Tíminn - 17.01.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 17.01.1995, Qupperneq 4
4 Þri&judagur 17. janúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Víti til a ð varast Erindi Brians Tobin, sjávarútvegsráðherra Kan- ada, á ráðstefnu um viðreisn þorskstofnsins, sem haldin var í síðustu viku, vakti athygli og umtal ekki síður en heimsókn hans til landsins. Ráðherrann sagði frá biturri reynslu Kanada- manna varöandi stjórnun fiskveiða og taldi að íslendingar gætu lært mikið af reynslu þeirra. Fiskistofnar í kanadískri lögsögu eru að engu orðnir og nefndi ráðherrann þrjú atriði, sem að hans dómi voru þung á metunum. í fyrsta lagi hefðu stofnarnir verið ofmetnir, í öðru lagi hefði fiski verið hent í sjóinn í verulegum mæli og í þriðja lagi hefði verið landað framhjá vigt. Hér hefur undanfarin ár verið leyft að veiða meira af þorski en ráðgjöf fiskifræðinga segir, og einstaka raddir skírskota til góðra aflabragða á ákveðnum svæðum og vilja ganga enn lengra. Um þetta er það að segja að hér er um gífurlega áhættu að ræða og þess vegna ber okkur aö fara varlega. Það er ákaflega brýnt að efla hafrannsóknir, einkum hinn líffræbilega þátt þeirra. Ekki hefur verið hugað nægilega vel að slíku og það er til dæmis undarlegt að ekki skuli hafa fengist fjár- magn í rannsóknir á þorskklaki við landið, sem sótt hefur verið um ítrekað. Erindi Kanadamannsins minnir á hve mikil ábyrgð er í því fólgin að nýta auðlindir íslenskr- ar lögsögu og fara með réttinn til veiða. Deilur hafa stabið um fiskveiðistjórnunina og tilhneig- ing er til þess ab kenna henni um allt sem mið- ur fer í sjávarútveginum. Kvótakerfið er ekki gallalaust, en þó er það staðreynd að ekki hefur verib bent á neitt heildstætt kerfi sem getur komið í staðinn, og þrátt fyrir miklar yfirlýsing- ar hefur það verið fest í sessi á kjörtímabilinu fremur en hib gagnstæða. Við minnkandi afla er sú ein vörn ab reyna að skapa. sem mest verðmæti úr því sem á land berst, og sem betur fer hefur mikið áunnist í því efni. Áfram verður að halda eftir þeim leikregl- um sem settar hafa verið. Ótíbindi Enn hafa íslendingar verið minntir á hve smáir þeir eru og vanmáttugir gagnvart náttúruöflun- um. Stórslys hefur orðið. Lítið byggbarlag á Vestfjörðum hefur verið lostið þungu höggi. Þjóðin er sem steini lostin, eins og ávallt þegar slíkir atburðir verða. Orð megna ekki mikið til hjálpar í þessum raunum, en hugur allra leitar til fólksins á Súðavík og annarra þar sem hættu- ástand varir, í bæn um styrk þeim til handa. Veðrahamur þessa norðlæga lands hefur enn orðið fólki að fjörtjóni, snöggt og óvænt, eins og ávallt þegar slys verða. Það eitt er til ráða að reyna að veita alla þá aðstoð sem unnt er, og senda þeim, sem um sárast eiga að binda, dýpstu samúb. Húsbréfin á húsvegginn? Iiúsbréfa fyrir 100 milljónir ekki vitpað Útdráttur bara auglýstur. Lögbirtingarblaðm u Ákveöiö hefur veriö aö útdráttur í húsbréfahappdrættinu veröi fram- vegis aðeins auglýstur í Lögbirt- ingablaðinu. Fram til þessa hefur þessi útdráttur, sem getur skipt sköpum fyrir þúsundir húsbréfa- eigenda, veriö auglýstur meö sér- stökum hætti í dagblöðum, þann- ig að númer bréfanna, sem dregin eru út, hafa birst til skiptis í blöð- um. Þegar húsbréfalottóið var tekið upp á sínum tíma, þótti þetta hið snjallasta mál og átti að hvetja ein- staklinga til að eiga bréfin í ein- hvern tíma í staö þess að selja þau með miklum afföllum, enda væri alltaf von á að verða dreginn út og fá bréfið greitt út með fullum vöxtum