Tíminn - 26.01.1995, Qupperneq 7

Tíminn - 26.01.1995, Qupperneq 7
Fimmtudagur 26. janúar 1995 7 Tímamynd CS Hálfdán í Búö sést hér í Reykjavíkurhöfn í vikunni. Nú skiptir skipiö um nafn, númer og fána og siglir til Nýja-Sjálands í kjölfar úreldingar. Nýleg fiskiskip, sem keypt voru til landsins meö góöum styrkjum og lánum, eru nú seld úr landi meö tilstyrk Úrelding- arsjóös, önnur lenda í Sorpu eöa áramótabrennum— 72% minnkun flotans: Flotinn minnkar um sem s varar 15 stórum skuttogurum Fiskiskip, sem keypt voru til landsins fyrir stuttu me& hverskonar fyrirgrei&slum og stuöningi, eru sum hver aö hverfa af sjónarsviöinu meö úreldingu. Fiskiskipa- floti landsmanna er aö skreppa saman, líklega um 12% til aö byrja meö. Flotinn er allt of stór og útgeröar- menn eru fremur hvattir en lattir til aö losa sig viö báta sína. Gulrótin er styrkur úr svokölluöum Úreldingar- sjóöi, réttu nafni Þróunar- sjóöi sjávarútvegsins, sem varö til á síöasta ári sam- kvæmt lögum, en útgeröar- menn sjálfir hafa greitt í undir ööru nafni. Sá sjóöur var oröinn um 550 milljónir, en til viöbótar koma í sjóö- inn 4 milljaröar aö láni úr ríkissjóöi, sem endurgreiöa skal fyrir aldamót. 90 skip þegar horfin af sjónum Á síðasta ári hurfu af sjónar- sviöinu 90 fiskiskip af ýmsum stæröum, auk þess sem Þróun- arsjóöur sjávarútvegsins lofaöi aö liöka til við að úrelda 214 skip til viðbótar. Það er hrein- lega ekkert verkefni að hafa fyrir allt of stóran flota, sem nú er um 120 þúsund rúmlest- ir að stærö. Jafnvel nýlegir og góöir bátar kunna að veröa úr- eltir og seldir úr landi — ef kaupandi finnst. Aörir bátar og skip hafa endað á áramóta- brennum, plastbátar fariö í Sorpu eöa þeir urðaöir. Nokkur nýleg og góö skip hafa þegar veriö seld úr landi eöa eru á söluskrá og hafa fengið loforö um fé til úreldingar. Utgerbarmabur: Hugleibir ab úrelda nýjan línubát „Þaö er aldrei aö vita hvað gerist ef þaö fæst gott verð. Maður verður að velta ýmsu fyrir sér, þótt vel hafi gengið með þessa báta," sagði útgerö- armaður á Snæfellsnesi, sem á tvo góöa línubáta, 2-3 ára gamla. Hann hugleiðir að úr- elda annan. Utgerð þessa manns hefur þótt mjög til fyr- irmyndar. „Manni heyrist ekki svo gott hljóö framundan að hægt sé að halda þessum flota úti. Það er auövitað ekki hægt að halda skipunum á sjó með hálfum afköstum," sagöi útgerðarmað- urinn í samtali við Tímann. Besta útgerbin ab úrelda? Leið útgerðarmannsins ligg- ur því til s'vokallaðs Úrelding- arsjóðs fiskiskipa, ööru nafni Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, til að fá annan bátinn, rúm- lega 2 ára gamlan, úreltan, fá svo styrk, væntanlega 93 millj- ónir, úr sjóðnum og selja bát- inn síðan úr landi. Við kaupin fékk útgerðarmaöurinn aftur á móti ríflegan styrk til kaup- anna, eins og títt er um slík kaup. „Það, sem menn eru að gera núna, er að fá keypt leyfi til að veiða eitt kíló af þorski og fyrir það er verið að borga allt upp í 80 krónur á kílóið, bara leyfið. Þegar togararnir eru að veiða þennan fisk og selja langt und- ir því verði, þá sér maður tap- ið. Það er miklu betra að selja kvóta og auðvitað meira upp úr því að hafa. Það er kannski besta útgerðin að leggja skip- unurn," sagöi útgerðarmaður- inn. Fækkunin: ígildi 15 stórra skuttogara Fiskiskipum í íslenska flotan- um fækkar þessi árin, enda unnið að því. Samkvæmt upp- lýsingum Hinriks Greipssonar, framkvæmdastjóra Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins, gæti fiskiskipum á íslandi fækkað svo um munar á næstunni. Á síðasta ári voru gefin loforð af hálfu sjóðsins um styrk vegna úreldingar á 304 fiskiskipum af ýmsu tagi. Þessi skip voru 15.070 tonn að stærð saman- lagt, ígildi 15 stórra skuttogara eða þar um bil. Vátryggingarverð