hnekki af vegna úrslitanna en hún
hafbi iagt mikla áherslu á að Norðmenn samþykktu aðild. Við-
brögð flestra íslenskra forrábamanna eru að niðurstaðan verði
íslendingum frekar til góðs en hitt.
Loðnan bregst
Lítil sem engin veiði hefur verið á loðnumiðunum í vetur. Út-
gerðarmenn eru afar svekktir yfir ástandinu enda ríkti bjartsýni
um veiðarnar.
Þjóðarbókhlaðan vígð
Þjóðarbókhlaðan var vígb í f^Tradag ab vibstöddu fjölmenni.
Kostnaður við byggingu hússins var 2,5 milljarðar og bygging-
artími 16 ár. Gjörbylting verbur á sviði bókavarðveislu með til-
komu safnsins auk þess sem almenningur á nú greibari aðgang
að sjálfsnámi.
Reykjavíkurborg:
Niðurskurður hjá gamla fólkinu
Fyrir borgarráði liggur nú afgreiðsla Félagsmálaráös Reykjavíkur
um ab segja upp samningum vib um það bil þrjátíu manns sem
hafa annast hár- og fótsnyrtingu í þjónustumiöstöðvum aldr-
aðra. Það er að frumkvæbi Samkeppnisstofnunar sem þessi nið-
urgreidda þjónusta fyrir aldraða borgarbúa verður lögb niður.