Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 12
12
í 'U
Laugardagur 3. desember 1994
i
Ural í torfærum
Þeir eru engin smásmíbi Ural
trukkarnir sem rússneski her-
inn skildi eftir í Austur-Þýska-
landi þegar hann flutti endal-
ega herliö sitt frá landinu í
sumar. Vagnarnir vega á tí-
unda tonn og eru knúnir
áfram af V-8 200 hestafla dísel-
vélum.
Trukkurinn sem sést á mynd-
unum hér er í eigu Ægis, björg-
unarsveitar SVFI í Garðinum.
Hann var keyptur á 750 þúsund í
Austur-Þýskalandi. Eimskip
hjálpuðu til við að koma honum
5-
IVIóri fer n kostum og frœndfólk
hans er ekki nö skafa utan af
því frekar en fyrri daginn.
Bókaútgáfan
Eldey
lo S • Slmi: BS 30 BO %J Fe
F=ox: 2 7514
í Bankabókinni fen lesandinn á
bak við tjöldin í peningastofnunum
landsins í fylgd með Nóra, sögu-
manninum úr „Kolkrabbanum", og
faer m.a. að gsegjast inn þar sem
útvalin stórmenni á þreföldum
róðherralaunum sitja í góðu
yfirlaeti við að ákveða vexti,
verðþeetur og þjónustugjöld
handa þér að þorga.
Vissir þú að útlénatöp
síðustu þriggja éra jafngilda
verðmaeti allrar byggðar í Breiðholti?
Vissir þú að Seðlabankekóngurinn var
sömuleiðis stjórnarformaður þess
fyrirtsekis sem sló metið i taprekstri á
íslandi 1 993 og skuldar meira en allur
íslenski sjávarútvegurinn samanlagt?
Sigfús Magnússort, fyrsti bílstjóri hjá Ægi lítur hér yfir farínn (ó)veg.
til landsins og tóku 150 þúsund
krónur fyrir flutninginn. Að
sögn Arnars Jakobssonar, for-
manns Ægis, er kostnaður við
Uralinn ennþá undir einni millj-
ón króna, sem verður að teljast
vel sloppið. Þess má til gamans
geta að hægt er að fá þá með
bensínvélinni á 100 þúsund
krónur í Þýskalandi.
Þessir hertrukkar, sem heita
eftir samnefndum fjallgarði í
Rússlandi, eru gríðarlega sterkir
en mesta þyndin liggur í hásing-
um og undirvagni. Tvöföld
hásing að aftan gerir sitt til þess
að hjálpa trukknum áfram við
erfiðar aðstéeður, en sá galli er á
gjöf Njarðar að ekki er hægt að
læsa drifunum. Ægismenn hafa
undanfarið verið að kanna hvort
hægt sé að bæta úr því, en með
splittuðu drifi á öllum hjólum
stæbi fátt fyrir Uralnum svo
Nýr VW Polo fyrir framan Heklu í gœr. Tímamynd: Pjetur.
Nýr og ódýr VW
Polo frumsýndur
Hekla hf. frumsýnir nýjan og
gerbreyttan VW Polo um helg-
ina. Búist er vib líflegri sölu á
þessum bíl vegna þess hversu
verbið er hagstætt.
Nýi Poloinn er endurhannaður
frá grunni og eftir stuttan
reynsluakstur Tímamanna er ekki
hægt að fella annan dóm en aö
þar hafi tekist mjög vel til. Inn-
anrýmib er stóraukið, sér í lagi
rými afturí, en þar voru hnökrar
á í eldri bílnum. Rými er einnig
gott fyrir farþega og ökumann
frammí og í heildina tekið er bíll-
inn ekki minni að innan en
margir aðirir sem eru stærri að
utan.
Hjólhafið hefur verið aukið um
71 mm, sem skilar sér í betri
plássnýtingu og skemmtilegri
aksturseiginleikum. Hreyfingum
bílsins svipar um margt til VW
Golf II, enda virðist allt „kram",
þar með talinn fjaðrabúnaöur og
stýrisbúnaður, fengið ab láni
þaðan. Fjöðrunin samanstendur
af hástæbum MC Person gormat-
urnum að framan og hástæðum
gormum með snerilás að aftan.
Stýrið er tannstangarstýri en ólíkt
Golfinum er bíllinn alls ekki
þungur í stýri.
Þeir bílar sem hingaö koma
verða til aö byrja með einungis
boönir með 1000 rúmsentímetra
45 ha. bensínvél. Þessi vél á ættir
sínar að rekja til tæknideildar
Audi í Ingolstadt, en formóðir
hennar var fyrst reynd í smábíl
frá Audi fyrir mörgum árum.
Polo er rúmlega 930 kg og það
segir sig sjálft að þrátt fyrir lækk-
uð drifhlutföll má mótorinn ekki
minni vera.
í stuttum akstri með einn far-
þega kom bíllinn þó furbuvel út
og a.m.k. innanbæjar virtist
kraftleysið ekki há honum veru-
lega. Þessi bíll verður vonandi
tekinn betur fyrir hjá Tímanum á
næstunni, en eftir áramót verður
Polo fáanlegur með 1300 og 1600
rúmsentímetra vél. Þess má geta
að bíllinn með stærstu vélinni
hlaut gullna stýrið í flokki smá-
bíla hjá Bild í Þýskalandi fyrir
stuttu. Verbib er verulega hag-
stætt eða tæplega 900 þúsund
krónur fyrir þriggja dyra bílinn
og þess vegna ekki ólíklegt að
Polo veröi vinsæll sem bæjarsn-
attari og virðisaukabíll. Það þykir
að minnsta kosti ekki mikiö að
borga innan við 1000 krónur fyr-
ir kílóið af nýjum bíl í dag. ■
Landbúnaður
skapar
allt að
15.000
manns
á íslandi
atvinnu.