þessara skipa er 9,6 milljarðar króna, og styrkurinn fyrir að losa landið við fiskiskipin, 45% af vátryggingunni, gæti numið alls 4,3 milljörðum króna. Þak er á styrknum á hvert skip í 93 milljónum króna í ár, en var 90 milljónir á síðasta ári. Útborgaðir úreldingarstyrkir í fyrra og fram á þennan dag eru 97 talsins, 3.264 rúmlestir. Fyrir úreldinguna greiddi sjóð- urinn 1 milljarð króna og 29 milljónum betur. Glæsisklp hverfa úr landi Nýlega sigldi Haukafell SF- Þeir sem fengu borgun Ein útgerð fékk greiddan há- marksstyrk fyrir úreldingu skips á síðasta ári, 90 milljónir, en önnur slík greiðsla kom til út- borgunar fyrir nokkrum dög- um. Nokkrar fengu tugi millj- óna, en minnsti styrkurinn var 61 þúsund krónur fyrir fertugan smábát, Dóru SU 180. Á töflunni til hliðar eru nokkrar hæstu greiðslurnar á síðasta ári og fram til þessa dags. Önnur skip fengu mun minna, enda fjölmörg þeirra undir 10 tonnum, og önnur 111 frá Hornafirði til Noregs, en þangað var skipiö selt, 161 tonna stálbátur smíðaður 1990 í Portúgal. Útgerðin fékk 90 milljónir króna úr Þróunar- sjóði sjávarútvegsins til úreld- ingarinnar. Annað fiskiskip, Hálfdán í Búð, er komið til Reykjavíkur og heldur senn af stab í sína löngu siglingu til nýrra eig- enda, eins og Tíminn greindi frá í gær. Skipið er skuttogari, smíbað 1989 í Svíþjóð. Fyrir skipib fær Hrabfrystihúsib Norðurtangi hf. á ísafirði 90 milljónir fyrir úreldinguna, auk þess fjár sem fæst frá ný- sjálenska fyrirtækinu. Söluverb fékkst ekki uppgefiö, hvorki hjá fyrri eiganda né hinum nýja. Forráðamenn Norður- tanga segjast ánægöir með söl- una. Markaðurinn fyrir fiski- skip sé mjög erfiður þessa stundina, en fyrirtækið á Nýja- Sjálandi vantaði einmitt skut- togara af þessari stærð og fékk velmeðfarið skip frá íslandi. Rúm- Smíba- Styrk- Nafn lcstir ár ur Lísa María ÓF 426 1988 90,0 Haukafeli SF 162 1990 90,0 Hálfdán í Búð ÍS 252 1989 90,0 Ásgeir Frímanns ÓF 280 1986 89,7 Snæfari GK 222 1984 77,9 Ögmundur RE 187 1960 77,5 Sæfari AK 222 1986 79,2 Lómur HF 101 1988 75.0 Fjölnir GK 117 1982 54,5 Freyja GK 122 1972 41,5 Sæljón SU 142 1974 37,0 Mummi NK 69 1986 35,4 Frár VE 124 1969 30,3 Jón Klemehz ÁR 80 1984 30,2 Fá ekki annab skip í stabinn Styrkur til ab minnka fiski- skipastólinn er greiddur fyrir þær rúmlestir, sem verða af- skráðar með tilkomu styrksins. Þarmeð skuldbindur útgerðar- maburinn sig til ab flytja ekki inn annað skip í stað hins úr- elta. Hann heldur hins vegar kvóta sínum, sem hann annab hvort nýtir sjálfur eða selur. Sjóöurinn er hugsaður þann- ig að útgeröarmenn borgi sjálf- ir inn í sjóbinn. Með stofnun Þróunarsjóðs runnu inn í hann Hagræðing- arsjóður sjávarútvegsins, sem útgerbarmenn voru búnir að borga í frá 1990. Sá sjóður varð " til í samruna tveggja sjóða Ald- urslagasjóbs og Úreldingar- sjóðs. Útstreymib núna er meira en nokkurn tíma var inn í þá áður. Reikna má með slíku útstreymi á þessu ári, þá fer að reyna á styrkloforö Þróunar- sjóbs af miklu afli. ■ ævaforn. Elsta skipið, sem fékk úreldingarstyrk, var Sjöfn VE, það skip var smíðað 1935 og var því ab komast á sjötugsaldur- inn. Eigandi þess, íslandsbanki, fékk 9,8 milljónir fyrir skipið. Fengu loforb um hámarksgreibslu Loforð um hámarksstyrk til úreldingar á síðasta ári fengu eigendur 9 skipa, þriggja þeirra er getið hér á undan, hin bíða væntanlegra kaupenda og fá styrk greiddan við söluna. Þessi skip eru: Rauðinúpur ÞH, Kambaröst SU, Hafnarey SU, Tjaldanes II ÍS, Skúmur ÍS, og Faxafell GK. Flest eru þessi skip nýleg, en Rauðinúpur og Kambaröst um og yfir 20 ára gömul. Nokkur skip hafa fengið loforð um styrki sem eru rétt við hámarkið, og fjöldamörg tugi milljóna. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.