og verötryggingu. Happ- drættið var því notað óspart sem rök fyrir innri fjármögnun hús- næðiskerfisins og að húsbréf myndu festa sig í sessi sem gjald- miðill á fasteignamarkaði. En framsýni stjórnenda og hugsuð- anna, sem að baki þessari happ- drættisaðgerð stóðu, brást varö- andi auglýsingakostnað, því það gleymdist einfaldlega að reikna með því að það kostaði eitthvað að kynna útdráttinn fyrir húsbréfa- eigendum. Augljóslega er tilgang- slítið að vera með happdrætti af þessu tagi, ef húsbréfaeigendur fá engar upplýsingar um hvaöa núm- er þetta eru sem dregin eru út. Því þarf að auglýsa þessi númer í blöð- unum, það er einfaldlega eina leið- in, þó svo hún kosti peninga. Ósótt húsbréf fyrir 100 millj. En nú er semsé búiö aö ákveða aö hætta alveg að nota fjölmiölana í þessum tilgangi, og stóla alveg á Lögbirtingablaðið. Ósótt útdregin húsbréf hjá Húsnæöisstofnun nema um 100 milljónum sam- kvæmt fréttum. Þessi upphæð á þá væntanlega eftir að hækka allveru- lega á næstunni á sama tíma og þeim þúsundum einstaklinga, sem eiga húsbréf sem sparnaðarform, verður gert nær ókleift aö fylgjast með húsbréfalottóinu. Áhrifin af þessu munu því fljótlega verða þau að sú hvatning, sem húsbréfaút- drátturinn átti að verða um aö fólk GARRI ætti húsbréfin sín, hverfur alveg. Þess í stað munu verðbréfafyrir- tæki og sambærilegar stofnanir, sem hvort sem er eiga alltaf mik- inn stabba húsbréfa fyrirliggjandi, verða þeir einu sem fylgjast meö þessum útdrætti í gegnum tölvu- kerfi sín. Niðurstaðan verður þá sú að í staðinn fyrir að verða hvati á almenna eign húsbréfa breytist húsbréfaútdrátturinn í bónus- vinning verðbréfafyrirtækja ein- göngu. í Morgunblaðsfrétt á dögunum sagði Sigurður E. Guðmundsson að húsbréfaeigendur ættu svo mik- illa hagsmuna að gæta aö þeir hlytu að leita leiða til aö fá upplýs- ingar um útdrátt húsbréfanna í Lögbirtingablaðinu. Tilkynningar á húsvegg Húsnæðisstofnun telur þannig réttlætanlegt að spara auglýsinga- kostnaðinn á þeirri forsendu að menn hljóti bara að sækja hags- muni sína. Samkvæmt þessu ætti í rauninni að vera alger óþarfi að vera að birta yfirleitt útdráttinn í Lögbirtingablaöinu frekar en ann- ars staðar, því menn hljóta að sækja þessa hagsmuni til stofnun- arinnar og hringja og spyrjast fyrir um hvort húsbréf þeirra hafi verið dregin út, eða þá að fólk komi ein- faldlega við á Suðurlandsbrautinni og leiti eftir þessum upplýsingum. Ef örtröðin er oröin of mikil, má alltaf bregða fyrir sig kínversku fjölmiðlatækninni og hengja upp tilkynningar utan á veggi hússins, þannig aö pöpullinn, sem er svona æstur í að fá upplýsingar, geti lesiö þetta þar. Það er ánægjulegt til þess aö vita að ríkisstofnanir eru meövitaðar um fjárhag sinn. Hins vegar hefði það óneitanlega veriö hreinlegra að hætta bara meö þennan útdrátt heldur en að halda honum úti með þessum hætti. Markmið hans að hvetja til húsbréfaeignar al- mennings næst augljóslega ekki eftir sparnaðaraögerðirnar, og hreinn óþarfi að fóðra verðbréfa- fyrirtækin á happdrættisvinning- um. Garri Flestu fórnandi fyrir lúxusinn Mesti einstaki útgjaldaliður vísi- tölufamilíunnar er bíllinn, heitt- elskaður. Matarkaupin vega minna í eyöslunni og svipað er að segja um húsnæðiskostnað. Samt er aldrei talað um óheyrilegan bílakostnað Meðaljóns og Meðal- gunnu og enn síður aö hann skeröi lífskjör þeirra. En nærri læt- ur aö fimmtungur tekna heimil- anna fari í bílaútgerðina. Ríkisvaldið lítur á bílaeign sem hreinasta lúxus og krækir sér í nær sjö milljarða í