Tíminn - 17.01.1995, Side 3
Þri&judagur 17. janúar 1995
3
Snjóflóöiö í Súöavík:
Stór hluti
byggðar snjó-
flóði að bráð
Snjófló&ib í Súðavík féll á
stóran hluta byggðar í kaup-
túninu, en það er um 200
metra breitt og féll kl. 06.25 í
gærmorgun. Flóöið féll úr
Súðavíkurhlíð norðan Traðar-
gils, en þar féll snjóflóð í des-
ember síðastliðnum. Strax var
brugðið á það ráð að safna
saman öllu fólki í Súðavík,
rúmlega tvö hundruð manns,
í hraðfrystihús Frosta, þar sem
einnig var sett upp miðstöð
aðgerða í kauptúninu.
Alls urðu 13 íbúðarhús við
Túngötu og Höfðabrekku undir
flóðinu, auk þess sem 2-3 til viö-
bótar löskuðust eitthvaö. Þá
lenti stór hluti pósthússins, sem
stendur ofan við Aðalgötu
gegnt hraðfrystistöð Frosta hf.,
undir flóðinu. Talið er að 9-10
hús hafi hreinlega jafnast við
jörðu og fóru húsin við Tún-
götu verst út úr flóðinu.
Leit var hafin strax og lýstu
togari og bátar upp svæðið eftir
mætti á meðan dimmt var. Veð-
ur var mjög slæmt strax í gær-
morgun, stíf norðvestanátt og
blindbylur. Veður var snarvit-
laust í allan gærdag. Vegna veð-
urhamsins voru aðstæður allar
til leitar mjög erfiðar, auk þess
sem snjór var mikill ofan á rúst-
um húsanna sem leitaö var í.
Það var mikið álag á leitar-
mönnum, sérstaklega þeim sem
komu í gærmorgun frá ísafirði,
því þeir höfðu ieitað alla nótt-
ina að manni á ísafirði sem kom
í leitirnar í nótt.
Á þessari mynd má sjá hluta þeirra
húsa, sem urbu undir snjófióbinu á
Súbavík í gær. Húsaröbin efst á
myndinni eru húsin sem stóbu vib
Túngötu og urbu hvab verst úti í
flóbinu. Hœgra megin má sjá
húsakynni Frosta hf. þar sem sett
var upp mibstöb björgunarabgerba
og þangab sem íbúum byggbar-
lagsins var safnab saman í kjölfar
flóbsins. Tímamynd Pjetur
Samkvæmt því, sem næst
verður komist, lentu 26 manns í
flóðinu, en svo virðist sem átta
þeirra hafi komist af sjálfsdáð-
um út úr því. Þegar var hafin
leit að hinum átján og þegar
Tíminn fór í prentun var ellefu
enn leitað og fimm voru látnir.
Síðast þegar fréttist, var fjöldi
slasaðra kominn í sjö. Meðal
þeirra, sem lentu í snjóflóðinu,
var fjögurra manna fjölskylda
sem bjó við Túngötu. Húsmóð-
irin kom í leitirnar í gærmorg-
un, og eiginmaður hennar
fannst þegar líða tók á daginn í
gær og var hann alvarlega slas-
aður. Börnin tvö, stúlkur, voru
hins vegar seint í gær enn á
meðal þeirra sem saknað er.
Strax um tíuleytið í gærmorg-
un var Fagranesið komið til
Súðavíkur með hóp fimmtíu
manna, björgunarlið, þrjá
lækna, hjúkrunarfólk, lögreglu-
mann sem er lærður sjúkra-
flutningamaður, og tvo leitar-
hunda. Um kl. 15 í gær lagði
Týr af stað, undir stjórn Hösk-
uidar Skarphéðinssonar, með
um 140 manns um borð, þar á
meðal sextíu manna sveit björg-
unarsveitarmanna, tíu menn frá
Þessi mynd er tekin skömmu fyrir brottför varbskipsins Týs til Súbavíkur, en meb skipinu fór fjölmennt lib björg-
unarsveitarmanna og hjálparfólks. Þeirra beib erfitt ferbalag og var búist vib því ab ferbin tœki allt ab 20 stund-
um. Tímamynd CS
slökkviliöinu í Reykjavík, tíu frá
slysadeild Borgarspítalans og tíu
frá Rauða krossinum, tveir
prestar, hjúkrunarfólk og geð-
læknir, auk ýmiss búnaðar til
björgunarstarfa. Þrír snjóbílar
voru settir um borð, auk snjór-
uðningstækja. Gert er ráð fyrir
að siglingin taki um tuttugu
klukkustundir og áætlaður
komutími til Súðavíkur var um
kl. 11.00 í dag.
Þá kom skuttogarinn Stefnir
til Súðavíkur seinni part dags í
gær, með sjálfboðaliða frá Isa-
firði til björgunarstarfa, en
menn frá Bolungarvík komust
ekki, þar sem ekki var hægt að
leggja að í Bolungarvík og kol-
ófært var landleiðina.
Klukkan 15.20 í gær kom
Fagranesið til ísafjarðar frá
Súðavík, með 90 íbúa frá Súða-
vík og þar á meðal voru þeir sem
slösuðust í snjóflóðinu, en alls
voru fimm einstaklingar fluttir
á sjúkrabörum. Ástand þeirra,
sem slasaðir voru, var sam-
kvæmt heimildum Tímans
mjög misjafnt, en þeir sem
þurftu aðhlynningu voru fluttir
á Fjórðungssjúkrahúsið á ísa-
firði. Eftir aö Fagranesið hafði
verið rýmt hélt báturinn aftur
til Súðavíkur, með 40 sjálfboöa-
liða til björgunarstarfa innan-
borðs auk búnaðar og vista.
Stefnt var að því að flytja alla þá
íbúa, sem vildu yfirgefa Súða-
vík, til ísafjarðar.
Það var viðar en á vettvangi á
Súðavík, sem mikið starf var
unnið. Almannavarnaráð kom
strax saman í gærmorgun í
stjórnstöð í kjallara lögreglu-
stöðvarinnar við Hverfisgötu,
auk þess sem almannavarna-
nefndir á flestum stöðum á
Vestfjörðum voru við störf.
Ríkisstjórn íslands kom sam-
an til fundar í gærmorgun til
að vera til taks, ef taka þyrfti
einhverjar meiriháttar ákvarð-
anir vegna harmleiksins í Súða-
vík.
Rauði krossinn tók að sér að
gefa upplýsingar til ættingja um
íbúa á Súðavík, hvar þeir séu
niðurkomnir og ástand þeirra.
Bæði í Dómkirkjunni í Reykja-
vík og í Landakirkju í Vest-
mannaeyjum voru haldnar
bænastundir kl. 18.00 í gær, þar
sem beðið var fyrir fórnarlömb-
um snjóflóðsins og aðstandend-
um þeirra. ■