Tíminn - 26.01.1995, Side 2

Tíminn - 26.01.1995, Side 2
2 Fimmtudagur 26. janúar 1995 Tíminn spyr... Tekst aö koma einhverju í verk á Alþingi á þeim stutta tíma sem eftir er til kosninga? Finnur Ingólfsson, formaöur þingflokks Framsóknar- flokksins, um störfþings fram aö kosningum: Langt síðan ríkis- stjórnin hætti störfum „Það er langt síðan þessi ríkis- stjórn hætti aö starfa og afskap- lega fá mál liggja fyrir sem hún ætlar sér að ná í gegn um þingið," segir Finnurvfngólfsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. „Menntamálaráðherra hefur sagt, að ríkisstjórnin þurfi aö fá frumvarp um grunnskólann sam- þykkt, en mér sýnist það mál svo illa undirbúiö að Alþingi geti ekki gengiö frá því. Þar eru margir end- ar lausir í því sem snýr að flutn- ingi frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þar má nefna einstaka þætti er lúta að framkvæmdinni, t.d. varð- andi fræðsluskrifstofurnar, rétt- indamál kennara og þannig mætti lengi telja. Önnur mál veit maður ekki um, sem áhugi er fyr- ir af hálfu stjórnarflokkanna að fáist afgreidd. Ég býst við að störf þingsins muni aö einhverju leyti einkennast af því ástandi, sem er að verða á vinnumarkaðinum. Mörg verkalýðsfélög eru aö undir- búa aðgerðir til aö þrýsta á um að gengið verði frá samningum. Kennarar eru í atkvæðagreiðslu um verkallsboðun. Verði hún samþykkt kemur hún til fram- kvæmda um miðjan febrúar. Rík- isstjórin gerir hins vegar lítið til að undirbúa samninga en situr meö hendur í skauti og segir þetta ekki sitt mál. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisvaldið er einn stærsti aðilinn á launamarkaöi og ber því mikla ábyrgð og á að hafa frumkvæði í að leita heildarlausn- ar á kjarasamningum." Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kvennalista: / • //Ottast aö lítið veröi gert á þingi" „Eg óttast að það veröi ekki mikið gert þessar vikur sem þingið starf- ar fram að kosningum," segir Anna Ólafsdóttir Björnsson. „Það er mjög slæmt vegna þess að núna eins og oft áður liggja mörg mikil- væg mál fyrir þinginu. Ekki síöur þingmannamál heldur en stjóm- armál. Mér sýnist að samkomu- lagið meðal stjórnarflokanna sé slíkt að þeir geti ekki sameinast í mörgum málum. Það ríkir mikil pólitísk deigla í þjóðfélaginu í dag og ég geri ráð fyrir því að þaö fari meiri tími í að ræða málin hedur en að fram- kvæma þau." Anna segist búast viö að fyrirsjáanleg átök veröi á vinnumarkaöi og yfirvofandi verkföll taki talsvert af tíma þingsins fram á vorið. „Það reynd- ar tel ég af hinu góða," segir hún. „Launastefna ríkisins er fáránleg og ástæða til þess að endurskoða hana í heild sinni. Ég geri ráð fyrir þvi, aö vegna þess að skammt er í kosningar reyni ríkisstjórnin aö taka afstöðu í kjaramálum. Hvoru megin það lendir get ég ekki sagt til um. Þaö gæti alveg eins orðiö til þess að torvelda samninga." Ragnar Arnalds, formaöur þingflokks Alþýöubandalagsins: „Fjölmörg mál stjórn- arandstæöinga bíöa" „Eg veit ekki nákvæmlega hvaða mál stjómarliöar ætla sér að fá af- greidd og þar af leiðandi er mjög erfitt að átta sig á því hve miklu verður komiö í gegn fram að kosningum. Auðvitað eru fjölmörg mál órædd. Ég nefni sem dæmi skýrslu um framkvæmd búvöru- samnings sem ég óskaði eftir og landbúnaðarráðherra verður reiöubúinn að svara á næstu dög- um. Það verður væntanlega heil- mikil umræða. Síöan verður væntanléga talsverð umræða um mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar