Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 16
 Föstudagur 6. janúar 1995 Vebrfb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Breibafjarbar, Faxaflóamib og Breibafjarbarmib: Vaxandi austan og SA-átt. Stinningskaldi eba allhvasst og slydda eba snjókoma síbdegis. • Vestfirbir og Vestfjarbamib: Vaxandi austanátt. Allhvasst eba hvasst og snjókoma undir kvöld. • Strandir og Norburland vestra og Norbvesturmib: Vaxandi A- átt, allhvasst og dálítil snjókoma í kvöld. • Norburland eystra, Austurland ab Clettingi, Norbausturmib og Austurmib: V- og NV-kaldi og dálítil él. Vaxandi SA-átt síbdegis. • Austfirbir og Austfjarbamib: Léttir fyrst til meb V-kalda en þykknar upp síbdegis: Snjókoma eba slydda í kvöld. • Subausturland og Subausturmib: Snýst í vaxandi S-átt. Allhvasst eba hvasst og slydda slbdegis. Há tíöni krabbameins í lungum og maga hjá íslenskum sjómönnum: Asbest, reykingar eða matarvenjur orsökin? Rannsóknir á farmönnum og fiskimönnum hafa sýnt háa tíöni krabbameina í öndunar- færum. Böndin virbast berast helst ab mengun sem sjómenn- irnir hafa orbib fyrir af völdum asbests, sem er algengt efni í skipum, af matarvenjum sjó- manna — eba af of miklum reykingum. Þetta kemur fram í hóprann- sókn sem Vilhjálmur Rafnsson og Hólmfríöur Gunnarsdóttir hjá Vinnueftirliti ríkisins og Rann- sóknastofa Háskólans í heilbrigb- isfræöum hafa gert. Rannsóknin er meöal þess sem kynnt er á Ráö- stefnu um rannsóknir í lækna- deild Háskólans sem nú stendur yfir í Reykjavík. í rannsóknum hafa sést merki um asbestmengun á lungnamyndum sjómanna. Þá hefur komiö fram að magakrabbi er tíðari meðal sjómanna en ger- ist og gengur og var því tíðari sem menn höfbu verið lengur til sjós. Rannsóknin náði til hóps 27.884 karla sem greitt höfðu í Lífeyrissjóð sjómanna á árunum 1958 til 1986 og voru upplýsingar tölvukeyrðar við Dánarmeinaskrá og Krabbameinsskrá. I niðurstöðum rannsóknarinn- ar segir að fleiri krabbamein hafi greinst meðal sjómanna en væntigildi sagði til um, 758 krabbamein á móti væntigildinu 688.43, sem gaf staðlaða nýgengi- hlutfallið 1.10. í skýrslu rann- sóknarfólksins segir: „Það var meira af krabbamein- um í maga, endaþarmi, barkakýli, Lceknar og hjúkrunarfólk fylgjast meb erindum á Rábstefnu um rannsóknir í lœknadeild H. í. ígœr. Tímamynd cs lungum og húð (annað en sortu- blæði." æxli) en vænta mátti, nýgengi- hlutföllin fyrir þessi krabbamein voru 1.29, 1.44, 1.77, 1.61 og 1.51. Þegar nýgengi krabbameina var athugað með hliðsjón af því hve lengi menn höfðu greitt til sjóðsins kom í ljós að staðlað ný- gengihlutfall lungnakrabbameins var hátt í öllum hópunum. Maga- krabbamein var því tíðara því lengur sem menn höfbu verið í sjóðnum og sama gilti um hvít- í ályktunum með rannsókn- inni segir: „Ekki eru til upplýsing- ar um abestmengun í íslenskum skipum. Þó er vitað að það hefur verið mikið notab við smíbi skipa og viðhald. Samkvæmt reykinga- könnun reykja sjómenn hér á landi ekki meira en aðrir. Lungna- krabbamein og magakrabbamein var tíðara í þessum hópi sjó- manna en meðal allra íslendinga. Hvort um er ab kenna efnameng- un, reykingum eba matarvenjum verður ekkert sagt um með vissu af niðurstöðum þessarar rann- sóknar." ■ Jón Þ. Hallgrímsson, yf- irlœknir Kvennadeildar Landspítalans: Ekki stór- upphæðir sem vantar Fæðingarheimilið vib Eiríks- götu stendur nú tilbúib, en hvenær þab opnar segja menn byggjast á ákvöröun viökomandi ráöuneyta um aö ab veita fé til ab reka heimilið. „Það hefur ekki verib talað nánar um það við okkur hve- nær þetta verður opnað. En ég held að það séu ekki stórar upphæðir sem þarna er um aö ræða. Það er búið að ganga frá því hverjir af starfsmönnun- um myndu flytjast yfir og hvaða viðbótarfólk myndi þurfa. Ég vonast því til að þetta leysist á allra næstu dög- um, " sagöi Jón Þ. Hallgríms- son, yfirlæknir Kvennadeildar Landspítalans, sem vonar líka að Fæðingarheimilið verði jafn vinsælt hjá konum og á sínum tíma. Jón segir áætlað að rekstur heimilisins verði svipaður og áður fyrr, að öðru leyti en því að það verði að stýra fjölda sængurkvenna og hvaða kon- ur leggjast þarna inn. Reiknað er með að konur verði bókaöar fyrirfram eftir ákvörðunum