bílaskatta á ári. Kjósendur valdsins láta sér vel líka og panta sér sífellt meiri, betri og dýrari umferðarmannvirki án þess að leggja nokkru sinni hug- ann að því hverjir borga. Stund- um er meira að segja verið að planta því inn í bensíngufumett- aöa kollana að olíufélögin borgi bensínskattinn. Að eiga bíl telst víst til lífsgæða og er þá ekki reiknað með að eign- in kostar líka skuldaáþján, skatt- greiðslur og oftar en ekki viövar- andi fátækt, sem eignin og rekstur hennar kostar. Allt fyrir skattmann Aðeins er aö draga úr bílaeign landsmanna, en hún er nú sem svarar einum bíl á hverja tvo ís- lendinga. Geri aðrir betur. Ef hann Meðaljón og hún Með- algunna gætu hugsað sér tilver- una án þess að eiga bíl, jafngilti það um 20% kjarabót. En af því að þau halda að bíllinn létti þeim líf- ið og auðgi tilveruna og geri þau frjálsari, er þýöingarlaust að setja dæmið þannig upp. Þau vilja ekki láta sér skiljast að bíllinn gleypir tekjur þeirra og orku og gerir lífs- baráttuna enn erfiðari. Þau halda eins og fjármálaráöuneytið með skattmann í broddi fylkingar að bíll sé lúxus sem flest má leggja í sölurnar fyrir að njóta. Margir eru þeir sem nauðugir viljugir veröa aö eiga og reka bíl. í dreifbýlinu eru þeir nauðsyn af augljósum ástæðum. En skipu- leggjendur þéttbýlis gera bílaeign líka að nauöSyn þar. Það gæti jafn- vel hvarflað að manni að til dæm- is þéttbýlið á Innnesjum, þar sem ríflegur helmingur landsmanna býr, sé skipulagt með hagsmuni Á vífravangi Bílgreinasambandsins, olíufélag- anna og tryggingafélaganna í huga. Byggð er teygð og toguð út um allar trippagrundir, út á nes og upp á heiðar með miklum víðátt- um á milli þorpa skipulagsófét- anna, sem hvorki skipta sér af þörfum fólks né náttúrufari. Vegalengdir milli vinnustaöa og heimila mæla margir í tugum kílómetra. Skipuleggjendur þorp- anna leggja aldrei eitt augnablik hugann aö því hvernig hentugt sé að koma viö almenningssam- göngum. Sjálfir nota þeir ekki strætó og ætla öðrum ekki aö gera það. Frelsi skuldarans Það er bæði gott og gaman að eiga góða bíla og aka þeim á fín- um vegum og svífa um slaufur dýrustu umferðarmannvirkjanna. En því aðeins er ánægjulegt að eiga flottan bíl að maður hafi efni á því. En því miður vill verða mis- brestur á því. Þegar bíllinn gleypir fimmtung tekna einstaklings og þriðjung ráöstöfunartekna eða meira, fer glansinn af lúxusnum. Þeir, sem verða að láta sér nægja tekjur í lægri kantinum, verða að láta sér nægja lakari bíla, ódýra í framleiðslu eða gamla og útja- skaða. Viöhaldskostnaöur er mik- ill og skattar og bensín eru jafn- mikil útgjöld og hjá efnaöri bíl- eigendum, sem geta leyft sér dýr- ari farartæki. Núna eru miklir kjarasamning- ar í deiglunni. Verið er að bjóöa vinnudýrunum 1-3% kauphækk- un, en baráttujaxlar verkalýðs vilja 10% eöa eitthvað þar um bil. Ef samfélagiö hefði vit á að búa svo um hnútana aö almenn bíla- eign væri hvorki nauösyn né talin til sjálfsagðra lífsþæginda, gæti láglaunalýöurinn tryggt sér sem svarar 20% kjarabót með ofurlítiö breyttum lífsstíl. En sú hjátrú að bíll sé til aö auka frelsi og létta lífsbaráttuna er svo sterk að henni veröur ekki út- rýmt með skynsamlegum rökum einum saman. En þar sem fólk endilega vill fórna sér fyrir bíla og samgöngumannvirki, er ekkert við því aö segja. Spurningin er að- eins um forgangsröö og ef lífs- hamingjan felst í því aö fórna tekjum sínum og tíma fyrir bens- ínmaskínu og malbikslagnir, þá verði okkur aö góðu. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.