og hugsanlegt er að kjördæmamálið komi inn í þingið í einhverri mynd. Fjöldinn allur af málum stjórnarandstæðinga sem ýtt var til hliðar í jólaösinni bíður umræöu og ég reikna með að reynt verði að skapa svigrúm til að taka þau á dagskrá þó þau verði náttúrlega ekki öll af- greidd." Utför systkinanna þriggja sem létust í snjóflóbinu í Súbavík þann 16. janúar síbastlibin fór fram í Dómkirkj- unni í Reykjavík ígcer. Á mebfylgjandi mynd má sjá hvar verib er ab bera kistur systkinanna út úr kirkjunni. Ttmamynd CS Tillögur SH um atvinnumál á Noröurlandi: Samhæfö söfn- un ígulkera Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri. Uppi eru hugmyndir um sam- hæföa söfnun ígulkera af Norð- urlandi til Svalbarbseyrar eða Akureyrar þar sem forvinnsla þeirra fari fram en fullvinnsla verði síöan hjá íslenskum ígul- kerum í Njarbvík. Þetta kemur mebal annars fram í kynningar- skýrslu Sölumiðstöbvar hrab- frystihúsanna til bæjarstjórnar Akureyrar í tengslum vib tilbob sölumibstöbvarinnar um at- vinnuuppbyggingu á Akureyri. Einkum er rætt um ab safna ígulkerum af Húnaflóa- og Skagafjaröarsvæöinu auk Eyja- fjarbar í þessu efni og einnig ab efla ígulkerarannsóknir vib ströndina í Skjálfanda og Öxar- firöi þar sem minna er vitaö um vöxt og viögang þeirra en úti fyrir vestanverbu Norburlandi. Ef þessar hugmyndir veröa aö veruleika vakna spurningar um hvort þeir aöilar sem stunda vinnslu ígulkera á þessu lands- svæbi verbi aö draga saman eba jafnvel hætta starfsemi. Gunnar Blöndal á Akureyri er einn þeirra sem stundar vinnslu ígul- kera og hefur nýveriö flutt fyrir- tæki sitt, ígulkeriö hf., frá Sval- baröseyri til Akureyrar meb stubningi frá Akureyrarbæ. Gunnar kvabst í samtali vib Tímann kannast viö þessar hug- myndir um söfnun ígulkera af Noröurlandi. Þær væru þó ekki upprunnar frá Sölumibstöb hraöfrystihúsanna þótt þær komi fram í skýrslu þess og sölumiöstööin hafi stundaö út- flutningsstarfsemi fyrir íslensk ígulker í Njarbvík. Þab væru for- ráöamenn íslenskra ígulkera sem stæbu ab þessari hugmynd til ab ná sem mestu af fram- leiöslunni til sín. Þeir beittu þeim rökum aö þeir heföu betri tök á þessari framleibslu en abr- ir og heföu því betri aðstæöur til að ná hagstæðum vibskiptum. Gunnar kvaðst telja aö þeir aðil- ar út um land sem stunduöu vinnslu ígulkera væru eins vel í stakk búnir til ab framleiða góöa vöru og kvaðst í því sam- bandi vera með fulltrúa jap- ansks kaupanda hjá sér þessa dagana ab fylgjast með fram- leiðslunni. Gunnar sagði ab haft hafi verið samband vib sig af forvígismönnum Islenskra ígulkera í Njarðvík þar sem sér hafi verið tilkynnt um þau áform að safna öllum ígulkerum sem veiðast við Norðurland á einn stab. Hann kvabst hinsveg- ar halda ótrauöur áfram fram- leiöslunni og selja til vibskipta- vina sinna í Japan. Hjá sér væri enga uppgjöf aö finna og hann skyldi ekki þá atvinnupólitík ab tala um ab ígulkerasöfnunin muni skapa allt ab 20 störf á Ak- ureyri eba Svalbarðseyri eins og rætt væri um ef 25 til 30 störf myndu tapast á móti. Nú vinna um 25 manns hjá ígulkerinu hf. á Akureyri og kvab Gunnar Blöndal litlu þurfa ab bæta við til þess að geta skapað allt ab 30 störf. Ekki náðist í fram- kvæmdastjóra íslenskra ígule- kera í Njarbvík í gær. ■ Yfirborð varanna talið endast betur ALPAN hf. á Eyrarbakka hefn- fest kaup á alsjálfvirkri •il -a.— F£/?þ/1Ð FKK! EFTJR MOTKUN? .BOGGI,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.