við mæðraskoð- un. Meiningin sé að stýra þessu meö það fyrir augum að aðeins þær konur sem allt útlit er fyrir að geti fætt vandræða- laust og eðlilega fari á Fæðing- arheimilið. ■ Kaupfélag Eyfiröinga: Allt að 120 aðil- ar gefið vilyrði Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Góð sala var á hlutabréfum í norðlenskum fyrirtækjum síð- ustu daga árs. Meðal þeirra fyrir- tækja sem fólk og aðrir fjárfestar keyptu hluti í má nefna Skag- strending hf. á Skagaströnd, Út- gerðarfélag Akureyringa hf., Sæ- plast hf. á Dalvík og Þormóð Ramma hf. á Siglufiröi auk Kaupfélags Eyfiröinga og Hluta- bréfasjóðs Noröurlands er boðið höfðu út nýtt hlutafé síðla á ár- inu. Kaupfélag Eyfirðinga bauð út hlutafé B-deildar stofnsjóbs ab upphæb 50 milljóna kr. að nafnverði á genginu 2.25 eða samtals 112,5 milljónir. Hluta- fjárútbob Hlutabréfasjóðs Norö- urlands hljóbaði einnig upp á 50 milljónir kr. að nafnverði á genginu 1,26 eða 63 milljónir króna. Að sögn Jóns Halls Pétursson- ar, framkvæmdastjóra Kaup- þings Norðurlands, hafa á bil- inu 100 til 120 aðilar þegar keypt eða gefið vilyrði fyrir að fjárfesta í hlutabréfum í B-stofn- sjóði Kaupfélags Eyfirðinga og takmark forráðamanna HN um aö sjóðurinn næði 140-150 milljónum króna í lok liðins árs hefði náðst. Hann kvað endan- lega tölu þó ekki liggja fyrir þar sem uppgjöri væri ekki lokið. Hlutafjárútboð Kaupfélags Ey- firðinga stendur til 9. mars nk., og kvað Jón Hallur góðar vonir um aö allt hlutafé yrði selt fyrir þann tíma. Á verðbréfaþingi voru alls seld hlutabréf fyrir 326 milljón- ir í síðustu viku liðins árs. Þar af var hlutur norðlenskra fyrir- tækja tæpar 50 milljónir, því hlutabréf í Skagstrendingi hf. seldust fyrir 22 milljónir, hluta- bréf í ÚA seldust fyrir 14 m., hlutabréf í Þormóbi Ramma seldust fyrir 9 m. og bréf fyrir 4 m. seldust í Sæplasti. ■ Þróunarsjóbur grunnskóla styrkti 25 verkefni 1993/94, m.a. íþróttaverk- efni unglinga meb offituvandamál: Allir bættu þol sitt og flestir léttust „Árangur þróunarverkefnisins er ótvíræbur og þab má best sjá á árangri þeirra nemenda sem þátt tóku í því. Allir bættu þeir þol sitt og flestir léttust nokkub. Mestur var þó félagslegur ávinn- ingur ab mati umsjónarmanns," segir m.a. í lýsingu á þróunar- verkefni sem unnib var ab í Val- húsaskóla veturinn 1993/94 — eitt þeirra 25 verkefna sem styrkt voru af Þróunarsjóbi grunnskóla þab skólaár. Verkefniö fólst í stuöningi við skipulag íþróttakennslu unglinga sem stríba vib offituvandamál. Þátttakendur voru á aldrinum 13- 15 ára, níu stúlkur og þrír piltar. Markmiöið var aö fá þá nemendur sem stríða viö þetta vandamál til að: Opna augun varöandi heilsu sína og afleiöingar offitu. Læra aö taka réttar ákvarðanir í vali á fæöu og hreyfingu. Öblast ánægju af lík- amsrækt og læra aö útbúa lang- tímaáætlun um breyttar lífsvenjur í stað skyndikúra. Athyglisvert þótti að þeir nemendur sem voru hvaö feimnastir og óöruggastir í upphafi blómstruðu smám saman eftir því sem leiö á veturinn. Verk- efninu sem slíku lauk í febrúar en nemendur héldu áfram aö hittast tvö kvöld í viku og trimma saman. Þeir mættu vel í íþróttatímana. En tímarnir sem þeir áttu að sjá um sjálfir lognuöust smám saman út af. Af þessu er dregin sú ályktun að aðhald sé nauösynlegt. „Ef endur- taka ætti verkefnið og vinna það á enn markvissari hátt þyrfti nær- ingarráögjafi að sjá um mataræðis- þáttinn og vigtun og sálfræðingur að sjá um andlegan stuöning og uppbyggingu. Ofát er nefnilega sýki sem líkja má t.d. við áfengis- sýki," segir Metta Helgadóttir í lýs- ingu á verkefninu. íþróttakennar- inn sæi svo um þjálfun og þolmæl- ingar. Og hún bætir viö: „Baráttan viö aukakílóin er vonlaus ef ungling- urinn sjálfur og fólkiö sem er í kringum hann er ekki tilbúið til að takast á við vandamálib." Umsóknum til Þróunarsjóðsins fjölgar stööugt og voru 62 á síðasta ári, þannig að einungis var unnt að sinna innan viö helmingi þeirra. Framangreint verkefni hlaut 150 þús. kr. En styrkir til 25 verkefna námu samtals um 8,7 milljónum á árinu — á bilinu 125 þús. til 626 þús. kr. ■ BEINN SIMI AFCREIÐSLU TÍMANS ER 563 «1631 TVOFALDUR 1. VINNINGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.